Tíminn - 02.04.1978, Page 7
Sunnudagur 2. aprfl 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurósson. Auglýsingastjóri: Stein-
grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar biaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:.
86387. VerA i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á
mánuði. Blaftaprent h.f.
Fj árhagsvandi Raf-
magnsveitna ríkisins
Fjárhagsmál Rafmagnsveitna rikisins —
Rarik — hafa verið til umræðu að undanförnu i
tilefni af þvi að þrir þeirra sem áttu sæti i
stjórnarnefnd fyrirtækisins sögðu sig úr henni
sökum fjárhagserfiðleika þess.
Orsakir fjárhagsvanda Rafmagnsveitna
rikisins eru margþættir. Þar á oliuverð-
hækkunin stóran þátt. Sökum hennar hafa
kröfur um rafmagn mjög aukizt og hefur verið
reynt að fullnægja þeim eftir megni. Þetta
hefur leitt til meiri framkvæmda en ella enda
jafnan verið auðvelt að sýna fram á að þær
væru hagstæðar frá þjóðhagslegu sjónarmiði.
Við þetta hefur svo verðbólgan bætzt og átt
sinn þátt i þvi að allar áætlanir hafa ruglazt og
kostnaður orðið miklu meiri en gert var ráð
fyrir.
Það á svo vafalaust ekki litinn þátt i þessum
fjárhagsvanda að mikil ringulreið hefur rikt i
stjórn og skipulagi raforkumála. Ýmis verk-
efni hafa lent á Rafmagnsveitum rikisins, sem
eðlilegar hefði verið að aðrir aðilar hefðu
annazt. Þörfin fyrir endurskipulagningu og
umbætur þessara mála hefur lengi verið aug-
ljós en samt hefur ekki verið brugðizt við og
reynt að koma á bættu skipulagi.
Framsóknarflokkurinn taldi að ekki væri til
lengdar hægt að una þessu ástandi. Fyrir rúm-
um tveimur árum fól hann sérstakri nefnd að
athuga þessi mál og gera tillögur um skipulag
raforkumála. Sú nefnd skilaði tillögum sem
siðar voru samþykktar af miðstjórn flokksins
og staðfestar á nýloknu flokksþingi hans. Þess-
ar tillögur hefur flokkurinn nú lagt fyrir Al-
þingi. Þar er gert ráð fyrir einni landsvirkjun
sem annist orkuframleiðsluna en dreifing sé
siðan i höndum landshluta — eða héraðsraf-
veitna. Það myndi vafalaust mikinn vanda
leysa ekki sizt fjárhagslegan ef slikri skipan
væri komið á.
Jafnframt þvi sem unnið er að þvi að leysa
fjárhagsvanda Rafmagnsveitna rikisins
verður að vinna að þvi að koma bættu heildar-
skipulagi á raforkumálin. Fjárhagsvandi
Rarik ætti vissulega að hvetja til þess.
Fyrirmyndarland
í ályktun nýlokins flokksþings Framsóknar-
manna um framsóknarstefnuna segir á þessa
leið um umhverfismál og landnýtingu.
„Framsóknarflokkurinn leggur á það
áherzlu að náttúruauðlindir landsins verði
nýttar af landsmönnum sjálfum og þeim til
hagsbóta en án þess að á þær verði gengið.
Veiðar verði miðaðar við hagkvæma nýtingu
fiskstofna, búskapur við hóflega nýtingu lands.
Við virkjun orkulinda verði gætt náttúru-
verndar- og umhverfissjónarmiða.
Framsóknarflokkurinn vill að komið verði á
skipulegri landnýtingu sem stuðli að eðlilegum
notum landsins til byggðar, ræktunary beitar,
iðnaðar og útivistar. Lögð verði áherzla á
ómengað umhverfi á landi, i lofti og á sjó,
þannig að fsland verði fyrirmyndarland að
þessu leyti.”
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Carter að ná fastari
tökum á stjórninni
Hann er blaðamönnum minni
ráðgáta en áður
Carter hugsar ráft sitt
SKOÐANAKANNANIR i
Bandarikjunum benda til
þess, að vinsældir Carters séu
nú með minnsta móti siðan
hann tók við forsetaembætt-
inu. Þvi veldur vafalitið, að
ýmis vandamál hafa reynzt
örðugri viðfangs en menn áttu
von á og skuldinni er skellt á
Carter, þar sem honum hefur
ekki tekizt að leysa þau eins
fljótt og vel og vonir margra
stóðu til. En þótt almenningur
kenni Carter um og vinsældir
hans minnki af þeim sökum,
virðast fréttaskýrendur, sem
bezt fylgjast með gangi
stjórnmála i Washington, vera
á öðru máli. Meðal þeirra er
sá, sem lengst hefur starfað
þar og nýtur einna mests álits,
þótt hann ætti áttræðisafmæli
fyrir fáum dögum. Hér er átt
við Richard L. Strout, sem
skrifar að staðaldri i Christian
Science Monitor. Hann hefur
fylgzt með öllum forsetum
Bandarikjanna, sem verið
hafa i Hvita húsinu siðan Her-
bert Hoover var þar. 1 grein-
um, sem hann hefur birt ný-
lega, kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að bersýnilegt sé,
að Carter sé að ná fastari tök-
um á stjórninni, bæði inn á við
og út á við. Hann sé ekki sama
ráðgátan og hann hafi verið
mörgum fyrst eftir að hann
varð forseti. Hann sé stefnu-
fastari og ákveðnari en hann
var i fyrstu og sýni jafnframt
meiri lagni, ef á þarf að
halda. Hann njóti orðið meira
álits þingmanna, en sambúð
hans og þingsins var allt ann-
að en góð fyrsta stjórnarár
hans.
STROUT segir, að stjórn
Carters hafi i fyrstu verið
fréttaskýrendum i Washing-
ton meiri ráðgáta en nokkur
önnur i Hvita húsinu um langt
skeið. Carter hafi komið nær
óþekktur til Washington og
haft með sér óþekkt starfslið.
Hann hafi háð kosningabar-
áttu sina gegn kerfinu, en allt i
einu var hann, ásamt sam-
starfsmönnum sinum i kosn-
ingabaráttunni, orðinn sjálft
kerfið, óþekkt og óreynt. Mörg
kosningaloforðin, sem hann
hefði gefið, hefðu reynzt
óraunhæf og það leitt eftir á til
mótsagnakenndra full-
yrðinga. Menn vissu þvi ekki
hvar þeir höfðu Carter i reynd.
Margir i Washington hefðu
lika verið fyrirfram á móti
honum vegna fyrri ádeilna
hans á kerfið þar og verið
reiðubúnir til að gagnrýna
hánn meira en ella. Carter
hafi þvi yfirleitt ekki átt upp á
pallborðið hjá stjórnmála-
mönnum og fréttaskýrendum i
Washington fyrst valdaár sitt.
ÞETTA er að breytast, segir
Strout. Carter er búinn að læra
af reynslunni og kann orðið
betur á kerfið. Jafnframt er
ljóst, að hann er búinn að ná
betri tökum á stjórninni. Hann
sýndi bæði festu og gætni i
sambandi við verkfall kola-
námumanna og átti þvi sinn
þátt i lausn þess. Betri horfur
eru á þvi en áður, aö hann fái
þingið til að fallast á orku-
málatillögur sinar, sem eru
mikilvægar fyrir Bandarikin
og sýna, að hann hefur skilið
þýðingu þessa máls á undan
þvi. í sambandi við ýmis önn-
ur mál hefur Carter tekið auk-
ið tillit til þingsins og þvi náð
betra samstarfi við það. Það
var mikill sigur fyrir hann, að
fá fyrri Panamasamninginn
samþykktan i öldungadeild-
inni og gefur það fyrirheit um,
að siðari samningurinn verði
einnig samþykktur þar. Cart-
er er hér að leysa viðkvæmt
deilumál, sem reyndist fyrri
forsetum ofraun. Það mun
bæta sambúð Bandarikjanna
við latnesku Ameriku og raun-
ar allan þriðja heiminn. Cart-
er hefur fylgt markvissri
stefnu i deilumálum Israels-
manna og Araba og stutt
sáttatiiraunir Sadats, án þess
að ganga á hlut Israelsmanna.
Afstaða hans i þvi máli hefur
aflað honum trausts bæði
heima fyrir og út á við. Hann
hefur sýnt festu i samningum
við Sovétrikin, en það mun
reynast bezt þegar til iengdar
lætur. Barátta hans fyrir
mannréttindum nefur oröio
fyrir ýmsum áföllum, en i
heild hefur hún styrkt aðstöðu
Bandarikjanna. Þannig mætti
rekja þetta áfram, en niður-
staðan að öllu samanlögðu er
sú, að Carter er að ná fastari
tökum á stjórninni og er ekki
sama ráðgátan og hann þótti
um skeið.
En starf hans er erfitt.
Vandamálin, sem hvila á
herðum forseta Bandarikj-
anna, eru óteljandi. Carter er
mikill starfsmaður, en samt
segir þreytan stundum til sin.
Ljósmyndurum er farið að
heppnast að ná af honum
myndum, þar sem hann brosir
ekki sinu þekkta brosi, heldur
er i þungum þönkum.
Þ.Þ.