Tíminn - 26.04.1978, Síða 9
Miðvikudagur 26. april 1978
9
á víðavangi
Mistök?
„Þegar útboð vegna raf-
magnsvinnu við Kröflu fóru '
fram i marz 1976 kom lang-
lægsta titboðið frá Rafafli,
sem cr fyrirtæki i eigu for-
ystumanna i Alþýðubandalagi
og mjöghefur verið hampað á
siðum Þjóðviljans. Tilboðið
var upp U ca. 28.5 milljónir
króna (en var siðan hækkað i
30.6 milljónir), en aðrir bjóð-
endur voru mun hærri og töldu
raunar að engin leiö væri aö
vinna verkið fyrir þetta verð.
Enda gerðist það aldrei.
Árni Brynjólfsson hjá Lands-
sambandi rafverktaka skrif-
aði um það blaðagrein i
nóvember siðastliönum að þá,
og þá væntanlega einhvern
timann i haust, væri búið að
greiða fyrirtækinu um tæpar
132 — eitt hundrað og þrjátiu
og tvær — milljónir króna.
Upplýsingarum þaðhvernig á
þessum viðbótum stæði voru
ærið dularfullar., Sumt var
viðbót við samning, annað
efniskaup, aukaverk, vinna
fyrir verktaka og loks um
þrjátiu milljónir i verðbætur.
Einar Tjörvi, verkfræðingur
við Kröfluvirkjun, hefur upp-
lýst i blaðaviðtali, að aldrei
hafi farið fram útboð vegna
þessara ■ „aukaverkefna”.”
Þannig kemst hann Vil-
mundur okkar Gylfason að
orði i Dagblaðinu sinu sl.
föstudag.
Nú kann það að vera, að Vil-
mundur fari ef til vill ekki ná-
kvæmlega með einstök atriði
og vera kann að tölur hafi eitt
hvaðskolazt til hjá honum. En
fyrr má þó vera viðkoma
krónunnar hjá þvi ötula fyrir-
tæki Kaíafli. Ef rétt er með
l'arið er hér greinilega um að
ræða alvarleg — og mjög
kostnaðarsöm — mistök. Það
skiptir ekki máli i þvi sam-
bandi, hvort fyrirtækið hefur
notað féð meöal annars til
þess að fjárfesta i fyrra hús-
næði Þjóðviljans og greiöa
þannig fyrir fjármögnun Mið-
garðshússins fræga — eins og
Vilmundur fjölyrðir um i'grein
sinni.
Það sem skiptir almenning
máli cr um fram allt hitt:
Hafa hér orðið mistök i-útboð-
um og samningum? Hyernig
stendur á þeim mistökum ef
svo er? Er um það að ræða,
sem er þvi miður allt of-sjald-
gæft, að einhver jir-séu
ábyrgðarmenn að misfökun-
um?
Að óreyndu hljóta méníi að
treysta þvi;—að spurniagum
sem þessum verði fljótsvarað
af hálfu þeirra sem unuhafa
vélað. Tæplega vilja þeir
liggja undh- ámæli Vilmundar
Gylfasonar — eða hvað?^
Það er siðan annað mál að
þeir Alþýðuhandalagsmenn
eiga það sammerkt með Vil-
mundi og fleirum okkar að sjá
flisina i auga náungans en
ekki bjálkann i eigin auga.
JS
Lífrænar víddir
Vilhjálms Bergssonar
Sfðastliðinn sunnudag lauk á
Kjarvalsstöðum málverkasýn-
ingu Vilhjálms Bergssonar list-
rnálara en þar var hann með
stóra sýningu.eins konar yfir-
litssýningu scm snérist um
vinnú slðasta áratugar eða svo.
Vilhjálmur Bergsson gaf
sýningunni nafnið „Lifrænar
viddir” sem mun vera viða til
siðs ennþá þótt velflestir hafi nú
hætt þvi hér á landi a.m.k. en
nöfn af þessu tagi gefa þó vissa
ábendingu um innihaldið: þær
eru þvi eins konar farmskirteini
manns sem kemur af hafi.
„Lifrænar viddir”
Vilhjálmur Bergsson mun
hafa dvalizt i Kaupmannahöfn
og á meginlandi Evrópu undan-
farin ár, þar sem hann hefur
starfað að myndlistogtekið þátt
i mörgum sýningum. I viðtali
við blað hefur hann gefið i skyn
að hann stefni að. Evrópufrægð
með list sinni og má það vel
vera.þvi’ hún hefur að minnsta
kosti öll þau ytri einkenni sem
nauðsynleg eru til frægðar og
frama i heimi myndlistarinnar,
sumsé að myndirnar eru allar
likar hver annarri. Málarinn er
með öðrum orðum ávallt að
mála sömu myndina, aftur og
aftur, en skýrum það nú ögn
betur.
Það er staðreynd að þeir
málarar sem nú ná frægð. ná
henni innan mjög takmarkaðs
sviðs. Ágættdæmi um þetta var
sýning Hundertwassers hér um
árið. Hann málaði spirala og
notaði sömu litina i' allar
myndirnar. Hætti sér ekki frá
þessu viðfangsefni né i f jarskyld
afbrigði i t.d. lit eða formi.
Sama gera hundruð manna ef
ekki þúsundir. Velja sér hlut-
skipti þröngt sérsvið, eða sér-
grein og siðan þylja þeir hinn
gregoriska söng i áraraðir og
biða frægðar.
Við þessar aðstæður er ekki
að vænta mikillar fjölbreytni
þótt viss þróun eigi sér stað.
Ég sá sýningu Vilhjálms
Bergssonar mér til mikillar
ánægju. Myndir hans minna á
örverulif, sólkerfi eða liffæri
geymd i formalini eða sírópi á
glösum. En hvað um það.þótt
hliðstæður sé erfitt að skýra.
Það sem einkennir þessar
myndir er vandvirkni og kunn-
átta til verka. Margir ágætir
myndlistarmenn virðast hafa
nægar hugmyndir til mynd-
sköpunar en verður litið Ur efni
sinu vegna slakrar verkkunn-
áttu og skorts á vandvirkni.
Vilhjálmur Bergsson notar
litablöndur sem þekktar eru Ur
verkum gömlu meistaranna.
Vissar oliur gera litina
„transparent” ogvalda speglun,
endurskini. Við þessar oliur
heldur Vilhjálmur sig alltaf i
oliumyndunum. Þær eru ásamt
myndefninu sólkerfúm og
undarlegum lifrænum viddum,
tákn þessara mynda. Gildi þess-
ara litla verður auðsætt, þegar
maður skoðar teikningar Vil-
hjálms sem ná ekki hugblæ oliu-
myndanna þótt góðar séu.
Viðdáumst að þeirri siðfágun
sem var yfir þessari stóru sýn-
ingu og við virðum þessi mein-
læti i alla staði og spáum að
Evrópufrægðin komi þótt auð-
vitað verði hún að biða síns
tima.
Vilhjálmur mun hafa haldið
sina fyrstu sýningu i Reykjavik
árið 1961 þá ennvið nám i Paris.
þannig að hann hefur öðl-
azt góða reynslu sem málari,
enda voru viðtökur manna
góöar og margar myndir
seldust.
Á sýningu Vilhjálms voru að
þessu sinni 75 myndir, 63 oliu-
myndir og 12 teikningar.
Myndnöfnin eru lika áhuga-
verð og segja sina sögu um
hugarheim málarans og hið
strangt afmarkaða ástand, en
meðal nafna eru:
Utan hrings og innan, Þri-
tengslahvel, Nökkvasvif, Lif-
miðja, Baugavefur, Þensla,
Verðandi, Jafnvægi, Lifræn til-
brigöi, Rúmbygging og Sam-
stirni.
Teikningarnar eru settar skör
lægra og heita ekkert.
Myndirnar eru málaðar á ár-
unum 1970-1978 og hefur málar-
inn þvi setið innL i þessum
hugarheimi i a.m.k. átta ár.
Um framhald er óráðið^kkert
nýtt verður a.m.k. ráðið af þess-
ari sýningu,hvað sem siðar ve-
rður.
Jónas Guðmundsson
Færeyjafarar 1977. Kórinn ásamt stjórnendum, pianóleikara og skóla-
stjóra.
Pyrsta hljómplata
Skólakórs Garðabæjar
með 17 lögum
FI — Komin er út plata með söng
35 barna á aldrinum 9-13 óra úr
Elataskóla i Garðabæ. Á plötunni
eru 17 lög, upplestrar og fleira.
Sex stúlkur syngja einsöng meö
kórnum. Plata þessi er gefin út i
tilefni af 20 ára afmæli Flata-
skóla, áöur barnaskóla Garða-
lirepps, en hann er nú að ljúka
sinu 20. starfsári.
Á hlið eitt eru islenzk og erlend
þjóðlög og barnagælur og eru lög-
ineftir Jórunni Viðar, Jón Þórar-
insson, Jón Ásgeirsson, Egil Frið-
leifsson, Lajos Bardos, Mozart og
fi. Höfundar texta eru m.a. Jónas
Hallgrimsson, Kristján frá
Djúpalæk, Hildigunnur Halldórs-
dóttir.
Á hlið tvö eru eingöngu frum-
samin lög eftir annan söngstjóra
kórsins, Guðmund Norðdahl.
Lögin eru öll samin við texta Ur
barnaleikritum Ragnheiðar Jóns-
dóttur rithöfundar, Hlyna kóngs-
syni og Sæbjörtu, og urðu til á
árshátiðum skólans. Ifafa þau
ekki birzt áður eða verið sungin
utan skólans.
Skólakór Garðabæjar var
formlega stofnaður 1. des. 1976.
Hann hefur sungið viða fyrir fé-
lagasamtök á sjúkrahúsum og
hælum og við kirkjulegar athafn-
ir. Hann kom fram á landsmóti
isl. barnakóra i marz 1977, fór i
söngför til Færeyja vorið 197.7 og
fer i söngferðalag til Norðurlands
dagana 4.-7. mai nk. og syngur
(með öðrum kórum ) i Stórutjarn-
askóla 4. mai, i Hafralækjarskóla
5. mai,að Laugum i Reykjadai
sama dag, i HUsavikurkirkju 6.
mai' og i Akureyrarkirkju sunnu-
daginn 7. mai.
Stofnendur Skólakórs Garða-
bæjar voru Guðmundur Norðdahl
og Guðfinna Dóra Ölafsdóttir. en
þau stjórna kórnum nU.
Þetta er fyrsta plata, sem gefin
er Ut i Garðabæ. Aðeins 450 eintök
verðatilsöiu og dreifingar. í frett
frá kórnum segir, að hún geti þvi
orðiö verðmætur minjagripur, er
fram liða stundir og að sjálfsögðu
góö sumargjöf.
KRABBAMEIN
VILMUNDAR
GYLFASONAR
Miðvikudaginn 12. april var
Vilmundur Gylfason á fundi að
ræða við væntanlega kjósendur
sina. Alþbl. getur þess 15. april,
að hann hafi rætt um Samband
islenzkra samvinnufélaga,
ólýðræðislega uppbyggingu
þess og m.a. sagt, að almennir
félagsmenn ættu að kjósa fram-
kvæmdastjóra og forstjóra
Sambandsins beinum kosning-
um.
Ræður Vilmundar hafa ekki
verið birtar orðréttar, en
greinagóður og vandaður fund-
armaður segir mér, að hann
hafi tekið til orða á þessaleiö:
„Sambandið er krabbamein i
islenzku efnahagslifi sem þarf
að uppræta.”
NU hef ég að sönnu reynslu af
þvi, að Vilmundi virðist láta
mun betur að slá fram gifuryrð-
um en aðræða mál til hlitar. Ég
tel nokkurn veginn fullreynt, að
hann fæst ekki til að ræða eða
rökstyðja fyrri hrópyrði sin um
samvinnuhreyfinguna. Hins
vegar lætur hann ekki af ádeil-
'um og brigzlum á mannfundum.
Þar sem Vilmundur sækist
eftir þvi að komastá þing er það
gagnlegt almenningi að vita
hvort hann er maður til að
standa viö orð sin og ádeilur og
hvort hann hefur einhverjar
skoðanir um það hvernig eigi að
skipa málum og stjórna.
Þvi vil ég nú enn leggja að
Vilmundi að birta svör við þeim
.spurningum sem á eftir fara.
Jafnframt bendi ég á að svari
hann engu munu margir eða
flestir telja að hann sé ekki
maður til þess og hafi jafnvel
enga skoðun á sumum þeim
málum sem hann hrópar hæst
um og þar sem hann atyrðir
aðra freklegast.
1. Hefur samvinnuhreyfingin
glatað einhverjum hugsjónum
sem einkenndu hana i upphafi
og hverjar eru þær, ef svo er?
2. Á sam vinnuhreyf ingin
eitthvað vangert viö bændur og
hvað er það þá helzt?
3. Á að reka verzlun á félags-
legum grundvelli? Ef svo er,
hvernig á þá að haga henni við
innflutning, útflutning og smá-
sölu?
Þessar spurningar læt ég
nægja að sinni. Ætlist Vilmund-
ur til þess að hann verði gerður
pólitiskur landlæknir fer vel á
þvi, að hann geri nánari sjUk-
dómsgreiningu á krabbameini
þvi, sem hann talaði um 12.
april.
H.Kr.
ÍEcSEGJ
Auglýsingadeild Tímans