Tíminn - 21.05.1978, Síða 2

Tíminn - 21.05.1978, Síða 2
2 Sunnudagur 21. mai 1978 Þegar atburöir eru liönir hjá er auöveldara aö greina þá i sundur og rekja rætur þeirra. Viö skiptum sögunni i ýmis tímabil eftir þeim einkennum, sem mest hefur borið á, og kunna þá sum timabil að falla saman aö meira eöa minna leyti, eins og t.d. kreppuárin og Hitlerstimabiliö. Einnig er McCarthytlmabiliö i Bandarikjunum hluti af kaldastriðstimabilinu, enda sérstakur angi þess. Veröldin hefur tilhneigingu til breytinga, ekki endilega fram á viö, óvist er jafnan hvaöa stefnu rás timans ber okkur hverju sinni. Breytingarnar eru þvi miöur oft breytinganna vegna, riki haröstjórn er barizt fyrir frjálslyndi, en riki frjáls- lyndi er það taliö óalandi og óferjandi og barizt er fyrir haröstjórn, sem aö vlsu er nefnd öörum nöfnum. Aldrei skortir okkur fögur orö þegar þeirra er þörf, Hitler bjargaöi t.d. þýzku þjóöinni á sínum tima frá úrræöa- leysi og aumingjaskap lýöræöisins. Þegar Hitler komst til valda varö mikill hluti þýzku þjóðarinnar feginn. Þaö upplausnarástand, sem rikt hafði um árabil og Hitler haföi aö sjálfsögöu átt mest- an þátt I aö búa til, var úr sögunni á samri stundu. Hitl- er þurfti aö visu aö gera upp viö ýmsa hópa, en það snerti ekki nema tiltölulega fáa. Þaö var aöeins viö nokkra forystumenn kommúnista, sem þurfti aö gera upp sakirnar viö, flestir þeirra beygöu sig I duftiö fyrir honum og gerðusthandgengnir. Gyöingum var þaö rétt mátulegt aö þaö væri jafnaö um þá, og Þjóöverjar kipptu sér ekki upp viö þaö, enda voru þeir minna en eitt prósent þjóðarinnar. Þar aö auki geröi Hitler einn- ig upp viö ýmsa I slnum eigin flokki, og fannst mönnum aö þaö sýndi, aö hann færi ekki i manngreinarálit. Annars staöar I heiminum var fjöldi manns, sem leit á einræöi nasismans sem frelsun mannkynsins frá gjör- spilltu og óstarfhæfu lýöræði. Marga slika menn var aö finna hér á landi. Viö skulum heldur ekki gleyma þvi aö hér á landi hafa verið og eru fjölmennir hópar manna, sem lita á kommúníska áþján sem frelsun frá öllu böli. Það er nefnilega hægt aö afvegaleiöa Is- lendinga eins og alla aöra. Enn þann dag I dag fyrirverða margir Bandarikja- menn sig fyrir McCarthytimabilið. Hér er ekki rúm til þess að lýsa þvl timabili, enda minnast margir þess, þeir sem komnir eru á miðjan aldur. En I stuttu máli má segja aö McCarthy hafi getað gert hvern þann sem honum datt I hug ærulausan og svipt hann starfi. Þaö sem Bandaríkjamenn fyrirveröa sig fyrst og fremst fyrir er að dómstólar og stjórnvöld beygöu sig fyrir McCarthy og tóku þátt I leiknum og höföu til þess stuðning almennings. Stefna og aögeröir McCarthys nytu stuðnings fjölda íslendinga, þvi aö vissulega er okkur ekki slöur hætt viö að láta afvegaleiöast en hverjum öörum. McCarthy benti á einn af æöstu embættismönnum Bandarlkjanna og ásakaði hann um aö vera hliöhollur kommúnistum. Dómstóll tók máliö til meöferöar og þaö sannaöist aö I gagnfræöaskóla haföi maöurinn set- iö viö hliðina á manni, sem slöar geröist kommúnisti. Niöurstaöan varö sú að embættismaöurinn var sviptur embætti, þar sem maöur sem yröi kommúnisti heföi alltaf verið kommúnisti, þó aö kommúnisminn kæmi ekki upp á yfirborðið fyrr en slöar, og aö maöur sem laöaðist aö sllkum manni, væri hliöhollur kommún- isma. Einn ágætur Islendingur, sem ekki má vamm sitt vita og telur sjálfan sig manna frjálslyndastan i skoðunum, haföi þetta um máliö aö segja fyrir 24 ár- um: „Þetta er eölileg niöurstaöa aö minu viti. Aö minnsta kosti get ég ekki treyst þeim mönnum, sem ekki kunna aö velja sér vini.” Svona geta jafnvel menn, sem telja sig vera frjálslynda og vilja vera frjálslyndir, falliö fyrir barnalegustu blekkingum. Lýöræöi er það stjórnarform, sem ég hygg aö flestir vilji i raun og veru búa viö jafnvel þó aö þeir kjósi aö berjast fyrir öörum stjórnarháttum. Vissulega hefur lýðræðið sína galla, vald hvers einstaklings er lltiö þar sem allir hafa völdin, og mörgum finnst aö þeir hafi ekkert vald og þvi vilja þeir ekki una, og taka aö berj- ast fyrir meiri völdum en þeim ber, og svífast þá gjarnan einskis. Þaö lýöræöi, sem viö búum viö hér á landi er fulltrúalýðræöi. Viö felum þeim mönnum, sem við treystum bezt til þess aö stjórna á þann hátt, sem okkur er aö skapi, aö fara meö vald okkar. Þetta er gert I kosningum á fjögurra ára fresti eöa oftar. Llki okkur ekki hvernig farið er meö umboö okkar, felum viö öðrum mönnum það i næstu kosningum. Mörgum finnst þetta vera næsta lltil völd, enda er það svo og hlýtur alltaf aö vera svo, þegar völdunum er skipt á hundruö þúsunda manna eöa milljónir manna. En ég vil aðeins nefna eitt dæmi um þaö hvaö þetta vald er i raun og veru mikiö, þegar meirihluti þjóða óskar aö beita þvi. Aö lokinni slöari heimstyrjöldinni var Winston Churchill viöurkennd þjóöhetja Bretlands, dáöur og virtur af öllum. Engu aö slöur höfnuöu Bretar honum I kosningum aðeins nokkrum vikum eftir strlös- lok. Astæöan var sú aö meirihluti þjóðarinnar óskaöi eftir þviaönýttBretland risi úr rústum striösins, nýtt þjóðfélag, sem var andstætt hugmyndum Churchills um hvernig málum skyldi skipaö. Lýðræöi á jafnan i vök aö verjast innan frá. Alltaf eru uppi menn sem krefjast meiri valda fyrir sjálfan sig en þjóðin óskar að fela þeim. Oft grlpa þeir til bragöa I þvl skyni aö ná meiri eöa minni völdum, utan við eðlilegar leikreglur lýöræðisins. Mörgum af fyrr- verandisamstarfsmönnum Ölafs Ragnars Grlmssonar koma t.d. kynlega fyrir sjónir hinar nýju hugmyndir hans um „alþýöuvöld”. En hugmyndin um „alþýöu- völd” byggist á því að i stað þess aö öll þjóöin hafi valdiö, skuli aðeins hluti hennar hafa þaö. Fyrrverandi samstarfsmenn Ólafs Ragnars Grimssonar vissu vlst að hann var maður valdaglaöur og ætlaöi sér stóran hlut, en hitt kom þeim meira á óvart aö um leiö og möguleikar hans til valda á lýðræðislegan hátt minnk- uöu, skyldi hann þegar I staö hafna lýðræöisleiöinni og taka aö boöa stjórnskipulag sem tlmabundiö kynni aö færa honum meiri persónuleg völd. Af þessum sökum veröa lýöræöissinnar jafnan aö gæta vel aö sér, lýö- ræöiö er brothætt og sú staöa getur komið upp, og hefur oft komiö upp, aö nægilega margir menn kjósi aö hafna lýöræðinu, þannig aö þaö sé I hættu. Og þá er komið aö Vilmundi Gylfasyni. Til þess aö menn nái áhrifum þarf jarövegurinn aö vera undirbú- inn. Sá sem nær áheyrn alþjóöar viö ein skilyröi getur verið hlægilegur þegar öðru vlsi háttar til. Jarövegur- inn var vel undirbúinn fyrir Vilmund. Vestur I Banda- rikjunum höföu heiöarlegir rannsóknarblaöamenn unniö það afrek meö stuöningi almennings þegar á leiö og aðstoð óháöra dómstóla, aö koma spilltum þjóö- höföingja frá völdum, án þess aö beðið væri hinna hefð- bundnu leiða, aö útkljá máliö i kosningum. Viöa um heim klæjaöi unga menn I lófana eftir þvl aö fá aö reyna sig við svipað verkefni og rannsóknarblaöa- mennska varð kjörorð dagsins. En til þess aö koma spilltum stjórnvöldum frá völdum varö aö hafa spillt stjórnvöld, eða búa þau til aö öörum kosti. Hér sköpuö- ust nokkur skilyröi til aö móta aö eigin vild hugmyndir um spillt stjórnvöld. I kjölfar oliuveröhækkunarinnar I árslok 1973 fóru llfskjör versnandi þegar kom fram á áriö 1974 og héldu áfram aö versna fram á áriö 1976. Veröbólga, sem lengi haföi veriö mikil, varö aö óöa- veröbólgu og stjórnarsamstarfið brast og ný ríkis- stjórn náöi ekki tökum á verðbólgunni. En tlmar óvissu I efnahagsmálum gefa öfgaöflum alltaf byr undir vængi og þaö var rót á hugum margra. Þegar viö þetta bættist aö upp komu glæpamál af þeirri gerö sem viö höföum aldrei kynnzt áöur var jarövegurinn aö fullu undirbúinn. Og áhlaup Vilmundar hófst. Þaö byggöist aldrei á þeirritegund rannsóknarblaöamennsku sem tlökaöist I Bandarlkjunum, aö rekja málin liö fyrir liö, hafna öllu sem ekki varö fullsannaö, og aö leggja málin fyrir án þess aö dæma. Rannsóknarblaöamennska var meira I ætt viö vinnubrögö McCarthys, að finna fjööur og búa til úr henni fimm hænur, krefjast rannsóknar, krefjast brottvikningar úr störfum, og umfram allt aö dæma, dæma og refsa. Mörgum finnst nú eftir á meö ólíkind- um að þeir skuli hafa falliö fyrir mörgum þeim rök- semdum sem beitt var, eins og t.d. að leigusali beri siö- ferðilega ábyrgö á leigjanda, jafnvel löngu eftir aö viö- skiptum þeirra er lokið. Þetta minnir óneitanlega tölu- vert á manninn, sem sat viö hliöina á tilvonandi kommúnista I gagnfræöaskóla. En fyrir svona rök- semdum féllu margir. Hér á landi hefur veriö fariö tiltölulega vægilega I dóma og refsingar. Sú stefna hefur veriö rikjandi aö dæma fremur of mildilega en of hart, aö sekur maður slyppi viö refsingu fremur en það henti aö saklaus maður væri dæmdur, og að fangelsi væru ekki mann- bætandi, þess vegna skyldi fangelsun beitt eins vægi- lega og frekast væri unnt. Framsóknarflokkurinn hef- ur aldrei verið refsiglaöur flokkur, mannhelgi hefur verið eitt af aðalsmerkjum hans. Þess vegna lá Fram- sóknarflokkurinn vel viö höggi þegar hægt var að æsa refsigleði upp i fjölmörgum mönnum, enda beindust skeytin fyrst að Framsóknarflokknum. Mörgum öör- um, sem þó ekki trúöu á Vilmund, þótti þetta harla gott, „Þeir einir eigast hér við aö ég hiröi aldrei hverjir drepi aðra”. Og þeir sátu hjá og biöu þess að hirða þann pólitíska ávinning, sem af þessu kynni að hljót- ast. Þaö var aldrei meiningin aö hann félli Vilmundi I skaut. En Vilmundur var á annarri skoðun, ávinning- urinn skyldi verða hans. Hann ætlaði sér nefnilega út I pólitlk, eins og seinna kom I ljós. En Framsóknarflokkurinn stóö af sér lögin. Og dóm- stólarnir urðu ekki hraktir af leiö þó aö hart væri aö þeim sótt og raunar beitt svívirðilegum bellibrögöum, eins og slöar hefur komiö I ljós. Og smátt og smátt fóru málin að skýrast, en Vilmundur fann sér jafnan nýjan vettvang. Þegar árásirnar á Jón Sólnes hófust á tvenn- um vigstöðvum, voru ennþá svo margir af flokks- bræörum Jóns trúaöir á Vilmund, aö þeir vonuöu aö Jón Sólnes segöi af sér þegjandi og hljóöalaust og hyrfi sem fyrst út I gleymsku og þögn. En Jón Sólnes er karl- menni og ákvaö aö láta ekki deigan slga. En nú var komið aö þvl aö hiröa hinn pólitlska ávinn- ing. Ennþá haföi Vilmundur byr og hann flaug I gegn- um prófkjör og var nú oröinn frambjóöandi til Alþingis I nokkuö öruggu sæti. En því fylgdi jafnframt aö nú varö að segja skoðun slna á fleiri málum en Imyndaöri spillingu annarra. 1 hita leiksins haföi honum nefnilega gleymzt að mynda sér heilsteypta skoöun um önnur mál og hann varð aö láta sér nægja að tina saman brot héöan og þaðan. í klukkutimaþætti I útvarpinu, spurt I þaula, gat hann ekki útlistaö nema eitt stefnumál. Þaö stefnumál hans var að starfsháttum Alþingis væri breytt I þaö horf að það starfaöi fyrst og fremst I nefnd- um og gæti skipað rannsóknarnefndir, þegar á þyrfti aö halda (t.d. þegar Vilmundur Gylfason bæri ein- hvern sökum). En nú var trúin á Vilmund farin aö bila. Hann var aö tapa fótfestunni. Og viöbrögö hans voru þau sömu og allra sllkra manna i þeirri aöstööu. Hann reyndi aö magna sig upp I enn meiri ofsa I örvæntingarfullri til- raun til þess aö ná aftur þeim áhrifum, sem hann haföi glatað. Og þannig fengum viö aö sjá hann I „Kastljósi” þann 28. aprll, jafnvægislausan götustrák, sem ekki sinnti einu sinni um einföldustu mannasiöi. Og menn sneru sér undan ýmist af meðaumkun eöa af fyrirlitn- ingu. Vilmundaröld var lokiö. Hér aö framan hefur verið rætt um Hitler og Mc- Carthy. Það er ekki gert til þess aö bera þá á nokkurn hátt saman viö Vilmund Gylfason. Sllkur samanburöur þjónar ekki neinum tilgangi. Þeir eru aöeins nefndir til sögunnar sem velþkkt dæmi um menn, sem notfæröu sér til hins ýtrasta rangsnúin viöhorf I þjóðfélögum sinum til þess aö lyfta sér til persónulegra áhrifa. Þeir næröust á mannfyrirlitningu og mannfyrirlitningin næröist á þeim. Þeir nýttu sér þá möguleika, sem öfug- snúin þjóðfélagsleg viðhorf færðu þeim I hendur en réöu siöan ekki viö þróunina og uröu aö halda áfram á sömu braut unz yfir lauk. Það eru fyrst og fremst viðhorfin I þjóðfélaginu sem viö verðum að gæta aö. Engin kemst til áhrifa nema málflutningur hans höföi til nokkuð stórs hóps. Þjóöin I heild verður að gæta þess aö ánetjast ekki óheilbrigö- um viðhorfum, þaö verða alltaf til menn, sem reyna aö notfæra sér slik viöhorf. Þau viðhorf sem Vilmundur Gylfason hefur notfært sér heyra nú til liðinni tlö. Það fær ekki lengur hljóm- grunn að koma mönnum fyrir kattarnef. Vilmundur Gylfason veröur aö hasla sér nýjan völl meö heilbrigö- ari llfsviðhorfum. Vonandi tekst honum þaö og aö verða þessu þjóöfélagi til nytsemdar. En engu aö siöur skal aögát höfö. í þvi efnahagsöng- þveiti sem hér rlkir nú er góður hljómgrunnur fyrir öfgaöfl. Nái kjörnir fulltrúar þjóöarinnar ekki fram þeim markmiöum, sem þeir hafa sett sér, vegna þess að önnur öfl hafa vaxið þeim yfir höfuö, þá er lýðræðið I hættu. Dufgus: V ilmundaröld er lokið Listi Framsóknarmanna og óháðra í Búlandshreppi Listi óháðra kjósenda Framboðslista Framsóknar- manna og óháöra kjósenda i Búlandshreppi til hreppsnefndar- kosninganna 28. mai n.k. skipa eftirtaldir menn: 1. Óli Björgvinsson, oddviti 2. Asgeir Hjálmarsson, bifreiöa- stjóri 3. Guömundur Illugason, skip- stjóri 4. Hllfar Akason, trésmiöur 5. Hjalti Jónsson, bifreiöastjóri 6. Ragnar Kristjánsson, raf- stöövarstjóri 7. Ingimundur Steingrimsson, . stýrimaöur 8. Björn Jónsson, bifreiöastjóri 9. Svavar Björgvinsson, vél- stjóri 10. Valgeir Vilhjálmsson, kenn- ari. Til sýslunefndar Valgeir G. Vilhjálmsson Hjörtur Guömundsson, kaupfélagsstjóri á Bíldudal K-listann,listaóháöra kjósenda á Bildudal til sveitastjórnarkosn- inganna 28. mai n.k. skipa eftir- taldir menn: 1. Theodór Agnar Bjarnason 2. Magnús Kristján Björnsson 3. Jakob Kristinsson 4. Viktorla Jónsdóttir 5. Hávarður Hávarösson 6. Halldór Jónsson 7. Kristberg Finnbogason 8. Karl Þór Þórisson 9. Guömundur Pétursson 10. Margrét Friðriksdóttir Til sýslunefndar: Gunnar ólafsson Jörundur Garðarsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.