Tíminn - 21.05.1978, Side 6

Tíminn - 21.05.1978, Side 6
6 Sunnudagur 21. mai 1978 menn og málefni Félagshyggjan er bezta veganestið Frá 17. flokksþingi Framsóknarmanna. Nú þegar liöur að kosningum er þaö eölilegt aö hugur margra beinist fremur en endranær aö stjórnmálaflokkunum og þeim meginstefnum sem um er deilt á stjórnmálasviðinu. 1 þessum efn- um mætti ef til vill segja aö tvennt skeri sig úr, annars vegar meginstefnur og grundvallarviö- horf þjóðmálahreyfinganna, hins vegar störf og stefna i dægurmál- um. Að öðru ley ti má einnig benda á þaðað nú er bæði um að ræða Al- þingiskosningar og kosningar til bæjar- og sveitarstjórna. Svo sem að likum lætur eru viðfangsefni og deilumál mjög svo staðbundin i byggðakosningunum, en hitt er þó augljóst að meginsjónarmið flokkanna birtast einnig i störfum þeirra og afstöðu i málefnum ein- stakra sveitarfélaga og byggðar- laga. betta er nauðsynlegt að menn haf i vel hugfast, þvi að þær hugsjónir sem tekizt er á um eiga jafnterindi i næsta nágrenni fólks i störfum sveitarstjórnanna eins og þær kunna að eiga varðandi störf rikisstjórnar, stjórnarstofn- ana og Alþingis. Framsóknar- stefnan A flokksþingi Framsóknar- manna, sem haldið var nú i vetur, varsamþykkt ýtarleg ályktun um Framsóknarstefnuna, grundvöll hennar og markmið. Að undan förnu hefur verið unnið að þvi að þessi ályktun yrði birt sem bæklingur sem dreift verður meöal flokksmanna og trúnaðar- manna flokksins um land allt og verður tiltækur einnig þeim, sem áhuga hafa, á skrifstofum Fram- sóknarflokksins. Af þessari álykt- un má lesa meginsjónarmið Framsóknarmanna i þjóðmála- baráttunni, og einnig eru þau skýrð með hliðsjón af ýmsum ein- stökum málaflokkum þjóðmál- anna. Er ekki aö efa að þessi ályktun kemur baráttufólki flokksins að miklum notum, en einnig öllum þeim öðrum sem áhuga hafa á stjórnmálunum. Er þess að vænta að þessi bæklingur verði tilbúinn alveg á næstunni. Andstæðingar Framsóknar- manna hafa löngum, reynt að skemmta sér i leiðindum sinum yfir þvi að Framsóknarflokkur- inn hefur gegnt þvi hlutverki að sætta andstæður I þjóðfélaginu og laða öflin á stjórnmálasviðinu til jákvæörar samvinnu. Nú er þetta að visu liðin tið þvi að annars veg- ar hafa Sjálfstæðismenn neyðzt til aðfalla fráýmsum hefðbundn- um ihaldssjónarmiðum i verki og hins vegar hafa sósialistar horfið i raun frá ýmsum öfgum marxismans. Má segja að nú á dögum sé enginn Islenzkur stjórn- málaflokkur slikt samansafn mismunandi valdasjónarmiða og Sjálfstæðisflokkurinn og enginn slik forarvilpa óánægju sem Al- þýðubandalagið;en það er orðið að glatkistu þar sem öllu er hrúgað saman svo sem lesa má og heyra af yfirlýsingum þeirra. Hins vegar heldur Fram- sóknarflokkurinn sem hingað til áfram aö vera deigla hugsjóna um framfarir og samhjálp i sam- ræmi við frjálslynd sjónarmið sin og félagshyggju. Forsendur og aðdragandi Fyrir nokkru var dregm upp mynd af forsendum islenzkrar stjórnmálastarfsemi og islenzkr- ar félagshyggju i blaði ungra Framsóknarmanna i Reykjavik. Þar sem sú stutta greinargerð fellur að þvi efni sem hér hefur verið rætt/er rétt að rifja efni hennar upp á þessum vettvangi. Sögulegar rætur islenzkra stjórnmála liggja i sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Það gleym- ist oft að sjálfstæðisbaráttan var ekki háð á sviði stjórnarfarsmála heldur einnig á sviði verzlunar-, atvinnu-og félagsmála. I þessari baráttu lögðu margir aðilar gjörva hönd að verki ogvar hlut- ur samvinnufélaga ungmenna- félaga, búnaðarsamtaka og menningarfélaga mjög mikils- verður. Verkalýðssamtökin hafa einnig átt mikinn þátt i þessari baráttu,en þau komust til áhrifa þegar liðið var á timabil sjálf- stæðisbaráttunnar og stjórn- málavöld og atvinnulif voru að mestu komin i hendur lands- mönnum sjálfum. I þessari baráttu íslendinga spruttu upp úr innlendum jarð- vegi hugsjónir og samtök um félagshyggju, þjóðrækni og sam- hjálp. Félagslegar rætur þessara hug- sjóna liggja i þvi samfélagi vinn- andi millistétta, sem Islenzkar sveitir voru að verulegu leyti. Þróunin hefur að sönnu leitt þjóð- félag nútimaverkaskiptingar, iðnaðar, þjónustu og þéttbýlis i sæti bændasamfélagsins sem forðum var. Hlutur hinna vinn- andi millistétta hefur ekki rýrnað i samfélaginu við þessa fram- vindu, heldur þvert á móti. Á siðariárum hefur velmegunar- og velferðarþjóðfélagið falið það i sér, að dregið hefur að ýmsu leyti úr fyrra stéttamismun, sam- félagiðhefureinkennztaf miklum möguleikum einstaklinga til að komast til efna og eignir og f jár- munir hafa þrátt fyrir allt skipzt tiltölulega jafnt i þjóðfélaginu. Það er ekki ofsagt að hugsjónir félagshyggjunnar og styrkur samtaka félagshyggjumanna hafa ráðið um það úrslitum að i landinu þroskaðist velferðar- og velmegunarþjóðfélag, enda þótt margt hafi vissulega mátt betur fara. 1 þessari þróun hefur sam- vinnuhreyfingin leikið afskaplega mikilsvert lilutverk og andspænis þeirribyggðaröskun sem hlaut að leiða af nútimaþjóðfélagsháttum var óhjákvæmilegt að vandamál landshlutanna og byggðastefnan yrðu mjög ofarlega á baugi. Valkostur félagshyggju- manna 1 samfélagsþróuninni hefur það verið hlutverk félagshyggju- manna að standa vörð um rétt vinnandi stétta i víðtækri merk- ingu orðsins, tryggja hagsmuni fólksins við framleiðslustörfin i byggðarlögum landsins og hafa forgöngu um félagslega og menningarlega framsókn I anda atvinnufrelsis,samvinnu og sam- hjálpar. Félagshyggjan er þannig vinstrisinnaður valkostur and- stætt miklum áhrifum og völdum auðhyggju og hægriafla samtimis þvi að félagshyggjumenn hafa spyrnt gegn öfgaöflum og ein- ræðishreyfingum og i þeim skiln- ingi gegnt hlutverki miðflokks i stjórnmálum landsins. Þjóðfélagshugsjónir félags- hygggjumanna fela i sér mark- vissa framsókn allri þjóðinni til heilla, en ekki aðeins einstökum samfélagshópum og róttækar að- gerðir félagshyggjumanna i stjórnarstörfum helgast af um- bótaviljanum þegar þjóðfélags- ástandið kallar á tafarlausar úr- bætur. Reynslan sannar Megininntak félágshyggjunnar hefur sannazt við samfélags- þróun aldarinnar. Hins'' vegar hafa hægriöflin neyðzt til þess að hverfa frá hefðbundnum kapítalisma sinum á sama tima og sósialistar hafa átt i miklum hugmyndalegum vanda við að láta af þeim marxistisku viðhorf- um sem þeir höfðu borið fyrir sig áður. Stjórnmálaþróunin hefur þannig að nokkru leyti einkennzt af þvi að aðrar fylkingar hafa hneigzt inn að miðju félagshyggj- unnar,og hefur það þó þvi miður verið meira I orði en á borði. Samsvaranir ytra Félagshyggjan er sprottin úr islenzkum jarðvegi félagsmála og þjóðlifs en sambærileg stjórn- málaþróun hefur einnig átt sér stað viða um lönd. Þar hefur á siðari árum gjarnan verið talað um „social-liberalisme” I merk- ingu sem svipar mjög til viðhorfa islenzkra félagshyggjumanna. ís- lenzkir félagshyggjumenn hafa á hinn bóginn jafnan verið þeirrar skoðunar að islenzkar aðstæður og islenzk viðleitni hljóti að kalla á islenzk úrræði og islenzka stefnu. Þeir hafa þvi ekki kosið að telja sig til neinnar alþjóðlegrar stjórnmálahreyfingar, enda þótt ljóst sé að félagshyggjan á erindi við allar þjóðir og þótt t.d. sam- vinnustefnan eigi hljómgrunn um allan heim. Nokkur aðalatriði I lok þessarar greinargerðar er brugðiðupp nokkrum myndum af meginatriðum félagshyggjunnar eins og hún birtist i almennum þjóðmálastörfum. Eins og gefur að skilja geta slikar svipmyndir ekki orðið meira en nokkur minnisatriði til upprifjunar og ábendingar, en sýna þó það megininntak sem markar störfunum stefnu i bráð og lengd. Þau aðalatriði sem nefnd eru i þessari greinargerð eru sem hér segir: Tæmandi lýsing meginatriða félagshyggjunnar verður ekki gerð i stuttu máli og fer þar sem jafnan að verkin tala skýrustu máli. Nokkur aðalatriði eru þessi: 1. Frjálstathafnalif sem ekki er bundið viðjum kennisetninga. Blandað hagkerfi og óbundin sambúð mismunandi eignar- og rekstrarforma eftir aðstæðum og óskum þeirra sem málið skiptir. Sjálfstætt íslenzkt hagkerfi og efnahagslif i höndum lands- manna sjálfra. Skynsamleg og forsjál nýting auðlinda,góð sam- búð lands og þjóðar og vernd eðli- legs umhverfis. 2. Félagslegt öryggi og almennt try ggi ngakerfi. Stöðugar jafnaðaraðgerðir i efnahags-, félags-, skatta-og menntamálum til þess að sporna við stéttamun og annarri þjóðfélagslegri mis- munun . Viðurkenning á gildi og hlutverki stétta- og hagsmuna- samtaka ifrjálsuþjóðfélagi innan ramma heildarhagsmuna og þjóðlegrar samstöðu. 3. Samfélag efnalega sjálf- stæöra manna en ekki samþjöpp- un valds og fjármagns á fárra hendur. Sameiginleg verkefni leyst með félagslegum úrræðum og sameiginlegu framtaki. Sér- stök áherzla á gildi samvinnu- stefnunnar og á nauðsyn öflugrar byggðastefnu. 4. 1 öndvegi séu manngildi, vinna og framtak en ekki auðgildi, vald og fésýsla. Framsókn alls landsins og allrar þjóðarinnar en ekki villt samkeppni allra gegn öllum. Samvinna, samhjálp, um- bótastefna og stöðug framsókn i sibreytilegum heimi. Einnig nú i vor Reynsla þjóðarinnar hefur sýnt að félagshyggjan,manngildishug- sjónin og samvinnustefnan eru farsælasta vegarnestið á veg- ferð þjóðarinnar. Enn á ný á þessu vori skiptir það máli, svo að úrslitum ræður, að sem allra flestir landsmenn geri sér þetta ljóst. JS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.