Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. mai 1978
n
(UDR) voru þau stjórnmála-
samtök, sem stuðningsmenn
hans stofnuðu. Þau höfðu samt
ekki meirihluta á þingi, og
lengst af var stjórnað i sam-
vinnu við litinn flokk, óháða lýð-
veldissinna, en foringi þeirra
var Valery Giscard d’Estaing,
núverandi forseti Frakklands.
Þessi stjórnmálasamtök töldust
til hægri armsins i frönskum
stjórnmálum og þótt öflugustu
verkalýðssamtökin væru undir
stjórnkommúnista vorupólitísk
áhrif kommúnistaflokksins ekki
eins mikil og ætla mætti eftir
atkvæðafjöldanum, sem flokk-
urinn fékk jafnan i kosningum.
Vinstri öflin i landinu voru
næsta vonlitil um að ná undir-
tökunum i baráttunni um völd
og áhrif. Mitterand, helzti leið-
togi vinstri aflanna, beið ósigur
fyrir de Gaulle i forsetakosning-
unum og ekkert virtist geta
hindrað stjórn hægri manna um
ófyrirsjáanlega framtið.
Stúdentafjölgunin og
áhrif hennar
Mikil fjölgun hafði orðið i
frönskum háskólum. Ungt fólk
streymdi til framhaldsnáms
með þeim afleiðingum, að það
hafði enga möguleika á að fá
starf i samræmi við menntun
sinaað námiloknu En stúdentar
i Frakklandi voru eins og áöur
sagði hápólitiskir og sú fræði-
lega umræða um marxisma og
skæruhernað, sem fylgdi i kjöl-
far Vletnamsstriðsins, aö ekki
sé talað um áhrifin af byltingar-
kenningum Che Guevara, kom
róti á hugina. Vinstri menn á
Vesturlöndum virtust hvar-
vetna á undanhaldi og fasism-
inn i sókn. Stúdentaóeirðirnar i
Bandaríkjunum i tengslum við
mótmælin gegn Vletnamstrfð-
inu höfðu einnig mikil áhrif i
Evrópu.
En rætur atburöanna I mai 68
liggja viða og er ekki auðvelt að
átta sig á orsökum og afleiðing-
um. Og þegar franska lýðveldið
riðaði til falls á nokkrum
maidögum, var kveikjan I
heimavistum háskólahverfisins
iNanterra, réttfyrir utan Parls.
Parisarháskóli var i gifurlegum
húsnæðisvandræðum. Stúdenta-
fjöldinn var farinn að skipta
hundruðum þúsunda. Til að
leysa nokkurn hluta vandans
hafði verið ráðizt I að byggja
háskóladeildir eftir amerlsku
sniði I kringum Paris. Eitt þess-
ara hverfa var i Nanterra. Þar
fór fram kennsla I þjóðfélags-
fræöum m.a. og heimavistir
fyrir allmarga stúdenta voru á
háskólalóðinni.
Aðskilnaður kynjanna
Samkvæmt gamalli venju
voru heimavistir skiptar, piltar
voru I húsum út af fyrir sig og
stúlkurút af fyrirsig. Óleyfilegt
var að heimsækja gagnstæða
kynið. Olli þetta mikilli gremju
og fannst stúdentum sem hér
væri um að ræða reglur, sem
fyrir löngu væruúreltar orönar.
Börðust þeir fyrir þvi aö f á þeim
breytt. Yfirvöld voru treg, en
smám saman var slakað á regl-
unum, en þó ekki svo, að sam-
rýmdist þeim hugsunarhætti,
sem stúdentar, og raunar fleiri,
töldu að væri I samræmi við nú-
timann. Deilurnar og fundar-
höldin vegna þessara húsnæðis-
mála leiddu smátt og smátt til
þess að fámennir hópar vinstri
sinnaðra stúdenta fóru að nota
þær til þess að ögra háskólayfir-
völdum. óánægja með atvinnu-
mál og fyrirkomulag kennslu
var notuð til að kynda undir
ófriðog átök. Kennsla var trufl-
uð á ýmsan hátt, kennurum gert
ómögulegt aö flytja fyrirlestra,
stúdentar hvattir til að mæta
ekki i ömum, og öll venjuleg
starfeemi hindruð. Á endanum
brast deildarforseta háskólans I
Nanterre þolinmæðina og hann
lét kallalögreglu á staðinn til aö
fjarlægja óróaseggi. Þetta var
22. marz 1968. Þetta olli miklu
uppþoti meðal stúdenta og upp
úr þessu reis 22. marz-hreyf-
ingin. Einn helzti leiðtogi henn-
ar var ungur félagsfræðistúdent
af þýzkum ættum, Cohn'-Bendit
að nafni. Hann átti eftir að
koma mikið við sögu siðar.
Vorþytur og leysinga-
tið
Verkamenn höfnuðu
stúdentum
Stúdentar reyndu að ná sam-
bandi við verkamenn, en þær
tilraunir fóru viðast hvar út um
þúfur. Verkamenn voru ekki
uppnæmir fyrir leiösögn og sam-
vinnu við stúdenta sem álitnir
eru vera yfirstétt, fulltrúar
þeirra sem ekki vinna heldur
tala og tala. Kommúnista-
flokkurinn franski neitaöi einnig
að blanda sér i þessi mál.
Kommúnistar efndu til verk-
falla og styrktu stöðu slna eftir
megni meðal vinnandi stétta, en
þátttaka i hugmyndafræöilegri
byltingu stúdenta og mennta-
manna var ekki á dagskrá hjá
þeim. Stúdentar nutu samúðar
en pólitisk áhrif þeirra náöu
ekki til hinna skipulögðu stjórn-
málaflokka. Þeir kæröu sig ekk-
ertum þessa uppreisn.sem ekki
var nein uppreisn heldur miklu
fremur eins konar risavaxin
uppákoma sem enginn skildi
eða vildi skilja.
Smám saman varð staöa
stúdentanna i Sorbonne óþol-
andi. Glæpalýður haföi boöið
þeim þjónustu sina i baráttunni
við lögregluna. Þessi lýður,
Katangamennirnir svokölluöu,
af þvi að flestir voru þeir fyrr-
Leiknum er lokiö — i bili. Yfirgefin götuvigi, þúsundir stúdenta hafa verið handteknir.
Frh. á bls. 3!2:
Allir þeir, sem uppliföu þessa
tima og um þá hafa ritað, eru
sammála um, að allt hafi orðið
eins og nýtt þessa daga. Þótt tíl-
gangurinn væri ekki ljós, þá
vaknaði sú hugmynd aö unnt
væri að lifa opnara og betra lifi
en áður, að þjóðfélagið gæti ver-
ið manneskjulegra en það virt-
ist hinu unga fólki, að menntun
og listir gætu gegnt þvi hlut-
verki að gera lifið fegurra og
betrafyriralla.ekki aðeinshina
fáu útvöldu. Vorþytur fór um
Frakkland, og ungdómurinn sá
framá nýtt skeið Isögu Evrópu.
Endumýjunin varð að gerast i
náinni samvinnu við verkalýð-
inn, skapara allra verðmæta i
þjóðfélaginu. Menntamenn og
verkamenn skyldu ganga sam-
an móti hinni nýju, fögru veröld
sameignar og samúðar.
Leiðtogar þessarar nýju
hreyfingar voru fyrst I stað
Jacques Sauvageot, forseti
fjölmennustu stúdentasamtak-
anna I Frakklandi, Alain
Geismar, formaður sambands
framhaldsskólakennara og svo
Cohn-Bendit. Þessir þrir urðu
talsmenn stúdenta og stjórnuðu
þvi, sem stjórnað varð. Að vlsu
náðu áhrif þeirra skammt og
aðrir aðilar, sem höfðu meiri
pólitiskan áhuga og pólitiska
reynslu, notfærðu sér atburðina
til aö reisa sér pólitiskan stökk-
pall. 1 þeirra hópi var Alain
Krivine, er enn þann dag I dag
er leiðtogi trotskyista I Frakk-
landi og áhrifamaður I alþjóöa-
samtökum þeirra.
Mal 68 verður kannski lengst
minnst fyrir þann ferskleik sem
fylgdi atburðunum. Eftir nokk-
urn tima var Paris nánast eins
og umsetin borg. Stúdentar réöu
Latinuhverfinu i kringum Sor-
bonne og lögreglan lét þá i friði
þar. Götuvigi, brunnin bilhræ,
höggvin tré og sorphaugar á
gangstéttum vitnuðu um upp-
lausnarástand. Rlkisstjórnin lét
málið lítt til sin taka. Peyrefitte
menntamálaráðherra var sá
sem mest ábyrgð bar á þvl að
lögreglan var send inn i Sor-
bonne hinn 3. mai. Hann fékk
það erfiða hlutverk að reyna að
semja um að kennsla gæti hafizt
á ný. Pompidou, forsætis-
ráöherra fór I opinbera heim-
sókn til Vestur-Asiu, lran og
Afghanistan og de Gaulie brá
sér I heimsókn til Rúmenlu
meðan Parls logaði i óeirðum.
Pompidou lét málin strax til
sln taka er hann kom heim.
Hann ákvað að semja yröi viö
stúdenta oggefa eftír á ýmsum
sviðum. De Gaulle hins vegar
hélt mikla ræðu hinn 29. mai
heimkominnfrá Rúmeniu ogfór
hörðum orðum um stúdenta og
athafnir þeirra. Talið er að upp
frá þessu hafi skilið leiðir með
de Gaulle og Pompidou.
Bardagi við
ríkisvaldið
Allan april-mánuð hertu
stúdentar á kröfum slnum um
breytta skipan menntamála og
tryggingu fyrir atvinnu að námi
loknu. Rlkisvaldið var sá aöili,
sem þeir beindu geirum slnum
að, og de Gaulle og ráðherrar
hans fóruekki varhluta af gagn-
rýninni. Þrátt fyrir mikla ólgu
bjuggust fæstir við þeim átök-
um, sem uröu. í byrjun mal hóf-
ust mikil fundahöld stúdenta i
Sorbonne hinni fornu og viröu-
legu aðalbyggingu Parls’ar-
háskóla. Vinstri sinnaðir
stúdentar héldu þar uppi sams-
konar starfsemi og áður I
Nanterre. Yfirlýst markmið
þeirra var að ögra yfirvöldum
þar til þau réðust á stúdenta, en
þá mundu allir stúdentar standa
samangegn kúgunarvaldi ríkis-
ins. Þetta tókst vonum framar,
og er lögreglan var kvödd að
Sorbonne hinn 5. mai til að
dreifa fundi vinstri sinna, sauð
upp úr. Þúsundir stúdenta
bjuggu um sig i hinni gömlu
byggingu, og er kvöldaði logaði
Latinuhverfið i óeiröum.
Stúdentar reistu götuvlgi og lög-
reglan sendi sérþjálfaðar sveit-
ir á vettvang til að koma á röö
og reglu. An þess aö nokkur
geröi sér fyllilega grein fyrir
hvaö væri að gerast var skollin
á styrjöld I landinu, styrjöld
milli ungs fólks og rikisvaldsins.
Mannfall varð þó ekki i þessum
fyrstu átökum, en margir særð-
ust úr liöi beggja. Næstu daga
fóru stúdentar aö huga að fleiri
stofnunum en háskólunum. Þeir
tóku Odeon-leikhúsiö og ráku
forstjóra þess út. Þar hófst ný
starfsemi, og voru haldnir þar
endalausir fundir um stjórnmál
ogmenningarmál. Rætt var um
gerbyltingu i skólamálum og
menntun, nýja stefnu I menn-
ingarmálum, umhverfisvernd,
endurnýjun þjóðfélagsstofnana,
nýtt mannlif byggt I anda
marxismans.
Byltingarsinnaðir stúdentar krefjast afsagnar de Gaulle á fundi
kommúnista vildi ekki taka þátt i fundinum.
á
Iþróttavelli. Verkalýóssamband