Tíminn - 21.05.1978, Side 14
14
Sunnudagur 21. mai 1978
Menn hafa vafalaust
snemma tekiö eftir þvi að
sumar ættir þjáðust
meira af gigt en aðrar.
Enginn var hissa< því fólk
hérlendis er alltaf aðtala
um skyldleika og ættar-
fylgjur.
Það er hinsvegar alveg
nýverið/ eða á síðustu 10
árum< að náin fylgni
finnst milli ákveðinna
erfðamarka og ýmissa
tegunda gigtar.
Áður höfðu menn að-
eins grun um að vissir
erfðaþættir væru í
ákveðnum gigtarsjúk-
dómum, en með nýrri
tækni í vef jaf lokkun, svo-
nefndri HLA flokkun,
hefur verið hægt að stað-
festa það.
Islendingar hafa lagt
sitt af mörkum til þess-
ara rannsókna og fékk
Tíminn dr. Alfreð Árna-
son erfðafræðing, deild-
arstjóra í Erfðarann-
sóknadeild Blóðbanka-
ns, og Jón Þorsteinsson,
yfirlækni á Landspitalan-
um, til að segja lesendum
frá þeim:
— Allir kannast við
blóðflokkana, en þegar
þeir eru greindir eru
rauðar frumur úr blóðinu
greindar en á þær vantar
þessa mótefnavaka,
(antigen), sem HLA
flokkunin byggist á. Það
er ekki f yrr en menn f ara
að greina hvítu blóðf rum-
urnar að mönnum verður
Ijóst að á þeim eru ein-
hverjir aðrir flokkar en
blóðflokkarnir, sem voru
þegar þekktir.
Strax varð Ijóst að
þetta var afskaplega
flókið mál og mótefna-
vakarnir virtust vera
endalaust margir. Það
var ekki fyrr en með al-
þjóðasamstarf i og reikni-
heila að tókst að skipa
mótefnavökunum niður í
f jóra hópa og þá kom líka
í Ijós, að þessir f jórir hóp-
ar sitja í röð á einum og
sama litningnum, litningi
nr. 6. Nú eru þekktar um
400 milljón erfða-
samstæður þessara mót-
efnavaka, og þeira eiga
eftir að verða miklu fleiri
í framtíðinni. Hver ein-
staklingur hefur þó að-
eins fáar gerðir af mót-
efnavökum. Hver ein-
staklingur hefur tvo litn-
inga nr. 6, einn frá hvoru
foreldri og á hvorum
þeirra eru f jögur set, sem
Jón Þorsteinsson og Alfreö Arnason viOtöflu yfir stóra ætt, sem þeir hafa rannsakaft með tilliti til gigtsjúkdóma.
Elruþeir
komnir
á spor
framleiða svo aftur einn
mótefnavaka fyrir hvert
set.
Mótefnavakar virðast
verja Ifkamann fyrir að-
skotahlutum eins og sýkl-
um eða einhverju slíku.
Þeir eru tæki líkamans til
að verja sig og því ekki
óeðlilegt, að þeir endur-
speglíst í heilsufari kyn-
slóðanna.
Fylgni milli vefjaflokka
og gigtsjúkdóma
Það hefur sýnt sig að
mjög mikil fylgni er milli
ákveðinna vef jaflokka og
gigtarsjúkdóma. Þetta
eru þeir Alfreð Árnason
og Jón Þorsteinsson að
rannsaka hér á landi, en
einnig fara hliðstæðar
rannsóknir fram er-
lendis.
Vef jaflokkar erfast og
þar sem um mikla skyld-
leikaræktun er að ræða,
eins og mjög mikið var
um hér á landi, þá getur
þaðgerztef einn í ættinni
er svo óheppinn að vera
gigtsjúkur að gigtin hóp-
ist upp í ættinni f marg-
faldri tíðni á við það sem
almennt gerist. Fólkið
gigtannnar?
;
■