Tíminn - 21.05.1978, Síða 29

Tíminn - 21.05.1978, Síða 29
Sunnudagur 21. mai 1978 29 Næsta hvatningarherferð Junior Chamber á Islandi „Oryggi barna í umferðinni” — 300 manns sátu siðasta landsþing JC FI/PÞ Sandhóli Á siöasta landsþingi Junior Chamber hreyfingarinnar, sem haldið var i Hveragerði dagana 12. — 15. maí, var ákveðið að næsta verk- efni landssambandsins yrði „öryggi barna í umferðinni” og hefur verið gefinn út sérstakur bæklingur um efnið, sem væntanlega verður dreift meðal félagsmanna. Astæður fyrir vaii þessa verkefnis eru m.a. þær, að alþjóðahreyfing JC sam- þykkti nýlega verkefnið „Tækifæri fyrir börn” sem byggðamálaverkefni 1978 og ekki má gleyma þvi að árið 1979 er alþjóðaár barnsins hjá Unicef. Það eru ekki JC menn einir, sem bera umferðarmál íslend- inga fyrir brjósti, þvi að sam- eiginlegt verkefni JC manna, Kiwanis, Rotary og Lions i ár er einmitt varðandi umferðarmál Islendinga almennt. Þeir JC menn sögðu á blaðamanna- fundi, að þeir væru fylgjandi Verkefni Junior Chamber á lslandi fyrir þetta starfsár. Áætlað er að hreyfa við áhrifamönnum umferðarmála og auka þekkingu og skilning veg farenda á börnum i umferðinni. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Pétur Björnsson fyrrv. erindreki, Drápuhlið 40 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavlk, miö- vikudaginn 24. mai, kl. 13.30. Þóra Jónsdóttir, Hailfriður E. Pétursdóttir, Stefán Friöriksson, Stefanla M. Pétursdóttir, ólafur Tómasson, Kristin H. Pétursdóttir, Baldur Ingólfsson, Björn Pétursson, Bergljót Ólafsdottir. Móðir okkar og tengdamóðir Marie Brynjólfsson andaðist á Landakotsspltala 19. mai. Elsa Magnúsdóttir, Skafti Benediktsson, Magnús M. Brynjólfsson, Sigrún Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir til allra fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát, minningarathöfn og útför móður okkar Ingibjargar Pálsdóttur fyrrverandi ljósmóður frá Vopnafirði. F.h. vandamanna systkinin frá Ási, Vopnafiröi. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar Guðmundar ólafssonar Sámsstöðum, Hvítársíðu. Margrét Guðmundsdóttir, Þurlður Guðmundsdóttir, samvinnu allra þessara hreyf- inga um eitthvert ákveðið mál- efni, en hefðu kosið aö tengja byggingamálaverkefnið um tækifæri fyrir börn og og sameiginlega verkefnið um umferðarmál á Islandi. Or þessari tengingu varð „ör- yggi barna I umferð- inni”, markmið, sem miða á að þvi að auka þekkingu og skiln- ing barna á umferðarmálum. Ekki hvað sizt miöast verk- efnið þó viö að koma áhrifa-’ mönnum umferðarmála og byggðarlaga i skilning um, að hegðun barna i umferðinni er frábrugðin hegðun fullorðinna og viðbrögð þeirra allt önnur. Börn hafa t.d. ekki sama fjar- lægðarskyn og fullorðnir og sjón er ekki sú sama. Landsþing Junior Chamber I Hveragerði er þaö langstærsta til þessa og sátu þingið 300 full- trúar, þar á meðal þrir erlendir landsforsetar, frá Finnlandi, Noregi og Danmörku. Tekið var fyrir iðnaðarmálaverkefnið frá sl. ári, en afrakstur þess mun verða sendur Félagi Isl. iðnrek- enda innan skamms. Einnig var brunavarnavikan rædd, en það hefur vart farið fram hjá nein- um, þegar hún var á döfinni. Heimsþing samtakanna verður i Manila á Filipps- eyjum I nóv. næstkomandi og hefur stór hópur Islendinga nú þegar látið skrá sig til farar- innar, en eiginlegir félagar I JC hreyfingunni hér eru 849. Félagar eru mjög virkir, enda skólaðir frá upphafi I stjórnun og fundarsköpum. Þrjú hundruð nýliðar gengu i hreyfinguna á sl. ári, en gjaldgengir félagar eru frá 18—40 ára. Landsforseti var kjörinn Bergþór Úlfarsson, varalands- forsetar eru Teitur Lárusson, Magnús Jónsson og Magnús Harðarson. Ritari JC er Magnús Gunnarsson og gjaldkeri er Gunnar H. Gislason. Framkvæmdastjórar Lands- þingsins voru Bjarni Kristins- son og Björn Pálsson Hvera- gerði. Allttil að grílla Útigrill og allt sem þeim fylgir: grill- tengur, viöarkol og uppkveikjulög- ur. Ekkert af því má gleymast þegar ætlunin er að njóta Ijúffengs mat- ar undir beru lofti. Litiö á sumar- og ferðavörurnar á bensínstöðvum Shell. Oliufélagið Skeljungur hf Hægt er að velja milli 20 tegunda drykkja, en vélina getur þú fengið með frá 2 upp í 6 tegundir í einu, svo sem kaffi, te, kakó og súpu, og það tekur ekki meira en 5 sekúndur að laga drykkinn. Þú setur bolla undir þá tegund drykkjar sem þú óskar þér. Tekur í handfangið og þá rennur efnið í bollann, siðan seturðu bollann undir kranann og færð heitt vatn saman við. Þegar þú ert búinn að hræra í bollanum ertu kominn með alveg sérstaklega bragðgóðann heitann drykk. Þetta er þrifalegt, einfalt og ódýrt, ekkert fer til spillis, enginn uppþvottur, og drykkirnir eru alltaf nýjir og ferskir. Fáanlegar eru margar stærðir af vélum, og þær eru jafnvel ekki dýrari en venjuleg kaffivél, og hægt að nota allstaðar, sem óskað er heitra ljúffengra drykkja. Hringið í síma 16463 og fáið sölumann í heimsókn, hann mun géfa ykkur að smakka og allar nánari upplýsingar. £ KOMIST A BRÁGÐIÐ OG YKKUR MUN VEL LIKA KITIOITK i SIMI 16463 NYJUNG! HEITIR LJUFFENGIR DRYKKIR ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.