Tíminn - 21.05.1978, Page 30

Tíminn - 21.05.1978, Page 30
30 Sunnudagur 21. raai 1978 Markvissar rannsóknir forsenda trausts efnahagslífs þjóðlif sins. Föstudaginn 19. mai sl. var haldinn Arsfundur Rannsókna - ráðs rikisins sem varnýrþáttur .. i viðleit'ni ráðsins til að kynna islenzka rannsóknarstarfsemi. Á þessum fundi kynnt Steingrimur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs, langtimaáætluri um þróun visinda hérlendis, en markmiðið með henni er fyrst og fremst að efla rannsókna- starfsemi i þágu atvinnuveg- anna, með þvi' að tengja hana betur þörfum atvinnulífsins. Hér á eftir fara nokkrir þættir úr ræðu Steingrims. Fyrir nokkrum árum ákvað Rannsóknaráð rikisins að gera 5 ára áætlun fyrir þróun rann- sóknastarfseminnar. Voru erlendar áætlanir á þessu sviði skoðaðar, einkum norskar, sem þykja hafa tekizt mjög vel. Megintilgangur slikra lang- timaáætlana um þróun rann- sóknastarfseminnar er að tengja rannsóknastarfsemina þróun þjóðfélagsins, og að nýta sem bezt aukið fjármagn til rannsókna. Vafasamt er að nokkur önnur starfsemi eigi svo stóran þátt i hinni hröðu þróun þjóðlifs frá lokum siðari heimsstyrjaldar eins og rannsóknastarfsemin. Bandarikjamenn telja að 50 af hundraði framfara þar megi rekja beint til rannsóknastarf- seminnar. Ahrifanna gætir i öllu þjóðlíf inu. Nýlegar athuganir sýna t.d. að nýjungar á sviði visinda hafa haft stórum meiri áhrif á atvinnuástand en áður var talið. A fyrri árum þessarar byltingar leiddu nýjungar yfir- leitt, með framleiðslu á nýjum vörum til aukinnar atvinnu. Siöari árin hefur rannsókna- starfsemin hins vegar beinzt I vaxandi mæli að tækniþróun, sem sparar vinnu. Þetta hefur leitt til atvinnuleysis, einkum unglinga, i mörgum iöngreinum á nágrannalöndum okkar. Mönnum er því orðiö ljóst að tengja verður rannsóknastarf- semina þvi, sem að er stefnt i þjóðfélaginu Vif lslendingar höf- um ekki farið varhluta af gifur- legum áhrifum tækniþróunar. Hennar gætir á öllum sviðum. 1 ýmsum atvinnugreinum hefur þróunin leitt til mikils vinnusparnaðar. Þetta er áber- andi t.d. i sjávarútvegi og land- búnaði, þótt ekki hafi leitt til atvinnuleysis. Hins vegar er ljóst að aukin tækni getur leitt tilerfiðleika. I sjávarútvegi hef- ur sóknin margfaldast meö nýrri tækni. Blasir þar við hrun fiskistofna, ef ekki verður spyrnt við fæti. í sambandi við alla nýtingu lands er einnig nauðsynlegt að fara varlega. Nauðsynlegt að lang- tlmaáætlunin tengist þróun atvinnuveganna Við gerð þessarar fyrstu áætl- unar var ákveðið að takmarka sviðið við rannsóknir, sem stundaðar eru við rannsókna- stofnanir atvinnuveganna og við Iðnþróunarstofnun Islands. Vinnuvið gerð áætlunarinnar má skipta í 5 stig, sem ég mun lýsa stuttlega. Langtimaáætl- unin verður að tengjast þeirri þróun atvinnuveganna, sem lik- legust er á næstu árum og menn vilja að verði. Settir voru á fót fjórir starfshópar á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar, landbúnaðar, byggingarstarf- semi, og almenns iðnaðar. 1 þessa starfshópa voru skipaðir einstaklingar, ekki sem fulltrú- ar hagsmunahópa, heldur fyrst og fremst vegna þess að þeir voru taldir hafa víðtæka þekk- ingu á viðkomandi sviöi. Þessir hópar skiluðu allir ítarlegum skýrslum. Auk þess fylgdi sér- stök skýrsla um sauðrækt. Allar voru skýrslunnarnar ræddar á fjölmennum ráðstefnum. Ég leyfi mér að fullyrða, að skýrslur þessar hafi vakið veru- lega athygli. Þarna koma að visufyrst og fremst fram skoö- anir þeirra manna, sem I starfehópunum sátu, en tekið er Aðaláherzl an kynningunni. Steingrfmur Hermannsson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs flytur ræðu slna á ársfundinum. á fjölmörgum vandamálum i þeim atvinnuvegum öllum, sem um er fjallað og athygli vakin á ýmsum þróunarleiðum, sem skoða þarf. Það er vona Rannsóknaráðs rikisins, að þetta starf útaf fyrir sig hafi komið af stað gagnlegri umræðu um þróun atvinnuveganna. Hagvöxtur og hagsæld enn þjóðfélagslegt markmið Rannsóknastarfsemin þarf jafnframt að tengjast þeim markmiðum, sem að er stefnt I þjóðfélaginu sem heild. Rannsöknarráð tók saman yfir- liti yfir markmið eins og þau koma fram I stefnuyfirlýsingum stjórnmálaflokkaog ýmiss kon samtaka.Þetta var sent fjölmörgum forustumönnum til umsagnar. Nokkrar ábending- ar bárust. Á þeim grundvelli voru þjóðfélagsleg markmiö valin. Hagvöxturoghagsæld virðast enn vera meginmarkmið okkar þjóðfélags. Menn telja atvinnu- öryggi og auknar tekjur fyrir flestu. Rannsóknastarfseminni ber þvi að stuðla að þvi. Síðustu árin hefur áherzla verið lögð á jafnvægi i þróun byggða. Þetta kemur greinilega fram i við- leitni til þess að treysta atvinnu- öryggi um land allt og auka þjónustu á flestum sviðum. Að sjálfsögðu getur rannsókna- starfsemin stuðlað að þvi. Andstöðu gegn mengun, aukna landvernd og áherzla á skynsamlega nýtingu náttúru- auðlinda, höfum við nefnt bætta sambúð lands og þjóðar. Þetta er markmið, sem rannsókna- starfsemin verður að taka fullt tillit til. Þriðja stigið i gerð langtima- áætlunar er forgangshröðun verkefna. Hún byggist á þjóð- hagsm arkmiðum , þróun atvinnuveganna og þeirri aðstöðu, starfsliði og fjármagni, sem geramá ráð fyrir hjá rann- sóknastofnunum. Að þvi var unnið i nánu samstarfi við rann- sóknastofnanirnar. Lokavinnan við langti'ma- áætlun er loks fólgin I þvi að setja saman og samræma verk- efriaval og forgangshröðun á milli hinna ýmsu sviða. ALLIR hjólbarð Einnig ávaiit fyririiggjandi f/estar stærðir hjóibarða — sóiaðir og nýir og Hjólbarðasala öll hjólbarða- þjónusta Fljót og góð þjónusta GUMMI VINNU STOFAN POSTSENDUM UM LAND ALLT Skipholt 35 105 REYKJAVÍK sími 31055 Meginverkefni Rannsókna - ráðs rikfeins á næstunni verður að kynna og stuðla að fram- kvæmd þeirrar langtimaáætl- unar, sem hér er lögð fram. Ef þetta verk á ekki að verða pappirsgagn eitt, þarf að fá fjárveitingavaldið til þess að taka tillit til hennar. Norðmenn hafa mikla reynzlu i gerð slikra áætlana. Þær hafa verið lagðar fram á Stórþinginu og þannig markað stefnu rikisvaldsins á . sviði visinda. Að þessu þarf einnig að stefna hér. Endurskoðuð annað hvert ár Ætlunjn er að endurskoða áætlunina annað hvert ár og auka þá jafnframt við hana. Endurskoðun á þessari áætlun mun hefjast i ár. Aætlunin verður þá einnig látin ná til rannsókna, sem fara fram hjá Háskóla íslands og orkurann- sókna. Aætlun þessari er eflaust um ýmislegt ábótavant. Svo er oft um frumsmiði. Vonandi verður hún fullkomnari við hverja endurskoðun. Fjölmargir einstaklingar hafa tekið þátt i gerð þessarar áætlunar frá rannsóknastofnunum, atvinnu- vegum og ráöuneyti. Þeir hafa lagt fram sinn skerf af skilningi og áhuga á verkefninu. Ég vona, að áætlunin beri þess vott. öllum þessum einstaklingum vil Rannsóknaráð rikisins færa þakkir sinar. Ég hygg að það sé einnig stað- reynd að vinnan við langtima- áætlunina hafi þegar borið jákvæðan árangur I störfum rannsóknastofnana. S.tarfsá«étl- anir á verkefnagrundvelli, for- ganghröðun verkefna og kerffe- bundið eftirlit með framgangi þefrra hefur aukizt. Markviss og öflug rannsóknastarfsemi. Rannsóknaráð rikisins telur þá stefnu, sem mörkuð er með þessari áætlun til næsta árs, eðlilega og raunhæfa. Framkvæmd hennar mun stuðla að stöðugleika og öryggi rannsókna i þágu atvinnuveg- anna. Með þvi að marka heild- arstefnu fyrir rannsókna og þróunarstarfsemi og vinna jafn- framt að uppbótum á starfs- háttum og verkefnavali stofn- ana, muni rannsóknastarf- semin geta orðið virkari þáttur en verið hefur i atvinnu- og efnahagsþróun landsins. Ráðstöfun fjármagns I sam- ræmi við þessa stefnu er tvi mælalaust bæði hagkvæm og nauðsynleg. Markviss og öflug rannsókna- starfsemi er forsenda trausts efnahagslifs. Við íslendingar erum engin undantekning að þessuleyti. Islenzka rannsókna- starfsemi þarf að efla. Þá mun hún verða traustur vegvisir við mörkun stefnu og mikilvægar ákvaðanir á flestum sviðum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.