Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 35

Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 35
3»61 .12 tu^sburmg Sunnudagur 21. mai 1978 35 Dagblaðapappir i hrönnum og appeisinur fra fsrael í lagerhúsnseöi Eggert Kristjánsson hf. í;r húsinu eru afgreiddar um 100 pantanir á dag. Timamyndir: GE GV —1 dag, 21. mai, eru 50ár lið- in frá stofnun Félags islenzkra stórkaupmanna og verður afmælisins minnst með hátiðar- fundi á Hótel Loftleiðum. Þar mun Gunnar Tómasson hagfræð- ingur og starfsmaöur Alþjóða gjaldeyrisverzlunarinnar halda aðalræðu, er f jallar um efnahags- mál. A þessum timamótum hefur félagið staðið að Utgáfu afmælis- rits, sem dreift verður i 5000 ein- tökum. Ritið er mjög vandaö, bæði að efni og útliti, og þar dregnir fram i dagsljósið gleymd- ir atburðir Ut verzlunarsögu okk- ar íslendinga. Viðskiparáðherra Ólafur Jóhannesson segir m.a. I ávarpi sinu I hátiðarritinu: „A ofanverðri 18. öld., þegar verzlun var gefin frjáls fyrir þegna Danakonungs fór að rofa til i þessum efnum. Enn varð breyt- ing til batnaðar árin 1855, þegar verzlunin var gefin frjáls þegnum allra þjóða. Baráttan fyrir verzl- unarfrelsi var ávallt i órofa tengslum við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það var þvi ekki fyrr en hillti undir sjálfstæði að þátttöku landsmanna sjálfra tók að gæta að mun i verzluninni. Fór mestallur innflutningur um hend- ur danskra kaupmanna allt til loka siðustu aldar. Á þessum merku timamótum er við hæfi að lfta til þessara ófrelsisalda til samanburðar við stöðu mála nú. Þá sést, að fram- farir i verzlunarmálum, sem Jón Magnússon formaöur FtS flestar umbætur sækja þrótt sinn til sjálfstæðis landsins og lýð- ræðisskipulags þess”. Hagsmunafélag A blaðamannafundi, sem for- ráðamenn félagsins boðuðu til, kom fram að starfssemi félagsins er mjög öflug og félagsmönnum er veitt margs konar þjónusta, s.s. upplýsingamiðlun og nám- skeiðshald. í félaginu eru 200 heildsalar, en gera má ráð fyrir, að heildsalar á öllu landinu séu um helmingi fleiri og eru þeir flestir i' öðrum félagasamtökum, eins og Kaupmannasamtökunum og Verzlunarráði Islands. Samtök verzlunarinnar, og FIS haía á- vallt meö sér naið samstarf og er Kjararáð verzlunarinnar sam- starfsaðili i kjaramálum. Þá hef- ur FIS samstarf við samsvarandi erlend samtök aðallega á Norður- löndum og eru reglulega haldnir fundir með þessum samtökum. Núverandi formaður FIS er Jón Magnússon og mæltist honum, m.a. svo á blaðamannafundin- um: „Tilgangur með stofnun fé- lagsins var að efla samstarf með- al stórkaupmanna, umboðssala og innflytjenda og gæta hags- muna félagsmanna og stuðla að þvi að verzlunin i landinu væri rekin á frjálsum og heilbrigðum grundvelli. Efnahagslif okkar og velmegun byggist fyrst og fremst á við- skiptum viðaðrar þjóðir. Við sdj- um 3/4 hluta framleiðslu okkar til annarra landa og kaupum i stað- inn þær nauðsynjar, tækni og þekkingu er hefur gert okkur kleift að búa okkur þau lifskjör sem við höfum i dag. Það vantar mikið á, aö verzlun á íslandi sé frjáls, þar á félagiö verkefni að vinna sem hags- munafélag. Og það er fyrir neyt- endur sem við óskum eftir að verzlun verði frjáls, þvi að það er okkur kappsmál að varan fari sem styzta leið frá framleiðanda til neytanda”. Frum hf er þjónustufyrirtæki þeirra 31 fyrirtækja sem hér eru til húsá. Þetta samstarf fyrirtækjanna sparar þeim án efa bæöi fyrirhöfn og peninga. Svipmyndir úr f jórum fyrirtækjum GV — 1 framhaldi af biaða- mannafundi sem Félag islenzkra stórkaupmanna hélt i tilefni af 50 ára afmæli félagsins 21. mai var blaðamönnum boðið i kynnisferö i fjögur innflutningsfyrirtæki i höfuðborginni. Fyrirtækin voru valin með það I huga að tækifæri gæfist til að kynnast ólikum þátt- um innflutningsverzlunar, og má það til sanns vegar færa, þvi auk þess sem þau verzla með ólikar vörur þá er uppbygging þeirra mismunandi. Hér verður ekki gefin nein tæmandi lýsing á starfsemi fyrirtækjanna heldur drepið á það, sem athyglisvert er i hverju þeirra. Sameinar 400 viðskipta- aðila Fyrirtækið Eggert Kristjáns- sonhf. iSundagörðum á sérlanga sögu.Þaðvarstofnaði Reykjavik árið 1922 og er þvi gamalt og gróið heildsölufyrirtæki, þó það hafi tekið miklum breytingum frá stofnun þess. Þáttaskil i sögu fyrirtækisins urðu áriö 1968 er fyrirtækið byggði vörugeymslu og skrifstofu að Sundagörðum, þar sem nýjasta tækni var nýtt til hins ýtrasta. Á þeim tima var fyrirtækið brautryðjandi hér á landi i notkun nýjustu tækni á sviði vörugeymslu og vörudreif- ingar. Umfyrirtækiðfóruum 7000 tonn af vörum á siðastliðnu ári, þar af 3000 tonn af pappir af þeirri tegund sem þessi orð eru rituð á. 1 dag er lögð höfuðáherzla á innflutning og sölu nýrra og niðursoðinna ávaxta og má geta i þvi sambandi aðþareru sérstakir þroskunarklefar fyrir banana. — Innflutningur á nýjum ávöxtum er áhættusöm viðskipti. T.d. má nefna að við fáum vikulega bananasendingu, en eftir 16—18 daga eru þeir ónýt vara og það rekur svo sannarlega á eftir okkur sagði Gisli V. Eggertsson framkvæmdastjóri. Gisli gerði það einnig að um- talsefni að oft er lltið á heildsal- ann sem óþarfa millilið, en i þvi sambandi bæriað hafa i huga að Eggert Kristjánsson hf. flytur inn vörur frá 50 erlendum fyrir- tækjum og selur 350 fyrirtækjum hérlendis. Þvi sameinar eitt fyrirtæki sem þetta 400 viðskipta- aðila og ef þessir aðilar heföu eigin viðskiptasambönd þyrftu 17.500 viðskiptatengzl að vera þeirra i milli. FRUM-legt fyrirtæki I skrifstofu- og vörugeymslu- húsi við Sundaborg, sem hluta- félagið Heild byggði fyrir tilstilli Félags Islenzkra stórkaupmanna, starfar nú 31 fyrirtæki með á annað hundrað manns i vinnu. Velta þeirra á árinu 1977 var um 4 milljarðar króna. Með þessum fyrirtækjum er óvenjulegt sam- starf i islenzku viðskiptalifi þar sem hlutafélagið Frum hf. vár stofnað i þeim tilgangi að veita fyrirtækjunum i byggingunni margs konar þjónustu til hagræð- ingar. Frum hf. annast alla póst- þjónustu fyrir fyrirtækin og dreif- ir pósti um húsið og safnar honum saman. Fyrirtækið á þrjá sendi- ferðabila sem sækja vörur i vöru- geymslur fyrirtækjanna og dreifa þeim til viðskiptavina viðs vegar um borgina. Tvö telex-tæki eru rekin sem þjóna öllum fyrir- tækjum i húsinu og svo mætti lengi telja, en það er ljóst að rekstur þessarar þjónustumiö- stöðvar hefúr gert stjórnendum fyrirtækjanna kleift aö sinna betur aðalstarfseminni, þ.e. inn- kaupum, sölu og öflun nýrra markaða, en timi þeirra fór áður að miklu ley ti i alls ky ns hlaup og reddingar. Lyfjaframleiðsla Innkaupasamband apótekara, Pharmaco hf., hefur þá sérstöðu að auk bess að flytja inn lyf er þar framleiðsla á lyfjum, og starfar helmingur starfsmanna að fram- leiðslunni. Fyrirtækið selur nú um 220 tegundir eigin lyfjafram- leiðslu. Fyrirtækið var stofnað af 16 lyf jasölum, sem þá var rúmur helmingur stéttarinnar. Til- gangurinn var að leysa aðkall- andi vandamál varðandi útvegun á lyfjum og nú eru hluthafarnir 46. Þær kröfur eru gerðar til fyrirtækisins aö þar séu til um þriggja mánaðabirgðir af lyfjum og þó að lagerinn sé Lftill að um- fangi er verðmæti hans alls um 110—115 milljónir. Siðastliðið ár seldifyrirtækið 200 tonn af lyfjum að verðmæti 400 milljónir króna; Stórfyrirtæki Hekla hf. er án efs þekktasta fyrirtækið af þessum f jórum sem kynnt voru fréttamönnum. Þetta er mjög stórtfyrirtæki, þar starfa 106 manns og viðskiptavinirnir skipa þúsundum hvaðanæva á landinu. Sala af lager með sölu- skatti árið 1977 nam rúmlega 2,5 milljörðum króna. Fyrirtækið var stofnað árið 1933 af Sigfúsi heitn- um Bjarnasyni og fleirum. 1 upp- hafi beindist innflutningurinn aðallega að vefnaðarvöru og ávöxtum, eni ársbyrjun 1942 var hafinn vélainnflutningur og eftir heimstyrjöldina siöari tók fyrir- tækiðaðsérhæfa sig i innflutningi á bifreiðum, þungavinnuvélum, landbúnaðartækjum og heimilis- tækjum. 1 húsakynnum fyrirtækisins að Laugavegi 170—172 er kennslu- stofa þar sem kennd er meðferð nýrra tækja og haldin námskeið fyrir bifreiöa- og vélvirkja viðs vegar af landinu. Við erum mjög stoltir af þessari kennslustofu, sagði Ingimundur Sigfússon forstjóri. A árunum frá 1942 var megin- innflutningurinn Volkswagen og Land-Rover bifreiðar, Caterpillar þungavinnu- og báta- vélar, John Deere land- landbúnaðarvlar, Goodyear hjól- barðar auk heimilistækjanna. Arið 1973 verður svo næsta stór- breytingin, en þá er Land Rover umboðið sem þá var orðið hluti af Leyland samsteypunni flutt aftur að Hverfisgötu 103, þegar P. Stefánsson tekur við öllu Leyland umboðinu. I árslok 1977 kaupir Hekla h.f. svo fyrirtækið Electric hf., sem er aðalumboðsaðih fyrir General Electric. Jasmine svefnsófinn Hvort heldur sem er: Fallegur sófi eða tvíbreitt rúm. Breidd: 170 cm, dýpt 91 cm, hæð: 80 cm. — Rúm: 135x190 cm. OPIÐ TIL KL. 12 A LAUGARDOGUM Hjá okkurer úrvaíiðaf svefnhúsgögnum Félag íslenzkra stór- kaupmanna 50 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.