Tíminn - 21.05.1978, Síða 40
Gunnar Jónasson tekur fyrstu
skóflustunguna.
Nemendur, sem luku prófi i
Samvinnuskólanum aö Bifröst um
siöustu mánaöamót, brugöu sér
snögga ferö til útlanda að skóla-
önnunum loknum En i þeim hópi
er ösp Karlsdóttir úr Hvera-
gerði. En hún gat ekki skreytt
sig meö fallega silfurarmband-
inu sinu i útlandinu, þvi aö þaö
glataðist, er hún gekk á Ifrauns-
nefsöxl i Noröurárdal i növem-
bermánuöi i fyrra. Glötun er þó
kannski of stórtorö, þvi aö hlut-
ir geta fundizt þótt á viöavangi
séuogmjög fjarri alfaraleiðum.
i stuttu máli sagt, silfurarm-
bandiðhennar Aspar er komið i
geymslu hjá húsverðinum i Bif-
röst.
Gjaldkeri Timans, Gunnlaug-
ur Sigvaldason, er haldinn
þeirri áráttu aö ganga á
Hraunsnefsöxl. Hann hefur gert
þaö eitthvaö fjörutiu til fimmtiu
sinnum. Nú á dögunum dvaldist
hann stuttan tima i orlofsbúðun-
um við Hreðavatn, og þá notaði
hann tækifærið til þess aö ganga
enn einu sinni á þetta fjall —
kannski er honum metnaðarmál
að þreyta þessa göngu hundrað
sinnum.
Gjaldkerar telja peninga af
natni, og gjaldkeri Tímans
hyggur lika vel að öllu, þegar
hann er á ferli úti á viðavangi.
Þegar hann kom i efstu gras-
tóna, þar sem hans er vandi að
ganga á fjalliö, rak hann augun i
silfurarmbandið i sinunni,
vandaðan grip með iburðarmik-
illi keðju. Þegar hann gætti að,
sá hann , að nafn var grafið á
spöngina, og það hvorki Guðrún
né Kristin, heldur ösp.
— Mér þótti nokkuö gott hjá
mér að finna armbandið, sagði
Gunnlaugur. Þetta segir, að ég
er athugulli en hrafninn, sem
talinn er bæði sjóngóður og gef-
inn fyrir skartið, og hrafns-
hreiður er i klettum þarna
skammt undan.
Gunnlaugi datt undir eins i
hug Samvinnuskólin og nem-
endurnir þar. Þess vegna brá
hann sér þangað og spurðist
fyrir um það, hvort þar hefði
verið stúlka, sem héti ösp. Og
mikið rétt, hún hafði verið þar.
Og þá var eigandinn auövitað
fundinn. Jafnvel var auðvelt aö
komast á snoðir um það, aö
heimabær Aspar var Hvera-
gerði. Þvi miður gátum við ekki
náð tali af henni sjálfri, þar eð
hún er enn utan lands.
Fáskrúðsfjörður:
Fyrsta skóflustunga
að nýju verzlunarhúsi
Föstudaginn 12. maí var tekin
fyrsta skóflustunga fyrir veglegu
verzlunar- og skrifstofuhúsi á
Fáskrúðsfiröi. Gisli Jónatansson
kaupfélagsstjóri flutti við þetta
tækifæri stutta ræðu og gerði
grein fyrir fyrirhuguðum fram-
kvæmdum. Hann gat þess, aö
verzlunaraöstaða á staðnum væri
mjög ófullnægjandi. Menn hefðu
verið önnum kafnir við að treysta
atvinnulifið, m.a. með þvi að
kaupa tvo skuttogara til
Fáskrúðsf jarðar, og byggja
nýtízkulegt fiskiðjuver sem tók til
starfa á sl. sumri. Nú væri áhugi
á að bæta verzlunarjónustuna.
Væntanlegt verzlunarhús er
staösett á góðum stað i miðju
kauptúninu. Byggingin veröur á
þremur hæðum samtals um 1.600
fermetrar að stærð. Keppt verður
að þvi að hraöa uppbyggingu
verzlunaraðstöðunnar, en að öðru
leyti verður unnið að þvi að full-
gera húsið i áföngum.
Teiknistofa SIS annast teikn-
ingar.
Gunnar Jónasson stjórnarfor-
maður kaupfélagsins tók aö
loknu ávarpi kaupfélagsstjóra,
fyrstu skóflustunguna fyrir bygg-
ingunni. Siðan hóf Helgi
Guölaugsson að grafa fyrir bygg-
ingunni.
Reykjanesskaginn er ekki
meöal búsældarlegustu hluta
landsins. Þar er viða gróður-
vana auðn og raunverulegar
gróðurvinjar fáar. Auðæfi
þessa landshluta eru á fiski-
miðunum undan ströndinni og
niðri i jörðinni, þar sem mæt-
ast jarðhitinn og sjórinn, sem
smýgur gegn um glúpt bergið.
Allt frá upphafi islands-
byggðar hafa verið verstöðv-
ar og fiskiver á Reykjanes-
skaga, og fólk I sifelldri elds-
neytisnauð og útigangs-
fénaður hafa fyrir löngu geng-
ið nærri þeim gróöri, er þar
kann að hafa verið frá önd-
verðu.
Núer fyrir löngu úr sögunni
að rifa þurfi upp hverja lyng-
kló nærri byggð til til þess að
stinga undir pottinn, og með
friöun mun skaginn smám
saman gróa, þó að það taki að
sjálfsögðu langan tima, eink-
anlega þar sem landið er ör-
foka.
,,Ef vel árar getum við orðið
sjálfum okkur nóg um
kartöflur
9 9 segir Ingvi Markússon, kartöflu
ræktarbóndi í Þykkvabænum
JB — Það er allt á fullu hjá
kartöfluræktarbændum i
Þykkvabænum þessa dagana.
Eru þeir að undirbúa garða sina
'og reyndar allflestir farnir að
setja niður, að sögn Ingva
Markússonar i Oddsparti i
Djúpárhreppi. Sagði hann að
það hefði tafið nokkuð fyrir að
tiöin hefur ekki verið sérlega
góð — kalt og vætusamt og væru
menn ekkert að flýta sér þegar
svo væri. ,,Það er alltaf lakari
árangur, þegar sett er niður i
blauta jörö,” sagði hann.
„Annars er aö lifna grðður i
görðum, ogarfinn er að byr ja að
spretta.”
t þykkvabænum eru 56 eða
57 bændur er stunda karföflu-
rækt. Koma þeirtil með að setja
mikið niður i ár, eða nálægt
4500-4600 tunnur, sem —ér
svipað magn og áður.
Eru þeir meö um það bil 300
hektara iands undir kartöflu-
ræktina. Sagði Ingvi, að aðeins
væri um að ræða aukningu hvaö
landsvæði snerti, miðað viö I
fyrra, en væri hún þó hverfandi
og eigi umtalsverð. Mikið af
þessu landssvæði er sandland
en einnig nokkuð af moldar-
landi, og sagöi Ingvi þaö ávallt
reynast bezt, þegar vel væri
blandað saman mold og sandi.
Rikjandi tegundir, sem menn
rækta i Þykkvabænum, eru
gullauga og Olafsrauöar, en
einnig eru þeir meö Helgu svo
og hollenzkt afbrigði.
Er Ingvi var spurður að þvi
hvort hann áliti, að tslendingar
gætu orðið sjálfum sér nógir um
kartöflur, sagöi hann að hann
væri ekki i' vafa um það, ef vel
áraði. „Ef vel árar hér fyrir
sunnan og viö fáum gott sumar
getur það ráöið úrslitum um
það, þvi i Djúpárhreppnum er
ræktað nálægt 50% af islenzkum
kartöflum. Slðustu þrjú árin
hafa veriö mjög léleg, en árið
1974 var aftur á móti ágætt og
áttum viö þá islenzkar kartöfl-
ur fram i júní 1975.Þurftum við
aðeins að flytja um 21900 tonn
inn það ár (1975). I siðasta
úthaldi fór á markað frá okkur
1800-2000 tonn af kartöflum.
Verðmæti þessa magns er ekki
alvegdjóst, ená aögizkaer það í
kringum 140 milljónir. Þess ber
þó að gæta, að þarna blandast
saman hluti uppskerunnar frá
1976 og 1977, þvi hún miðast við
haustin og við erum aldrei búnir
að selja allt fyrir áramót”,
sagði Ingvi.
BI
Saga um silfurarmband á fjalli:
Fundvísari
en sjálfur
hrafninn
Sýrð eik er
sígild eign
A »
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 - SÍMJ: 86822
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
Sunnudagur 21. maí 1978 — 62. árgangur __ 104. tölublað