Tíminn - 20.06.1978, Síða 8

Tíminn - 20.06.1978, Síða 8
8 ■P Þriðjudagur 20. júni 1978 ,,Hér bjóðum við fram nýjan flokk.” Eitthvað á þessa leið sagði Benedikt Gröndal for- maður Alþýðuflokksins er hann kynnti flokk sinn i sjónvarpinu og brosti föðurlega yfir legio pabbadrengja og fjöl- miðlaandlita. Ekki sá ég nú ýkja mikið nýtt við Benedikt. Þegar ég man fyrst eftirmér var þessisami Benedikt iframboði uppii Borgarfirði fyrir Alþýðuflokkinn og þótti bráðgeðugur ungur maður. Siðan eru áratugir og enn er Benedikt i forsvari fyrir samnefndan flokk. En hvaða ástæðu hefur Benedikt nú til þess að skammast sin fyrir þann Alþýðuflokk sem hann var i forsvari fyrir hér fyrrum. Af hverju er hann að þvo ummerki hans af sér, þótt synir hafi tekið við af feðrum, stundum til vafa- samrar andlitslyftingar. „Jú þaö hljóta að vera ærnar ástæður til. Það er óþarfi að hafa verðbólgu,” sagöi einn úr hópn- um af alvöruþunga og festu. „Þegar viðreisnarstjórnin sáluga var við lýði var hér sára- litíl verðbólga raunar undir 10 stigum.” Hér lauk hann frásögn sinni þvi aö hann var af nýju kyn- slóðinni.Það er nefnilega enginn vandi að stjórna án verðbólgu eins og gert var undir viðreisn með þvi að láta atvinnutæki landsmanna ganga úr sér,by ggðir landsins eyðast og flæma fólk i stórhópum til Svfþjóðar og jafn- vel Ástrah'u. Það er enginn vandi að stjórna þannig að heil byggðarlög séu að fara i auön eins og engisprettufaraldur hefði yfir þau farið. Þaö er enginn vandi að semja við erlendar stórþjóðir um að fslendingar skuli aldrei að ei- lifu amen færa út fiskveiðilögsögu sinanema þessar sömu stórþjóðir veiti sitt náöarsamlega leyfi og horfa svo i undirgefni á þær veiða siðustu þorskana á Islands- miðum. Það er enginn vandi að verma ráðherrastóla og gera verra en ekki neitt. Það kostar ekki einu sinni verðbólgu. Það er okkur öllum í fersku minni hver umskipti urðu hér á landi er stjórn Ólafs Jóhannes- sonar tók við stjórnartaumunum áriö 1971. Þar sem uppgjöf og vonleysi rikti áður eru nú blóm- legar byggðir og atvinna næg. Nauðvörn var snúið i sókn. Skipa- floti landsmanna endurnýjaður, heilbrigðisþjónusta stórbætt og þannig mættilengi telja. Þaðer ef til vill rétt að vinstri stjórnin hafi gert of mikið of fljótt en gaman væri að gagnrýnendurnir bentu I hreinskilni á hvað af fram- kvæmdum hennar hafi verið óþarfi og hvað menn vildu missa af þeim. Framan af munu heilindi hafa rikt i samstarfi innan vinstri stjórnarinnar, þótt ævinlega sé um einhvern ágreining að ræða þegar ýmsir flokkar með ólik sjónarmið stjórna saman. Upphal endalokanna var það að dæmi- gerður pólitiskur tindáti klauf sig út úr Samtökunum. sem hann var þingmaður fyriroggerðist sjálfur þingflokkur. Var hann þannig fyrstur til þess að bregða fæti fyrir þetta vinstra samstarf en hlaut litiö brautargengi að laun- um i næstu kosningum. Það er timanna tákn að þessi brott- hlaupsmaður skuli nú hafa brýnt sinum strandaða pólitiska báti i naust Alþýðuflokksins „nýja” og hlotið þar svo skjótan framan að hann skipar nú efst^i sæti á lista flokksins i Austurlandskjördæmi. Litlu verður Vöggur feginn. Við munum öll endalok vinstri stjórnarinnar og orsakir þeirra. Er erfiðleikar steðjuðu að og þörf var ákveðinna aðgerða árið 1974 lagði Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra fram ýtarlegar til- lögur um úrræði. Þá brast hluta Samtakanna kjark til þess að horfast i augu við vandann og ráðast gegn honum. Þeir „hlupust þvi undan árum i brim- róðrinum” svo notað sé orðalag Magnúsar Torfa ráðherra þeirra. Þar með voru dagar vinstri stjórnarinnar taldir. Svo heiðar- legur sem Magnús Torfi var þá er sorglegt að sjá hann nú koma fram i sjónvarpi og fullyrða að núverandi stjórnarflokkar hafi ákveðið að vinna saman áfram fái þeir til þess bolmagn að kosningum loknumoghafi raunar þegar gert sáttmála þar um. Magnús Torfi veit vel að hér fer hann með hrein ósannindi og það fer mannieins og honum afar illa. Að loknum kosningum 1974 gerði Ólafur Jóhannesson itrekaðar tilraunir til myndunar nýrrar vinstri stjórnar með þátt- töku Alþýðuflokksins. Þessar til- raunir strönduðu fyrst og fremst á fulltrúum Alþýðuflokksins enda mun hugur þeirra i raun hafa staðið til annars stjórnarfyrir- komulags og minningar þeirra um helmingaskipti stóra og litla flokksins i notalegu viðreisninni verið áleitnar. Af þessu leiddi að samstjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks var eina úrræðið tii þess að landið yrði ekki stjórn- laust. Ég veit að mörgum Fram- sóknarmanninum þóttu þetta þungir kostir og töldu „allt betra en ihaldið”. En þetta fólk verður að hafa það hugfast að aðrar leiðir höfiiu verið reyndar til þrautar og það hentar ekki geöi Framsóknarforustunnar að hlaupast undan ábyrgð. Sú rikisstjórn sem nú situr hélt áfram þvi uppbyggingastarfi sem vinstri stjórnin hóf og mega Framsóknarmenn vel við una að á þeim vettvangi hefur þeirra stefna ráðið rikjum. Fyrst og siðastber landsmönnum öllum þó að minnast mesta sigurs ts- lendinga i sjálfstæðismálum siðan lýðveldið var stofnað 1944, þ.e. viðurkenningar á 200 mflna landhelgi íslands. Það er vitað mál að Fram- sóknarmenn hafa ætið verið leið- andi afl i öllum landhelgissigrum Islenskrar þjóöar og það er vitaö og raunar viðurkennt af sjálfum formanni Alþýðuflokksins að lokasigurinn var unnin vegna ein- beitni Framsóknarmanna gegn eftirlátssemi samstarfsflokksins. Þettaber að hafa ihuga og verður ekki of oft rifjað upp. Það má að ýmsu leyti segja um núverandi rikisstjórn, að hún hafi eins og hin fyrri reynt að fram- kvæma of mikið of fljótt. Það er helst orsök þess efnahagsvanda sem nú er við að striða. Stjórnar- andstöðuflokkarnir hafa sagt um ráðstafanirnar i mars að þá hafi rikið átt að taka á sig erfiðleikana en ekki launþegar. Ekki hafa þeir bent á hvað þeir vildu skera niður. Kannski vega- fé? Kannski skólabyggingar? Kannski byggingar heilsugæslu- stöðva? Ótrúlegt er það. Hitt er svo annað mál að það er sorglegt að það skuli virðast tilgangslaust að reyna að jafna laun á Islandi. Eigi að ivilna þeim sem lægst hafa laun rekur verkalýðsforust- an upp ramakvein og heimtar sömu prósentuhækkun fyrir alla, þannig aðlaun þeirrasem minnst hafði hækka um brot af þvi sem hálaunamaðurinn fær. Margir sjálfstæðismenn hafa unað illa i samstjórn meö Fram- sóknarflokknum og saknað „góðu gömlu viðreisnaráranna sinna” ekki siður en Alþýðuflokkurinn. En nú var Alþýðuflokkurinn oröinn svo máttvana og mál- gagnslaus að litil von var um stuðning þaðan. Brugðu þá stór- laxar innan ihaldsins á það ráð að skapa honum tvö ný málgögn „siðdegisblöðin” ef verða mætti honum til lifs. Þarna óðu svo fram á ritvöllinn „prúðuleikar- ar” Alþýðuflokksins og höfðu það helst fram að færa að svivirða heiðarlegt fólk jafnvel veitast að mönnum sem á daginn kom siðar að bornir höfðu verið þyngstu sökum saklausir. Að þessu unnu jöfnum höndum væntanlegir krataframbjóðendur til Alþingis og ýmsir „kauðar.” Sameiginlegt i þessum skrifum var að upplýsa almenning um gerspilltan Framsóknarflokk og endurfæddan forkláraðan Al- þýðuflokk. Var þetta gert með miklu myndrænu Ivafi og höföu ýmsirafþreyingu af lestrinum. Nú má það vera að ihaldinu hafi tek- ist að koma Alþýðuflokknum eitt- hvað á legg með þessum að- íerðum likt og púkinn dafnaði forðum á fjósbitanum hjá Sæ- mundi fróða af ljótum munnsöfn- uði. Gæti þá farið svo að Is- lendingar fengju nýja viðreisn nýtt atvinnuleysi, nýja undirgefni gagnvart erlendum stórveldum. I upphafi skyldi endinn skoða. Eina ráðið til þess að forða okk- ur frá slikum óheilla örlögum er að fylkja sér um Framsóknar- flokkinn i komandi kosningum, þannig að hann verðirikjandi afl i islenskum stjórnmálum. Fram- sóknarflokkurinn þarf ekki að dulbúast né afneita uppruna sin- um er hann gengur til kosninga. Hann leggur verk sin undir sann- gjarnt mat kjósenda og biður þá um brautargengi til þessað fylgja fram réttlátri umbótastefnu þar sem manngildi er metið framar auðgildi. Múrarameistari getur bætt við sig sprunguþéttingum með álkvoðu. 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. Hef lært i Bandarikjunum. Einnig tek ég að mér flisalagningu, við- gerðir og pússningu. Upplýsingar i sima 2-49-54 og 2-03-90, milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 20. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.