Tíminn - 05.07.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.07.1978, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 5. júli 1978 Lárus Þorsteinsson Lárus Sigurvin Þorsteinsson, verkstjóri hjá Vita- og Hafnar- málaskrifstofunni, sem lézt aö- faranótt 26. júni að heimili sinu, N'jörvasundi 14 hér i borg, verður til grafar borinn frá Fossvogs- kapellu kl. 15.00, miðvikudaginn 5. júli. Lárus var i fullu starfi er hann skyndilega lézt úr hjarta- slagi 62 ára að aldri. Lárus Sigurvin Þorsteinsson var fæddur 16. april 1916 i Hnifs- dal. Isafjarðarsýslu. Foreldrar Lárusar voru Þorsteinn Mikael Ásgeirsson. sjómaður og kona hans Rebekka B jarnadóttir, bónda og hreppstjóra i Nesi i Grunnavik, N.-lsafjarðarsýslu. Systkinahópur Lárusar var fjöl- mennur. 6 bræður og 5 systur. Af þessum stóra systkinahóp eru fjögur látin en átta eru á lifi. Lárus dvaldi i foreldrahúsum fram til 7 ára aldurs, en þá var hann sendur i sveit norður að Sæ- bóli i Aðalvik til sæmdarhjón- anna Ingveldar Finnbogadóttur og Jóhannesar Kristjánssonar, sem reyndust Lárusi með fágæt- um góð og umhyggjusöm. Um langt árabil dvaldi Lárus i sveit- inni á sumrum, en sótti skóla á tsafirði um vetur. Segja má að Ingveldur og Jóhannes hafi verið Lárusi einskonar fósturforeldrar og kunni Lárus vel að meta þá hjartahlýju. sem hann varð að- njótandi i sveitinni. Sautján ára gamall fer Lárus alfarinn að heiman frá fósturforeldrunum og ræðst til sjóróðra frá Hnifsdal. Nitján ára gamall hefur hann hlotið það veganesti, sem beindi lifsferli hans inn á þá braut, er siðar átti eftir að verða ævistarf hans til leiðarloka. Þegar hér er komið sögu. halda honum engin bönd lengur. útþráin ber hann ofurliði. Rétt fyrir siðustu heim- styrjöld ræðst hann á þýzkt flutn- ingaskip og á ekki afturkvæmt til Islands öll styrjaldarárin. Hann sigldi ýmist á þýzkum. dönskum, norskum eða sænskum kaupskip- um. þar til hann kom heim i striðslok 1945. Eftir heimkomuna sigldi Lárus á ýmsum skipum mnanlands og 1948 lauk hann far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum i Reykjavik. Næsta ár siglir hann i utanlandssiglingum a Lagarfossi, skipi Eimskipafélags Islands. 1949 ræðst Lárus til Landhelgisgæzlunnar og starfar þar sem stýrimaður og skipherra á skipum og flugvélum Land- helgisgæzlunnar um 14 ára skeið. Skipstjórapróf á varðskipum rikisins tekur Lárus 1954. Hann sækir námskeiö I tundurduflaeyð- ingum og eldvörnum hjá danska sjóhernum 1961. Erindreki Slysa- varnarfélags Islands var hann 1963 til 1965. Þar annaðist hann kennslu i meðferð gúmbáta, kenndi mönnum hjálp i viðlögum og meðferð björgunartækja. 1. júni 1965 tekur Lárus við skip- stjórastarfi á dýpkunarskipinu Gretti i eigu Vita- og Hafnar- málaskrifstofunnar. Hjá þeirri stofnun vann hann siöan til dauðadags. Félagsmál voru Lárusi einkar hugleikin eins og sjá má af neöan- skráðu: Hann var gjaldkeri Skipstjóra- félags Islands frá 1962 til 1970 og siöar varaformaður. Gjaldkeri styrktarsjóðs S.K.F.l. frá stofnun sjóösins 1967 til 1970. Hann var fulltrúi S.K.F.l. i sjómannadags- ráði, varamaður i stjórn Stýri- mannafélags Islands 1953 til 1956 og fulltrúi Slysavarnarfélags Is- lands i stjórnskipaðri nefnd, Sjó- slysanefnd 1963 til 1965. Eftirlifandi konu sinni, Guð- laugu Guðjónsdóttur, bónda I Vatnsdal i Fljótshlið, Rangár- vallasýslu, kvæntist Lárus 2. júli 1949. Börn þeirra hjóna eru: Þuriður Vatnsdal, húsmóðir, Þór- dis snyrtisérfræðingur, Erla Ósk verzlunarstúlka, Jóhannes Ingv- ar matreiðslumaður, Bjarni Þröstur og Sveinbjörn báöir i menntaskóla. Leiðir okkar Lárusar lágu fyrst saman er hann hóf störf hjá Landhelgisgæzlunni 1949. Alla tið siðan höfum við Lárus verið kunningjar og er mér einkar ljúft að minnast samveru okkar á þessum árum. Það var engin til- viljun, að Lárus valdist snemma til forystustarfa. Hann var ósér- hlffinn, þrautseigur og útsjónar- samur við öll sin störf og verk- stjórn fórst honum einkar vel úr hendi. Sér í lagi mipnist ég starfa hans sem skipherra hjá Land- helgisgæzlunni i þorskastriðinu, sem hófst 1. september 1958. Hann var óþreytandi i að trufla brezku togarana við veiðarnar og oft var djarft teflt, þvi landi sinu var hann allt. Lárus var i einu orði góður og skemmtilegur félagi, jafnvigur á tafl og spil og átti sér þar fáa lika. Slysavarnar- mál voru honum einkar hugleik- in, enda tengdur slikum málum, þar sem systir Lárusar var gift Henry Hálfdánarsyni, fram- kvæmdarstjóra Slysavarnar- félags Islands. öll systkini Lárus- ar hafa með ráðum og dáð stutt slysavarnarmál i þessu landi, enda öll sprottin úr slikum jarð- vegi. Eiginkonu Lárusar heitins og börnum votta ég dýpstu samúö og bið góðan guð að blessa þau um ókomin ár. Guð blessi minningu hans. Garðar Pálsson Öskað er eftir tilboðum í bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Skoda árg. 1978 Fiat128 árg. 1977 Subaro árg. 1977 Opel Rekord árg. 1976 Fiesta árg. 1978 Honda árg. 1974 Datsun 200 L árg. 1974 Benz 280 S E árg. 1974 Toyota MKII árg. 1972 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi, miðvikudaginn 5. júli ’78 kl. 12-18 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga Bifreiðadeild fyrir kl. 17, föstudaginn 7.7. ’78. Vegna jarðarfarar Lárusar Sigurvins Þorsteinssonar, skip- stjóra, verður skrifstofu og verkstæðum vorum lokað eftir hádegi miðvikudaginn 5. júli. liafnamálastofnun rikisins, Vitastjórn íslands. t Hjartans þakkir til allra, fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu, við andlát og útför föður mins, tengdaf öður og afa Gunnlaugs A. Egilssonar Stóragerði 22 Inga G. Gunnlaugsdóttir, Sigurjón H. Gestsson, Sigriður Sigurjðnsdóttir, Gunnlaugur Sigurjónsson, Rúnar Sigurjónsson. Verxlun & ÞJónusta ) ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ \ N. BÍLALEIGA f ' BÍLASALA | LEIGJUM ÚT NÝJA FORD FIESTA LADA TOPAS - MAZDA 818 Verð: pr. sólahring kr. 4.500.- ^ pr. ekinn km. kr. 38.-’ /a Söiuskattur og benzln ekki innifalið. Braut sf. Skeifunni 11. Símar 33761, 81510, 81502. Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A '/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/ææ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/j Húseigendur - Húsfélög 'i Höfum körfubil með 11 m. lyftigetu ^ I og allskonar múrviðgerðir. \ \ é Upplýsingar £ .........._______ iéttiwb | 4æ/Æ/Æ/Æ/Æ/æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆS/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æj'4 Önnumst sprunguviðgerðir, þakrennuviðgerðir ~i QO 1 tr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/j í — L SÍMI 81093 J r/Æ/jy HJÓLBARÐA- , ÞJÓNUSTAN \ HREYFILSHÚSINU m'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆjÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ\ ^ l _______________________________y BÍLASALAN r i é, Nýir og só/aöir hjólbaröar. Allar stæröir ^ A fyrir fó/ksbifreiöir. fk —;----------------------- 5 IMYJUNG 'é Aöeiris A okkur. y OpHfháótkw Símar29330H29331 fj JafnvægisstMum hjó/harðana án þess að $ VITAT0RGI FhsUrgerUrj bHnééaí I í ^ taka þá undan brfrciöinni. ^ ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A /jy r r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A /y í sól á sumri i i eða regni og roki ^ J þá er sami gleði gjafinn ^ 5 handavinna frá Hofi \ %S/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4 f'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ \ Wíwámm | \ AUGLÝSINGADEILDÉ l®OOj lii J-----------------------------H +/Æ/Æ/Æ/.r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já Æ/Æ/Æj'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A. jStuðla skilrúml ^ islenzkt hugvit og handverk ^ \ Stuðla-skilrúm er léttur veggur. sem J 5 samanstendur af stuðlum, hillum og y, * skápum, allt pftir þörfum á hverjum p stað. ^ J SVERRIR HALLGRÍMSSON Í j.-----cjnðaKkJa h/t Troouhrauni 5, Simi 51745, %r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/.r/Æ/Æ/Æ.'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/JV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.