Tíminn - 05.07.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.07.1978, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 5. júli 1978 GEK — Þeir sem óku eftir Nes- veginum i gærdag, tóku eftir þvi að meðfram endilangri akbraut- inni til vesturs, hafði verið komið fyrir fjölda af nokkurs konar grindum, sem gerðu þaö að verk- um að Nesvegurinn þrengdist um nær þriðjung á þessum kafla. Þfrgar blaðamenn Timans fóru út á nes i gær til að spyrjast tyrir um hverju þetta sætti, var fátt um svör. A lögreglustöðinni reyndust vakthafandi lögreglumenn vera i útkalli, en þeir sem á skrifstof- unni vorukunnu engar skýringar á fyrirbærinu og visuðu blaða- mönnum á að tala við bæjar- tæknifræðing.sem aðsetur hefur i sama húsi. A hurðinni að skrif- stofu bæjartæknifræðings var til- kynnt áð viðtalstlmi væri milli 2-3. Þar sem klukkan var rétt lið- lega 2:30 þegar okkur bar að garði þóttumst við vera hólpnir, en viti menn, enginn bæjartækni- fræðingur, allt lokað. Aftur var leitað til þeirra, sem á skrifstofu lögreglunnar voru og vísuðu þeir nú á bæjarritara, sem hefur aðsetur á næstu hæð fyrir neðan. Varnúleitað tilhans, i von um skýringar,en þrátt fyrir að sá ágæti maður væri við, kunni hann engin deili á grindunum og sagð- ist rétt eins og hver annar hafa tekið eftir þeim þá um morgun- inn. Ekki þýddi aö leita á náðir bæjarstjóra, þar sem hann var ekki við og eru þvi umræddir blaðamenn litlu nær um fyrirbær,- ið á Nesveginum. Ósköp væri nú gaman aö fá vitneskju um þetta blessað „grindastóð” og hver veit nema vegfarendum væri gagn að þvl að fá einhverjar útskýringar lika? Er hér um að ræða tilraun til að stemma stigu við of miklum um- ferðarhraða, eða eiga grindurnar kannski að mynda einhvers konar skúlptúr, Ibúum á Nesinu til ánægju og lífsfyllingar. Maður veit jú aldrei, uppá hverju þessir myndlistarmenn kunna að taka. Hvað á þetta að fyrirstilla? Svar óskast! Tfmamynd: GE. Enn unníð að framboði Friðriks MÓL. —,, A fundinum I Lúxem- borg um næstu helgi munum við ræða ýmis mál, sem verða á dag- skrá á fundi Alþjóðaskák- sambandsins n.k. haust og meðal þeirra er auðvitað kjör nýs for- seta FIDE eitt það mikilvæg- asta”, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, er Timinn ræddi við hann i gær. Fulltrúar frá tuttugu þjóðum i Vestur-Evrópu, munu þinga n.k. laugar- ogsunnudag I Luxemborg og munu þeir reyna að koma sér saman um sameiginlega stefnu i þeim ýmsu málaflokkum, sem verða ræddir á þingi FIDE i Argentínu i haust. „Eftir þennan fund ætti að vera ljóst hvort Friðrik ólafsson verð- ur eini frambjöðandinn frá Vestur-Evrópu, en að þvi munum við vinna”, sagði Einar. „Hins vegar er of snemmt að segja til um hve margir frambjóöendur verða um embættið, þar sem um- sóknarfresturinn rennur ekki út fyrr en 7. ágúst, en kosningin verður nákvæmlega þrem mán- uðum siðar.” Langar þig til Filippseyja? á heimsmeistaraeinvígiö? MÓL — „Nokkrir hafa spurzt fyrir um þessar feröir, en eng- inn tekið endanlega ákvöröun enn svo ég viti”, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksam- bands tslands, er Timinn spuröi hann um ferðir þær á heims- meistaraeinvlgið I skák, sem skáksambandið veitir fyrir- greiðslu um hér á landi. „Þetta eru mjög hagstæö kjör, sem Skáksamband Filippseyja hefur boðiðfélögum S.I., eöa um 40% afsláttur á flugferðum. Flogiðer frá London á laugar- dögum með Philippine Airlines og kostar 12 daga ferð með gist- ingu 280 þús. kr. en 8 daga ferð 255 þús. og er ein máltið á dag innifalin I veröinu. Veröiö mið- ast við, að menn komi sér sjálfir til Bretlands. I sumar og haust veröur f jöld- inn allur af opnum skákmótum haldinn i nágrannalöndunum i Englandi, Noregi ogHollandi og er hægt að fá upplýsingar um þau hjá stiórnarmönnum S.í. Stöðvarfjörður: Góður af li Kás — „Tið hefur verið heldur risjótthér á Stöðvarfirði það sem af er, bæöi verið úrkomu- og vindasamt, þótt núí dag sé ágætis veður,” sagöiBjörn Kristjánsson, fréttaritari Tímans á Stöðvar- firði, i samtali við blaðið I gær. Sláttur er viðast hvar hafinn, að sögn Björns, og hefur spretta ver- ið sæmileg. „Atvinnuástand er gott hér á Stöðvarfirði og það hef- ur aflazt alveg ljómandi vel. Tog- arinn hefur svo dæmi sé tekið, landað 1800 lestum af slægðum fiski frá áramótum, sem verður að teljastþokkalegt”,sagði Björn Kristjánsson. Dularfullt fyrirbæri a Nesvegi Taugin við Móður Jörð Findhorn háskólinn i Skotlandi kynntur H.R. Rannsóknarstofnun vit- undarinnar og Sálarrannsókna- félag Islands boðuðu nýlega fréttamenn á sinn fund. Tilefnið var heimsókn Peters Caddy, aöalhvatamanns að stofnun Findhorn háskólans skozka. Findhorn háskólinn er um margt ólikur öðrum háskólum. Þar er aöaláherzlan lögö á al- hliöa menntun, og er þar bæði stundað hagnýtt og fræðlegt nám. Þjálfun i hópstarfi, sam- vinna viö náttúruna og sajn- ræming visinda og þjóöfélags- þróunar er þar höfö aö leiðar- ljósi. Peter Caddy lagöi á það áherzlu, að I skólastarfinu væru jafnt andlegir sem efnislegir þættir mannsins ræktaöir. Einnig aö maöurinn væri skoö- aöur sem hluti af lífkeöju náttúrunnar, en ekki sem herra Caddy sagði einnig að skólinn hennar. væri óháður öllum trúarbrögð- Caddy ásamt Ævari Kvaran, forseta Sálarrannsóknarfélags tslands og Geir Vilhjálmssyni, frá Rannsóknastofnun vitundarinnar. um og að þarna kæmu saman menn af ýmsum trúarbrögðum, þjóðernum og á öllum aldri. Að- spurðurviðurkenndihannþó, aö skólinn aðhylltist vissa heim- speki. Væri þar um að ræða þá skoðun, að nattúran væri kyngi- mögnuð, — jurtir hefðu tilfinn- ingalif og að til væru náttúru- andar i ætt við blómálfa. Markmið skólans væri að nemendur kynntust þessum sviðum tilverunnar, aö þeir radctuðu taugina við Móöur Jörð.Aðaláherzlan væriþóá þvi að rækta gott mannlif. Þar væri hreyfiaflið, kærleikurinn eöa samúðartilfinningin á milli manna. Caddy greindi einnig frá starfsemi og skipulagningu skólans. Kom þar fram að nemendur væru um 300, en auk þess væru þar fleiri á stuttum námskeiðum. Nemendur skipt- ust síðan I margar deildir, m.a. útgáfudeild, listadeild og siðast en ekki sizt garðyrkjudeild. Sú deild hefur ræktað upp mikinnskrúðgarð, þarsem áður var aðeins urð og grjót. Staður- inn var talinn óhæfur til ræktun- ar en að sögn Caddy er garð- urinn nú viðfrægur sökum frjósemi. Kvað hann það að þakka þeirri stefnu skólans, aö nemendur liföu i samhljóðan við náttúruna. Caddy var spuröur hvort skól- inn væri á einhvern hátt sér- Peter Caddy, aðalhvatamaður að stofnun Findhorn háskólans. stakur eða frábrugðinn öðrum slikum skólum. Hann kvað svo ekki vera heldur væri skólinn gott dæmi um stofnun, er vildi leggja áherzlu á heilnæm mann- leg tengsl og að maðurinn lifði meö náttúrunni, en ekki gegn henni. Peter Caddy mun halda fyrir- lestur um Findhorn háskólann á Arnagarði, miövikudagskvöldið 5. júli kl. 20.30 Mun hann þar kynna starfsemi skólans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.