Tíminn - 08.07.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.07.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. júll 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. . Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuði. _ ., , Blaðaprenth.f. íslenzkt frnmkvæði um afvopnun Það þóttu góð tiðindi, er þær fregnir bárust ný- lega frá Vinarborg, að vænlegra horfði nú en lengi áður i viðræðum þeim sem þar fara fram milli viðkomandi rikja um samdrátt vigbúnaðar i Mib-Evrópu. Viðræður þessar hafa staðið i nokkur ár og ekki mikiðþokazti samkomulagsátt. Raunar er það ekkert undarlegt, þótt hægt miði i slikum viðræðum, þar sem inn i þær blandast margvisleg flókin tæknileg atriði. í sambandi við þessar viðræður hefur þvi oft veriðhreyft m.a. af Norðmönnum, að þær þyrftu að verða viðtækari og m.a. ná til hernaðarlegu stöðunnar á Norður-Atlantshafi, þar sem mikill vigbúnaður hefur farið fram siðustu áratugina. Þessu hefur verið svarað með þvi að þrátt fyrir þennan vigbúnað sé hættan á hernaðarlegum' árekstrum ekki eins mikil þar og i Mið-Evrópu. Þess vegna verði málefni Mið-Evrópu að hafa for- gangsrétt i þessum efnum. Tæplega er hægt að taka þessa viðbáru gilda. Hið mikla vigbúnaðarkapphlaup sem hefur farið fram við Norður-Atlantshaf um alllangt skeið er siður en svo laust við árekstrarhættur. Þetta kapp- hlaup hófst með þvi að riki Atlantshafsbandalags- ins höfðu þar algera yfirburði og gátu nánast sagt verið með kafbáta búna kjarnorkusprengjum upp i fjörusteinum hjá Rússum. Þeir hófust þvi handa um að koma á svokölluðu hernaðarlegu jafnvægi i Norður-Atlantshafi og hafa byggt upp mikinn flota sem sennilega nálgast það óðum að verða jafn- sterkur sjóher Nató-rikjanna i þessum heims- hluta. Kafbátar Rússa hlaðnir kjarnorkusprengj- um geta nú gertárás á Bandarikin hvenær sem er. Svar Nató-rikjanna er að styrkja enn flota sinn og flugher á þessu svæði og Rússar svara á sama hátt. Þannig heldur þetta kapphlaup áfram og get- ur leitt til hættulegustu árekstra jafnvel þótt báðir aðilar vilji forðast það. Þetta mikla vigbúnaðarkapphlaup fer fram á hafinu umhverfis ísland og skiptir Islendinga miklu máli. úrslit tveggja siðustu þingkosninga benda til að meirihluti þjóðarinnar telji ekki annað óhætt en að hafa hér bandariskt varnarlið meðan þessu kapphlaupi linnir ekki. Það er af þessum ástæðum sem mjög hlýtur að koma til athugunar hvort íslendingar ættu ekki að hafa forustu um að rikin sem liggja að Norður-At- lantshafi hefji viðræður um takmörkun herafla þar i likingu við viðræðurnar i Vinarborg. Strax væri nokkuð unnið við það að þessar viðræður kæmust á. Rangt væri að búast við skjótum árangri af þeim en dropinn holar steininn. Slikar viðræður myndu tvimælalaust draga athygli að þessu hættulega vigbúnaðarkapphlaupi og gæti orðið viðkomandi rikjum hvatning til að draga heldur úr þvi, jafn vel þótt ekkert samkomulag næðist. Alla vega myndi það skapa slikan þrýsting. ísland getur ekki ætlazt til mikilla áhrifa á sviði alþjóðamála. Þó geta smáriki oft áorkað miklu ef þau beita sér fyrir góðu máli. Áhrif Islands á þró- un hafréttarmálanna er glöggt dæmi um það. Fyrir smáþjóð er það gott mál að reyna að hafa áhrif á að dregið sé úr vigbúnaði. Þvi kemur það vissulega mjög til athugunar að Island eigi frum- kvæði að þvi að reynt verði að draga úr vig- búnaðarkapphlaupi og striðshættu á Norður-At- lantshafi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Byltingarmenn eiga að treysta á sjálfa sig Kjarninn i kenningum Kims II Sung KIM II Sung hefur nú farið meö völd i Norður-Kóreu á fjórða áratug. Miklar breyt- ingar hafa orðið i landinu und- ir forustu hans. Sósialiskt skipulag hefur leyst alda- gamla gerólika stjórnarhætti af hólmi. Verklegar framfarir hafa orðið miklar. Kim II Sung hefur stjórnað með harðri hendi og óneitanlega orðið mikið ágengt. Hann hefur þó ekki látið sér nægja að vera mikill athafnamaður, heldur lagt kapp á að vera ekki minni sem boðberi nýrrar tegundar af kommúnisma, sem hann telur sig hafa miðað við að- stæður i Norður-Kóreu, en eigi þó erindi viða um heim. Rit- gerðir hans og ræður hafa verið gefnar út á fjölda tungu- mála. Nýlega barst Timanum frá sendiherra Norður-Kóreu, sem dvelst i Stokkhólmi, is- lenzk þýðing á kafla úr ræðu, sem Kim II Sung flutti fyrir skömmu á þingfundi, þar sem hann gerði grein fyrir annarri sjö ára áætluninni. Þessi kafli ræðunnar nefndist: Visum skrifræðinu á bug, og þykir rétt að birta hann hér, þvi að hann gefur nokkra hugmynd um kenningar Kims II Sung: „ A NÆSTA ARI hefjum við vinnu að þvi verkefni að hrinda annarri sjö ára áætlun- inni i framkvæmd. Mikilvægasta verkefnið i annarri sjö ára áætluninni er að treysta enn efnahags- grundvöll sósialismans og bæta lifskjör fólksins. enn meira með þvi að sveigja efnahagslif þjóðarinnar i juche-átt og gera það nútima- legra og visindalegra en áður æ hraðar. Þegar annarri sjö ára áætluninni lýkur á framleiðsl- an að vera komin upp i 56-60 000 milljón kilówött af raf- magni, 70-80 milljón tonn af kolum, 7.4-8 milljón tonn af stáli, eina milljón tonna af málmum sem ekki innihalda járn, 5 milljón tonn af véla- verkfærum, 5 milljón tonn af tilbúnum áburði, 12-13 milljón tonn af sementi, 3.5 milljón tonn af sjávarafurðum og 10 milljón tonn árlega; endur- vinna 100 000 chonggbo af vot- lendi og auka framleiðsluna um meira en helming á mörg- um sviðum efnahagslifsins. önnur sjö ára áætlunin er stórkostleg áætlun um efna- hagslega uppbyggingu og ’ tæknivæðingu og um að auka enn efnahagsmátt landsins og er auk þess glæsileg mynd að hafa til hliðsjónar svo að hægt sé að hraða hinu sögulega verkefni okkar að byggja upp sósialismann og kommúnism- ann. Þegar búið er að uppfylla þessa nýju langtimaáætlun verður þar með búið að stiga til fulls verulega stórt skref fram á við i baráttu þjóðar vorrar fyrir endanlegum sigri Kim II Sung sósialismans og þjóð vor mun lifa hamingjusamara og fyllra lifi stjórnmálalega, efnahags- lega og menningarlega. Landið allt og þjóðin öll ætti að risa upp i baráttunni fyrir þvi að hrinda annarri sjö ára áætlun i framkvæmd og hefja mikla og almenna baráttu til að ná hinum háleitu markmiö- um nýju langtimaáætlunar- innar. TIL AÐ GETA uppfyllt aöra sjö ára áætlunina á árangurs- rikan hátt verðum við að halda fast við þær linur sem dregnar hafa verið upp fyrir byltingarnar þrjár — þá hug- myndafræðilegu, þá tæknilegu og þá menningarlegu. Flokkur okkar hefur alla tið beitt þeirri herkænskustefnu i uppbygg- ingu sósialismans aö styöja rækilega byltingarnar þrjár. Ef áætlunum byltinganna þriggja er vel sinnt, er þar með tryggt á afgerandi hátt að hægt verði að framkvæma aðra sjö ára áætlunina á glæsilegan hátt. Oll málgögn stjórnarinnar á öllum sviðum og öll þjóðin verða að koma af stað nýjum stórum fjörkipp á öllum sviðum hinpar sósialisku uppbyggingar með þvi að framkvæma bylting- arnar þrjár. Sá efnahagslegi grundvöllur sem hefur verið lagður i landi okkar er nú þegar mjög öflug- ur og framleiðslugeta hans er gifurleg. Ef við notfærum okk- ur á skilvirkan hátt þann efna- hagsgrundvöll sem er fyrir hendi, getum við aukið fram- leiðsluna enn meir en nú, látið efnahagslif landsins þróast hraðar i heild sinni og hrint nýju langtimaáætluninni I framkvæmd með góðum árangri án meiri háttar fjár- festinga. Auk þess ber okkur að styrkja enn þann efnahags- grundvöll sem fyrir hendi er, útbúa hann með nútimatækni og nota okkur styrk haris eins og frekast veröur auðið. Okkur ber að beita hinni byltingarsinnuðu grundvall- arreglu um sjálfshjálp i rikari mæli á timabili annarrar sjö ára áætlunarinnar. Allt vinn- andi fólk verður að vigbúast með juche-hugmyndinni og beita af einurö og festu hinum byltingarsinnaða anda sem felst i þvi, að treysta á sjálfan sig til að rannsaka hvað það er, sem litið er til af, og fram- leiða það sem vantar og ná þannig árangri i að fram- kvæma aðra sjöára áætlunina meö eigin styrk, tækni og eigin auðlindum. „Sýnum enn betur hinn byltingarsinnaða anda sem felst i þvi að treysta á sjálfan sig!” — það eru hin byltingarsinnuðu einkunnar- orð sem verða i gildi á öllum tima annarar sjö ára áætlun- arinnar. Þjóðin verður öll aö ganga fram sem einn maður og upp fylla aðra sjö ára áætlunina undir blaktandi fánum og á þann hátt að sýna hetjulund þjóðar vorrar öllum heimi einu sinni enn”. Með slikum orðum og kenn- ingum, reynir Kim II Sung að hvetja þjóð sina til dáða. Margt bendir til, að þjóðin taki vel þeirri kenningu hans, að hún eigi að treysta á sjálfa sig. I þvi sambandi talar Kim II Sung oft um hættu, sem stafi frá Suður-Kóreu og Banda- rikjunum, en Norður-Kóreu- menn eiga einnig tvo volduga nábúa Rússa og Kinverja, og vilja vafalaust ekki frekar verða háðir þeim. Þ.Þ. Frá Pjongjang, höfuðborg Noröur-Kóreu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.