Tíminn - 08.07.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.07.1978, Blaðsíða 8
8 LaugartUgur 8. jétl 1»7« DÁLEIÐSLA trú og vísindi V Myndin. til vinstri var tekin er maður, sem brenndist illi- lega i andliti kom á deiid dr. Erwins. Maöurinn var dá- leiddur og talin trú um, aö honum iiöi vel I andiitinu. Myndin til hægri var tekin níu dögum síöar, skeggvöxtur var Í eðlilegu horfi og sárin gróin. A öidinni sem leið var dá- leiösla I tizku. Læknar og sál- fræöingar hrifust af mætti hennar og margir trúöu þvi, aö hún gæti hjálpað viö aö iækna sjúkdóma, sérstaklega þó sálræna sjúkdóma. Anda- trú, dáleiösla og hugarorka var á allra vörum, sem fylgj- ast vildu meö þvi, sem nýjastog merkiiegast var aö gerast i visindum og heim- speki. Upp úr aldamótum komu önnur viöfangsefni til sögunnar og dáleiöslan varö skemmtiatriöi trúöa og töfra- manna. Þó hafa alltaf veriö iæknar og sálfræöingar, sem gert hafa tilraunir meö dá- leiöslu og kannaö hvernig hægt væri aö nota hana til aö lina þjáningar og jafnvel aö lækna vissa sjúkdóma. Nú i sumar var haldin ráö- stefna uin dáieiöslu I Málmey i Sviþjóö. Meöal þátttakenda þar var bandariskur læknir, sem notaö hefur dáleiöslu til að auðvelda meöferö þeirra, sem hlotið hafa alvarleg brunasár. Dr. Erwin hefur um nokkurt skeiö dáleitt sjúki- inga, sem lagðir hafa veriö inn á deiid hans meö brunasár og teiur hann sig hafa náö veru- lega góöum árangri viö aö græöa silk sár og þakkar þaö dáleiöslunni. Starfsmaður i álverksmiöju rak hægri fót niöur I 950 gráöu heitt ál. Prjátiu minútum siö- ar var komið meö hann á sjúkrahús dr. Erwins, sem dá- leiddi manninn þegar i staö, og sagöi honum, aö hægri fóturinn væri alfrlskur og hon- um liði vel I honum. Hálfri ell- eftu viku siðar var maöurinn kominn aftur til vinnu og eng- in merki eru um brunann nema nokkrir brúnir blettir. Hann fékk ekkert illt i fótinn, ekkert skinn var grætt á sárin og við verkjunum dugöi aö gefa honum aspirin. Þetta var eitt af dæmunum, sem dr. Erwin gaf á ráöstefn- unni um lækningamátt dá- leiöslunnar. Hann kveöst hafa reynt þessa aöferö viö 13 sjúklinga, alla meö alvarleg brunasár. Einn var ekki hægt að dáleiða,— hann bara hló aö lækninum, einn fék ígerð, en ellefu læknuöust. Meðal þeirra, sem lýst hafa sig samþykka niöurstööum dr. Erwins, er dr. Basil Finer I Uppsölum. Hann telur aö hér sé um heiðarlegar vlsinda- rannsóknir aö ræöa og þaö sé ákaflega sennilegt, aö hægt sé að auka batalikur meö dá- leiöslu. Aörir iæknar, sem fást við brunasár eru ekki eins vissir i sinni sök. Þeir eru þó sammála dr. Erwin um aö sál- in, hugarfariö, hafi mikil áhrif á lækningu ýmissa sjúkdóma. Er þetta trú eöa vísindi? Þeir, sem viö dáleiðslu fást segja, aö þessi spurning sé ranglega oröuö. Þaö er aö þeirra mati trúin á bata sem mestu ræður, trúin er visindi. Bergsveinn Skúlason: Hvers á * Árbær að gj alda ? UNDARLEGA frétt las ég ný- lega I Timanum. Þar er haft eft- ir Þór Magnússyni þjóöminja- veröi, aö gömul verzlunarhús á Vopnafiröi eigi aö flytja hingaö suöur og endurreisa i Arbæjar- túni. Orörétt hljóöar fréttin svo: ...,,,Þá er ætlunin aö neöst I túni Árbæjarsafns, veröi endur- reist tvö gömul verzlunarhús frá Vopnafiröi. Þessi hús munu byggð á timabilinu 1840-1860 og þótti sýnt að ekki væri um annaö aö ræöa, en aö endurbyggja þau i Reykjavik, ættu þau ekki að eyöileggjast alveg. Hiö stærra þessara húsa bar á sinum tima nafniö Beykishús eöa Kvernhús en minna húsið var kallaö Kjöt- hús eöa Ullarhús”. Svo mörg voru þau orð. Hvers vegna má ekki endur- byggja þessi hús á Vopnafirði, þar sem þau standa og hafa ef- laust verið til einhverra nota á fyrri tiö, ef annars nokkur þörf er.á að endurreisa þau? Hvað mælir með þvi, að flytja þau og endurreisa i Arbæjar- túni? Hvers á þetta snotra bónda- býli aö gjalda, aö þar skuli sett niður alls konar húsaskran, sem aldrei hafa átt heima á bónda- býli og þangaö eiga ekkert er- indi. Ég hef einhvers staöar getiö þess áöur, að þegar væri búiö aö flytja of mörg hús úr gömlu Reykjavik upp i Arbæ og meö þvi hálfeyöileggja staöinn. En nú tekur fyrst steininn úr, ef færa á þangaö aflóga verzlunar- húsagarma úr fjarlægum lands- hlutum. Frá minum bæjardyrum séð átti aldrei annaö aö vera i Ar- bæjartúni en bærinn sem þar stóð, þegar jöröin var tekin und- ir verndarvæng Þjóöminja- safnsins og þau útihús og skepnuhús sem nauðsynleg voru á hverju bóndabýli og margir landsmenn vita enn hver voru. Túniö hefði gjarnan mátt vera þýft aö hluta, og siöan heföi átt aö giröa það meö vönduöum grjótgaröi og verja þaðá þann hátt fyrir óhóflegum ágangi manna og dýra. Slikt smábýli heföi verið gam- an aö hafa i einum útjaöri Reykjavikur næstu áratugina, og full þörf vegna æskunnar sem vex upp i höfuöstaðnum. Það heföi tengt hana traustari böndum við land sitt og uppruna en langir fyrirlestrar um byggðasögu af vörum manna, sem varla virðast vita um hvaö þeir eru aö tala. Ég þekki ekki sögu þessara Vopnafjaröarhúsa, og veit ekki hvert menningarsögulegt gildi þau kunna að hafa. Get mér þess helzt til, að þaö sé álika mikið fyrir Vopnafjörð og þaö menningargildi sem kofarnir á brekkubrúninni við Lækjargötu hafa fyrir Reykjavik. Þaö tókst svo illa til, þegar kviknaði i þeim hérna um áriö, aö þeir fengu ekki friö til aö brenna til grunna. Af þvi heföi þó verið hin mesta landhreinsun, fyrst eng- inn var i þeim maöurinn og lik- lega fátt fémætt innan veggja sem venjulegum mönnum var eftirsjá að. Með brennu þeirra heföi verið bundinn endi á langt og leiðinlegt karp um einskis veröa hluti. Vopnafjaröarhúsin kunna aö hafa einhverju hlutverki að gegna þar sem þau eru, en alls engu i Arbæ. Þar stuöla þau ein- göngu aö þvi aö auka á skemmdarverkin, sem þar hafa verið unnin, að minu mati. Eyöileggja Árbæ sem verðugt minnismerki um litið vel setið bóndabýli frá þvi um siðustu aldamót. Mér og fleirum sýnist að Þjóðminjasafniö hafi þegar á sinni könnu nóg af gömlum hús- um hér og þar um landið, sem illa gengur aö halda viö og endurbæta, auk annarra þarf- legra verkefna sem það hefur meö höndum, s.s. uppgreftri fornminja, og sé þvi óþarfi aö bæta á það fleiri kofum að sinni. Þór Magnússon hlýtur að geta varið þeim peningum, sem hann hefur til umráða á vegum Þjóö- minjasafnsins, til þarfari verka en þeirra sem hér hafa verið gerö aö umræöuefni. Bergsveinn Skúlason. Norræna leiklistar- sambandið: Stuöningur við leikríta- höfunda í mai siðastliönum var haldið i Finnlandi þing Norræna leik- listarsambandsins. Hátt á annaö hundraö manns sóttu þingiö, þar á meðal 6 fulltrúar frá Islandi. Að þessu sinni var einkum fjallaö um stööu leikritahöfunda og tengsl þeirra viö leikhúsin. örnólfur Árnason, formaöur Félags íslenzkra leikritahöfunda, flutti meðal annars framsöguer- indi um þetta mál. llok þingsins voru samþykktar ýmsar ályktanir, þar sem meðal annars var lýst yfir stuðningi viö leikritahöfunda og ítrekuð sú skoöun þingfulltrúa, að leikrita- höfundum yrðu veittir möguleik- ar á auknum tengslum við leik- húsin, ýmist meö fastráöningu eða á annan hátt. Þingið lýsti einnig yfir stuðningi sinum viö starfsemi frjálsra leikhópa og skoraði á yfirvöld að auka fjár- hagsstuöning til slikra hópa og var i þvi' sambandi bent á þá möguleika, sem þessi starfsemi veitti. leikritahöfundum. . Segja má, að allur vilji þingsins hafi beinzt að þvi, aö bæta að- stöðu leikritahöfunda og veita þeim starfsaðstööu og kjör til jafns við aöra fasta leikhúss- starfsmenn. Stjórn Norræna leiklistarsam- bandsins var endurkjörin á þing- inu: formaður sambandsins er Björn Lense Möller, frá Dan- mörku, en varaformaöur Sveinn Einarsson, þjóöleikhússstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.