Tíminn - 08.07.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.07.1978, Blaðsíða 11
10 Laugardagur 8. júll 1978 Laugardagur 8. júli 1978 Hér gefur aö lita gott dæmi um þaö, sem er aö gerast i ótrúlegustu bilskúrum út um alian bæ. A myndinni sést Chevrolet Station Bel Air ’56, sem styttur hefur veriö um eina hurö og siöan veröur sett I hann 327 cu. V8 vél og fróöir menn segja aö framendinn á bilnum muni koma til meö aö lyftast oft i komandi kvart- milukeppnum. BIII örvars Sigurössonar, formanns Kvartmiluklúbbs- ins. Camaro '71. Mönnum til upplysingar þá er vélin i bíln- um (scm sést hér til hliöar) 454 cubic tommu Chevrolet vél. Sveifarás, stimpilstengur, stimplar og svinghjól eru jafn- vægisstillt (Ballanseruö). öll mál eru tekin nákvæmlega upp og skipt um á hluti, sem ekki standast málin 100%. (Blueprinted). Aukahlutir eru Edelbrock torker millihead. Holley 850 CFM blöndungur, Cam Dyna- mics knastás. Lyftihæö 662/622. Malloroy kveikja, Hooker flækjur og Air Research head. Þá er girkassinn 4 gira Borg Warner Super T-10. Dana 60 afturöxull, meö 4:88 drifhæö. AfturöxuII er sérsmiöaöur hér heima. Ofan á vélarhlifinni gefur aö líta loftinntak fyrir tvo fjórfalda blöndunga og einnig sést á myndinni keppnisdekk „slicks”. brautin I Evrópu, sem er byggö alveg frá grunni til þessara nota. Brautin, sem er um 900 metra löng er nú tilbúin undir malbik, en þaöveröursettánúá næstunniog er fyrirhugað aö efna til alþjóð- legrar keppni á henni i ágúst- mánuöi n .k., en ef af þeirri keppni verður, þá veröur þaö jafnframt fyrsta alþjóölega keppnin I bila- iþróttum, sem haldin hefur veriö hérlendis. 1 tilefni þessara merku tima- móta i' sögu klúbbsins, ræddum við við örvar Sigurðsson, sem hefur verið formaður Kvartmilu- klúbbsins frá upphafi og báðum við hann fyrst að greina frá tildrögum þess að klúbburinn var stofnaður. — Það má segja að aðdragand- inn að stofnun klúbbsins hafi verið fremur stuttur. Þó hafði þetta legið i loftinu um nókkuð langan tima, eða allt frá þvi að kraftmiklir bilar fóru að sjást hér á götum borgarinnar. Þaö var jú vissulega freistandi fyrir stráka, sem áttu kraftmikla bila, sem þeir höföu sjálfir unnið i, að spyrna á götunni og höfðu slikar spyrnur viðgengizt I nokkurn tima, þrátt fyrir að lögreglan liti það hornauga. Þaö var ekki fyrr en farið var að keppa i slikum spyrnum i stórum stil fyrir utan borgarmörkin, við Geitháls og uppi við Esjuberg, að fyrst uröu veruleg vandræði. Þessar keppn- ir drógu marga áhorfendur að þó leynilegar væru, og oft var það svo aö mörg hundruö manns voru þarna samankomnir, mismun- andiölvaðir og þaö lá alveg i loft- inu aö þarna yrði stórslys einhvern daginn, þvi að þegar slikur fjöldi var þarna mátti litið út af bera. Nú og svo má ekki gleyma þeim, sem voru á leið i bæinn, þvi aö éghugsaað það hafi ekki veriö neitt þægilegt að mæta skyndilega tveim „ameriskum drekum” á yfir hundraö kiló- metra hraða á veginum fyrir framan sig. En svo var það aö- faranótt 4. júli' 1975, að lögreglan lét til skarar skriða og tók tvo stráka, sem voru að spyrna uppi viö Geitháls og þá var það ljóst að Hvernig niiðar framkvæmdum við keppnisbrautina, sem klúbburinn er aö koma sér upp og hvenær var ákveðið aö ráöast i gerð slikrar brautar? — Ég vil fyrst taka það fram að markmiðið meö stofnun Kvart- miluklúbbsins var það að koma upp einhverri aðstööu hér til keppni I þessari iþrótt þ.e. kvart- milunni. I kvartmilu er keppt á alls kyns ökutækjum og hefur það verið útbreiddur misskilningur, að aðeins tryllitæki geti keppt i þessari iþrótt. 1 næsta mánuði ætlum viö t.d. að efna til alþjóðlegrar keppni i kvartmilu, ef guð og lukkan leyfa og þá verður keppt i sérstökum flokkum, þannig að maður sem á Trabant, er siður en svo útilokað- ur frá keppni. Keppnin byggist á þvi að tveir bilar, sem stillt er upp hlið við hlið á brautinni, eru ræst- irsamtimis af staðog erkeppnin i þvi fólgin að ná sem beztum tima á kvartmilunni, sem er 402,6 metrar á lengd og sigra and- stæöinginn um leið. Við vorum búnir að lita á marga staöi áöur en við fundum þann eina rétta og m.a. höfðum við gamlar flug- brautir i sigtinu, en engin þeirra reyndist i nothæfu ástandi. Þvi varð það úr, að ákveðið var að byggja þessa braut upp frá grunni og er hún fyrsta brautin i Evrópu, sem þannig er byggð upp. Vinna við brautargerðina og kostnaður er nú kominn upp i rúmar sex milljónir og er hún til- búin undir malbik. Brautin tilbúin kemur til með að kosta okkur um 25 milljónir króna og þar af fara 16.6 milljónir i lagningu malbiks. Það var Aðalbraut h.f., sem sá um undirbyggingu brautarinnar, en Reykjavikurborg sér um út- lagningu malbiks. Við munum fyrst i stað girða brautina af til bráðabirgða, en seinna meir verður reynt að koma upp full- nægjandi aðstöðu fyrir áhorfend- ur og girða brautina betur af. Eg vil svo að lokum nota tæki- færið og þakka þeim velviljuðu aðilum, bæði bæjarfélögum og einstaklingum, sem hönd lögöu á plóginn og gerðu þennan lan'g- þráða draum okkar að veruleika. — ESE Billinn á myndinni hér aö ofan er i eigu eins Kvartmilu- klúbbsmannsins og er þetta Chevy ’54 meö 327 cu. V8 vél. Lakkiö á þessum bil er eitt þaö laglegasta, sem er á nokkrum bíl islenzka flotans. Eins og greint var frá i Tlman- um s.l. fimmtudag þá átti Kvart- miluklúbburinn þriggja ára afmæli þann dag, en klúbburinn var stofnaöur 6. júli 1975. Á stofn- fundklúbbsins.sem haldinn var á Hótel Loftleiðum var mætt mikiö fjölmenni og var mikill hugur i mönnum um stofnun þessa klúbbs. Stofnfélagar voru 197 talsins og ifyrstustjórnklúbbsins voru kosnir, þeir Orvar Sigurös- son, formaður, Sigurður Jakobs- son, varaformaður, GIsli Sigurjónsson, gjaldkeri og Július Bess, sem kosinn var ritari. Þau þrjú ár, sem klúbburinn hefur starfað hefur verið haldið uppi fjölbreyttri félagsstarfsemi og hefur klúbburinn verið þaö vel rekinn á þessum timaað þaö eru fá ef nokkur iþróttafélögin, sem geta státað af betri rekstraraf- komu. Svo að vikiö sé að starfsemi Kvartmiluklúbbsins i dag, þá eru virkir félagar i klúbbnum um tvö hundruð talsins, en alls hafa um fimm hundruð manns greitt félagsgjöld i' honum frá upphafi. Vikulega eru haldnir opnir stjórnarfundir og er mjög vel mætt á þá, eöa þetta 15-20 manns aö jafnaði á hvern fund, en þó hafa mætt allt upp i 50 manns, þegar bezt hefur látið. Einnig eru haldnir almennir félagsfundir I Laugarásbiói af og til og hafa um 450 manns mætt á þá fundi. Af annarri starfsemi klúbbsins næg- ir að nefna það, að reglulega eru haldnar kvikmyndasýningar fyrir félagsmenn, efnt hefur verið til hópaksturs af og til og hefur hannvakið mikla athygli. Þá má nefna hinar gifurlega vinsælu bilasýningar, sem klúbburinn hefur gengizt fyrir og siöast en ekki sizt sandspyrnukeppnirnar, sem haldnar hafa verið að Hrauni i Olfusi, en þær hafa alltaf dregiö að sér mikinn fjölda áhorfenda. Nú stendur Kvartmiluklúbburinn á merkum timamótum, þvi að á næstunni veröur tekin I notkun keppnisbraut fyrir kvartmilu- keppnir, sem á að uppfylla öll al- þjóðleg skilyrði, sem gerð eru til slikra brauta og er þetta fyrsta a.m.k. miðaö við höfðatölu. Ég myndi ætla að þeir væru ekki færri en 300 bilarnir, sem búið er aðbreytaaöeinhverju leyti gagn- gert tU þess að auka kraftinn i þeim. Nú er sifellt verið aö tala um þaö að bllarnir ykkar eyði miklu benzini og aö þetta sé hrein og klár vitleysa? — Þaöerrétt. Við heyrum þetta ósjaldan, en það er ekki talað um þá sem eigarándýra jeppa, Blaz- er og Range Rover.sem eyða litlu minna benzini en okkar bilar. En til hvers eru þessir bilar notaöir. Ekki eru þeir notaðir til þess að fara á f jöll, heldur eru þeir notað- ir i innanbæjarakstri og ég tel að það sé meira hobbý að eiga bil sem þannig er notaður, en bila eins og okkar. Minn bill eyðir t.d. á milli 28 og 35 litrum á hundrað- ið, og er ég sæmilega ánægöur með það ogkæri mig kollóttan um það sem aðrir segja. En svo aö viö vikjum nú aftur að Kvartmiluklúbbnum, hvernig hefur gengiö aö halda klúbbnum gangandi? — Það hefur gengið mjög vel. Við höfúm haldið uppi mjög fjöl- þættu félagsstarfi og ég’ get sem dæmi um fjárhag klúbbsins nefnt að hreinn hagnaður af siðustu bilasýningu, sem um tiu þúsund manns sóttu, var rúmar sex milljónir króna. Einnig höfum við haft góðar tekjur afsandspyrnu- keppnum og kvikmyndasýning- um. Aðalástæðan fyrir þvi hversu vel hefur gengið er að minu mati sú, að félagsmenn hafa unniö mjög óeigingjarnt starf og staðið saman sem einn maöur, ef þurft hefur að ráðast I einhverjar framkvæmdir. harkalegri aðgerðir myndufylgja i kjölfarið, ef ekki yrði úr bætt I þessum efnum. Þeir komu siðan heim til min daginn eftir, þessir tveir, sem teknir voru og nokkrir Hér sést hin langþráða keppnisbraut. Ekkert er eftir nema aö setja malbik á braut- ina og þá geta ökuþórar fariö aö kitla pinnann. Þess má geta aö brautin er skammt fyrir sunnan Hafnarfjörö, and- spænis Alverksmiöjunni. — það þarf mikla lagnl til þess að ná því bezta fram hjá báðum Bill Jóhanns Sigurössonar. Mustang '69, en hann er meö 400 cubic Chevrolet vél. Wriand millihead. 780 CFM Holley blöndungur. Crane knastás. Malloroy kveikja. Cyclone flækjur. 350 turbc hydromatic sjálfskipting NM túrblnu og skiptisetti. Ford afturöxull meö 9 tommu kamb drifhæö 4.10. A bilnum er trefjaplast vélarhlif og bretti. Þessi bill hefur vakiö mikla og verö- skuldaða athygli vegna litar- ins, en hann er þaö gulur aö hann gerir öllum sitrónum skömni til. aðrir og ræddum viö þessi mál fram ogaftur. Og var þaö þá,sem að við ákváðum að stofna eins konar klúbb til þess að við gætum keppt á löglegan hátt. Stofn- fundurinn var svo haldinn tveim dögum siðar og þrátt fyrir að hannhah ekkert verið auglýstur mættu um tvö hundruð manns niður á Hótel Loftleiðum þann 6. júli, en ég held aö engan þeirra, sem þar mætti hafi óraö fyrir þvi að jafngiftusamlega tækist til með stofnun Kvartmiluklúbbsins eins og siðustu þrjú ár bera vitni um. Nú hafa þessar spvrnukeppnir alveg legiö niöri siðan Kvartmilu- klúbburinn var stofnaöur. Hefur það ekki veriö erfítt að standast freistingarnar? — Jú, blessaður vertu, en mér finnst það alltaf jafnfurðulegt hvaö þessir strákar standa sig. Þrjú ár eru langur timi og þessir strákar eru með rándýr tæki und- ir höndum, sem ekki er hægt að nota eins og ætlazt er til af þeim, en samt standast þeir allar freistingar og biöa þolinmóðir sins tima. Ég þakka þetta ekki sizt þeim einstaklega góða anda, sem rikir innan klúbbsins. Hér áður fyrr töluðust menn varla við og voru að pukrast hver i sinu horni. Menn litu varla hver fram- an i annan og ég hugsa að þeir hafi þekkt bila hvers annars betur en manninn sjálfan. En nú hittast menn reglulega og bera saman bækur sinar, gleðjast yfir þvi sem vel er gert og miðla öörum af reynslu sinni. rætt við Örvar Sigurðsson, formann Kvartmíluklúbbsins Timamyndir Tryggvi Hvernig hafa samskipti ykkar verið viö lögregluna og önnur yfirvöld siöan klúbburinn var stofnaöur? — Ég get með mikilli ánægju sagt, aö þau hafa verið einstak- lega göð. Það hefur mikill skiln- ingur vaknaö á málefnum bila- iþrótta hér á landi nú siöustu árin og opinberir aðilar hafa verið okkur einstaklega hjálpsamir og nú rikir gagnkvæmur skilningur á milli okkar og lögreglunnar og ég vil taka s vo djúpt i árinni að segja að þessi breyttu viöhorf hafi leitt til þess að umferðaslysum hefur stórlega fækkaö. Er mikiöum þaö aöunniö sé viö aö breyta bílum sérstaklega fyrir kvartmilukeppnir? — Já þaðer mikið um það. Það er e.t.v. ofsögum sagt að það sé verið að bauka við þetta i öörum hverjum bilskúr, en þeir eru margir engu aö siöur. Margir eru orönirhreinir meistarar I þessu og það er alveg ótrúlegt hvaö margir strákanna eru klárir i höndunum. Vinnan og hand- bragðið gefa þvi bezta erlendis ekkert eftir. Ef aö vantar ein- hvern hlut, þá er hann smfðaður á staðnum. Annars þá er óvenju mikið um góða bila hérlendis, wgÆFWJgy* MgLMgMMBMBMiwainHyM w&gajBfiaggg ,v ■MMHnHHMUUBaaHII GÓÐUR BÍLLER EINS 0GGÓÐ K0NA” örvar Sigurösson Til hvers er veriö aö setja svona blöörur undir bilinn? Kann einhver aö spyrja. Góö spurning. Myndin sýnir „venjulegt” dekk og viö hliö- ina á þvl er svokallað „slicks” keppnisdekk, sem flezt út á brautinni, þegar gefiö er I og gefur þannig bezta spyrnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.