Tíminn - 22.07.1978, Page 20
Sýrð eik er
sígild eign
HUfcCiÖCiil
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Laugardagur 22. júlí 1978 — 156. tölublað — 62. árgangur
Skipholti 19, R.
simi 29800, (5 línur)
Verzlið
í sérverzlun með
litasjónvörp
og hljómtæki
Egill Skúli, væntanlegur borgarstjóri:
á þetta sem
annað starf”
„Ég Ut
hvert
HR — A fundi borgarráös I gær
var greint frá þvi. aö borgar-
ráösfulltrúar meirihlutans
heföu lagt fram tillögu til
borgarstjórnar þess efnis aö
Egill Skúli Ingibergsson. verk-
fræöingur, veröi ráöinn borgar-
stjóri i.Reykjavik frá og meö 15.
ágúst til loka kjörtima borgar-
stjórnar. Tillagan var sam-
þykkt og veröur máliö þvi vænt-
aniega afgreitt á aukafundi
borgarstjórnar fimmtudaginn
27. þ.m.
Allar likur benda þvi til aö
Egill Skúli Ingibergsson veröi
næsti borgarstjóri I Reykjavik.
Blaöamanni tókst aö ná sam-
bandi við Skúla þar sem hann
var staddur I Englandi og
spjallaði viö hann af þessu til-
efni. ,
„Hvernig leggst það I þig að
vera væntanlega næsti borgar-
stjóri i Reykjavik?
„Þvier núerfittaösvara. Það
leggst þó ágætlega i mig að þvi
ieyti, að það er ekki eins og ég sé
að taka við einhverju nýju fyrir-
tæki. Borgin hefur verið ágæt-
lega rekin og hún hefur á aö
skipa reyndu starfsliði. Það sem
skiptir mestu máli er aö eiga
góöa samvinnu við þetta reynda
starfslið.”
„Nú ert þú fyrsti ópólitiski
borgarstjórinn i Reykjavik,
heldurðu að það hafi enga erfið-
leika I för meö sér?”
„Ég vil fyrst taka þaö fram að
öðru visi kom þetta starf ekki til
greina en sem ópólitiskt. Hvort
það hafi erfiöleika i för með sér
að hafa pólitiska yfirboðara vil
ég ekki segja um. Ég lit á þetta
sem hvert annað starf, þar sem
aörir móta hina pólitisku stefnu,
en okkar embættismannanna aö
fylgja á eftir og framkvæma.”
„Hefurðu einhver sérstök
áform i huga I hinu nýja
starfi?”
„Ekki get ég nú sagt það, slikt
hefur ekkert verið rætt. Ég horfi
fram til þessa nýja starfs meö
tilhlökkun og blð spenntur eftir
þeim nýju viðfangsefnum, sem
það kemur til með að færa mér
upp I hendurnar. Ég lit á
Reykjavikurborg sem stór-
fyrirtæki i fullum gangi og sem
þarf að halda gangandi i fram-
tiöinni. Vafalaust koma upp ný
mál og málaflokkar sem verður
að glima við og leysa jafnóðum,
en rekstur borgarinnar er eng-
in nýlunda og þar er margt
reyndra manna, eins og ég sagöi
áðan.”
„Hefuröu haft einhver afskipti
af málefnum borgarinnar, t.d. I
gegnum þin störf?”
„Ég hef mest kynnst málefn-
um borgarinnar sem einn af
Ibúum hennar. Hins vegar hef
Egill Skúli
ég töluverða reynslu af
stjórnunarstörfum bæöi hjá
Rafmagnsveitum rikisins og nú
siðustu sjö árin hjá Landsvirkj-
un og vonandi bý ég vel aö þeirri
reynslu.”
Þess má geta að Egill Skúli
Ingibergsson er fæddur I Vest-
mannaeyjum 1926 og er þvi 52
ára gamall. Foreldrar hans eru
Ingibergur Jónsson verka-
maður og Kristjana Arnadóttir.
Egill er kvæntur ölöfu Elinu
Daviðsdóttur og eiga þau hjónin
fjögur börn.
Þeir
sóttu um
embætti
borgar-
stjóra
HR — A borgarráðsfundinum I
gær voru gefin upp nöfn þeirra,
sem sóttu um starf borgarstjóra.
Þeir voru sem hér segir:
Asmundur Ö. Guðjónsson Reyni-
mel 92, Benedikt Jóhannesson,
Laugarásvegi 49, Egill Skúli Ingi-
bergsson, Fáfnisnesi 8, Erla
Guðmundsdóttir, Jörfabakka 2,
Haukur Harðarson, Höföavegi 26,
Húsavik, Ingvar Asmundsson,
Hringbraut 94, Ólafur Jóhanns-
son, Melhaga 7, Steinar Bene-
diktsson Sigtúni 31 Trausti ,Vals-
son, Háaleitisbraut 47, Þórður
Guðmundur Valdimarsson,
Mávahlið 27.
Eins og fram kemur I annarri
frétt I blaöinu,ákvað borgarráö
siðan að mæla með Agli Skúla
Ingibergssyni.
Sovéskt blaö:
Birtir
gengi
ísl. kr.
Ekonomicheskaya Gazeta, sem
gefiö er út I Moskvu, er sennilega
eina erlenda blaöið sem skráir og
birtir reglulega gengi Islensku
krónunnar.
Gjaldmiðill okkar tslendinga
hefur aldrei þótt sérstaklega
eftirsóknarverður úti i hinum
viða heimi og hefur blöðum þvi
þótt heldur tilgangslaust að birta
gengi krónunnar. En I Moskvu
viröist vera horft á málið frá ann-
arri hlið, þvi þar er blessuö krón-
an islenska skráð meö gjaldmiðl-
um stórveldanna, og getur maöur
nú fengiö 2.7 rúblur fyrir þúsund-
kallinn.
W fí Tp : M
11/íwLÆ B f ; • If Jr
• -«* 1
. J
A skammri stund skipast veöur I lofti. Þaö getur veriö erfitt
fyrir Reykvikinga aö klæöa sig eftir veöurfarinu þegar þeir fara
heimanaö frá sér, I svo köflóttu veöurfari. Myndirnar hér aö ofan
voru báöar teknar I Reykjavik I gær. Klukkan 2 var fólk I hópum
aö sóla sig I sundlaugunum, en klukkan þrjú var oröin þörf fyrir
hliföarföt og aö spenna upp regnhlifar. TimamyndirG E
Samstaða um baráttuna
gegn verðbólgunni
— er þjóöarnauösyn segir Tómas Árnason
Tómas Arnason.
KEJ — A stjórnarmyndunar-
fundi Framsóknarflokks,
Alþýöuflokks og Alþýöubanda-
lags I gærmorgun voru ræddir
ýmsir málaflokkar, tjáöi blaö-
inu Tómas Arnason, og var
fundur boöaöur aftur I morgun.
Sagöi Tómas aö málin mundu
kannske skýrast 'eitthvaö á
fundinum I dag.
Spurður um afstöðu sina til
efnahagsmálanna, sagöi Tóm-
as, að Framsóknarflokkurinn
heföi lagt áherslu á þaö allan
timann aö efnahagsvandinn
væri kjarni málanna og allt riði
á samkomulagi I þeim efnum.
„Að setja samningana i
gildi”, sagði Tómas, „eykur
verulega þann vanda sem fyrir
er og jafnframt misréttiö I
launamálum. Við getum aðeins
hugsað okkur að taka þátt I aö
setja þessa samninga I gildi að
ráðstafanir verði gerðar til að
mæta vandanum sem af hlýtst
að fullu og fundin verði eðlileg
tekjuöflunarleið til að mæta út-
gjöldunum.
Þýðingarmesta verkefnið
hlýtur að vera að berjast gegn
verðbólgunni svo skipulega sem
hægt er enda þar um að ræöa
þjóðarnauðsyn”, sagði Tómas
að lokum.