Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. júll 1978 5 Haukur Ingibergsson: Sem málamiölari krata og komma að gera HEI — Blaðið hafði samband við Hauk Ingibergsson, skóla- stjóra ú Bjfröst og spurði hvernig honum litist á þær um- ræður er nú eiga sér staö um stjórnarmyndun. — Fyrir kosningar var ekki annaðað heyra á Alþýðuflokkn- um og Alþýöubandalaginu en að þessir flokkar hefðu á reiöum höndum ráö viö hverjum þeim vanda sem aö okkur Islending- um steöjar, jafnt i efnahags- málum sem öðru. Alþýðubanda- lagið sendi kosningabækling með á annað hundrað efnis- punktum og myndum og linurit- um viðs vegar um landið og var ekki annaö að skilja á þessum bæklingi en að lausnir iægju ljóst fyrir. Alþýöuflokksmenn töluðu á svipaðan hátt og veifuðu óspart kjarasáttmála og rósinni sinni rauðu. — Telur þú þá að þessir flokk- ar hefðu átt að mynda rikis- stjórn tveir einir? — Já ég tel að samstjórn Al- þýðuflokks og Alþýöubandalags hafi verið hin rökrétta niður- staða miðað við kosningaúrslit- in. Þótt þessir flokkar hafi ekki meirihluta á Alþingi, hefði þessi stjórn samt orðið sæmilega sterk, þvi Framsóknarflokkur- inn lýstí því strax yfir, að hann mundi veita slikri stjórn hlut- leysi. Er rósin rauða að fölna? En það er eins og ráöin liggi ekki eins á lausu nú að loknum kosningum. Það er athyglivert að engar tillögur hafa komið opinberlega frá þessum flokk- um I efnahagsmálum í þeim stjórnarmyndunarviðræöum sem farið hafa fram.Svo viröist sem rauða rósin sé farin að fölna, þótthásumar sé. Ekki lit- ur heldur allt of glæsilega út með kjarasáttmálann þegar forsetí A.S.I., Snorri Jónsson hreinlega neitar að ræða við for- mann Alþýöuflokksins. — Telur þú þá að Fram- sóknarflokkurinn eigi ekki að taka þátt i rikisstjórn? — Framsóknarflokkurinn læt- ur málefni ráða þegar um er að ræða þátttöku i rlkisstjórn og svo verður einnig nú. Ef það á að vera hlutverk Framsóknar- flokksins i vinstristjórnað vera málamiðlari og mannasættir á milli Alþýöuflokksmanna og Al- þýðubandalagsins, hefur flokk- urinn ekkert i rikisstjórn að gera. Ef flokkurinn nær hins vegar fram sinni stefnu I höfúð- atriöum, með sliku stjórnar- samstarfi á hann aö fara i stjórn. — Hver eru þá þessi höfuðmál sem Framsóknarflokkurinn á að leggja höfuöáherslu á f stjórnarviöræðunum? — Það er i fyrsta lagi efna- hagsmálin. Ég held að allir séu sammála um það aö þar sé rót- tækra aögeröa þörf og raunhæft samkomulag um þau verður aö liggja á borðinu, áður en gengiö er til stjórnarsamstarfs. Það er ljóst, aö ef að á að ná verðbólg- unni niöur fyrir 10%, sem er grundvallartakmark og þjóöar- nauðsyn, verða allir eitthvað á sig að leggja. Fyrirtæki verða að sýna itrustu hagræðingu og hagkvæmni i rekstri og enn frekar á þetta þó við rikis- stofnanir og framkvæmdir hins opinbera. Það vissu allir sem vildu vita að kjarasamningarnir sem gerðir voru I fyrra voru alls ekki raunhæfir, og þótt Alþýðu- bandalagið boði samningana i gildi vita þeir eins og aðrir að það er óraunhæft. Það er heldur ekkert réttlæti i þvl fólgið að greiöa hinum lægst launuðu nokkur þúsund krónur i verð- bætur, en hinum hæst launuðu upp undir 100 þúsund. Framsóknarflokkurinn hlýtur þvi að standa fast viö þá stefnu sina aö hinir lægst launuðu hafi mannsæmandi lifsviðurværi. — Hverjir eru þá að þinu mati hinir lægst launuðu? — Þeir sem eru I lægstu töxt- um launþegasamtakanna og þeir sem vegna elli eða örorku hafa ekki getu til að vinna fyrir sér. Tvö gerólik sjónarmið — En bændur? — Jú þeir eru lika lágtekju- menn og það er grundvallar- atriði ef Framsóknarflokkurinn fer i' stjórn að kjör þeirra séu bætt, þannig að þau séu I sam- ræmi við kjör viðmiðunarstétta. Égvileinnigaö það komi fram, aðég tel að málamiðlunarstefna Alþýðuflokksins i landbúnaðar- málum komi alls ekki til greina. Þeir hafa boðað þjóðnýtingu bú- jarða og að hlunnindi skuli veröa rikiseign, en Fram- sóknarflokkurinn telur að sjálf- stæð islensk bændastétt og blómlegurlandbúnaðurum land allt, sé einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Þarna er um tvö gjörólik sjónarmiö aö ræða eins og allir sjá. — Hvaða fieiri mál telur þú grundvailaratriði I stjórnar- myndunarviðræðum? Framhald á bls. 23. \\ \\^ "////Æ^/'////A '/A 'J///A 'Z 'A ////æ~Z'////æ/ /í/æJ7'/.'/'/Zæ^/'///A v/•/■// ////. //a //■ \t/ \\/ •\X Nýja kynslóðin Nú eru komnar á markaðinn nýjar og endurbættar gerðir af ZÉTOR dráttarvélum 47 og 70 ha. í verði ZETOR dráttarvélanna fylgir mun meira af fullkomnum aukaútbúnaði, en með nokkurri annarri dráttarvél. Og þær endurbætur sem nú hafa farið fram á ZETOR dráttarvélunum felast aðallega í eftirfarandi: 1. Nýtt og stærra I Ijóðelnangrað hús með sléttu gólfi 2. Vatnshituð miðstöð með blástur upp á rúður. 3. I)e I.uxe fjaðrandi sæti. I. Alternator og 2 rafgeymar .'). Kraftmeiri startari. (i. Fullkomnari girkassi og kúpling. 7. Kramljós innbyggð i vatnskassahlif. Oft hafa verið góð kaup í ZETOR en aldrei eins og nú. Gerð 4911, 47 ha. með fullkomnasta búnaði ca. kr. 1,660,000/- Gerð 6911, 70 ha. með fullkomnasta búnaði ca. kf. 2,250,000,- umboðiö: ISTEKKf Bændur gerið h/ut/ausan samanburð og va/ið verður ZETOR Islensk-tékkneska verslunarfélagið h.f. lágmúla 5, Simi 84525. Reykjavik Olangreindar gerðir fyrirliggjandi eða vænt anlegar á næstunni. Sýningarvélar á staðnum. lií li — hefur Framsóknarflokkurinn ekkert i stjórn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.