Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. júli 1978 7 sumsim' Ami Benediktsson: Sj ónvarpsfréttamennska í grein minni sem birtist i Tim- anum 22/7 geröi ég tilraun til þessaösýna hvernighægt er aö afskræma staöreyndir þannig aö einföldustu og saklausustu athafnir manna veröi skugga- legar ef ekki glæpsamlegar. Séu tekin einföld dæmi þar sem allir þekkja til er auövelt aö sjá i gegn um vinnubrögö eins og þessi. En máliö vandast þegar komiö er á þau sviö sem allur almenningur hefur minni reynslu af. Þar hefur óþverra- skapurinn leikiö lausum hala, þá er hægt að misþyrma stað- reyndum og afskræma þær án þess aö auövelt sé fyrir venju- legan mann aö átta sig á hvern- ig i málinu liggur I raun. Þess vegna er óþverraskapnum jafn- an beitt á þeim miðum. En lát- um útrætt um það. Ingvar Gfclason alþm. hefur tekið fjölmiðlana myndarlegu taki og timbæru á þann hátt að eftir var tekið og er þaö vel. Sú grein sem ég hafði ætlað aö skrifa i framhaldi af fyrri grein minni er þvi að mestu óþörf. Þó get ég ekki látið hjá liða að fara nokkrum orðum um frétta- mennsku Sjónvarpsins, þar sem ég hygg að hún hafi haft lang- mest áhrif á almenningsálitið I landinu og veriö alveg ótrúlega óábyrg, enþareiga þó ekki allir skylt mál. Rannsóknarblaða- mennska — ofsóknar- blaðamennska. Islenskir fréttamenn telja sig hafa tekið ameriska rannsókn- arblaðamennsku til fyrirmynd- ar og virðast margir ala með sér draum um að verða eins- hvers konar Woodward & Bern- stein. En þeir virðast ekki hafa áttað sig á þvi að amerisk rann- sóknarblaðamennska hefur þró- ast i tvær áttir. Annars vegar er um það að ræða að blaðamönn- um er falið að kanna ákveðin verkefni niður I kjölinn og kom- ast að öllum sannleika i málinu og birta niðurstöður hverjar sem þær kunna aö verða af full- komnum heiðarleika og óhlut- drægni. Þessi fréttamennska nýtur mikillar virðingar og það með réttu, hins vegar verða niðurstöðurnar sjaldnast góð söluvara. Hins vegar eru svo þeir blaöa- menn sem menn geta leitaö til ef þeir vilja koma hatursmanni sinum á kné. í Bandarikjunum vita menn vel hvert þeir eiga að leita ef þeir vilja koma ein- hverjum óþverra á kreik um menn sem þeir vilja ná sér niðri áeða keppinautum sinum 1 við- skiptum. Þessir blaðamenn matreiða siðan hvislið á þann hátt að á yfirborðinu virðist geta verið um raunverulega rannsókn að ræða. Rétt er það að i sumum tilfellum er þarna um raunveruleg hneykshsmál að ræða, enda yrðu þessir blaðamenn fljótt afskrifaðir ef þeir gætu ekki sýnt fram á það. En i heild er þessi tegund blaða- mennsku hreinn óþverri. Þó að ég leiti með logandi ljósi get ég ekki fundið eitt einasta dæmi um að islenskur blaða- maður eða blaðamenn hafi tekið sér fyrrgreindu blaðamennsk- una til fyrirmyndar að öllu leyti. Verið getur þó að það stafi ekki af viljaleysi heldur af vankunn- áttu eða einhverju sliku. Ég ætla ekki heldur að halda þvi fram að Islenskir fjölmiðla- menn hafi alfarið tekið siðari tegundina sér til fyrirmyndar, þó vissulega beri margt af þvi sem borið hefur verið á borð fyrir okkur, keim af henni og sumt sver sig beint i ættina. Sjónvarpið Sjónvarpið hefur á undan- förnum árum birt áhorfendum og hlustendum afskræmda mynd af þjóðfélaginu. Þetta hefur það gert fyrst og fremst á Arni Benediktsson þann hátt að spyrjendur sjón- varpsins hafa sjálfir lagt fram ákveðna imyndaða mynd af þjóðfélaginu oghagað spurning- um i samræmi við það. Svör ráðamanna, ekki einungis framsóknarmanna, heldur allra þeirra sem einhver ráð hafa yfir einhverju, hafa siðan misk- unnarlaust verið véfengd og aldrei tekin gild. Andmælendur ráðamanna hafa fengið allt aðra meðferð. Og þegar svör ráða- manns og andmælanda hans hafa stangast á, hefur spyrjandi gjarnan sett punkt aftan við umræðuna i vandlætingartón: Hér stendur fullyrðing á móti fullyrðingu, og áhorfendum er látið eftir að skera úr um hvor hefur rétt fyrir sér. Auðvitað getur áhorfandinn dæmt um réttmæti fullyrðinga ef mál eru lögð fram á heiðarlegan hátt og með fullri þekkingu á máls- atriðum, en þar hefur skort á. Ég tek hér dæmi um „rann- sókn” máls á vegum Sjónvarps- ins. Og ég vel ekki af verri end- anum. Ég vel þann fréttamann Sjónvarpsins sem mér hefur alltaf virst hafa einna mesta til- hneigingu til að vanda frétta- flutning sinn. Hann fór til Fær- eyja i vetur og kynnti sér þar meðal annars launamismun I fiskiðnaði i Færeyjum og á Is- landi. Heim kominn þuldi hann yfir okkur niðurstöður sinar. A yfirborðinu virtist „rannsókn” hans hafa verið nákvæm og yfirgripsmikil og haföi yfir sér trúverðugan blæ. Niðurstaða hans var sú að laun i fiskiðnaði i Færeyjum væru 70% hærri en á Islandi. Þetta var á sama tima og laun i fiskiðnaði voru 10% lægri i Færeyjum en á Islandi. Viðskoðuná þvihvernig þessi „rannsókn” hefði verið unnin, virtist mér að þær upplýsingar sem fréttamaður hafði fengið i Færeyjum væruað mestu réttar en ekki tæmandi. Hins vegar skorti hann alla þekkingu á þessum málum hér heima. Mynd hans af islenska þjóöfé- laginu var rangsnúin, en þann þáttinn hafði hann ekki séð ástæðu til að kanna. Égheld þvi að höfuðvandamál islenskra fréttamanna sé yfirgripsmikil vanþekking á islensku þjóðfé- lagi. Hvernig stendur á þessari vanþekkingu? Nokkuð af sök- inni liggur hjá stjórnmála- mönnum og öðrum ráðamönn- um i þjóðfélaginu. Það þarf nefnilega alltaf að vera að blekkja á öllum sviðum. I þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú fara fram þarf að koma málum svo fyrir að almenning- ur trúi þvi að samningarnir hafi verið settir i gildi, þó svo verði ekki. Það á sem sagt að blekkja. Eilifar tilfærslur Alþingis á öll- um sviðum, ekki sist skattamál- um, valda þvi að menn vita sjaldnast stundinni lengur hvar menn standa. Fiskverð þarf að ákveða i mörgu lagi af þvi að menn vilja ekki viðurkenna staðreyndir. Kjarasamningar eru einn blekkingavaðall. Þar að auki breytir verðbólgan öll- um efnahagslegum gildum mörgum sinnum á ári. Það þarf þvi töluvert til þess að hafa og viðhalda þekkingu á efnahags- legri gerð islensks þjóðfélags. Þetta ættu alþingismenn Fram- sóknarflokksins að leggja á minnið. Það hefur enginn stjórnmálaflokkur tapað eins miklu og Framsóknarflokkur- inn á þessu ástandi, einfaldlega vegna þess að til hans hafa verið gerðar meiri kröfur um efna- hagslegt jafnvægi en annarra flokka. Meiri vanþekking En vanþekkingin liggur dýpra en þetta. Hún nær til ein- földustu hugtaka efnahagsmál- anna, hugtaka sem ekki breyt- ast og ætti því að vera hægt að tileinka sér i eitt skipti fyrir öll. Nú hafa menn riðið um héruð svo mánuðum skiptir að upp- lýsa landslýðinn um þjóðmálin. Þar á meðal margir fjölmiðla- menn, sem árum saman hafa dundað við slika upplýsinga- starfsemi. Sumir komu með stóra sigra á bakinu og Alþingi fylltist af nýjum mönnum. En nú skortir hina nýju menn upp- lýsingar um það sem þeir voru að segja þjóðinni. Og þeir þyrp- ast iþjóðhagsstofnunina tilað fá upplýsingar. Eftir að hafa hlustað á spurningar i nokkra daga sér Þjóðha^sstofn- un sér ekki annað fært en að gefa út upplýsingasyrpu handa börnum, sem allir hinir nýju menn geti haft gagn af og Þjóð- hagsstofnun geti aftur tekið til við fyrri störf. Ég ætla aðeins að láta fylgja með eitt dæmi um það sem þurfti að upplýsa hina nýju menn um: „Bein lækkun kaupgjalds og verðlags innan- lands, sem einnig hefur verið nefnd niðurfærsla innlends kostnaðar og verðbólgu eða niðurfærsluleið.” Sú bjargfasta vanþekking sem syrpu Þjóðhagsstofnunar er ætlað bæta úr,er með ólikind- um og hlýtur að eiga sér djúpar rætur einhvers staðar og þá helst i skólakerfinu, sem virðist vera að losna úr tengslum við allt venjulegt mannlif. En best er að enda þessar linur með setningu úr nefndri syrpu: „Verðbólga er nú afar mikil”. Kristján Friðriksson: 100 MILLJARÐAR í ÞJÓÐARBÚIÐ Með vissri endurskipulagn- ingu á þjóðarbúskap íslendinga tel ég að auðveldlega mætti auka árlegar tekjur þjóðarinnar um upphæð af þeirri stærðar- gráðu, en i fyrirsögn greinir, — og þó raunar miklu meira, sennilega tvöfalda ofangreinda upphæð, þegar hagkvæmni af breytingunni væri að mestu komin fram. Ég hef áður rætt og ritað tals- vert um þessi mál, en tel nú að timabært sé að setja fram nokkra upprifjun um efnið. Ný viðhorf eru sifellt að skap- ast, meðal annarsvegna breytts og nýtilkomins tækjabúnaðar — sem auðvelda framkvæmd breytinga þeirra sem hér um- ræðir. Vegna umræðna, sem fram fara um þessar mundir um myndun hinnar nýju rikis- stjórnar mætti e.t.v. búast við að menn væru almennt nokkuð hlustnæmir á nýjar hugmyndir um efnahagsmál. Sú rikisstjórn, sem tæki sér fyrir hendur að gera þær ,,struktur”-breytingar— sköpu- lagsbreytingar — á efnahags- kerfinu, sem færðu hinn aukna arð f þjóðarbúið, hún þarf að sfyðjast við nægilega stóran þingmeirihluta til þess hún þoli aðeinstaka þingmenn i hverjum þeim flokki, sem hún styðst við, megi skerast úr leik við at- kvæðagreiðslur um helstu breytingarnar — án þess að það hefði áhrif á framgang megin mála. Hagkeðjuhugmyndin i Ijósi breyttra viðhorfa Hagkeðjuhugmyndin er eitt af meginatriðum i skipulags- breytingunni. En málið er þó víðtækara en fram kemur i þeirri afmörkuðu hugmynd. En mikilvægt er, að siðan sú hug- mynd var sett fram fyrir u.þ.b. þrem árum, hafa átt sér stað tæknilegar breytingar, sem auðvelda framkvæmd þeirrar hugmyndar. Einnig hafa komið fram breytingar á pólitiska sviðinu, sem liklegar eru til að auðvelda skilning á framkvæmdum. Hvernig er talan — 100 til 170 milljarðar fund- in? Ég hef orðið þess var, að ýms- ir mætir menn hafa ekki sett sig nægilega vel inn í ýmsa megin- þætti efnahagsmála, til þess að þeir séu færir um að gera sér grein fyrir þvi hvernig umrædd- ar tölur eru fundnar. Skal það þvi nú rifjað upp — og teknar inn um leið verðbreytingar, sem orðið hafa siðan siðasta viðmið- un var gerð. Dæmið litur þá þannig út um þessar mundir i grófum drátt- um talið. Fjárhæðir i þessari grein eru miðaðar við þá gengisbreytingu, sem raun- verulega er orðin — þó hún sé ekki formlega komin til fram- kvæmda þegar þetta er ritað (25. júlí). 1. liður. Við það að minnka fiskiflotann úr ca. 95 þús: lestum i 75 þús. lestir (sem er örugglega nægi- legt til að fullnýta fiskimiðin), þá sparast útgerðarkostnaður sem nemurum 16-20 milljörðum (það kostar núna samkvæmt nýjustu tölum um það bil 700 til 1200 þús. kr. að gera út hverja veiðilest i skipi.) 2. liður. Við það að minnka botnfisk- veiðiflotann og skipuleggja veiðarnar þannig að veiði á upp- eldisfiskiyrðihætt —þámá hik- laust gera ráð fyrir að fisk- magnið aukist úr um það bil 450-500 lestum i 750-800 þús. lest- ir árlega, eða um 300 þúsund lestir. Meðalverð á hverju kilói full- unnu af botnfiski (vegið meðal- tal) er nú um 200 kr. pr. kg. og verður þá ávinningurinn um 60 milljarðará þessum lið einum. (Éghef i höndum nýja útreikn- inga þessu til sönnunar). 3. liður. Þegar þessir 60 milljarðar bæt- ast I þjóðarbúið sem gjaldeyris- tekjur — undirstöðutekjur — þá tekur sú upphæð á sig þjóðhags- legt margfeldi. Þetta þjóðhags- lega margfeldi áætla ég i sam- ræmi við reynslu að muni vera um 90 milljarðar, það er, að 60 milljarðarnir verði i reynd að 150 milljörðum. Þá er miðað við að „margfaldarinn” (svo nefnt á hagfræðingamáli) eða þjóð- hagsmargfeldið sé 2,5 og koma á þarna til viðbótar 150 + 60 = 90 milljarðar. 4. liður Við það að svona miklar tekjur bætast i þjóðarbúið, verður mjög auðvelt að koma upp hag- kvæmum vel tæknivæddum, arðgæfum iðnaði. Hér áætla ég að sá iðnaður gefi þó af sér að- einssvo sem 10-20 milljarða ár- lega — og vil með þvi sýna varúði áætlunargerðinni. Þess- ir f jórir liðir gefa þá samtals I þjóðarbúið 18+60+90+10=178 til 190 milljarða i meðalárferði. Þó aðeins hluti þessa fjár- magns fengist inn i þjóðarbúið, Kristján Friðriksson veldur það þvl aðauðvelt verður að hækka rauntekjur hvers ein- asta islendings — auðvelt að hafa stjórn á verðbólgu, „utility system”) greiða niður erlendar skuldir o.s.frv. Ég mun vikja að einstökum þáttum þessara mála siðar hér i blaðinu. Fullgild rök má færa fyrir hverjum lið um sig . Sú rlkisstjórn, sem ekki hefur afl og vilja til að koma með þessa peninga inn i þjóðarbúið — hún á ekki rétt á sér. Þjóðin á heimtingu á raun- verulegum kjarabótum, enekki aðeins falskri krónutölufjölgun. Hún á rétt á efnahagsöryggi. Hún á rétt á fjölbreyttara starfsvali, betra og skemmti- legra þjóðlifi. Allt þetta er auð- velt að láta henni i té, ef póli- tiskur vilji er fyrir hendi. Ef þjóðarhagurer metinn meira en atkvæðabrask. Nú þegar væri hægt að mynda rikisstjórn, sem gæti innt þetta verkaf höndum — ef viljiog þor reyndist vera fyrir hendi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.