Tíminn - 29.07.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 29.07.1978, Qupperneq 6
6 Laugardagur 29. júli 1978 it'liJ'tlli'l" ERLENT YFIRLIT mtrnm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdasljóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar Siöumúla 15. Simi 85300. Kvöidsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. » ... Blaöaprent h.f. Þrjár byltingar Af hálfu andstæðinga Framsóknarflokksins hefur verið lagt sérstakt kapp á þann áróður, að Fram- sóknarflokkurinn væri orðinn staðnaður flokkur og ihaldssamur og þvi ekki nema svipur hjá sjón hjá þvi, sem áður var. Þeir, sem þessa sleggjudóma fella, láta sér vilj- andi eða óviljandi sjást yfir sögu þess áratugar ald- arinnar, sem nú er að liða. Framsóknarflokkurinn hefur á þeim áratug verið forustuflokkur þriggja byltinga, sem eiga eftir að valda þáttaskilum Fyrsta byltingin er tengd sókninni i landhelgis- baráttunni. Með landhelgissamningnum við Breta 1961 var þjóðin bundin höftum, sem gerðu henni ókleift að færa út fiskveiðilögsöguna, nema með samþykki Breta eða Alþjóðadómstólsins. Veturinn 1970-1971 hafði Framsóknarflokkurinn forustu um, að stjórnarandstöðuflokkarnir þrir gerðu með sér bandalag um að brjóta þessa hlekki af þjóðinni og færa fiskveiðilögsöguna út i 50 milur. Vinstri stjórn- in, sem var mynduð i framhaldi af þessu, hratt þessu i framkvæmd. Jafnframt hóf hún baráttu fyr- ir 200 mílna fiskveiðilandhelgi, sem núverandi rikisstjórn hefur komið fram. Það er ein mesta bylting i islenzkri sögu, að stækka fiskveiðilögsögu íslands úr 12 milum i 200 milur á tæpum áratug. Þar hefur Framsóknarflokkurinn gegnt forustuhlut- verki svo óumdeilanlegt er. önnur byltingin er tengd byggðastefnunni, sem hafin var með myndun rikisstjórnar ólafs Jó- hannessonar sumarið 1971. Á undanfarandi áratug hafði rikt stöðug afturför og hnignun i framfara- málum kaupstaða, kauptúna og sveita utan Reykja- nessvæðisins. Fólkið streymdi þaðan og trúin á framtiðina þar fór siminnkandi. Með tilkomu rikis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar var hafin þróttmikil byggðastefna, sem haldið hefur verið áfram af nú- verandi rikisstjórn fyrir tilverknað Framsóknar- manna. Fólksstraumnum hefur verið snúið við, nær hvarvetna um landið blasir við mikið athafnalif og trú á framtiðina hefur glæðzt að nýju. Höfuðborgar- svæðið hefur hagnazt á þvi að þurfa ekki að taka á móti miklum fólksflótta. Hér hefur orðið ein mesta bylting i islenzkri byggðasögu um langt skeið. Þriðja byltingin er tengd baráttunni fyrir bættum kjörum láglaunafólks. Fyrir tilverknað verkalýðssamtakanna hafa kaupsamningar á undanförnum árum færst i það horf að auka bilið milli láglaunafólks og hinna, sem betur eru settir. Ólafur Jóhannesson beitti sér fyrir þvi i vinstri stjórninni þegar gripið var til efnahagsaðgerða vorið 1974, að hinum lág- launuðu yrðu tryggðar sérstakar bætur. Hann tók svo eindregið undir kröfuna um 100 þús. króna lág- markslaun i sambandi við kjarasamningana á sið- astl. sumri, en verkalýðshreyfingin framfylgdi þeirri kröfu á þann veg, að hinir betur settu fengu enn meirihækkanir. Þvi hafa þeir samningar leitt til mikillar verðbólgu. Framsóknarmenn fengu þvi framgengt við setningu efnahagslaganna á siðastl. vetri, að hinir láglaunuðu fengu meiri verðbætur en hinir, sem betur eru settir. Þannig hefur Fram- sóknarflokkurinn beitt sér fyrir þvi, að hlutur hinna lægstlaunuðu yrði bættur miðað við aðra og á þann hátt stuðlað að betri lifskjörum þeirra og réttlátara þjóðfélagi. Fleiri og fleiri virðast nú hallast að þess- ari skoðun og þvi má orðið segja að hér sé að gerast bylting i launamálum. Umrædd dæmi sanna, að Framsóknarflokkurinn er trúr þeirri djörfu framfara og umbótastefnu, sem honum var sett i upphafi. Þ.Þ. Trudeau forsætisráöherra Kanada stendur aö þvi leyti i sömu sporum og Callaghan forsætisráöherra Bretlands, aöhann veröuraö ákveöa inn- an tiöar, hvort heldur skuli efnt til þingkosninga I haust eöa þær látnar biöa næsta vors, en i seinasta lagi þurfa þær aö veröa i jilli 1979, en þá lýkur kjörtimabilinu. Siöastliöinn vetur var þvi al- mennt spáö, aö Trudeau myndi efna til kosninga i sum- ar, en skoöanakannanir spáöu flokki hans, Frjálslynda flokknum, þá sigri. I mai breyttist þetta, en þá sýndu skoöanakannanir svipaö fylgi hans og aöalkeppinautsins, Ihaldsflokksins. Báöir fengu samkvæmt þeim um 41% at- kvæöanna. Trudeau lét sér þetta aö kenningu veröa og hætti viö aö hafa kosningar i sumar. Eftir er aö sjá, hvort hann græöir á frestuninni. 1 aprilmánuöi siöastl. var Trudeau bUinn aö vera for- sætisráöherra i samfleytt 10 ár. Þaö er lengri valdaferill en hjá nokkrum öörum nUver- andi forsætisráöherra i vest- rænu riki. Svo byltingasöm hefur stjórnmálabaráttan veriö i vestrænum lýöræöis- rikjum á þessum tima. Aþess- um tima hafa t.d. veriö fjórir forsetar i Bandarikjunum og fjórir forsætisráöherrar á Islandi. Hinn langi samfelldi valdaferill Trudeaus veröur vart talinn rekja rætur til þess, aö hann hafi veriö sér- stakur stjórnandi, en honum hefur tekizt aö halda i horfinu á flestum sviöum. Sigursæld sina i kosningum á hann sennilega mest aö þakka þvi aö öörum hefur ekki veriö treyst betur. KOSNINGAR til sambands- þingsins i' Kanada hafa lengi einkennzt af þvl, aö tveir flokkar hafa barizt um völdin, Frjálslyndi flokkurinn og Ihaldsflokkurinn. A síöari áratugum hefur Frjálslyndi flokkurinn oftast veriö sigur- sælli. Kosningasigrar hans hafa byggztá þvi, aö hann hef- ur fengiö flesta fulltnla, sem Quebec-fylki hefur sent á þing, enþar eru franskættaöir menn i yfirgnæfandi meirihluta. Frjálslyndi flokkurinn hefur þvi yfirleitt gætt þess, aö leiö- togar hans væru til skiptis úr hópi brezkra eöa franskra manna. Þannig valdi Mac Joseph Clark Kenzie King, sem var lengi forsætisráöherra, franskan mann, Louis St. Laurent, sem eftirmann sinn, en hann geröi svo Lester Pearson aö eftir- manni sinum. Pearson vildi samkvæmt reglunni fransk- ættaöan mann láta taka viö af sér og haföi einkum I huga Jean Marchand, verkalýös- leiðtoga I Quebec. Hann setti þaö skilyröi, að tveir fransk- ættaöir menn aörir yröu kjörnir á sambandsþingiö, ásamt honum, eöa þeir Gerard Pelletier (nú sendi- herra I Paris) og Pierre Trudeau, en sá siöarnefndi haföi haft litil afskipti af stjórnmálum til þess tlma. Þetta varö til þess, að Trudeau var kjörinn á þing I nóvember 1965. Einu og hálfu ári siðar eöa I april 1967 var Trudeau skipaöur dómsmála- ráöherra og réttu ári siöar tók hann viö embætti forsætisráö- herra af Pearson, sem dró sig þá i hlé. Trudeau var þannig m.a. ætlaö þaö hlutverk aö treysta tengslin milli Quebec, og Rene Levesque annarra fylkja Kanada, þar sem brezkættaöir menn eru I yfirgnæfandi meirihluta, en jafnan hefur verið nokkur skilnaöarhreyfing i Quebec. Trudeau lét þaö vera meöal fyrstu verka sinna aö bæta réttarstööu franskra manna á ýmsan hátt, m.a. meö þvi aö gera frönsku eins réttháa og ensku. Þetta styrkti aðstööu hans, þvi aö hann var aö þessu leyti talinn réttur maöur á réttum stað. En nií hefur þetta skyndilega breytzt á yfir- standandi kjörtimabili. Haustiö 1966uröuúrslit fylkis- kosninga iQuebec á þá leið, aö Frjálslyndi flokkurinn beiö mikinn ósigur, en flokkur skilnaðarmanna fékk meiri- hlutaog myndaöi stjórnfylkis- ins. Foringi hans, Rene Levesque hefur ákveöiö aö beita sér fyrir sjálfstæöi Quebec. Trudeau hefur tekiö ákveöna afstööu gegn þessu. Næstu kosningar tilkanadiska þingsins munu snUastaö veru- legu leyti um þaö, hvort Trudeau veröur áfram treyst sem þeim manni, sem sé vænlegastur til aö tryggja ein- ingu Kanada. I ÞRENNUM undanförnum kosningum hefur Robert Stan- ford verið foringi Ihalds- flokksins og helzti keppinaut- ur Trudeaus. Hann taldi ekki rétt aö halda forustunni áfram eftir aö hafa tapað þrisvar sinnum. A landsfundi flokks- ins i febrUar 1976 var nýr maöur valinn formaöur flokksins, Joseph Clark frá Alberta. Clark var áöur blaöa- maöur. Hann er enn innan viö fertugt og þótti rétt aö láta ungan mann freista gæfunnar. Clarkfór vel af staö og sýndu skoöanakannanir á árinu 1977, aö flokkur hans myndi veröa sigursæll I næstu kosningum.. Eftir siöustu áramót fór Trudeau að veita betur aftur og fór hann þá aö hyggja á kosningar, eins og áöur segir. Clark þykir ekki hafa reynzt eins vel og bUizt var viö I fyrstu og styrkir þaö sigur- vonir Trudeaus. Clark hefur' þó sýnt, aö hann vill gera sitt bezta og m.a. lært frönsku i þvi skyni. Þ.Þ. Clark er Trudeau ekká hættulegur Levesque er skæðari keppinautur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.