Tíminn - 29.07.1978, Side 11
Laugardagur 29. júli 1978
n
Friðrik Þorvaldsson:
Ofverk í okkar höndum
Samtal við lesanda
Ég les i Tlmanum 28/6 sl.
grein eftir borgfirskan bónda
um samgöngumál. Þetta var
nokkuð óvænt fyrir mig nú, en
áður fyrr voru bændur i hérað-
inu forgöngumenn á þessu sviöi.
Fyrir meir en 1/2 öld barst ég
óverðugur inn i stefnuna og
minnist enn i dag viðsýni þeirra
og skilnings á þvi, að samgöng-
ur væru lifsstraumar byggð-
anna. Nú hefir svo til borið, að
ég stend einn eftir þessara
manna. Fyrir raddir þeirra
hefði varla verið þörf lengur,
þvi forsjónin kemur nú utan frá.
Grein hins borgf. bónda, Val-
garðs á Eystra-Miðfelli, orkaöi
þvi á mig sem þytur frá annari
öld.
Vegagerð hér á landi hefir
verið harmkvælamál og brýr
eins og ill nauðsyn. Tvö dæmi
kann ég úr Borgarfirði um þann
vesaldóm, sem vegamálin hafa
verið ofurseld. Guðmundur i
Svignaskarði varaði mjög við
háttalaginu viö Gljúfurárbrú
eldri án árangurs, þvi vegayfir-
völdin gátu með sinni aðferð
fengið hana „rétt að segja alin
styttri” svo hans orð séu notuö.
Þessi stýfingarstill hefir gengið
það langt, að „rennurnar” hafa
verið hafðar of stuttar I vitlaus-
an enda, svo að vegirnir urðu
breiðari en þær og slysahættan
óx.
Hvað vilt þú,
bóndadurgur?
En hlálegasta dæmið var við
Ferjukotssikið. Er vegagerðin
var að setja mót fyrir litilfjör-
lega gátt fór Sigurður i Ferju-
koti á fund verkfræðingsins og
tjáði honum, að þarna væri van-
gert og sikisbakkarnir væru
nánast á floti. Sigurður sagði
mér einnig sjálfur frá þvi við-
móti, sem hann hlaut. Ekki voru
ónot en áferöin var þessleg:
Hvað vilt þú, bóndadurgur, vera
að skipta þér af þvi, sem þú
kannt ekki til við? Og verk-
fræðingurinn fór sinu fram og
dvaldi i Rvk. meðan steypan
storknaði. Kom svo aftur til að
láta slá utan af en þá brá honum
i brún. Mannvirki hans var
sokkið i Ferjukotsflóann og
leynist þar enn.
Þessar sannverðugu sögur
segi eg ekki til þess að slá rýrð á
menn, sem mislukkaðist sumt.
Mér gleymist þó ekki afrekin
viö Hvitárbrú og Brákarsunds-
brú þrátt fyrir þessa menn.
Síðar kynntist ég þeim og þótt
mér sé annt um minningu
þeirra þá þykir mér þó vænna
um þjóöina. Þess vegna ætla ég
aö skrifa grein um einn þátt I
framtið hennar og verð að fara
mér hægt. Aður fyrr varð ég að
gera sem allra mest á sem
skemmstum tima, en nú er mér
fyrir sett aö gera sem minnst á
sem allra lengstum tima. Samt
vona ég að seinlæti mitt smiti
þig ekki, lesari minn, og að þú
gefir þér tóm til að gá að þvi
sem nú skal sagt.
Skortur á
sjálfsþekkingu
Um Borgarfjarðarbrú hefir
margt verið rætt, en enginn hef-
ir haft hreinskilni né uppurð i
sér til að gagnrýna hyernig aö
þeirri snjöllu og sjálfsögðu
framkvæmd hefir verið staöið.
Það verður að teljast hóflaus
skortur á sjálfsþekkingu þegar
vegageröin rauk i þessa fram-
kvæmd reynslulaus. Með nokkr-
um ótuktarskap mætti likja
þessu viö, að sláturhússtjórinn i
Borgarnesi fengi botnlangakast
og hlypi inn i innvolsklefann af
þvi hann vissi þar um hnifa og
skipaöi einhverjum að gera á sé
holskurð.
En glöpin við brúna geröust
að óþörfu. Heimsfrægt brúar-
gerðafirma bauöst 1975 til aö
gera brúna fyrir ca. 700 milj. kr.
og aöalforstjóri þess kom hing-
að sjálfur. Þessi.upphæð var aö
visu nokkuð há miðað viö þaö ,
að Skánska Cementgjuteriet
hafði þá nýlokið við brú fyrir 345
milj. kr. á km. Nú eru nefndar
4000 milj. kr. I brúna.
Þessi forstjóri, mr. Dixon, var
á leið til Danmerkur til aö bjóða
i Vejlebrúna, sem Danir ákváðu
að gera sjálfir. Þeim gengur þó
ekki vel að halda áætlun, en
hvaö er það hjá ósköpunum
hér?
Borgarf jarðarbrúin varð
athafnalegt og fjárhagslegt of-
verk i okkar höndum. Og sporin
hræða. Það er þvi ekki árenni-
legt aö mæla á ný fyrir Hval-
fjarðarbrú með þessa fælu á
næsta leiti. En þess má geta, að
Skánska Cementgjuteriet er nú
orðinn verktaki hérlendis á öðru
sviði, en afrek þeirra við brúar-
smiðar eru þar fyrir utan. Þá er
vitað um sérfræðilega afreks-
menn I ýmsum löndum, svo út-
boð á alþjóðlegum vettvangi er
sjálfsagt, lika vegna þess, aö
nokkur samdráttur er sagöur
vera hjá hinum stóru félögum
vegna vaxandi hæfni heima fyr-
ir. En enn sem komið er erum
viö allir „börn hjá Boga.”
Auövelt að lesa
sneypuna
Það er kunnugt, að Hval-
fjarðarbrú er hornreka. Hin
makalausa Hvalfjarðarskýrsla
1972 sýndi þaö, m.a. meö þvi aö
dikta upp breidd fjarðarins og
kostnaö. Hún sýndi áfangaskip-
an I sex röðunum um hraöbraut
fyrir Hvalfjörð, og var 1. 2. og 3.
röðun tvist og bast inni I
fjarðarbotni. Svo kom 4. röðun
frá Saurbæ (nyrðri) um
Akranesvegamót á Vestur-
landsveg, en hin 6. og siðasta
kom loks milli vegamótanna og
Akranesskaupstaðar.
Þar sem hér var um margra
ára framkvæmd að ræöa er auð-
velt að lesa sneypuna út úr þvi
aö láta þéttbýlið sitja á hakan-
Brúin yfir Borgarfjörð.
Friðrik Þorvaldsson.
um en drita niður hraðbrautar-
bútum inn til fjalla, þar sem lina
varð sprettinn strax ella fara
sér að voöa. En þaö var þó fyrir-
hyggja I þvi að gera leiðinleg-
ustu vegarkaflana sem tilkippi-
legasta og láta fjárausturinn
þangað réttlæta seinni yfirsjón-
ir.
í óþökk valdsins var það einn-
ig óárennilegt 1972 að gera til-
lögu um brúna. Þá, áður og siö-
ar hreyfði ég skýrum rökum,
sem ekki skulu endurtekin. En
til viðbótar er þess að geta, aö
hún hefði sparaö 260-300 milj.
kr. i raflögninni til Grundar-
tanga að dómi glöggra manna
og fargjöld Akran/Rvk. væru nú
ca. 600,00 kr. i stað 1500,00 nú.
Bilar fengju svo sinn sparnaö.
Fjölfætlu verðbólgunnar berast
viða lappir að.
Eftir fá ár ber nýjan vanda aö
höndum. Akraborgin verður þá
ónýt eftir að hafa reytt af rikis-
sjóði og vegfarendum hátt upp í
brúarverð. Og hvað tekur þá
við? Vegayfirvöldin dorma enn
við sitt Gljúfurársjónarmið.
Akurnesingar þurfa þvi aö fá
nýja fleytu, sem fljótlega gleyp-
ir annað brúarverð og svo koll
af kolli á nokkurra ára fresti,
ekki aðeins i styrkjum og hrörn-
andi höfuðstól heldur áfram I of-
háum farareyri. En eins og þú
veist lesandi góður, endast brýr
i aldir.
Það hlýtur að vera nokkuö
tómlegt fyrir tuttugustu öldina
að hossa sumum mönnum.
Friðrik Þorvaldsson
I sjónvarpsleysinu
Ég hlakka alltaf til júli-
mánaðar ár hvert. Þaö er ekki
vegna þess að mér finnist svo
gaman að „slættinum”, heldur
eru oft góðar myndir á spól-
unum i kvikmyndahúsum
borgarinnar I júli.
1 júli fer allt starfsfólk sjón-
varpsins i sitt árlega og um-
deilda sumarfri. 1 júli er þvi lltið
kvartað og kveinað yfir vondri
sjónvarpsdagskrá. Alla hina
mánuðina er nóg um slikar
kvartanir.
En enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. 1 júli getur
stór hópur sjónvarpsáhorfenda
ekki á heilum sér tekið vegna
sjónvarpsleysisins.
Til að lægja sjónvarpsþorst-
ann leitar þessi ógæfusami hóp-
ur á náðir kvikmyndahúsanna.
Auðvitað er árangursrikast aö
fara þangað sem góðar myndir
eru á spólunum.
Það er þvi mjög eölilegt að
kvikmyndahúsin reyni að hafa
sem allra girnilegastar myndir
til sýningar i sjónvarpsleysinu.
Þaö er fátt eðlilegra en að þau
vilji hremma bráðina.
En svo bregðast....
1 Reykjavik eru starfandi 9
kvikmyndahús. Til samans hafa
þau yfir að ráða 12 sýningarsöl-
um. í flestum sölunum hafa
veriö sýndar fleiri en ein mynd
núna I sjónvarpsleysinu. Aðeins
tvær þeirra, Litli Risinn og
Casanova Fellinis, risa upp úr
Dustin Hoffman fer með aðal-
hlutverkið f Litia Risanum. Sú
mynd stendur upp úr i sjón-
varpsleysinu þó hún sé endur-
sýnd.
sem nær örlitið út fyrir sjón-
varpsglápið til að hafa gaman
af henni. Sú stofnun sem á
hægast með — og ber raunar
skylda til — að þroska kvik-
myndaskyn almennings er verri
en ekki neitt. Hér á ég auðvitaö
við sjónvarpið.
Eins og sjónvarpsdagskráin
er byggð upp hérlendis stuðlar
sjónvarpið beinlinis að þvi að
McCloud: .41- Kojak: alvei
veg eins og ems 0g mc
Kojak og Ser- Cloud og Ser
pico. pico.
tilbreytingarlausri meðal-
mennskunni.
Þetta er óhugnanlega lágt
hlutfall. Ekki sist ef tillit er
tekið til þess aö önnur þessara
mynda, Litli Risinn, er endur-
sýnd.
En Litli Risinn stendur lika
alltaf vel fyrir sinu. Og þess er
ekki langtað biða aö Litli Risinn
verði mest sóttamyndhérlendis.
Litli Risinn er ein af þeim fáu
1. flokks myndum sem allir eiga
að geta haft jafn gaman af: Og
það er alltaf gaman að rifja
hana upp með nokkurra
mánaða millibili.
Casanova Fellinis höföar til
mun þrengri hóps. Ahorfendur
þurfa aö hafa kvikmyndaskyn
Jens Kr. Guðmundsson
sljóvga kvikmyndaskyn sjón-
varpsáhorfandans.
I /
I • *
Þær kvikmyndir og þeir
myndaflokkar sem setja svip
sinn á dagskrá sjónvarpsins
ööru fremur eru eins og geröir
fyrir hálfvita, sem geta ekkert
hugsað út fyrir ákveðiö velþekkt
stef. Olí upp'byggingin og sögu-
þráðurinn verða að vera eins og
eitthvað- sem áhorfandinn
þekkir. Það er ýtt undir þaö sem
áhorfandinn veit þegar. Anægja
áhorfandans á ekki að liggja i
spennu, heldur i að bera kennsl
á það kunna.
og sanngjarna, borgaraíega
lýðræðisþjóðfélagið viö vonda
kallinn. Allt endar sem sagt
voða vel.
Til að lifga upp á söguþráðinn
og undirstrika meö hverjum
áhorfandinn á aö halda lendir
góði og gáfaði lögregluþjónninn
alltaf i pinulitlum árekstrum viö
yfirmann sinn, sem er Ihalds-
samur metorðapúki. Til að
veikara kynið viti alveg örugg-
lega með hverjum þaö á að
standa er eitt stykki af þeirri
tegundinni látið verða skotið I
góða og gáfaða lögregluþjónin-
um i hverri mynd.
Sem dæmi um þetta þriðja
flokks efni getum við tekið
myndaflokkana um lögreglu-
þjónana Serpico, McCloud,
Kojak o.fl. 1 raun er þetta allt
einn og sami myndaflokkurinn.
Nöfnin eru bara önnur.
Myndirnar i þessum flokkum
eru lika i raun ein og sama
myndin. Söguþráðurinn er alltaf
eins: Aðalsöguhetjan er góði og
gáfaði lögregluþjónninn. Hann á
i höggi við vonda kallinn. Til að
byrja meö virðist vondi kallinn
ætla að komast upp með aö
brjóta lög og reglur án þess að
nokkuð verði við þvi gert. En
undir lokin tekst góða og gáfaða
lögregluþjóninum að losa góöa
Þegar áhorfendur eru búnir
að horfa á nokkra tugi — svo
ekki sé nú minnst á nokkur
hundruð — mynda af þessari
tegundinni i sjónvarpinu eru
þeir orðnir heilaþvegnir. Þeir
kunna ekki eða geta horft á
myndir sem eru svolitiö ööru-
visi, eins og t.d. Casanova Fell-
inis. Það er þvi eölileg þróun að
kvikmyndahúsin reyni i sjón-
varpsleysinu að bjóða upp á
þriðja flokks myndir svipaöar
þeim sem sjónvarpsáhorfendur
eru alditjapp á.
Ja, þetta er það sem fólkið
vill.
—énz