Tíminn - 29.07.1978, Page 13
Laugardagur 29. júli 1978
13
Fanny Ingvarsdóttir blaðamaður
Þegar rólegheitin
verða eins og
hvert annað
kjaftshögg
Þeir sýndu mikiö hugrekki
Helgi Pétursson og Asgeir
Tómasson s.l. laugardags-
kvöld, þegar þeir sendu út á
öldum 1 jósvakans ljúf bandarisk
og islenzk lög frá siöasta ára-
tugnum.
Þarna ætluöust þeir til, aö
fólk, sem er á sprettinum allan
daginn settist niöur i heilar 45
mlnútur og slappaöi af viö góöa
gelgjuskeiösmúsik. Þetta var
hugrekki svona á timum ræfla-
rokks og „hard-porno”, þvi aö
þessi lög svoru svo róleg og
falleg, aö þau jööruöu viö aö
vera væmin. Sennilega flytur
útvarpið af og til rólegt efni, en
þetta er i fyrsta sinn, sem róleg-
heit i útvarpi hafa gefið mér
kjaftshögg.
Nafnið á þessum tónlistar-
þætti „Kvöldljóð” er allvillandi,
eins og fyrri daginn en ber hug-
rekkinu vitni. Hefur Pétur
Gunnarsson rithöfundur ekki
einmitt sagt eitthvað á þá leið,
að fólk nú á dögum sé svo hrætt
Skrifað undir
áhrifum frá útvarps-
þættinum „Kvöldljóð”
og sýningu Peters
Schmidt I Gallerí
Suðurgötu 7
við ljóö, aö það sé eiginlega
synd að vera nokkuö að auglýsa
þau i dagskránni. Að tilkynna
þau fyrirfram þýöi ekki annaö
en: Hætta framundan. Foröi sér
hver sem vill.
Og það gera menn gjarnan
áður en kvöldljóðin hefjast.
Skiptir ekki máli þótt þau séu
sungin. — En svo var bara
amerisk rómantik þarna á ferð-
inni.
Ég tók einnig eftir mér til
undrunar, að Helgi talaði í
kynningu sinni um gullfallegt
lag meö Gibbsbræörum.
Vatnslitamyndir eftir Peter
Schmidt.
Þetta lýsingarorö gullfall-
egur, héltég aö væri Ur sögunni.
Hér áður fyrr var það nefnilega
vinsælt atriöi i grinþáttum aö
láta miöaldra skáldkonur okkar
lesaeiginljóöogbyrjuöuþær þá
undantekningalaust: „Og nú
ætla ég aö lesa gullfallegt ljóö
eftir sjálfa mig.”
Eftir þaö þoröu fáir aö leggja
sér þetta lýsingarorö til munns.
Og svo kemur stóra spurning-
in: Var i rauninnihægt aö ætlast
til þess, aö viö stressvikingar,
og aðrir settumst niöur viö tæk-
in okkar f heilar 45 minútur og
slöppuöum af? Gat þetta ekki
orðið pirrandi?
Spurningunni getur hver
svarað fyrir sig, en eitt er vist.
Afslöppunaralda er að hefjast
og þetta hafa þeir Ásgeir og
Helgi vel skiliö. Sérstaklega
verður þessa varti myndlist og i
tónlist. Listamenn, þessar af-
ætur þjóðfélagsins, sem vinna
tvöfaldan vinnudag, ganga á
undan eins og þeir hafa ætiö
gert. I staö þess aö láta hrifast
með hraða samtimans eins og
Erró, stiga þeir margir hverjir
nokkur skref til baka hægt og
sigandi og leita að langþráöum
friði, sem er lifi okkar beinlínis
andstætt.
Nærtækast er að benda á
Peter Schmidt, sem nú sýnir i
Galleri Suöurgötu 7. Frá
myndum hansstafarró, sem við
þekkjum vartlengur úrdaglegu
lifi. Og þegar maður skoöar
sýninguna, berst til eyrna af
segulbandi þýö tónlist eftir fyrr-
verandi Roxy Music mann,
Brian Eno.
Vinirnir Brian og Peter hafa
tekið að sér óbemt það verkefni,
aö fá mannskepnuna til aö
hægja á sér. Vélmenningin gerir
það aö verkum að við erum aö
meira eöa minna leyti stressuö
og dckiá tæknineftir að standa i
stað. Við eigum enn eftir að
upplifa stórkostlegar breyt-
ingar á lifsháttum i fyrirsjáan-
legri framtið, — þ.e.a.s. verði
kjarnorkubomban ekki þeim
mun fýrr á ferðinni.
Ég hef nú ekkert hugsað út i
það, hvernig blööin geta fært
okkur nær upprunanum og ró-
seminni, —nema ef veraskyldu
laufblöðin, en ég sé i hendi
minni, aö útvarpiö er kjörinn
vettvangur.
Auglýsing frá
Austurleið h/f —
Fjallabaksleið
nyrðri
Ferðafólk athugið
Fram til 16. ágúst bjóöum viöuppá algjöra nýjung á áætl-
unarleiðókkar.
Fariö veröur Fjallabaksleiö nyöri, alla mánudaga kl.
09:00 aö morgni.
Ékiö veröur um Landsveit — Sigöldu — Landmannalaug-
ar —Eldgjá aö Kirkjubæjarklaustri og sömu leiö til baka
á þriöjudögum frá Klaustri kl. 09:00. Ath. Farþegar geta
notaö þessar feröir I Landmannalaugar eöa Eldgjá og
beöiö næstu feröar. A Kirkjubæjarklaustri er svo hægt aö
nota áætlunarbflinn, hvort sem er til Hornafjaröar og
Egilstaöa eöa til Reykjavikur.
Farþegar veröa sjálfir aö taka meö sér nesti nema annars
sé óskaö.
Pantið timanlega
Upplýsingar á Bifreiöastöö tslands.
Austurleið h.f.
Kennarar —
Kennarar
Við grunnskólann á Akranesi vantar fjóra
kennara, þar af einn til að kenna liffræði
og eðlisfræði við efstu bekki grunnskólans
og einn til sérkennslu.
Skólanefnd Akraneskaupstaðar.
RÍKISSPiTALARNIR
lausar stöður
Landspitalinn
FóSTRUR óskast nú þegar til starfa við
Landspitalann.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra sem
einnig veitir nánari upplýsingar i sima
29000 (220)
Reykjavik, 30.7.1978
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000
Kennarar
Kennara vantar að Grunnskólanum Hall-
ormstað. Upplýsingar hjá skólastjóra, um
simstöðina Hallormstað.
Fjármálaráðuneytið
Skrifstofustarf
p Launadeild fjármálaráðuneytisins óskar
að ráða starfsmann til léttra skrifstofu-
starfa strax.
m Nánari upplýsingar veittar á staðnum eða |j|
P i síma 25000.