Tíminn - 29.07.1978, Side 15
Laugardagur 29. júli 1978
15
„RAUTT LJÖS”
K.S.Í. SETUR
OOOOOOOi
AARNOR,
Arnór Guðjohnsen, knattspyrnumaðurinn ungi hjá
Vikingi, hefur skrifað undir samning við belgiska 1.
deildarfélagið Lokeren. Eiður Guðjohnsen, faðir
hans, sem hyggst fiytjast utan með fjölskyldu sina,
fór til Belgiu i gær. Það er nú ljóst, að Eiður hefur
farið fýluferð, þvi að samningur sá, sem hann hafði
meðferðis, er ekki löglegur, þar sem hvorki Vik-
ingar eða K.S.í. hefur samþykkt félagaskiptin, en
það þarf samþykki þessara aðila til að samningur-
inn verði gildur.
Timinn hafði samband við Ell-
ert B. Schram, formann K.S.I. og
spurðum hann hvort stjórn K.S.l.
hafi fengið að vita um félaga-
skipti Arnórs. — Nei, við höfum
engar upplýsingar fengið, nema
þær sem við höfum lesið I blöðun-
um, sagði Ellert.
Ellert sagði að þetta væri ekki
eina tilfellið, þar sem vitað væri
að einnig standa yfir aðrar samn-
ingaviðræður milli islenskra
knattspyrnumanna og erlendra
félagsliða. — Það er ekki fullkom-
lega ljóst, hvort erlendu félögin
hafa frumkvæðið i þeim samn-
ingaviðræðum, eða þá leikmenn-
irnir sjálfir sem standa i þeim,
sagði Ellert.
Þá sagði Ellert, að félagaskipti
gætu ekki verið lögleg, nema að
félögin hér heima samþykktu fél-
agaskiptin. Þá þyrfti K.S.I. einnig
að leggja blessun sina á félaga-
skiptin, en þau ganga i gegnum
sambandið, sagði Ellert.
,,Rautt ljós”
— Það hefur verið mikil
óánægja hjá islenskum félögum
að undanförnu yfir þvi að Utsend-
arar erlendra liða hafa komiö
hingað á miðju keppnistimabili,
til að fá leikmenn til liðs við sig.
Vegna þessara miklu óánægju,
hefur stjórn K.S.Í. ákveðið að
samþykkja ekki félagaskipti is-
lenskra knattspyrnumanna til er-
lendra liða nú þegar knattspyrnu-
timabilið á íslandi stendur sem
hæst, sagði Ellert.
Sem sagt, stjórn K.S.I. hefur
sett „rautt ljós” á félagaskipti is-
lenskra knattspyrnumanna — til
erlendra félagsliða út keppnis-
timabilið.
Við munum gera allt, til
að fá Ásgeir lausan
— Hvað viltu segja um þá frétt,
að Ásgeir Sigurvinsson eeti ekki
— og aöra
íslenska
knattspyrnumenn,
sem hafa hug á að
fara til erlendra
knattspyrauliða
á miðju
keppnistímabili
Faðir Arnórs fór
með ólöglegan
samning til
Belgiu í gær,
sem ekki var
samþykktur af
Vlkingi eða K.S.Í.
leikiö nema einn landsleik með
tslandi nú I sumar?
— Það kemur mér óneitanlega
á óvart, þvi að ég var búinn að
tala um það við Asgeir i sumar,
þegar hann var að skrifa undir
nýjan samning við Standard
Liege, að láta það fylgja með i
samningnum, að hann fengi sig
lausan frá félaginu til að leika
með islenska landsliðinu i HM-
keppni og Evrópukeppni lands-
liða.
Ellert sagði að aðrar Evrópu-,
þjóðir samþykktu ekki félaga-
Framhald á 19. siðu.
Fallbaráttan er orðin spennandi
— mjög þýðingarmiklir leikir í 1. deildar-
keppninni i knattspyrau um helgina
Fallbaráttan i 1. deildarkeppn-
inni I knattspyrnu er nú oröin tvi-
sýnniog skemmtilegri en barátt-
an um tslandsmeistaratitilinn.
Breiðablik, sem hefur aðeins hlot-
ið 3 stig úr 12 leikjum — hefur
skorað 9 mörk gegn 31, mæta Vik-
ingum. Blikarnir verða að vinna
sigur yfir Vlkingum, ef þeir ætla
að gera sér vonir með að halda
sér i 1. deild — ef þeir halda rétt á
spiiunum, þá ættu þeir að geta
náð að sigra Vlkinga, sem hafa
ekki leikið vel að undanförnu.
Tvö lið,sem‘eru einnig i alvar-
legri fallbaráttu — Þróttur og
Keflavik — leiða saman hesta
sina á Laugardalsvellinum og er
Valsdagurinn
— að Hlíðarenda á morgun
Hinn árlegi Valsdagur verður
haidinn á tþróttasvæðinu að
Hliðarenda n.k. sunnudag
(30.07. 78) og hefst kl. 14.00J)ag-
skráin hefst með ávarpi for-
manns Vals Bergs Guðnasonar.
Að þvi ioknu hefst keppni I hin-
um ýmsu greinum sem félagiö
hefur á dagskrá sinni. Þar má
nefna m.a. leik I m.fl. karla i
körfuknattleik þar sem risarnir
úr KR munu mæta hinu unga og
efnilega liði VALS.Verður ef-
laust um mikla baráttu að ræða
ef að llkum lætur.
1 handknattleik munu leiða
samanhesta sina Valur og KR i
II. fl. kvenna og I III. fl. karla
munu Valsstrákarnir mæta
FRAM
Yngri flokkar VALS i knatt-
spyrnu munu fá heimsókn frá
félögunum úr Breiðholti og Ar-
bæ og eru foreldrar þessara
drengja hvattir til að koma og
horfa á stráka leika knatt-
spyrnu þar sem leikgleðin og
samvinnan sitja í fyrirrúmi.
1 Iþróttahúsinuað lóknum leik
Vals og KR í körfuknattleik fer
fram keppni i badminton milli
Vals og TBR.
Dagsskránni llkur svo með
leik i ÚRVALSDEILDINNI i
knattspyrnu þar munu leiða
saman hesta sina gömlu
kempurnar úr Breiðabliki og
VAL sem nú hafa tekið fram
skóna aftur eftir mislanga
hvild.
Að venju munu Valskonurnar
sjá um kaffisölu og eru iþrótta-
unnendur i Reykjavik hvattir til
að mæta á þessa vinsælu fjöl-
skylduhátið Vals að Hliðarenda.
sá leikur afar þýðingarmikill fyr-
ir bæði liöin.
Akureyrarliöið KA, sem er
einnig i fallhættu, fær Fram i
heimsóknog má búast við að leik-
menn KA berjist til siðasta
manns — ákveðnir að láta ekki
söguna frá sl. helgi, þegar Skaga-
menn „rassskelltu” þá á Akur-
eyri — 5:0, endurtaka sig.
FH-ingar, sem eru einnig i fall-
hættu, fá ekki skemmtilegt verk-
efni I dag, en þá leggja þeir land
undir fót og. leika á Akranesi —
gegn tslandsmeisturunum, sem
unnu stórsigur (7:1) yfir þeim á
Kap la kr ika ve 11 inu m.
Valsmenn, sem hafa veriö
óstöövandi að undanförnu — hafa
unnið alla sina leiki 12 að tölu i 1.
deildarkeppninni, leika sinn
þriðja leik á stuttum tima gegn
Eyjamönnum og fer sá leikur
fram á Laugardalsvellinum
Staðan
Staðan er nú þessi I 1.
keppninni:
Valur........12 12 0 0
Akranes.....12 10 1 1
Fram.........12 7 1 4
Vestm.ey .... 11 5 2 4
Vikingur....12 5 1 6
Þróttur......12 2 5 5
FH.......... 12 2 4 6
KA...........12 2 4 6
Keflavik....11 2 3 6
Breiöablik ...12 1 1 10
deildar-
34:5 24
36:10 21
16:13 15
16:15 12
19:22 11
15:18
17:25
9:25
11:18
9:31
ARNÓR GUÐJOHNSEN...hinn 16 ára Víkingur, veröur að
biða til vors, eftir þvl að K.S.t. leggi blessun slna á
félagsskipti hans til Lokeren.
(Tímamynd Tryggvi)
Æðstu menn
UEFA eru
væntanlegir
til ísiands
— Við eigum von á góðum gest-
um um Verslunarmannahelg-
ina, en þá koma hingað til
landsins ttalinn dr. Artemio
Franchi, sem er forseti UEFA
og framk væ mdast jórinn
Bangerter, sagöi Eliert B.
Schram, formaöur K.S.t. I
stuttu spjalli við Timann I gær.
— Við munum kynna þeim að-
stæðurokkar hér og ræðaviðþá
um vandamál okkar. Ég vona ,
aö þetta verði mjög gagnlegar
viðræður, sagöi Ellert.
Þess má geta, að þessir tveir
menn eru valdamestu menn i
knattspyrnunni i Evrópu, og er
dr. Franchi sterklega oröaöur
sem næsti forseti FIFA — Al-
þjóða-knattspyrnusambands-
ins.
DR. ARTEMIO FRANCHI-.forseti UEFA — Knattspyrnusam-
bands Evrópu.