Tíminn - 18.08.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.08.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. ágiist 1978 11 Ingvar Gíslason alþingismaður: Launþegahreyfingin á ekki að vera yfirbjóðandi Alþingis og ríkisstjórnar Ég minnist þess aö á sam- eiginlegum frambo&sfundum flokkanna i Noröurlandskjör- dæmi eystra sl. vor endurtók einn frambjóöenda, Þorsteinn Jónatansson frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, fund eftir fund þá setningu, aö ..Alþýöubandalagsmenn litu á það sem sjálfsagöan hlut aö reka launþegahreyfinguna sem deild i Alþýöubandalaginu” Þorsteinn Jónatansson er vel dómbær um þetta mál, þvi aö hann á aö baki langt starf hjá verkalýðshreyfingunni á Akur- eyri og var lengi einn af öflug- ustu málsvörum Sósialista- flokksins og Alþýöubandalags- ins, fyrst og fremst sem ritstjóri Verkamannsins, meðan það blað var og hét. Óháð samtök Reyndar féllu þessi orö Þor- steins upphaflega i sambandi við gagnrýni frá mér á hinni pólitisku misnotkun valdaaö- stööu, sem Alþýðubandalags- menn hafa lengi haft i frammi i launþegahreyfingunni. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, að fjölmargir áhrifamiklir Alþýðubandalagsmenn eru I trúnaðarstöðum i launþega- hreyfingunni og eru án efa I flestum tilfellum vel að þeim komnir. En þessir ágætu menn verða að muna þaö, aö laun- þegahreyfingin er óháö stjórnmálaflokkum. Hún er sannarlega ekki „deild 1 Alþýöubandalaginu” og hún á alls ekki aö tengjast þeim flokki frekar en hverjum öörum stjórnmálaflokki i landinu. Þaö er alger bábilja aö halda þvi fram aö Alþýöubandalagiö sé eitt um aö viðunkenna þjóðfélagslegt mikilvægi laun- þegahreyfingarinnar. Þaö gera allir stjórnmálaflokkar, sem hér starfa. Það er löngu liöin tiö að flokkar eða einstakir stjórnmálamenn ellegar hags- munahópar berjist „gegn” launþegahreyfingunni og rétti hennar. Félagafrelsi er i heiöri haft á Islandi, og þess nýtur launþegahreyfingin eins og henni ber. Getur engum bland- ast hugur um aö fá eöa engin al- mannasamtök eru fjölmennari og atkvæðameiri i þjóölifinu en launþegahreyfingin. Þegar alls er gætt og sagan er rakin hlut- lægt, þá mun torvelt að sanna aö einhver einn stjórnmálaflokkur eigi öðrum fremur þátt i eflingu launþegahreyfingarinnar, hvaö þá rétt til þess að eigna sér þar öll yfirráð eins og nú er komið. Aðstæður og almenn viðhorf nútimans fordæma slika fyrnsku I pólitiskri hugsun. Ábyrg valdastofnun Launþegahreyfingin er aö sjálfsögöu baráttutæki launa- manna, hagsmunasamtök þeirra, sem vinna hjá öörum og þiggja laun fyrir. A frumstigi sinu og við frumstætt lýöræðis- skipulag var verkalýöshreyf- ingin eðlilega i andstööu viö rikjandi valdaöfl i þjóðfélaginu. Varð hún að berjast með ýmsu móti fyrir tilverurétti sinum og viðurkenningu. Allt er þetta al- kunn saga. Þeir merku menn, sem ruddu verkalýöshreyfing- unni braut meðan við eitthvað var að berjast, eiga aðdáun skilda sem miklir baráttumenn fyrir mannréttindum og jöfnuði i þjóðfélaginu. En margt er nú breytt siöan frumherjarnir stóðu i eld: linunni. Allt þjóðfélagið hefur breytst og þá ekki sist aöstaða verkalýöshreyfingarinnar og staöa hennar i þjóðfélaginu. Hún er ekki lengur aðeins sam- tök fátækra og réttsmárra dag- launamanna og sjómanna, sem lifðu i frumstæðu samfélagi á mörkum nýs og gamals tima i þjóðarsögunni. Það er liöin tið, sem enginn saknar. Eins og nú er komið er launþegahreyfingin ábyrg og viðurkennd valda- stofnun i þjóðfélaginu, hluti af lýðræðiskerfinu. Hún á sér af- markaðan reit innan þessa kerf- is við hliðina á öðrum lýðræðis- legum valdastofnunum. Sem valdastofnun hefur verkalýðs- hreyfingin mikil lagaréttindi og ræöur yfir eigin valdbeitingar- tækjum, þ.e. verkföllum, sem alls ekki er vandalaust aö fara með i lýöræðis- og þingræðis- landi Pólitísk misbeiting Sú freisting er fyrir hendi að beita slikum valdbeitingartækj- um „pólitiskt”, og þá á ég við aö þeim sé beitt gegn lögum og lög- Íegum stjórnvaldsákvörðunum i þvi skyni að knýja fram ástand, sem torveldar nauðsynlega stjórn landsmála ellegar neyöir rikisstjórn til undanhalds eða uppgjafar i þeim efnum. Eitthvaö af þessu eða allt i senn hefur gerst æ ofan i æ hér I landi siðustu ár. Verkfallsvopninu er beitt pólitiskt I einni eða annarri mynd. A þessu ári hefur t.d. átt sér staö stöövun útflutnings á afurðum landsmanna. Þetta „útflutningsbann”, sem svo er kallað, er augljóslega pólitisk aðgérö, liöur i valdabaráttu vissra pólitiskra afla, fyrst og fremst Alþýðubandalagsins. „tJtflutningsbanniö” var hugs- að sem aöferð til þess aö magna pólitiska spennu i landinu, tor- velda rikisvaldinu stjórn efna- hagsmála og auka sigurhorfur Alþýöubandalagsins i bæjar- stjórnar- og alþingiskosningum. Hér er að sjálfsögðu um mis- beitingu verkfallsvopnsins að ræöa. Slik vinnubrögð eru fáheyrð i nágrannalöndum okk- ar, t.a.m. á Norðurlöndum. Þar er verkalýðshreyfingin ábyrg gerða sinna og tekur sér ekki meira vald en samrýmist lögum og stjórnarskrá. Launþega- hreyfingin á ekki að vera yfir- bjóðandi Alþingis og rikis- stjórnar. Hitt er annað mál að launþegahreyfingin á fullan rétt á þvi að krefjast samráða um efnahagsráðstafanir. En hún hefur engan rétt til þess aö heimta það aö hún hafi úrslita- valdiþeim málum. Það vald er I höndum Alþingis og rikis- stjórnar. Þetta ætti reyndar að vera öllum ljóst. Rikisvaldið er æösta vald i landinu og það sæk- ir rétt sinn til stjórnarskrárinn- ar. Meginhlutverk stjórnar- skrár er einmitt það að ákveöa valdahlutföll i þjóðfélaginu. Sá, sem ekki viröir þá útdeilingu valds, sem stjórnarskráin ákveður, er yfirtroðslumaður laga og réttar, og er þá vægt til oröa tekið. Sumartónleikum i Skálholts- kirkju lauk um siðustu helgi (12. og 13. ágúst) með þvi, að Sigurður I. Snorrason, öskar Ingólfsson og Hafsteinn Guðmundsson fluttu þrjú divertimenti (K 229) fyrir tvær klarinettur og fagott eftir Mozart. ( 1756- 179 1 ) . „Divertimento” þýðir skemmtimúsik — þetta er litrik hljómskálatónlist, sem að sögn tekursig afar vel út undir beru lofti. En Skálholtskirkja hentar þessum verkum illa, vegna þess hve mikið glymur þar, enda er alveg óvenjulegur híjómburður i þvi húsi, að loknum tónleikun um sagði staðarráðsmaður Skálholts, Sveinbjörn Finnsson, fáein orð, þar sem hann flutti þvi listafólki þakkir, sem að tónleikum undangenginna vikna hafði staðið, og svo mikið var bergmálið, að viðstaddir geröu ekki betur en að greina orðaskil. En allt um það voru þetta ánægjulegir hljómleikar, þvi blásaratónlist Mózarts er skemmtileg áheyrnar og tón- Mozart í Skálholti tónlist Skáiholtsstaður listarmennirnir hinir prýðileg- ustu. Þeir Sigurður og óskar (sem mun vera i framhalds- námi I klarinettuleik erlendis) skiptust á að spila 1. klarinett, þvi að klarinettistar eru allra manna iýöræðislegastir i seinni tið. Þeir félagar þyrftu endilega aö flytja þetta aftur á einhverj- um góðum staö hér syðra, þar sem aðstæður eru betri fyrir svona litrika tónlist, og fleiri geta notið. Tónleikarnir i Skálholti hafa verið allvel sóttir, einkum á sunnudögum. 1 sumar hafa ver- iö flutt 4 „prógrömm” á 10 tón- leikum, en auk þess hefur lista- fólkið haft aukatónleika i miðri viku fyrir gesti og gangandi á hinum sögufræga stað. Upphafsmaður og aflvaki þess- arar ánægjulegu listahátíöar i Skálholti er Helga Ingólfsdóttir semballeikari; staðarráðsmaö- ur flutti henni sérstakar þakkir og kveðjur frá biskupi, og undir það tökum vér. 17.8Sigurður Steinþórsson Sameinuðu þjóðirnar: 150-ugasta aðildarríkið Reuter/Sameinuðu þjóðirnar — eyjar eru fyrrum bresk nýlenda öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og siðan sambandsriki. Eyjarnar féllst i gær á umsókn Solomon- eru i Kyrrahafi og ibúafjöldinn eyja um aðild að Sameinuðu þjóö- er innan við 200 þúsund manns. unura, og er þetta nýsjálfstæða Sjálfstæði fengu eyjarnar hinn 7. riki 150. aðiidarrikiö. Solomon- júli siðastliðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.