Tíminn - 18.08.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 18. ágúst 1978 Íítgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og- auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Nú skal reynt Þegar vinstriviðræðurnar undir forystu Benedikts Gröndals slitnuðu hvatti Timinn ein- dregið til þess i forystugrein að aftur yrði i alvöru reynt að ná samkomulagi sömu flokka um rikis- stjórn. Nú hefur Lúðvik Jósepsson lýst yfir þvi að hann vilji beita sér fyrir þvi að þessar viðræður hefjist að nýju, Eindregið ber að fagna þeirri ákvörðun og vona að þar fylgi hugur máli. Erfiðleikar „sigurflokkanna” eru orðnir auð- sæir hverjum manni. Alþýðuflokkurinn hleypur að tilefnislitlu út af hverjum viðræðufundinum af öðrum, að þvi er virðist i þvi skyni að halda sam- stöðunni svona nokkurn veginn i eigin röðum. Nú siðast var einbeitni flokksins ekki meiri en svo að frýjunarorð Guðmundar J. Guðmundssonar réðu úrslitum um ákvörðun flokksins. Siðustu viðbrögð Alþýðubandalagsins bera þvi greinilegt vitni að forysta flokksins hefur skilið að hún stóð uppi afhjúpuð eftir slit fyrri viðræðna um vinstristjórn. Forystumenn Alþýðubanda- lagsins i verkalýðshreyfingunni notuðu þetta tækifæri til þess að veita þingleiðtogunum nokkra ráðningu. Það hefur komið fram i fréttum, að Fram- sóknarmenn fagna þvi að viðræður hefjast af nýju um vinstra samstarf. Forsendur þess að slikar viðræður hef jist hljóta að vera þær að fyrri ágreiningsefni Alþýðuflokks og Alþýðubandalags séu nú úr sögunni, en fyrir hendi sé raunveru- legur samkomulagsgrundvöllur. Málaleitan af hálfu Lúðviks Jósepssonar til Framsóknarmanna um að þeir takiað nýjuþátt i viðræðum þessara sömu flokka hlýtur að fela það beinlinis i sér að ný staða sé komin upp i málinu. Ef Alþýðubandalagsmenn og Alþýðuflokksmenn hyggjast nota þetta tækifæri til þess eins að halda áfram að rifast, þá munu aðrir að likindum telja sér hentara að halda sig fjær. Ef nú fylgir raunverulega hugur máli af hálfu beggja „sigurflokkanna” þá er það eitt út af fyrir sig verulegur áfangi á leiðinni til stjórnarmynd- unar. Ef þeir eru reiðubúnir nú til þess að horfast i augu við staðreyndir efnahagslifsins og snúa bökum saman til varnar og sóknar, þá munu allir félagshyggjumenn fagna slikum sinnaskiptum þeirra. Hitt verða allir menn að hafa hugfast að nú verður að láta hendur standa fram úr ermum. Það er á undanförnum vikum búið að margræða málin og afstaða flokkanna hlýtur að vera orðin nokkurn veginn skýr i aðalatriðum. „Sigur- flokkarnir” verða einfaldlega að sliðra sverðin, slá af kröfum sinum og taka stóryrðin aftur, en snúa sér siðan að þvi af einbeitni og einlægni að móta stefnuna út úr öngþveiti óðaverðbólgu, visi- töluskrúfukerfis og upplausnar á vinnu- markaðinum. Nú skal manninn reyna. Nú verður það reynt til endanlegrar þrautar hvort vinstra samstarf er raunhæfur möguleiki eins og styrkleikahlutföll- um flokkanna er háttað nú og hvort einlægur vilji er fyrir hendi til þess að vinstristjórn verði mynduð. JS Erlent yfirlit Ceausescu tryggír vel einræði sitt Ættingjar hans fá að njóta þess Ceausescu stigur dansspor meö ungu fólki NICOLAE Ceausescu, hinn kommUnistiski einræöisherra Rúmeniu, hefur mjög veriö i fréttum 1 sambandi viö feröa- lög á þessu ári. Siöastl. vor heimsótti hann Kina fyrstur allra stjórnarleiötoga I Aust- ur-Evrópu og hlaut konung- legar móttökur hjá hinum kommúnistisku leiötogum þar. Nokkrum vikum siöar hélt hann til Bretlands og heimsótti Elizabetu Breta- drottningu, sem tók honum heldur kuldalega aö sögn, en gætti þó vel allra formvenja, en hann er fyrsti kommúnista- leiötoginn, sem heimsækir hana. Um þessar mundir tek- ur Ceausescu svo á móti Hua Kuo-feng, leiötoga Kommúnistaflokks Kina og valdamesta leiötoga Klnverja. Sú heimsókn vekur heimsat- hygli, þvi aö Hua er hér aö herja á heimaslóöir leiötog- anna I Moskvu og flytur dul- búnar árásarræöur gegn þeim rétt I hlaövarpanum hjá þeim, ef svo mætti segja. Flest viröist geta bent til þess, aö Rússar séu lltiö hrifn- ir af þessari heimsókn og telji Ceausescu gera þeim lltinn greiöa. En þetta er ekki neitt nýtt. Þótt Rúmenia sé I nánum hernaöarlegum og viöskipta- legum bandalögum viö Sovét- rikin, hefur Ceausescu lagt kapp á aö sýna, aö hann er ekki eins háöur Rússum I utanrikismálum og valdhafar annarra kommúnistarlkja I Evrópu. Vafalaust hafa Kremlverjar oft átt erfitt meö aö þola þetta, en annaö hefur bætt úr skák. Ceausescu leyfir minna frjálsræöi og heldur uppí strangari aga en nokkur annar leiötogi kommúnista I Austur-Evrópu. I Rúmeniu finnast ekki neinir andófs- menn, þvi aö þeir eru fjar- lægöir i tima, ef þeir stinga upp kollinum. I stjórn innan- landsmála er Ceausescu ómengaöur Stalinisti. Ceausescu hefur lýst ævi- ferli slnum þannig, aö hann hafi veriö Rúmeni slöan hann fæddist, en kommúnisti siöan hann var sextán ára, en hann er nú rétt sextugur aö aldri. Hann er kominn af fátæku bændafólki og var sendur aö heiman, þegar hann var ellefu ára gamall, til aö vinna I skó- verksmiöju I Búkarest. Þar kynntist hann kommúnistum og var kominn I flokk þeirra, þegar hann var sextán ára gamall. Tveimur árum slöar var hann fangelsaöur I fyrsta sinn fyrir pólitiskan áróöur og haföur i haldi um skeiö. Næstu árin var hann meira og minna I fangelsi. Flokkur kommún- ista i Rúmeniu var fámennur, þegar siöari heimsstyrjöldinni lauk, enda höföu forustu- mennirnir ýmist verið I fangelsum eöa dvalizt land- flótta I Sovétrlkjunum. Meöal þeirra var Ana Pauker, sem réöi hvaö mestu I Rúmenlu fyrst eftir strlöslokin. Þegar Stalin taldi hana oröna svo óvinsæla, aö heppilegast væri aö losna viö hana, hóf hann Gheorgiu-Dej til valda I rúm- enska kommúnistaflokknum. Hann tók upp aö ýmsu leyti þjóðlegri og sjálfstæöari stefnu, en var ekki slöur strangur kommúnisti en Pauker. Hann varö þó stórum vinsælli. Þeir Gheorgiu-Dej og Ceausescu höföu kynnzt I fangelsi og falliö svo vel, aö Cheorgiu-Dej geröi Ceausescu aö nánasta samverkamanni sinum. Þegar Gheorgiu-Dej féll frá 1965, var Ceausescu sjálfkjörinn eftirmaöur hans sem formaður kommúnista- flokksins og valdamesti maö- ur landsins. Hann hefur siðan unnið markvist aö þvi aö styrkja persónuleg völd sin.. Auk þess aö vera formaöur kommúnistaflokksins, er hann æösíí yfirmaður hersins og formaður sérstakrar nefndar, sem hefur meö höndum eftirlit meö framvindu allra atvinnu- mála og félagsmála i landinu. Siöast bætti hann viö sig for- setatitlinum, og má segja, aö Brésnjef hafi nú fylgt fordæmi hans aö þessu leyti. Úhætt er aö segja, að Ceausescu hafi treyst völd sln betur og ræki- legar en nokkur annar leiðtogi kommúnista I Austur-Evrópu, aö Brésnjef ekki undanskild- um. ÞAÐ er yfirleitt sagt Ceau- sescu til hróss, aö hann sé góö- ur starfsmaður og skipuleggj- ari, sem hefur lag á þvl aö hafa mörg járn I eldinum I einu. Hann ferðast mikiö innanlands til aö fylgjast meö gangi mála og getur skotiö upp óvænt, eins og t.d. I verk- smiöju, þar sem reksturinn gengur illa. í seinni tiö hefur þótt bera á þvl I slvaxandi mæli, aö Ceau- sescu skipi ættmenni sln og tengdafólk I valdastööur og tryggi völd sin þannig til viö- bótar ööru. í Rúmenlu er þvi farið aö tala um Ceausescu- ættina næstum þvl eins og tal- aö var um konungsættina áö- ur. Eiginkona hans, Elena, hlaut sæti I æöstu fram- kvæmdastjórn flokksins á siöastl. ári og er sögö hafa þar þaö hlutverk á höndum aö fylgjast með öllum ráðningum I helztu trúnaöarstöður hjá flokknum. Einn af sonum þeirra, Nicu, er formaöur æskulýössamtaka kommún- ista. Annar þeirra, Ion, er að- stoöarlandbúnaöarráöherra. Svili Ceausescu, Manea, er nýlega oröinn forsætisráö- herra, og tveir frændur hans og tengdafaðir eins sonar hans, eru varaforsætisráð- herrar. Einn bræðra hans er hershöfðingi og annar veitir forystu rúmenskri viöskipta- stofnun I Vlnarborg. Eins og gefur aö skilja hefur Ceausescu haldið mikiö af ræðum, sem hafa aö sjálf- sögöu verið gefnar út og fylla mörg bindi. Auk þess hefur hann skrifað nokkur rit til viö- bótar. Bókabúöir I Rúmeniu eru fullar af þessum ritum hans. Aöeins Kim II Sung einn mun nú standa framar en Ceausescu I þvi að kynna þjóö sinni skoöanir sinar. h b Ceausescu-hjónin meö Hua I Peking

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.