Tíminn - 18.08.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.08.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. ágiist 1978 5 Rykmengunin hættulegust Reykurinn frá Áburð- arverksmiðjunni áberandi og þefillur, en ekki skaðlegur SJ — Köfnunarefnismengun frá Aburðarverksmiðjunni hefur aldrei mælst svo mikil að hún teljist skaðleg, sagði Pétur Sigurjónsson, forstöðu- maður Rannsóknastofnunar iðnaðarins, Timanum. Oft er gulgrænn reykurinn frá Áburðarverksmiðjunni mjög áberandi og svo var t.d. nú á sunnudaginn, og varð þaö til að Tíminn leitaði upplýsinga um málið. — Mengunin frá verksmiðjunni hefur verið mæld á ýmsum stöðum i ná- grenninu, m.a. i Langholti, og þegar hún hefur mælst mest er hún svipuö og köfnunar- efnismengunin frá bilaumferö i miðborg Reykjavikur, sagði Pétur Sigurjónssonn. Yfirleitt dreifist reykurinn fljótt og þá er mengunin að sjálfsögðu hverfandi. Reykurinn frá Áburðar- verksmiðjunni er mun meira áberandi en mengunareimur- inn frá Álverksmiöjunni i Straumsvik,ogeinnig er meiri lykt frá reyknum úr Aburðar- verksmiðjunni en við Straumsvik þótt lyktnæmir finni einnig lykt þar. Að sögn Péturs hefur þó mælst mun meiri mengun frá Álverk- smiðjunni og er hún skaðleg vissum gróöri. Barrtré og fjöl- ærar jurtir þola hana einna verst, mismunandi eftir teg- undum, en birki, lauftré og gras mun betur. Mengunarmælingar fara fram reglulega allt árið við ál- verið, en við Aburðarverk- smiðjuna hefur einkum verið mælt þegar reykurinn frá henni hefur verið áberandi og dreifst með minna móti. Pétur Sigurjónsson kvaöst ekki trúaður á fregnir, sem blaðinu hafa borist um að, asma væri algengara i börn- um í Hafnarfirði en annars staðar á landinu og það væri álitið stafa af menguninni I Straumsvik. — Mengunarmál innan verksmiðjunnar, og áhrif hennar á fólk almennt, heyra raunar ekki undir okkur, sagði Pétur Sigurjónsson, heldur heilbr igðiseftirlitið. — Annars er hættulegasta mengunin hér á landi ryk- mengun, en hún er oft mikil i þurrviðri og þegar vindasamt er. 1 rykinu eru alls konar óþverraefni og bakteriur þrif- ast vel I þvi. Kjartan Jóhannesson: Vísitalan og kaupgjaldsmálin ,,Hætt verði að greiða verö- lagsuppbætur samkvæmt visitöluútreikningi.” Kjartan Jóhannesson i Jörö 1. hefti 1943. ,,... meinsendin sjálf, hefur verið látin afskiptalaus, en alls kyns skottumeðul eru notuö til að ráða bót á sjúk- dómseinkennunum þ.e. verö- bólgunni og fjármálaspilling- unni.” Magni Guðmundsson i Morgunblaöinu 24. sept. 1947 „Það er óumdeilanlegt, aö visitölukerfið hefur veriö böl- valdurinn i islenzkum efna- hagsmálum.” _ Þórarinn Þórarinsson i Timanum 30. júli 1978 ,,Nú búum við við brjálaö visitölukerfi og brjálaða hringrás efnahagslifsins, sem leitt hefur til óðrar veröbólgu og alls þess hryllihgs sem henni fylgir.” Vilmundur Gylfason i Dag- blaðinu 11. ágúst 1978 Ýmsum virðist nú ljósara en áður, hver áhrif hið svonefnda „visitölukerfi” hefur á efnahag þjóðarinnar. Kommúnistar og nokkrir „nitjándu aldar” hag- fræðingar munu þó ekki þeirra á meöal, sbr. þýdda grein eftir Irving Kristol i Lesbók Morgun- blaðsins 13. júni 1965. Greinin heitir: „Tuttugasta öldin hófst árið 1945”. Þar segir svo m.a.: „Nýja hagfræðin — hagfræði 20. aldarinnar — er svo nýstár- leg frá rótum, að við erum jafn- vel enn ekki farnir að gera okk- ur grein fyrir þvi.” CD Fjórum árum siðar en greinin varbirtvarö „pappirsgullið” að veruleika á fundi Alþjóða gjald- eyrissjóösins 3. okt. 1969, sjá Morgunblaðið 5. okt. 1969. Þannig miðar i þekkingarátt. Vist er kaupgjaldiö ekki nema einn þáttur fjármálanna, en sá þáttur þarf lika að vera i lagi. Spurningin er, hvort reynslan hefur kennt nógu mörgum, aö kjarasamningar um kaup- greiöslur bundnar framfærslu- visitölu fá aldrei staðist. Aö halda fram öðru er hagfræði- skekkja frá liðinni öld. Reykjavik 14. ágúst 1978 Kjartan Jóhannesson Karfavogi 34 Helgi Þorgils sýnir í SÚM Föstudaginn 18. ágúst 1978 kl. 20opnar Helgi Þorgils Friöjóns- son myndlistarsýningu i Galleri SÚM, Vatnsstig 3B, Rvk. Helgi Þorgils er fæddur i Reykjavik 1953. Hann útskrifaöist frá Myndlista- og handlöaskóla Islands voriö ’76 og stundaöi framhaldsnám 1 Hollandi, De Vrije Academie Pcychopolis i Haag, og Jan Van Eyck Academie I Maastricht. Þetta er þriðja einkasýning Helga Þorgils. A sýningunni i Galleri SÚM eru 19 verk. sem sum hver eru i mörgum hlutum. Þaö eru mál- verk og teikningar, stimplaverk, grafik og bækur. Flest verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin i Galleri SÚM er opin daglegafrá kl. 16-22. Henni lýkur þann 27. ágúst nk. w&m lesendur segja Halldór Kristjánsson: Ég kem þessu ekki saman Fyrir kosningarnar skildist mér á þeim Alþýðubandalags- mönnum að þeir vildu breyta þjóöfélaginu, þeim fyndist að illa hefði verið stjórnað og á þvi vildu þeir ráða bót. Mér skildist lika að þeir væru ekki mikið i vafa um það hvernig ætti að stjórna og leysa vanda efna- hagslifsins og þaö til frambúð- ar. Þeir áttu uppskrift og formúlur að þessu i góöum bók- um sem var veifað framan i alþjóö. Eftir kosningar heyrðist mér lika aö Alþýðubandalagið vildi ekki fara i rikisstjórn nema með þvi móti að einhverju yrði breytt til frambúðar. Það hefði litinn áhuga á káki til bráöa- bir gða. En svo gerist það aö talsmenn þessara samtaka segja hver I kapp við annan að tillögur þeirra i stjórnarumræöurri hafi bara verið um það aö fleyta at- vinnuvegunum yfir næstu mán- uði með sömu aðferðum og þessi rikisstjórn hafi notað. Svo hafi átt að endurmeta stöðuna um áramótin. Þangaö til hafi þeir viljað láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Þetta er nú kannski skiljan- legt út af fyrir sig en mér hefur ekki auðnast að koma þvi heim og saman við fyrri yfirlýsingar og fyrirheit. Ólafur Ragnar Grimsson seg- ir nú að framtiöin sé alltaf i óvissu og þvi sé vandkvæðum bundið að gera ráðstafanir nema rétt frá degi til dags. Skyldi hann ekki hafa vitaö þetta fyrir kosningar? Einhver hefði átt að geta sagt honum það. En hvað sem um það er vil ég benda Alþýðubandalagsmönn- um á þaö að þeim mun vera full þörf á að skýra sambandið milli fyrri og siöari afstöðu ef þeir vilja láta almenning skilja sig. Græna veltan áSELFOSSI Einn af hinum fjölmörgu og athyglisverðu þáttum Land- búnaðarsýningarinnar 1978 á Selfossi, er vafalaust Græna veltan, hlutavelta garðyrkjubænda. Á Grænu veltunni gefst þér tækifæri til að vinna ríflega útilátin sýnishorn afurða garðyrkjubændanna, — fallegt grænmeti fyrir sama og ekkert verð. Sýningin er opin 11.-20. ÁGÚST Virka daga kl. 14 — 23, kl. 10 — 23 laugardaga og sunnudaga. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978 Ævintýri fyrir alla f jölskylduna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.