Tíminn - 31.08.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.08.1978, Blaðsíða 9
Miftvikudagiir :ill. ágúst 1 !>7H 9 Magnús Bjarafreösson: Hvernlg værí að Dufgus kynntí sér málín? Nokkuö er siöan Jón Sigurðs- son, ritstjóri, bauö mér að skrifa grein i Timann um eitt- hvaðer mér lægi á hjarta. Þótt ég tæki þvi vel hefur orðið á þvi nokkur dráttur, ekki vegna þess að mér lægi ekkert á hjarta, heldur hafa sumarleyfi og annir komið i veg fyrir það. Hins veg- ar óraði mig ekki fyrir þvi, að þaö sem ýtti mér af stað til skrifta fyrir Timann yrði að bera blak af krataþingmanni, eins og mér fannst nú ég eiga vantalað við þá, suma hverja. Þó er nú svo komið. I Timanum birtist á sunnu- daginn grein eftir Dufgus ein- hvern, sem beinist að fyrrver- andi samstarfsmanni minum, Eiði Guðnasyni, og þá að hluta til ,um leið að öðrum gömlum samstarfsmönnum og raunar sjálfum mér einnig. Aður hafði okkar ágæti samgönguráðherra gefiðþaruppboltann,að visuað nokkuð gefnu tilefni. Bilamál læt ég hér liggja milli hluta, bendi aðeins Eiði vini minum og öðrum á það aö mér finnst eðli- legra að rifast út i reglur heldur en þá sem eftir þeim fara. Allskrautleg samskipti Samskipti starfsmanna sjónvarpsins við stjórnvöld, og þá einkum fjármálaráðuneyti, eru allskrautlegt ritgerðarelni, og kann að veraað sú saga verði einhvern timann skráö. Er ég ekki viss um að tveir siöustu fjármálaráðherrar muni lesa þá ritgerð sér beint til skemmtun- ar. Ósennilegt er þó að sú saga verði skráöaf opinberum stuðn- ingsmönnum þeirra innan veggja stofnunarinnar, þvi svo hafa þeir komið málum i sam- skiptum við starfsfólkiö, að vandfundinn mun nú vera sá starfsmaöur, sem flikar þviað hannstyðji flokka þeirra: kann aö vera að þar finnist einhver skýring á þvi hvers vegna núverandi stjórnarf lokkum finnst anda til sin köldu i þeirri stofnun. Tiðrætt hefur mönnum orðið um nokkrar kuldaúlpur, sem fréttamenn og kvikmynda- gerðarmenn i stofnuninni hafa fengið til afnota við störf sín. Afskaplega finnst mér þetta nú ómerkilegt þrætuepli, en kannski dæmigert fyrir þá af- stöðu, sem fjárveitingarvald hefur tekið gagnvart þessum áhrifamesta fjölmiðli þjóöar- innar, fjölmiðli, sem vissulega getur verið hreinn bölvaldur ef illa er á málum haldið, en einnig áhrifamesta menningarstofnun þess. Ekki veit ég hversu margir starfsmenn rikisins hafa um það ákvæði i kjarasamningum sinum að þeir eigi rétt á hlifðar- fötum við störf. Hitt veit eg að þeir eru margir, bæði fyrir og eftir tilkomu sjónvarpsins og munu verða það. Nú kann sum- um að finnast starfsmenn sjónvarps litt þurfa á slikum fatnaði að halda. Þeim hinum sömu vil ég benda á, að ætlast er til þess að þetta fólk sé sæmi- lega klætt við störf sin. Þaö get- ur þurft að gera margt á sama vinnudeginum : Fara á forseta- setrið til þess að fylgjast með stjórnarmyndun eða fýlgjast með komu tigins erlends gests, tala við háttsetta stjórnmála- menn, ganga um loðnuþrær, fara i ferðalag með litilli flugvél um hávetur og ganga um bruna- rústir. Eru þá aðeins nokkur dæmi tekin um starfsdag, sem gæti verið algerlega eölilegur. Auðvitað gerist þetta allt án þess aðstarfsmaðurinngeti haft tima til fataskipta. Svo er fjargviðrast yfir þvi að hann fái eina úlpu á margra ára fresti! Já, það er röggsemi i stjórnun þessa lands! Þeir ættu að hafa lágt um verkfallið Um hið ólöglega verkfall sjónvarpsstarfsmanna ætla ég ekki að fjölyrða. Ég var farinn þá frá stofnuninni og veit ekki nema af afspurn, hvernig þar var á málum tekið. Tvennt vil ég þó um það segja. t fyrsta lagi, að i sambandi við það gerðist skritinn atburður. t þá- giidandi lögum um opinbera starfsmenn voru skýr ákvæði um það hvernig taka skyidi á slikum aðgerðum. (Hér er átt við lög sem giltu, áður en opin- berir starfsmenn fengu verk- fallsrétt). Eftir þeim reglum var ekki farið, heldur dregið kaup af starfsmönnum á sama hátt og um verkfall væri að ræða. Þannig viðurkenndu stjórnvöld i raun verkfallsrétt starfsmanna sjónvarpsins, áöur en lög um verkfallsréttinn tóku gildi! t öðru lagi verð ég að harma það, að ég kom á vissan hátt nálægt þvi aö leysa það verkfall, þótt ég væri hættur störfum hjá stofnuninni, með þvi að gera kunningjatillögur viö ákveöna valdamenn um lausn, sem fariö var eftir. Ég gerði þær i þeirri trú, að stjórnvöld stæðu við orð sin. Sú varð ekki raunin á. Starfsfólkiö var eins og mál hafa skipast, hreinlega gabbaö til þess að taka tilstarfa á ný, og vil ég þó að það komi skýrt fram að ég tel að þeir valdamenn, sem við starfsfólkið ræddu, hafi gert það af heilum hug, en aðrir kerfisprinsar og pólitikusar hafi komið i veg fyrir að þeir gætu staðið við orð sin. Ég held samt að menn úr æðsta stjórnkerfi ættu að hafa lágt um þetta verk- fall, öxin og jörðin geyma sögu þess best fyrir þá. Allt og sumt Tvö atriði enn þarf ég að minnast á, sem „Dufgus” gerir að umtalsefni. Hiö fyrra er fullyrðing hans um kröfu til greiöslu fyrir allan sólarhring- inn utan Reykjavikur. Þá kröfu hefi ég aldrei heyrt um og fullyrði aö þetta sé einfaldlega þvaður. Sjónvarpsmenn hafa l'engið ferðatima að og Irá viö- fangsefni, viöurkenndan aö mestu leyti sem vinnutima, og þar á ég við beinan ferðatima, en hvildartimar eru þar ekki meðteknir. Fæ ég ekki séð að það sé neitt óeðlilegt. Hitt atriðið er svo fréttalest- urinn. Fyrstu árin var honum svo háttað, að þeir sem unnu tólf tima vakt frá klukkan niu að morgni til niu að kvöldi enduðu oft á tiöum mjög erfiöan vinnu- dag á þvi að lesa fréttirnar sjálfir. Kom þá æriö oft fyrir að við sáum fréttir, sem við áttum að lesa fyrir alþjóð i fyrsta skipti fyrir framan myndavél- ina. Hygg ég að fáir sækist eftir þvi, endaslik vinnubrögð hvergi nokkurs staðar viðhöfð svo ég viti til. Nú kemur óþreyttur maður klukkan 18 og les yfir fréttir áður en útsending hefst. Hinir, sem með honum lesa, hafa verið á vakt yfir daginn, og fá ekkert fýrir það að koma fram. Þetta er nú allt og sumt. Hvernig væri að Dufgus kynnti sér örlitið þessi mál hjá þeim, sem til þekkja innan stofnunar- innar? IVIeð þökk fyrir birtinguna Magnús Bjarnfreðsson. Halldór Krístjánsson: Umboðssala og staðgreiðsla í afurðamálum landbúnaðarins ÞAÐ er að vonum að margt er talað um afuröasölu bænda. Nú er svo ástatt, að ekki er séð með hverjum hætti þeir nái þolan- legu og eðlilegu verði fyrir framleiðslu slna. Hins vegar er ekki vist, að allt sem sagt er um þessi mál sé vandlega hugsað, enda þótt það sé vel meint. Talað er um að bændur þurfi lengi aö biða eftir kaupi sinu. Þeir fái ekki framleiðslu sina greidda um leið og þeir afhendi hana. Halldórá Laugalandi likir þessu við það, þegar verkafólkið fékk ekki kaup sitt greitt i pen- ingum. Endanlegt verð ekki vitað fyrir fram Hér hagar svo til, að bændur almennt selja ekki gegn stað- greiðslu, heldur láta afurðirsín- ar i umboðssölu. Varan er tekin til vinnslu og sölumeðferðar. Stundum er um að ræða sam- vinnufélög, sem eingöngu eru stofnuð og rekin til þess; mjólkurbú og sláturfélög. Sumir skipta hins vegar við kaupfélög sem reka almehna verslun, og e.t.v. fleira jafnframt þessari afurðasölu. Þegar um þaö er aö ræða er það föstu og ófrávikjan- leg regla, þar sem ég þekki til, að afurðunum er haldiö á sér- stökum reikningi. Kaupfélagið hefur ákveðið hlutfall fyrir sjálft sig. Þegar kjötreikningur t.d. er gerður upp kemur i ljós hvað fengist hefur endanlega fyrir hvert kg af kjötinu. Þessari tilhögun fylgir það auðvitað að ekki er hægt að vita fyrirfram endanlegt verö vör- unnar. Það kemur ekki i Ijós fyrr en hún er seld og séð er hver kostnaður hefur orðið við hana. Flestir munu vita, að við erum enn aö éta kjöt frá fyrra hausti. Umboðssalinn fær ekki andvirði þess greitt fyrr en þaö er keypt. Hvernig á að brjóta okið? Þessu er mætt að nokkru með afurðalánum. Seðlabankinn lánar út á óseldar vörur 53% þess sem framleiðandinn á aö fá. Ætlast er til að viðskipta- banki láni 30% þess sem Seðla- bankinn lánar eða 16% af þvi sem framleiðandinn á að fá. Það liggur I augum uppi, að á verðbólgutimum er það sér- llalldór Kristjánsson staklega vont að þurfa að biða eftir tekjum sinum. Þó er á það að lita, að eins og þessum mál- um er nú hagað kemur hækkun á verð geymdra afurða innan- lands svo að þetta er ekki ein- hliða tap. Hins vegar breikkar verðbólgan si og æ óðfluga biliö milli framleiðslukostnaðar og markaðsverðs erlendis. Hvernig á nú að mæta þessu? Hvernig á að brjóta okið? Vilja menn hverfa frá um- boðssölunn? Hver á þá að kaupa og á hvaða verði? Þaðer talað um hærri afurða- lán og aö hver bóndi fái sitt af- urðalán en verslunin ekki. Hækkun afurðalána er mál út af fyrir sig. Hún ætti að vera hættulaus, en auövitaö verður við ákvörðun afuröalána að taka tillit til hins almenna á- stands peningamála. I verð- bólgulandi þar sem fáir vilja geyma peninga og sparnaður er litUl er ekki hægt að lána jafn mikið og þar sem jafnvægi rik ir. Er það ávinningur? Erfitt er að sjá hvernig þvi verður viö komið að greiða af- •urðalánin beint til bænda. Verslunin greiðir þá sáralitiö eða ekkert við móttöku sé varan látin I umboðssölu. Bóndinn fær sjálfur sin 69% hjá bönkunum i stað þess að verslunin greiði honum það svo sem nú er. Hver ásvoaðfylgjast með og upplýsa hve lengi hver bóndi á óseldar afurðir og hve mikið af þessu afurðaláni hann á að greiða um hver mánaðamót? A bankinn að fylgjast meö þvi hvað verslunin er búin að greiða hverjum bónda eöa færa honum til tekna? Hér spyr sá sem ekki veit. En áhugamenn um nýja siði verða að gera sér grein fyrir þvi hvernig hlutirnir gerast. Fyrir mér er þetta ennþá leyndar- dómur. Vonandi hafa einhverjir hugsað málið svo að þeir geti bent á leiðina. Hitt er svo annaö mál hver á- vinningur það er fyrir bóndann aðlosna við milligöngu verslun- arinnar. Ég er hræddur um að sumir ofmeti það. Vilja þeir veröa ríkisstarfsmenn? Það er talað um að bændur semji beint við ríkisvaldið. Þá kemur trúlega fram krafan um fullt verð við afhendingu vöru. kannski að rikið kaupi fram- leiðsluna þannig á grundvallar- verði. Væri þá óeðlilegt. að rikið vildi hafa nokkuð að segja um það hver framleiðslan væri? Eru bændur við þvi búnir að verða beinir rflrisstarfsmenn á þann hátt? Hér vaknar ein spurning at annarri. Hvaða leið sem farin er, verða bænduraö taka tillit til þess hver markaðurinn er. Hitt ættu menn nú almennt að fara að skilja hve verðbólgan er al- varleg fyrir heilbrigt atvinnulif og framleiðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.