Tíminn - 31.08.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.08.1978, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt tryggingafé/ag Fimmtudagur 31. ágúst 1978 189. tölublað —62. árgangur m HU Sýrð eik er sígild eign RCiÖC.11 TRÉSMIÐJAN MílÐUR SÍDUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 simi 29800, (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Aðalfundur Stéttarsambandsins: Fj örugar umræður — deilt um skerðingamörkin Fjörugar umræður urðu á fundi Stéttarsambands bænda, sem var framhaldið i gær. ESE-Akureyri. —■ Aðalfundi Stéttarsambands bænda var framhaldið i menntaskólanum hér á Akureyri i gærmorgun. Fyrirhugað var að nefndarstörf hæfust þegar kl. 9, en sökum þess að mælendaskrá frá deginum áður var ekki tæmd var um- ræðum framhaldið og lauk ekki fyrr en um hádegið. I upphafi fundar i gærmorgun voru lesnar fjölmargar ályktanir er aðalfundinum höfðu borist og var þeim visað til nefnda. Umræður i gærmorgun voru með fjörugra móti. Meðal þess, sem bar á góma, voru skattamál bænda, uppbygging Stéttarsam- bandsins og hvort breyta ætti uppbyggingu þess og kosningu fulltrúa á aðalfundinn. Aðalumræðurnar i gærmorgun urðu þó eins og fyrri dag fundar- ins um framkomin drög sjö- mannanefndar er lúta að fram- leiðslu- og skipulagsmálum land- búnaðarins. Meðal þess, sem mikið var rætt um úr þessum drögum, voru skerðingamörk kvótakerfis á fyrsta ári en f drög- unum er gert ráð fyrir að þau verði sem hér segir: Fyrir afurðir af 400 ærgilda bú- stærð verður skerðing 2% af grundvallarverði. Fyrir 401—600 ærgildi 4% af grundvallarverði. Fyrir 601—800 ærgildi 6% af grundvallarverði. Fyrir 801 ærgildi og yfir 8% af grundvallarverði. Hjá þéttbýlisbúum og rikisbú- um verði skerðingin 10%. Ekki voru allir fulltrúanna sammála ijm skerðingamörkin, og töldu sumir, að t.d. rikisbúum eða til- raunabúum væri gert að greiða of mikið, og urðu miklar umræður um þetta atriði. Að loknum almennum um- ræðum tók Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, til máls og svaraði hann framkomnum fyrirspurnum fyrri ræðumanna. Að þvi búnu var gert hlé á fundum fram yfir hádegi, en þá tóku nefndir til starfa. Flestar nefndir sem störfuðu á aðalfundinum höfðu lokið störfum um kl. 19 á gærkvöldi. Nefndar- álit voru siðan rædd fram eftir kvöldi og tekin hvert fyrir sig. Mörg þeirra voru afgreidd en þau, sem ekki tókst að ljúka i gærkvöldi, verða afgreidd i dag. Varð konu sinni að bana - framdi siálfsmorð á eftir Kej — Að sögn Njarðar Snæhólin hjá Rannsóknarlög- reglunni er enn unnið i skot- málinu i Þormóðsdal við Hafravatn. Sá hörmulegi at- burður átti sér þar stað á þriðjudagsmorgun að Gisli Kristinsson sem bjó þar á bænum, varð konu sinni, Sólveigu Jórunni Jóhannsdótt- ur, að bana. Hann hringdi siðan i lögregluna og tilkynnti um slys en hafði sjálfur fram- ið sjálfsmorð þegar lögreglan kom á staðinn. Gisli var á sextugsaldri og hafðiþarna á staðnum umsjón með hundum sem eru i eigu embættis veiðistjóra rikisins. Kona hans var um fertugt. Smygl í Bifröst Tollverðir fundu nokkurt magn af smyglvarningi i m.s. Bifröst er skipið kom til Njarðvikur s.l. mánudag. Voru gerðar upptækar 305 flöskur af vodka, 119.000 vindlingar, 12 kássar af áfengum bjór, tveir kassar af kokkteil- blöndu og tvær talstöðvar. Eigendur varningsins reyndust vera sex skipverjar. 12200 nemendur í grunnskóla í Reykjavik Fellaskólinn fjðlmennastur AM — Senn taka grunnskólar i Reykjavik til starfa og i gær átt- um við tal af Ragnari Georgs- syni, skólafulltrúa og inntum hann eftir hvernig skólarnir væru i stakkinn búnir til að tak- ast á hendur handleiðslu reyk- viskra barna og ungmenna að þessu sinni. Ragnar sagði aö ekki væri um teljandi skort á kennurum að ræða nú, þótt nokkur skortur væri á mönnum til kennslu i stöku greinum, svo sem mönn- um með sérþekkingu til eðlis- fræðikennslu. Þá hefði ekki mátt tæpara standa með tón- menntakennslu og hand- menntakennslu pilta. Tviskiptur aldursflokk- ur i sex skólum Eftir þvi sem fækkar bæði börnum og fullorðnum i sumum hverfum borgarinnar, en fjölg- ar annars staðar, hljóta áhrif þess að koma fram i þvi að skól- arnir eru misjafnlega þétt setn- ir. Sagði Ragnar að nú væri yfirleitt tviskiptur aldurs- flokkur nemenda i fimm eða sex skólum borgarinnar, en þá er átt við að ekki eru nema tveir bekkir á hverju aldursstigi. Þegar þannig rýmkast um i skólunum, sagði Ragnar að það væri ekki að skilja svo að um vannýtingu á húsnæði skólanna væri að ræða, heldur byðist þá tækifæri til þess að koma upp ýmissi aðstöðu, sem ekki gafst kostur á fyrr, svo sem sér- kennslustofum, bókasafni og ýmsufleirusem á hakanum sat, þegar nemendafjöldinn var mestur og aldursflokkarnir 4,5 eða 6 skiptir, eða meira. Nú eru tviskiptir aldursflokk- ar i Austurbæjarskóla, Hliða- skóla, Breiðagerðisskóla, Voga- skóla, Alftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. 1 Vestur- bæjarskólanum er aðeins ein bekkjardeild i flestum aldurs- flokkum, en hann þjónar svæðinu frá miöbænum og suður að Hringbraut. í sumum þess- ara nú tviskiptu skóla voru jafn- Framhald á bls. 19. EC'...Ráðið 1 97% af kennarastððum Sbm Framboð á fólkl með full rétUndl aldrei meira AM — 1 gær ræddi blaðið við Sigurð Helgason, deildarstjóra i menntamálaráðuneyti, og innti hann eftir hvernig statt væri með ráðningu kennara við hina ýmsu skóla úti um land á þessu hausti. Sigurður sagði að i fyrra hefðu verið ráönir 2435 kennarar að grunnskólunum og væri taian mjög svipuð núna og ekki eftir að ráða nema 70 kennara, eða um það bil 3%. Þetta stafaði þó ekki af þvi' að ekki hefði fengist fólk i þessar stöður, heldur væri um þaðað ræða að verið væri að biða með ráðningar, ef kennarar með kennararéttindi skyldu bjóöast, en völ er á fólki án réttinda i flest störfin. Hefði verið endurauglýst og ennúbeðið eftir árangri af þvi. Ástandiðer núna munbetraen i fyrra og hittifyrra,” sagði Sigurður. „Framboðá kennurum með réttindi er meira og má rekja þaö til þess að á sl. vori út- skrifuðust 64 frá Kennaraháskóla Islands og 34 frá Iþróttaskólanum á Laugavatni og hafa 57 af þessum 70 manna hópi þegar ver- ið ráðnir til starfa, en nokkrir hafa ráðið sig i stundakennslu i Reykjavik.” Einkum væri það á Austfjörð- um, sem ekki væri enn búið að ganga frá ráðningu i kennara- stöður, sagði Sigurður að lokum. Stærsta tískusýning, sem efnt hefur verið til hérlendis Sýningin „íslensk föt 78” opnar á föstudaginn Unnið var af fullum krafti við undirbúning sýningarinnar I Laugardals- höll i gær. Sýningin ISLENSK FOT ’78 hefst nú á föstudaginn i Laugar- dalshöll með opnunarathöfn kl. 16.00. fyrir almenning verður sýninginopin á virkum dögum frá kl. 17.00 til 22.00, en frá kl. 14.00 um helgar. 23 fyrirtækiifataiðnaði sýna föt i sérdeildum, en auk þess verða umfangsmiklar tiskusýningar. A tSLENSK FÖT ’78 verður vetrartiskan kynnt, bæði kven- karla- og barnafatnaður. Tisku- sýningarnar verða kl. 18.00 og 21.00 daglega og ennfremur kl. 15.30 um helgar. Allt besta tisku- sýningafólk landsins úr Módel- og Karon samtökunum munsýna. Stjórnandi tiskusýninga er Pálina Jónmundsdóttir. Til marks um umfang tiskusýn- inganna má nefna að um tvö hundruð flikur eru á hverri sýn- ingu og áður hafa ekki fleiri flikur verið sýndar i einu hér á landi. Sýningar á hárgreiðsiu og snyrtingu eru áætlaðar daglega kl. 17.30 og 20.30 og ennfremur kl. 15.00 um helgar. Þar munu félagar úr Sambandi islenskra fegrunarsérfræðinga og Hár- greiðslumeistarafélagi Islands sýna list sina. Einnig verður sitt- hvað fleira til skemmtunar á þessari sýningu á vegum ein- stakra fyrirtæ'kja. A sýningunni verður fatamark- aður þar sem fyrirtækin hafa á boðstólnum sýnishorn af fram- leiðslu sinni, eina til tvær teg- undir frá hverju fyrirtæki. Framhald á bls. 19. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Ægissiða Tómasarhagi Hjarðarhagi Snorrabraut Kjartansgata Skipholt Bólstaðahlið frá 40 Túngata Akurgerði ÍfiBÉWÍ Sími 86-300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.