Tíminn - 31.08.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.08.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 31. ágúst 1978 13 Erlendur skógfræðingur lét nýlega það álit sitt i ljós, að skógrækt á Islandi væri nii kom- in af tilraunastiginu, og nú væri sjálfsagt að fara að ala upp nytjaskóg i stórum stil alls staö- ar þar sem skilyrði eru góð til skógræktar. Ég skora hér með á hinn nýskipaða skógræktar- stjóra að gangast nú þegar fyrir undirbúningi að stórfelldri út- plöntun nytjaskógar, þegar á næsta vori. Israelsmenn gróðursettu 4 milljónir trjá- plantna, eitt i minningu hvers tsraelsmanns sem nasistar lif- létu i siðasta striði. Við þurfum að gróðursetja minnst 1/2 milljón barrtrjáa i nokkur ár I bestu skógræktarsvæðin, þvi þá væri nokkuð öruggt að næsta kynslóð þyrfti ekki að eyða dýr- mætum gjaldeyri i timburkaup erlendis eins og nú, þvi miður. Það er athyglisvert, aö nokk- ur hluti þjóðarinnar hefir I gegnum niðurlægingaraldirnar tekið eins konar skógleysispest. Þessi pest situr nú blýföst i mörgum forustumönnum og ýmsum afturhaldsöfuguggum þjóðarinnar. T.d. skrifaði ein kona fyrir nokkru i Velvakanda áskorun til þá nýskipaðs skóg- ræktarstjóra að hætta nú þegar allri barrtrjáaræktun. Þetta minnir á þegar einn ágætur kvenprófessor við Há- skóla Islands lýsti þvi fyrir al- þjóð i sjónvarpi, að hennar heit- asta nýársósk væri að banna með lögum ræktun barrtrjáa á Islandi. Ég vona bara aö núverandi skógræktarstjóri láti slikar hjá- róma raddir sem vind um eyru þjóta, þvi hann veit vel af feng- inni reynslu að barrskógarækt- un er hér viða auðveld. Fyrr- verandi skógræktarstjóri, Há- kon Bjarnason, hefir lyft hinu ótrúlegasta grettistaki i skóg- ræktarmálum, þrátt fyrir hinar svæsnustu árásir skammsýnna manna. Nýlega var samtal i dagblaði við erlendan tslandsvin, sem var hér siðast á ferö um 1930. Hann var mjög undrandi yfir Síöari grein hinum hávaxna skógi, sem nú gnæfir við himin viðs vegar um borgina. Ég vil benda á öskju- hlíðina, þar sem ekkert var nema stórgrýtisurð, en er nú að verða eitt fegursta skógsvæði borgarinnar. Það má með sanni segja um hið myrka afturhald gegn bæði skógræktarmálum og fleiri framfaramálum, t.d. virkjunum, að „sjáandi sjá þeir eigi og heyrandi heyra þeir eigi né skilja”. Að lokum vil ég skora á skógræktarstjóra og yfirvöld að hrinda nú þegar af stað barrskógaáætlun sem tryggir þjóðinni gnægð trjávið- ar eftir 60-70 ár. Jónas Hallgrimsson kvað: „Veit þá engi að eyjan hvita á sér enn vor ef fólkiö þorir hlekki hrista, Guði treysta, hlýða réttu, góðs að blða. Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna. Skáldið hnigur og margir I moldu með honum búa en þessu trúiö.” Ingjaldur Tómasson. Námskeið Zukofsky / lýkur í dag... — tónleikar i kvöld Síðan 21. ágúst hefur staðiö yfir námskeið i kammertónlist i Tónlistarskólanum I Reykjavik undir stjórn bandariska fiðluleik- arans Pauls Zukofskys. Um þrjá- tiu manns hafa tekið þátt i nám- skeiðinu, bæöi strengjaleikarar og blásarar. Af viðfangsefnum má nefna Konsert i D eftir Stra- vinsky, Octandre eftir Varese, Blikksmiðir Óskum eftir að ráða blikksmiði eða menn vana blikksmiði. Upplýsingar hjá verkstjóra, ekki i sima. Nýja blikksmiðjan h.f. Ármúla 30. Valhúsaskóli Seltjarnarnesi Kennara i handmenntun (saumum) vantar að Valhúsaskóla, Seltjarnarnesi. Upplýsingar veittar i simum 2-77-44 og 2- 77-43. Skólastjóri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Lausarstöður 1. Staða hjúkrunarforstjóra 2. Staða kennslustjóra við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eru lausar til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. en stöðurnar verða veittar frá 1. nóv. n.k. Laun skv. launasamningi Hjúkrunar- félags íslands við Akureyrarbæ. Umsókn- ir berist til stjórnar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Alcureyri og greini aldur menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu framkvæmdastjóra i sima 96-22100. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Staða forstöðumanns við leikskólann Arnarborg er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 10. sept. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvistunar, Fornhaga 8 en þar eru veittar nánari upplýsingar. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Dagvistun barna, Fornhaga 8, simi 2 72 77 Þessi mynd var ttkin i fyrrakvöld, og er það Zukofsky sem heldur um sprotann. Quiet City eftir Copland, Unan- swered Question eftir Ives og kvartett op. 7 eftir Schönberg. t kvöld kl. 20.30 verða siðan haldnir tónleikar f Menntaskólan- um við Hamrahliö, þar sem leikin verða einhver af verkunum, sem hafa verið æfð siðastliðna daga, meðal annars munu þau Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Auður Ingvadóttir og Gunnar Egilson flytja kvartett op. 7 eftir Schön- berg. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. t Jón D. Guðmundsson Austurbrún 6 andaðist 30. ágúst i Heilsuverndarstööinni. Maria Tómasdóttir Hörður Arinbjarnar Ragnheiður Harcldsdóttir Utför eiginkonu minnar ogmóöur Sigriður Sigfúsdóttur Kirkjuvegi 18, Keflavfk. Fjer2fram frá Keflavikurkirkju föstudaginn 1. september Þorgrrmur Guðbrandsson. Sigfús G. Þorgrimsson og vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.