Tíminn - 31.08.1978, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 31. ágúst 1978
á víðavangi
„Ekki svona hratt,
Vilmundur”
Makalaus ummæli eru höfð
eftir Vilmundi Gylfasynj i
Morgunblaðinu í gær. Hann
gefur viðræðunum um
stjórnarmyndun eftirfarandi
dóm:
„Ég er í þeirri persónulega
einkennilegu stöðu, aðcg er nú
að upplifa leiðinlegasta og
subbulegasta sumar sem ég
hef lifað og það finnst mér I
sannleika sagt hart eftir að
hafa verið einn af arkitektum
mesta kosningasigurs I sögu
lýöveldisins.”
Bragö er að þegar einn af
„arkitektum” þess undarlega
stjórnmálaástands sem nú
rlkir kemst að svo rosalegri
niðurstöðu sem þessi orð lýsa.
Þaö kynni að vera að
einhverjir fleiri gætu komist
að þeirri niðurstöðu að fram-
koma Alþýðuflokksmanna nú i
sumar — og reyndar lengur —
hafi verið næsta „subbuleg”,
einkum ef menn hafa i huga
hagsmunamál þjóöarinnar
allrar sem þessir menn hafa
verið að hnoðast með slöan
kosningum lauk.
Og Vilmundur Gylfason
heldur áfram kokhraustur:
„Ég vil ekki bera ábyrgð á
langri stjórnmálalegri kreppu
I landinu en ég hef ekki svo vitt
kok að ég gleypi hvað sem er.
Ég verð aö sjá stjórnarsamn-
inginn i heild sinni áður en ég
geri upp hug minn til þessa
stjórnarsamstarfs og ef ég sé
ekki að þar sé stefnt að þeirri
kerfisbreytingu i efnahags-
málum, sem ég tel nauðsyn-
lega til að komast fyrir ræt-
urverðbólgumeinsins þá er
tómt mál að tala um minn
stuðning”.
Alveg verður það að teljast
furöulegt að slik ummæli skuli
vera höfð eftir þingmanni og
,,arkitekt”,.eftir aö hann sjálf-
ur og flokkur hans hafa fengið
öll tækifæri til þess að láta
hendur standa fram úr ermum
i rúma tvo mánuði.
Dæmir forystuna
Það verður að segjast eins
Gunnar Vilmundur
og er að orð Vilmundar verða
ekki skilin öðru visi en sem
harður áfellisdómur um for-
ystu Alþýðuflokks ins og1
Alþýðubandalagsins. Það er
að sjálfsögðu ekki i verka-
hring Framsóknarmanna að
skera úr um það hvað er hvor-
um þessara „tvilembinga” að
kenna fremur en hinum.
En hitt leynir sér ekki, bæði
í þessum orðum Vilmundar og
reyndar einnig i ýmsum öðr-
um ummælum flokksbræöra
hans nú siðustu dagana, að
það er kominn upp klofningur i
þingflokki Alþýðuf lokksins.
Virðist ljóst að verulegur hluti
flokksins hefur fullan hug á
þvi að kljúfa stjórnarmynd-
unarviðræðurnar nú á loka-
stigi þeirra. Ef ekki fæst
annað til munu þessir menn
reyna að nota ráðherrastólana
til ágreinings.
Alþýðuflokkurinn er likast-
ur lofthræddum manni. Hann
er alltaf að bcra sig aö þvi að
klíf a upp i turn og ætlar þar að
taka að sér ábyrgðarstarf, en i
fyrstu þrepunum gefst hann
jafnan upp. Hann sundlar og
honum sortnar fyrir augum,
og siðan álappast hann vesa-
ldarlega niður aftur.
Sá sem þessi orö ritar vonar
aö þau reynist ófyrirsynju, og
að Alþýðuflokkurinn reki nú af
sér slyðruorðið i þessari viku.
Reyndar verður að viður-
kenna það aö óþolinmæöi
Vilmundar og fleiri þing-
manna á sér stoð i þvi að Al-
þýðubandalagið viröist ekki
geta hugsað sér að taka á
vanda þjóðarinnar til fram-
búðar, heldur er svo að skilja
að flokksmenn þess hafni þvi
meö öllu að eiga þátt I aðgerö-
um nema þær séu hreinar
skammtíma- og bráðabirgða-
aögerðir með algera ovissu
um framhaldið.
Mikil raun fyrir
stuöningsmennina
A öörum stað i Morgunblað-
inu I dag svarar Gunnar
Thoroddsen stóryrðum þeim
sem Vilmundur hafði um
hann i löngu og undarlegu við-
tali i Vikunni fyrir nokkru, en
þar ræddi Vilmundur hrak-
lega um fyrri afskipti Gunnars
af málefnum Reykjavikur-
bogar og fjármálaráðuneytis-
ins.
Lokaorðin i svari Gunnars
Thoroddsen eru þessi, og
verður að segja að þar er
margt sagt í fáum orðum:
„Ef til vill munu einhverjir
telja það Vilmundi til vork-
unnar, að þegar þessir at-
burðir gerðust, var hann barn
við móður kné.Að visu eru það
litlar málsbætur fyrir þessar
skröksögur, að hann hafi ekki
verið kominn til vits og ára.
Nú er hann kominn til ára og
nokkurs vits. Nú er þvi ætlast
til ábyrgðarkenndar. En hinn
óvandaði m álflutningur
Vilmundar hlýtur að vera
mikil raun fyrir þá fylgjendur
hans, sem i öndverðu litu á
hann sem hreinsunar- og sið-
bótarmann. Einhver þeirra
ætti að hvisla I eyra hans þeim
orðum, sem eitt sinn voru
sögð: Ljúgðu ekki svona hratt,
ég hef ekki við að trúa.”
JS
mmmmmmmmmmmmmmmm—mmmJI
Tilkynning
frá Valhúsaskóla
Valhúsaskóli, Seltjarnarnesi mun hefja
starfsemi sina sem hér greinir:
1. sept. 1978 föstudagur kl. 9, kennara-
fundur,
4. og 5. sept. mánudag og þriðjudag,
undirbúningsstörf, 6 sept. miðvikudagur
kl. 14 skólasetning i Miðgarði.
Skólastjóri
Hestauppboð
Uppboð á 15-20 reiðhestum og hlaupurum
verður haldið við tamningastöðina á
Blönduósi, laugardaginn 2. sept. kl. 14.
Hæfileikavottorð mun fylgja hverjum
hesti auk sýningar áður en sala hefst.
Sölufélag A-Húnvetninga.
NÝKOMNIR VARAHLUTIR í:
f Cortina árg. '68\
Ope/ Cadatt '68\
Ramb/er Classic '651
Chevrolet Nova - '67
Land Rover - '65l
BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 —Sími 1-13-97
TONUST VIÐ HÆFII
TILVALIN TONLISTIBILINN
Nú bjóðast snceldur (cassettur) á bensínstöðvum Esso
i Reykjavík með fjölbreytilegri tónlist við flestra hcefi, s.s.
klassískri-, rokk-, disco- og léttri tónlist.
EKKI SPILLIR VERÐIÐ
Þcer kosta frá kr. 1.895.- stykkið.
ÁNÆGJfA FYRIR ALLA
Ökumenn og farþegar geta því unað glaðir við sitt
með tónlist við hcefi.