Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 12. september 1978
Ef Smith vill stríð
fær hann stríð
segir Nkomo
Reuter/Salisbury/Lusaka — Allar ródesískar flugvél-
ar eiga á hættu að verða skotnar niður þar sem þær
flytja bæði hergögn og hermenn fyrir utan almenna
borgara/ ér haft eftir Joshua Nkomo, leiðtoga svartra
skæruliða í Ródesiu i gær. Þá sagði Nkomo að allar til-
raunir Breta og Bandarikjamanna til að koma á friði
væru fallnar um sjálfar sig. Ef Smith vill stríð, sagði
hann, stendur ekki á okkur. Hann ítrekaði ennfremur
spádóm sinn frá því i júni í sumar að svörtu skærulið-
arnir mundu vinna stríðið á 10 mánuðum. Við meinum
það, sagði Nkomo.
Talsmenn Ródesiuflugfélags-
ins fullyrða að þeir muni halda
áfram að fljúga eins og ekkert
hafi i skorist. Til blaða i Ródesiu
hefur rignt inn harðorðum um-
mælum frá reiðum hvitum
mönnum um Ian Smith og mátt-
lausar aögerðir hans. Lögreglan
i Ródesiu handtók þó a.m.k. niu
háttsetta menn i hreyfingu
Nkomo i gær og i fyrradag var
21 handtekinn. Þá hefur Ian
Smith lýst yfir að tekið verði á
skæruliðum meö fullum þunga i
hefndarskyni fyrir að skæru-
liðar skutu niður flugvél með 56
almennum borgurum um borð.
38 létust i slysinu en Nkomo
hefur harðlega mótmælt full-
yrðingum þess efnis að skæru-
liðar hans hafi myrt 10 af þeim
sem komust lifs af.
Nkomo hefur skorað á alla al-
menna borgara að fljúga ekki
með Ródesiuflugfélaginu þar
sem skæruliðum sé ómögulegt
að vita hvenær vélarnar inn-
Vill Nkomo gera út um leikinn i
striði?
ihalda hergögn og hermenn og
hvenær ekki, og þeir muni þvi
halda áfram að skjóta á þær.
Portúgal:
Hóta að
fella
stjórn
Da Gosta
Keuter/Lissabon — Þrir af fjór-
um stærstu þingflokkum I
Portúgal lýstu yfir þvi I gær að
þeir mundu greiða atkvæði á
móti forsætisráðherranum
Alfredo Nobre I)a C'osta, en fari
svo er hin nýja stjórn i Portúgal
fallin og Eanesar forseta biður
þá það vandasama verk að til-
nefna einhvern sem liklegur er
tii að geta komiö saman stjórn.
Enginn einn flokkur i
Portúgal getur fellt stjórn
Nobre Da Costa og hans eina
Nobre Da Costa
von er sú að flokkarnir þrir felli
ekki stefnuskrá hans i heild
heldur hver þann hluta sem við-
komandi flokki ekki likar i
stefnuskrá forsætisráðherrans.
Stjórn Nobre Da Costa er
þegar álitin bráðabirgðarstjórn
uns hægt verður að boða til
nýrrar kosninga. Falli stjórnin
munu erfiðleikar i Porúgal lik-
lega aukast að mun og kosning-
um verður þá vafalaust flýtt
eins og hægt er. Stjórnin mundi
þá vafalaust sitja á meðan ekki
tækist að mynda nýja.
Efnahagsbandalagsskákin:
V-Þjóðverjar
öruggir
sigurvegarar
Keuter/Middlesbrough — Aðeins
ein umferð er eftir I skákmóti
Kfnahagsbandalagsrikjanna og
það eru ttalia og Bretland sem
berjast um annað sætið, en V-
Þýskaland er I efsta sæti og teflir
við Luxemborg I sfðustu uinferð-
inni i dag. Staðan fyrir slðustu
umferðina er þannig: V-Þýska-
land með 17 og 1/2 vinning, Bret-
land með 15 og hálfan, Italfa með
15, Holland með 13 og hálfan,
Danmörk með 11, trland með 10
og 1/2 Belgia meö 9 og
Luxemborg mcö 4.
Bretland:
Bólusóttarsjúkl
ingurinn látinn
— þrír aðrir með byrjunareinkenni
— Yfirmaður framdi sjálfsmorð
Reuter/Brimingham. — Janet Parker dó í gær af bólu-
sótt en þá voru liðnir 11 mánuðir siðan bólusótt hafði
oröið sex ára gamalli stúlku að bana i Sómalíu en bólu-
sótt er eins og kunnugt er að verða óþekkt i heiminum.
Talið er að Parker hafi fengið um tima. Enn eru þrir i ein-
virusinn á rannsóknarstofnun angrun og hafa þeir sum einkenni
læknaskóla i Birmingham og voru bólusóttar á byrjunarstigi.
allir starfsmenn þar i einangrun Dauði Parker hefur óbeint orðið
fleirum að aldurtila. Faöir henn-
ar er nýlátinn af hjartaslagi og
Henry Bedson, doktor i
bólusóttarsjúkdómum og yfir-
maður rannsóknarstofnunarinn-
ar, kenndi sjálfum sér um óhapp-
ið og framdi sjálfsmorð.
Kortsnoj ætlar að taka sig
á við taflborðið
Reuter/Baguio — Áskorandinn i heimsmeistaraein-
víginu í skák, Viktor Kortsnoj, ákvað í gær að eina
vonin hans til að sigra Karpov í einvíginu lægi í því að
taka sig verulega á við skákborðið og á það gætu dul-
sálfræðingar eða jógar engin áhrif haft. Spáði
Kortsnoj langri og tvísýnni baráttu og kvaðst mundu
endurskoða aðferðir sínar.
1 þessum tilgangi fékk
Kortsnoj sér margra klukku-
stunda gönguferð úti i skógi en
heimsmeistarinn, Karpov, lék
tennis i iþróttahúsi sem er i
eign bandariska setu- og
varnarliðsins á Filippseyjum.
Kortsnoj lét þó frá sér fara
bréf i gærdag þess efnis aö jóg- ‘
arnir, sem hann hafði fengið til
liðs við sig til að vinna á móti
áhrifum dulsálfræöingsins
sovéska, hlytu að mega horfa á
skák eins og hverjir aðrir, enda
þótt þeir ættu i útistöðum við
réttvisina. Hann tók það sam-
timis fram að hann legöi sjálfur
meira upp úr að tefla góöa skák
en að treysta á dulræna hæfi-
leika þessara jóga. Það skiptir
ekki máli, sagði Kortsnoj,
hversu marga jóga ég hef i saln-
um ef ég leik af mér við tafl-
borðið.
Kortsnoj vann sálfræðilegan
sigur i fyrradag er hann jafnaöi
Kortsnoj
unna skák, og nú ætlar hann sér
að snúa sér af fullum krafti að
skákinni og hætta þátttöku i
sálarstriði um jóga og dulfræð-
inga. I 21. skákinni, sem tefld
verður i dag, hefur hann hvitt.
/
Aukín hungur-
hætta í Afríku
Reuter/Róm — Afrika horfist nú í augu við vaxandi
fæðuskort og sjúkdómahættu verði ekki þegar gripið til
róttækra aðgerða er haft eftir formanni Landbúnaðar-
og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Sautján Afrikulönd eiga á hættu
aukinn fæöuskort vegna flóða,
styrjalda og þurrka og sérstak-
lega er ástandið slæmt i Eþiópiu,
Niger, Mali, Chad og Ghana,
sagði formaðurinn, Doltor
Edouard Saouma.
Sjúkdómar af völdum skordýra
i afskekktum hluta Afriku gætu
borist eins og eldur i sinu um allt
landið verði ekki þegar gripið til
einhverra aðgerða, sagði Saouma
einnig. Afleiðingarnar gætu orðið
hörmulegar bætti hann viö.
Þá tilkynnti hann að Matvæla-
stofnunin væri með ráðagerðir
um ákveðnar aðgerðir til að gera
Afrikulönd sjálfum sér næg um
matvæli en þetta verk væri ekki
enn að fullu unnið.