Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 10
10 Wmkm r Framtíöin mun skera úr um varnaðarorð okkar Orkumál og stóriöja hafa veriö mjög til umræöu hin siö- ustu misserinoger það að von- um, svo mjög sem þau mál snerta heill og afkomu þjóðar- innar i nútiö og framtiö. Um þessimál erudeildar meiningar milli manna og flokka. Flestir munu telja, aö stórfelld mistök hafi átt sér staö i orkumálumog sambandi við erlenda stóriöju á islenzkri grund. Innan Framsóknarflokks eru menn ekki á einu máli I þessum efnum, enda er flokkurinn rúm- ur ogekkieölilegt aö menn skipi sér i flokka út af einu ákveöju máii eöa málum. A flokksþingi Framsóknarflokksins, sem haldiö var í marz s.l., flutti ég svofelldatillögu semsamþykkt var nær einróma: „Þingiö lýsir sig andvígt þeirri stefnu aö hleypa erlendum auöhringum inn i atvinnulif Islendinga og veita þeim forréttindi og iviln- ananir fram yfir islenzka at- vinnuvegi. Þingið varar viö rekstri þeirr- ar stóriðju, sem kann aö vera hættuleg heilsu og umhverfi manna og valda óeölilegri fé- lagslegri og líffræöilegri rösk- un. Telur þingiö, aö mengunar- valdandi stóriöja samrýmist ekki islenzkum aöstæöum og sé andstæö óskum fólksins i land- inu". Þar sem ég haföi frumkvæöi aö þessari tillögu og stefnumót- un I þessum mdlum á flokks- þingi Framsóknarflokksins og hef áöur lýstandstööu minni viö jarnblendiverksmiöjuna og er- lenda stdriöju yfirleitt, þykir mér rétt aö verða viö tilmælum nokkurraskoöanabræöra minna um aö gera nánari grein fyrir afstöðu minni, bæöi til járn- blendiverksmiöjunnar og ann- arrar erlendrar stóriöju á Is- landi. Hér er þó um svo yfir- gripsmikið mál aö ræða, aö þvi veröaekki gerö nein viöhlitandi skil í blaöagrein. Ekki veröur þó komizt hjá þvi að rifja upp nokkrar staöreyndir f þessum efnum og gera grein fyrir þvi, hvaöa menn og flokkar hafa einkum ráöiö stóriöjustefnunni og framvindu i orkumálum á Is- landi. Stóriðjustefnan í tið viðreisnar- stjórnarinnar A dögum viöreisnarstjórnar- innar svonefndu, sem var viö völd á Islandi á árunum 1959-1971, var undir forystu Sjálfstæöisflokksins mörkuö ör- lagarik stefna i stóriöju- og orkumálum. Sú stefna mótaðist af vanmati og vantrausti á is- lenzku framtaki og islenzkum atvinnuvegum, tillitsleysi viö islenzka ndttúru og islenzkt um- hverfi, en auösveipni og undir- gefni viö erlenda auöhringi og erlent peningavald. St^fna viðrienarstjórnarinnar var 1 stuttu máli sú, aö eina leið- in til aö koma orku islenzkra fallvatna i peninga væri fólgin I þvi, aö i sambandi viö hverja stórvirkjun væri geröur fyrir- fram samningur um raforku- sölu til erlendra auöhringa, er skyldu fd dýrmæta islenzka orku fyrir margfalt lægra verö heldur en landsmenn sjálfir. Er álveriö i Straumsvik talandi tákn um þessa stefnu f reynd, sem aöeins átti að vera fyrsta skrefiö á langri braut álverk- smiöja á tslandi. Alsamningurinn var geröur og undirritaöur, áöur en Alþingi fékk að fjalia um máliö. Hlýtur slik málsmeöferö aö teljast mjög ámælisverö i lýöræöis- og þingræöisriki, enda voru þing- menn viökomandi stjðrnar- flokka meö þessum hætti Landbúnaður ofar stóríðju — fyrri grein bundnir málinu fyrir fram og höföu þvi tæplega frjálsar hend- ur viö umfjöllun þess og af- greiðslu. Gegn álsamningnum og stór- iöjustefnu viöreisnarinnar börö- ust Framsóknarmenn hart og drengilega og báru meöal ann- ars fram á Alþingi vantrausts- tillögu á þáverandi rikisstjórn vegna þessa máls. Töldu þeir réttilega, aö ,,ef haidiö væri áfram á braut slíkra samninga, gætu Islendingar veriö orönir annars flokks þjóö I landi sfnu, áöur en þeir vissu af. Hér þyrfti þvi aö stinga fast viö fæti og þjóöin aö sýna vel i verki, aö hún vilji ekki slika samninga- gerö. ” Þjóðin gaf skýrt svar Þannig vöruöu Framsóknar- menn eindregið viö þessari stefnu og töldu, aö þáverandi stóriöjuframkvæmdir „bæru vitni um háskalega vantrú vald- hafanna á höfuöatvinnuvegum þjóöarinnar”, svo aö vitnaö sé til ályktunar miöstjórnar um máliö. Jóhann Hafstein, fyrrverandi formaður Sjálfstæöisflokksins, var forsætis- og iðnaöar- ráöherra, er viöreisnarstjórnin rann sitt skeið fyrir sjö árum. I Greinsú, sem hér birtist var upplaflega rituö snemma I mai s.l. til birtingar i blaöinu Magna, „málgagni Fram- sóknarmanna á Vesturlandi”. Tilefniö var grein i Magna, þar sem járnblendiverksmiöj- an var mjög lofuö og ráöizt meö hnýfilyröum aö andstæö- ingum erlendrar stdriöju á Is- landi. Jafnframt var ,,ál- samningurinn” svonefndu mjög lofaöur og talinn mikill búhnykkur. Grein min þótti ekki hæf til birtingar i Magna, enda haföi ég leyft mér að gagnrýna lítillega, aö sumir forystumenn Framsöknar- flokksins áVesturlandi skyldu gerast sporgöngu- og baráttu- menn erlendrar stóriöju I svo góöu landbúnaöarhéraöi sem Borgarfjöröur er. Mun greinin hafa veriö fengiö a.m.k. ein- um ráöherra Framsóknar- flokksins til skoöunar og yfir- lesturs. Eftir langar og ýtarlegar viöræöur ritstjóra Magna við mig, féllst ég á aö skrifa greinina að mestu leyti upp að nýju. Var hún þannig búin og eins og hún nu birtist afhent ritstjóranum. En þrátt fyrir þaö, fékkst hún ekki birt I „málgagni Framsóknar- manna á Vesturlandi”. Nokkru fyrir kosningar haföi ég spurnir af þvi, aö greinin heföi Verið afhent Timanum til birtingar og fengin Þórarni ritstjóra i hendur. Hefur ritstjóri Magna nú nýlega staöfest viö mig, aö svo hafi verið. Staöreyndin er hins vegar sú, aö greinin fékkst ekki birt i Magna og hefur ekki fengizt birt i Tim- anum fyrr en nú, eftir aö ég haföi rætt máliö til Jón Sig- urösson ritstjóra, sem reynd- ar haföi á s.l. vetri beöiö mig aö skrifa um þessi mál i blaö- iö. Ber aö þakka Jóni þær miklu og góöu breytingar sem oröiö hafa á Timanum það stutta skeiö er hann hefur haft ritstjórn á hendi. I hans hönd- um hefurblaðiö oröiö opnaöra og viösýnna og er þaö vel. Margir vinir minir og skoö- anabræöur hafa mælzt til þess, aö grein þessi mætti koma fyrir almenningssjónir. Nú ber þessað gæta, aö grein- inni var ætlaö aö birtast fyrir kosningar og vera má, aö sum atriöi hennar séu þegar úrelt. Þvi ber aö fagna, aö hin nýja ríkisstjórn boöar breytta stefnu I orkumálum og að horfiö veröur frá frekari stór- iðjuframkvæmdum i sam- vinnu viö erlenda auöhringi. Skulu forystumönnum stjórn- arflokkanna færöar ham- ingjuóskir meö nýja og breytta stefnu i orkumálum, sem þeim tekst ‘vonandi aö framkvæma til sem mestra hagsbóta fyrir land og lýö. Jón Einarsson. áramótagrein sinni viö árslokin 1970 miklaöist hann af þvi, aö álveriö heföi veriö tekiö i notk- un og talaöi um opnun þess sem sérstaka „stórhátiöá íslandi”. I áramótagreininni segir hann m.a. svo um þessa storiöju- stefnu: „Afram veröur haldiö. Hversu hratt þaö veröur, fer eftir atvikum, vorum eigin vilja og þeim möguleikum, sem vér fáum skapaö i samningum og samstarfi viö aöra um nýja stjóriöju á Islandi. Eru Islend- ingar i dag hræddir viö nýja stóriöju, nýjar álbræöslur, nýj- an efnaiðnaö i landinu i sam- vinnu viö erlenda? Vill fólkið, aö vér, sem erum umboösmenn þess á Alþingi og i rikisstjórn, nemum staöar eöa höldum áfram á sömu braut og nú hefur veriö mörkuö. Hér er unnt aö stööva á aö ósi. En hverer sá,er þaö vill? Þannig spuröi Jóhann Haf- stein. Svarið fékk hann i kosn- ingunum 1971. Þjóöin vildi ekki halda áfram á álverabraut. Islendingar vildu „stööva á aö ósi” 1971 og vilja margir enn, ekki vegna afturhaldssemi og hræöslu viö framfarir og nýj- ungar I atvinnurekstri, eins og sumir halda fram, heldur sakir þessaö þeir telja, aö álbræðslur og önnur mengunarvaldandi er- lendstóriöja samrýmist ekki is- lenzkum aöstæðum og aö sönn- um framförum og hagsbótum megi ná eftir öörum leiöum. Þeir eru andvigir hvers konar undirlægjuhætti viö erlent vald og vilja ekki, aö erlendir auð- hringir njóti hlunninda og iviln- ana fram yfir landsmenn sjálfa. En umfram allt vilja þeir standa vöröum rétt og frelsi Is- lands og leggja sig fram um aö varöveita fegurð og heilbrigöi lands og lifs. Nokkrir þættlr úr sögu járnblendi- verksmiðjunnar Er vinstri stjórnin haföi tekiö viö völdum sumriö 1971 og Magnús Kjartansson var orðinn iönaöarráöherra, töldu flestir, að nú yröi numiö staöar á stór- iöjubrautinni og ekki geröir nýir samningar viö erlenda auö- hringi um sölu á raforku fyrir smánarveröi þvi skyni aö reisa hér verksmiöjur þeirrar geröar, er aörar þjóöir eru aö reyna aö losa sig viö sakir óhollustu fyrir mannlif og umhverfi. Þetta fór þó á aöra leiö. Svo undarlega sem þaö kann aö hljóma, þá virtist Magnús Kjartansson og flokkur hans taka í arf stóriðjustefnu Jó- hanns Hafsteins og annarra ál- manna. Staðreynd er, aö iðn- aöarráöherra Álþyðubanda- lagsins lagöi i þaö orku sina og stjórnvizku aö halda áfram stóriðjustefnunni, undirbúa stofnun járnblendiverksmiðju á tslandi og velja henni staö viö einnfegursta fjörö þessa lands. Til þess mun hann hafa notið fulltingis flokksbræöra sinna. Meöal annars var fyrrverandi frambjóöandi Alþýöubanda- lagsins á Vesturlandi einn aöal- ráögjafi ráöherrans i stóriöju- málum. Nú var reyndar sá munur á, aö islenzka rikiö skyldi eiga meirihluta i fyrirhugabri verk- smiöju, orkuverö yröi endur- skobaö meö vissu árabili og verksmibjan átti aö lúta is- lenzkum lögum. Hér var vissu- lega mjög breytt um til hins betra frá álsamningnum, en stóriðjustefnunni skyldi þó fram haldið undir forystu Alþýöu- bandalagsins. Vert er aö vekja á þvi athygli, aö Alþýðubandalagið og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa farið meö stjórn og forystu orku- og iön- aöarmála á Islandi um langt árabil. Þessir flokkar bera höf- uðábyrgö á þessi steínu, sem mörkuð hefur veriö i orkumál- um ogþeim mistökum sem þar hafa átt sér staö, þar á meöal bæöi Kröfu og Grundartanga. Meðan Magnús Kjartansson var iðnaöarráðherra mun und- irbúningur aö stofnun járn- blendiverksmiðjunnar aö mestu leyti hafa fariö fram á bak viö luktar dyr og án þess að al- menningi væri kynnt máliö eba SR. JÓN EINARSSON — Saurbæ á Hvalfjaröarströnd Þriöjudagur 12. september 1978 gefinn kostur á aö fylgjast meö þvi. Ráöherrann og flokkur hans brugöust gjörsamlega þeirri siöferöilegu og félagslegu skyldu sinni aö kynna máliö til dæmis meöal fólksins i gramd viö Grundartanga, hvaö þá aö okkur gæfist i öndveröu nokkur kostur aö taka þátt i ákvörðun- um um þetta örlagarika mál, sem kann aö hafa ófyrirsjáan- leg áhrif á framvindu lifs og framtiö landbúnaöar i þessum sveitum. Jámblendijöfrum gekk illa að sannfæra Þaö var loks hinn 4. desember 1974, að stjórnvöld efndu til fundar að Heiðarborg i Leirár- sveit til að kynna heimamönn- um fyrirhugaöa járnblendi- verksmiðju. Þá var málið i rauninni löngu ákveöiö bak viö tjöldin, nýr iðnaöarráöherra Sjálfstæöisflo.kksins hafði tekiö við málinu úr höndum Alþýðu- bandalagsins og var ekki siöur ötull en fyrirrennari hans viö stóriðjuáformin. Fundurinn i Heiðarborg sætti miklum tiðindum og til hans mun lengi veröa vitnað, enda lengsti og fjölmennasti fundur, sem I þessum byggðum hefur veri haldinn i manna minnum. Fundurinn veröur ekki rakinn hér efnislega, enda mörgum kunnur. En niöurstaöa fundar- ins var sú, aö heimamenn voru mjög tortryggnir gagnvart þvi aö það járnblendibarn sem þeir Magnús og Gunnar höföu getið af sér fyrir atbeina erlendra auðhringa, yrði þessari byggö og landbúnaði hér til blessunar og heilla á komandi tiö og aö réttmætt væriaðseljasem mest af Islenzkri orku til þessarar iðju fyrir litið verö. Þannig gekk járnblendijöfr- um illa aö sannfæra okkur sveitamennina um ágæti, hag- kvæmni og blessun erlendrar stóriðju, sem nú skyldi nema land I þessari fallegu og blóm- legu byggö, þessu góöa land- búnaðarhéraði, þar sem forfeð- ur okkur höföu I ellefu hundruö ár lifað á þvi, sem landið gaf, lifaö I sátt og friöi viö landiö og hlúö aö hinni sifrjóu og gjöfulu móðurmold, sem aö visu haföi reynzt börnumsinum bæöi mild oghörö, en enginn haföi fram aö þessu látið sér detta i hug aö sýna vantrú eða vantraust, hvaö þá aö fórna henni fýrir stóriöju og yfirvofandi mengun. Framtiöin mun skera úr þvl, hvort tortryggni og varnaöarorö okkar sveitafóksins voru ástæöulaus eöa á rökum reist. Þrátt iýrir allt haföi fundur- inn á Heiðarborg meiri og já- kvæðari áhrif en margan grun- ar. Meðal annars var eftir fund- inn farið að huga betur aö um- hverfismálum og tillit tekiö til almennrar kröfu um vistfræöi- legar rannsóknir á lifrfki Hval- fjarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.