Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 12. september 1978 19 OOOOQGOG Celtic lagði Rangers að velli — og 120 ábang- endur Rangers handteknir eftir leikinn Celtic heldur sínu striki í Skotlandi og sigraði um helgina erkióvinina, Rangers, 3:1 i mjög fjörugum leik. Celtic náöi' forystu þegar á 2. minútu meö marki Tom McAdam, og George McClus- key bætti ööru marki viö skömmu siöar. Derek Parlane minnkaöi muninn og Rangers átti siðan möguleika á aö jafna metin þegar þeir fengu vitaspyrnu, en Alex Miller hitti ekki markið, og á 71. min- útu gulltryggði siðan McAdam sigur Celtic með góðu marki. Rangers hefur enn ekki unn- ið leik i deildakeppninni en Celtic er með fullt hús stiga. Aberdeen er i öðru sæti eftir 4:0 sigur yfir Motherwell á laugardag. Joe Harper og Steve Archibald skoruðu mörk þeirra hvor hvor. V —v STAÐAN ^^eUd Liverpool ...5 5 0 0 19: 2 10 Coventry .. .5 4 1 0 11: 4 9 Everton 5 4 1 0 7: 2 9 WBA 3 2 0 9: 3 8 Aston Villa ...5 3 1 1 8: 3 7 Nott.For ...5 I 4 0 3: 2 6 Southampton .. .. .5 2 2 1 8: 8 6 Man.Utd 2 2 1 6: 7 6 Leeds U ...5 2 1 2 10: 8 5 Man.City ...5 1 3 1 7: 7 5 Norwich 1 3 1 8: 9 5 Bristol C .. .5 2 1 2 5: 6 5 Arsenal 1 2 2 9: 7 4 Bolton 1 2 2 7: 11 4 Tottenham ...5 1 2 2 5: 14 4 Middlesb .. .5 1 1 3 5: 7 3 Ipswich 1 1 3 4: 7 3 Chelsea 1 1 3 5: 9 3 Derby 0 2 3 4: 8 2 Wolves ...5 1 0 4 4: 8 2 Birmigham .... ...5 0 2 3 4: 10 2 QPR 0 2 3 3: 9 2 2. deild StokeCity ... 5 4 1 0 7: 1 9 Crvstal P 5230 8:47 Brighton 5 3 11 7:3 7 Bunhley 5230 8: 67 Wrexham 5230 3: 17 Bristol 5 3 0 2 10: 9 6 WestHam 5 2 1 2 11: 7 5 Preston ....5131 9: 8 5 Fulham ....5 2 1 2 4: 4 5 Oldham ....5 2 1 2 8:10 5 NottsC ....5 2 1 2 7: 9 5 Newcastle ....5212 ,5: 75 Sunderland .... ....5 2 1 2 5: 7 5 Luton ....5 2 0 3 10: 7 4 Cambridge .... ....5 1 2 2 3: 3 4 Charlton .... 5 1 2 2 5: 6 4 Orient ....5 2 0 3 5: 6 4 Millwall ....5 12-2 4: 8 4 Blackburn ....5113 8:10 3 Leicester ....5 0 3 2 3: 5 3 Sheff.Utd ....5 113 4: 8 3 Cardiff ....51 13 6:11 3 I Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu Gísli Torfason mun ekki leika með islenska landsliðinu i knatt- spyrnu gegn Hollending- um i Nijmeken i Hol- landi 20. september, þr sem hann er staddur i sumarfrii á Spáni. Gisli hélt til Spánar á föstudaginn og lék þvi ekki með Kefl- vikingum gegn Vikingi. Þetta er mikið áfall fyrir landsliðið, þvi að Gisli hefur verið einn af lykil- mönnum liðsins undan- (•IS1.I. . . .sólar sig nú á Spáni. farin ár — og oft leikið sem fyrirliði. Þá er ljóst aö Teitur Þóröarson getur ekki leikiö meö gegn Hol- lendingum f Kvrópukeppni lands- TKITUR. . . .fær ekki frl hjá öster, liða, þar sem hann fær ekki fri frá öster til aö leika, þar sein öster leikur þý öingarmikinn leik I „Allsvenskan" 20. septcmber — gegn llammerby. —SOS Gísli og Teitur ekki með gegn Hollandi með sigri — og tóku FH-inga með sér niður í 2. deild KARL. . .opnaöi leikinn I Kyjum ineð góöu marki. Sveiflukenndur leikur í Eyjum — þegar Eyjamenn unnu Fram 3:2 Hún var rislágknattspyrnan, scm FH-ingar sýndu þegar þeir kvöddu deildina meö 1:3 ósigri gegn botnliöi deildar innar, Breiöabliki, á laugardag. Hásp.vrnur, sendingar móthcrja á milli og mistök á mistök ofan einkenndu þennan leik ásamt leikleiöa beggja liða. Þaö var aðeins fyrstu tvær minútur leiksins, aö FH-ingar virtust berjast fyrir lifi sinu i 1. deild.Strax eftir aöeins 30 sek. höfðu FH-ingar skorað mark. Janus braust upp vinstri kantinn og gaf vel fyrir markið þar sem Viðar Halldórsson skoraði örugg- lega með góðu skoti. FH hefði getað skorað aftur minútu siðar, en skot Leifs Helgasonar fór rétt framhjá. Eftir markið hættu FH-ingar að berjast og aðeins 12 minútur liðu þar til Blikarnir höfðu jafnað metin með góðu marki Hákonar Gunnarssonar eftir herfileg varnarmistök FH-inga. Það var þó eins og smákippur kæmi hjá FH eftir markið og reyndu þeir nokkuð til að jafna og áttu Viðar, Óli Dan og Janus allir færi á að skora, en tókst ekki. Hinum meg- in átti Hákon gott skot að marki. Seinni hálfleikurinn varö ögn liflegri enda ekki möguleiki á annarri þróun eftir liflausan fyrri hálfleik. FH-ingar virtust loks gera sér grein fyrir þvi aö þeir þyrftu að skora til að sigra og sóttu ákaft aö marki Blika. Og á Framhald á bls. 23 Teitur oer Hann var furðulegur leikurinn I Kyjum á milli Kyjamanna og Fram. Heimamenn höföu algera yfirburði i fyrri hálfleik og skor- uðu þá þrjú mörk gegn engu gest- anna, en i síðari hálfleik snerist dæmiö við og Fram sótti án af- láts, en tókst þó ekki aö jafna metin, og urðu lokatölur leiksins þvi 3:2, Kyjamönnum i hag. Leikurinn var ekki nema tveggja mfnútna gamall þegar Karl Sveinsson kom Eyjamönn- um yfir með góðu marki af 25 m færi. Litið markvert gerðist þar til á 13. minútu og þá skoruðu Eyjamenn aftur. Orn gaf boltann yfir á Valþór sem gaf knöttinn rakleiðis til Gústafs Baldvinsson- ar og hann renndi knettinum á Sigurlás, sem skoraði af mark- teig 2:0. Það var ekki fyrr en á 17. min. að Páll Pálmason var ónáðaður i marki IBV, en þá varði hann meistaralega hörku- skot Péturs Ormslev. Rétt á eftir fékk Sigurlás gott tækifæri, sem ekki nýttist. Eftir hálftima leik komst Guðmundur Hafberg einn inn- fyrir vörn IBV og gaf boltann á Rúnar Gislason, en hann var að- eins of seinn og tækifærið rann út i sandinn. A 43. min. kom svo 3:0. Gústaf átti gott skot, sem hrökk af Guðmundi og til Karls, sem skoraði örugglega. Það var allt annað Framlið sem kom inn á i siðari hálfleik. Fram- arar tóku öll völd á vellinum, drifnir áfram af stórleik Guðmundar Hafberg og Péturs Ormslev, og ekki liðu nema 7 minútur af siðari hálfleiknum þar til Fram minnkaöi muninn. Guðmundur Hafberg skoraði eftir að þvaga hafði myndast við markteig Eyjamanna. A 64. min. átti Rúnar Gi'slason þrumuskot af 20 m færi, sem Páll Pálmason varði með miklum tilþrifum. Þegar tólf minútur lifðu af leiknum komst Guðmundur Haf- berg enn inn fyrir vörn IBV og eina ráðið til að stööva hann var að bregöa honum, og var það snaggaralega gert. Úr vitaspyrn- unni skoraði svo Pétur Ormslev af miklu öryggi. Á 87. min. munaði siðan ekki nema hárs- breidd að Framarar jöfnuðu, en Rúnar skaut lélegu skoti beint á Pál i markinu. Leikurinn skiptist algerlega i tvennt. ÍBV átti fyrri hálfleikinn, Framhald á bls. 23 Teitur og félagar — hafa tekiö stefn- una á meistaratitil— inn i Sviþjóð Teitur Þóröarson var á skot- skónum I Sviþjóð, þegar öster vann góðan sigur (2:1) yfir Atvidaberg á útivelli. Teitur skoraði fyrsta inark leiksins og kom öster á bragöiö. öster hefur nú náö fjögurra stiga forskoti i „Allsvenskan” og hefur tekið stefnuna á Sviþjóöarmeistaratitilinn. V -*DsJ Blikarnir kvöddu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.