Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. september 1978 9 Tíðindalaust á Kröflusvæðinu v: HK— „Þróunin er svipuð og áður, stöðugt landris en þó heldur hraðar en búist var við. Við giskum á að næsta hrina komi um miðjan október” sagði Hjörtur Tryggvason mælinga- maður á Leirhnúkssvæðinu I viðtali við Timann i gær. Hjörtur sagði einnig að gufan hefði aukist á vissum stöðum við Leirhnjuk. Landris væri um 5 sentimetrar á viku. en litiö væri þó af skjálftum. Þá var Hjörtur spurður, hvort ekki sæi fyrir endann á þessari ókyrrð á Kröflusvæðinu, en hann kvað svo ekki vera. Það væri stöðugt innstreymi um 5 rúmmetrar á sekúndu inn i kvikuþró, sem væri á 3-7 km dýpi undir Kröfluöskjunni. Hún fyllist smám saman af kviku en gos verða þó aldrei mikil sagði Hjörtur.vegna þess að sprungur á svæðinu i kring taka við mest allri kvikunni og mynda berg- ganga. Að lokum sagöi Hjörtur , að þessi hringrás, þegar þróin fylltist og tæmdist siðan með á- kveðnu millibili, gæti haldið áfram i nokkurn tima, en hann vildi þó engu um það spá,hve lengi. Aöeins nokkurra mánaða samningar um samnýtíngu SJ — Samningar milli lækna Landsspitalans og Keppsspitalans um samnýtingu fyrsta áfanga geðdeildar á Landsspitalalóð hafa farið fram að undanförnu, og virðist hilla undir lok þeirra. Jónas Haralz, formaöur yfirátjórnar mannvirkjagerðar á Landsspitalalóö og full- trúi læknaráðs Landsspitalans sögðu Timanum, aö þeir vonuöust til að afhending gæti farið fram á næstu vikum, og göngudeildin I fyrsta áfanganum tekið til starfa. 1 samtali við Timann lét Jón- as Haralz i ljósi óánægju með skrif Timans um þetta mál og kallaði þau „tóma vitleysu”. Meðal skrifa Timans um málið voru viðtöl við Jónas Haralz og Skúla Guðmundsson, forstööu- mann Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar rikisins, sem ekki hafa verið borin til baka, auk skrifa, sem byggð voru m.a. á upplýsingum frá Matthiasi Bjarnasyni, fyrrum heilbrigðisráðherra, Páli Sig- urðssyni ráðuneytisstjóra og Tómasi Helgasyni yfirlækni. Jónas Haralz sagöi, aö engar deilur hefðu staðið yfir um geö- deildarmálið nú, hins vegar væri unnið að þvi að útfæra samkomulag milli lækna Landsspitala og Kleppsspitala um samnýtingu húsnæðisins. (Það var tilbúið til afhendingar og notkunar i maibyrjun sl.) Kvað bann mál þetta sem og mörg önnur, ekki einfalt, eins og blaðamenn virtust halda, heldur flókið. Fulltrúi læknaráðs Landsspit- alans sagði, að samningar um samnýtingu fyrsta áfanga geð- deildarinnar hefðu staðið yfir að undanförnu og farið' friðsam- lega fram. Rætt hefði veriö um að hve miklum hluta húsnæöið yrði notað fyrir göngudeildir Landsspitalans og að hve mikl- um hluta fyrir geðlækningar. Öinnréttuð svæði væru i fyrsta áfanganum, sem þyrfti aö ganga frá og minniháttar breyt- ingar þyrfti aö gera, svo sem fram kom i fyrra viðtali við Jón- as Haralz, t.d. setja vaska, þar sem þeir hefðu ekki veriö. Þetta væru þó litilsháttar breytingar. Fulltrúi læknaráðsins var spurður hvort honum hætti pklfí Geðdeiid Landsspitálans.... hvenær veröur húsið tekið I notkun? (Timamynd Tryggvi). óeðlilegt hve dregist hefði á langinn að taka þetta fullbúna húsnæði á geödeildinni I notkun. — Jú, það má segja að veiki punkturinn i þessu sé að ekki hafi verið nægilega vel skil- greint i upphafi hvernig sam- nýtingu geðdeildarinnar skyldi hagað, var svar fulltrúa lækna- ráðsins, „Engar deilur um geðdeildina” Heimsfrægur danskur málari sýnir á SEPT 78 Mynd á stærð við opnu i dagblaði kostar 1700 þúsund krónur Sjávarútvegsráðuneytíð: Sést yfir sýningasal SEPTEM ’78. (Timamynd G.E.). Málefni á N-Atlants- hafi Rædd á ráðstefnu æskufólks Dagana 12. — 16. september verður haldin á Hótel Loftleið- um alþjóðleg ráðstefna æsku- fólks um hafréttar-, auðlinda- og öryggismál á N-Atlantshafi. Til ráðstefnunnar er boðið um 40 fulltrúum frá æskulýðssam- böndum 15 rikja I austri og vestri. Ráðstefnan, sem haldin er á vegum Æskulýðssambands Is- lands og æskulýðssambanda annarra Norðurlanda, veröur sett þriðjudaginn 12. september. Benedikt Gröndal utanrikisráð- herra verður viðstaddur og flyt- ur ávarp. Flutt verður erindi um auð- lindir i N-Atlantshafi, og annað um áhrif hafréttar- og auðlinda- mála á öryggismálastöðu á þessusvæði. Þá mun Guðmund- ur Eiriksson, aðstoðarþjóðrétt- arfræðingur utanrikisráðu- neytisins, flytja erindi um haf- réttarmálin meö sérstöku tilliti til 200 milna efnahagslögsög- unnar. Auk almennra umræðna á ráðstefnunni verður starfað i vinnuhópum, sem undir lokin munu fjalla um möguleikana á frekara samstarfi landanna til að draga úr stjórnmáladeilum og hernaöarlegri spennu á N- .Atlantshafssvæðinu. , JG — Septem 78 er fyrir löngu oröinn árlegur list- viöburöur að hausti en þá sýnir listamannahópur — sá sami ár eftir ár, en þau eru Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson, Karl Kvaran, Kristján Daviðs- son, Jóhannes Jóhannes- son og Sigurjón ólafsson, myndhöggvari. Að þessu sinni er á orðin nokkur breyting, þvi hópurinn hefur fengið einn kunnasta mál- ara Dana, Ejler Bille, til liös við sig, en Bille er hér i boði Nor- ræna hússins. Bille er fæddur árið 1910, en sýndi fyrst málverk eftir sig opinberlega árið 1931, eða fyrir tæpri hálfri öld. Með i förinni er einnig kona Billes, Anita Therkildsen, sem einnig er þekktur málari i Dan- mörku og viðar. Bille mun ferðast úm tsland, en laugardaginn 16. september kl. 16.00 mun hann flytja erindi i Norræna húsinu sem fjallar um mannlegt og félagslegt gildi listarinnar. Þau hjónin hafa nýlega veriö á Bali og eru flest verk hans á sýningunni máluð þar en þau eru sjö talsins. Myndir Ejier Bille eru fremur litlar, varla stærri en opna á dagblaði en svoleiðis mynd kostar 1.710.000 ikr. Bille er seinvirkur málari málar aðeins 6-7 myndir á ári (oliu) en auk þess gerir hann grafik og er grafik eftir hann einnig á sýningunni i Norræna húsinu. Nánar mun verða sagt frá sýningunni Septem 78 hér i blaðinu siðar og ennfremur frekar sagt frá lifi og starfi Ejler Bille. JG mm. Le.vft er að klæða öftustu 18 m botnvörpu með neti til að draga úr sliti. Þá er heimilt að festa styrkt net úr sama efni og varp- an er gerð úr, við öftustu 8 m efra byrðis bornvörpu og efra og neðra byrðis flotvörpu. Er hér um svonefnda „pólska klæðningu” að ræða. Nýtt ákvæði er um fjölda' og lengd þenslugjarða. Má nota þær á öftustu 9 m botnvörpu og 18m flotvörpu og skal bil á milli þeirra vera minnst 1,8 m. Þá gilda þær sérreglur um veiðar með rækjuvörpu og vörpum sem notaðar eru til spærlings- kolmunna- og loðnu- veiða, að heimilt er að nota styrktarpoka utan um poka vörpunnar, en lágmarksstærð sliks styrktarpoka er 80 mm. fréttir í stuttu máli Reglugerð um möskva- stærðir... HR — Sjávarútvegsráðu- neytiö hefur gefið út reglugerö um möskva- stæröir botnvörpu og flotvörpu, sem gildi tekur 20. september n.k. Reglugerð þessi er að mestu sama efnis og gildandi reglu- gerð, en ýmis ákvæði hafa verið gerð itarlegri og öðrum breytt litillega i samræmi við fengna reynslu. Lágmarksstærð möskva aft- ast i bornvörpu og flotvörpu verður óbreytt svo og humar- vörpu. Karfaveiðar verða óbreyttar. Þá verða lágmarks- möskvastærðir rækjuvarpanna með tvö byrði 55 mm i vængjum og miðneti, en 36 mm i öðrum hlutum vörpunnar, en i vörpum með fjögur eða fleiri byrði 45 mm i vængjum aftur að fremsta horni efra byrðis en 36 mm i öðrum hluta vörpunnar. Lág- marksstærð möskva i vörpum sem notaðar eru til spærlings- kolmunna- og loðnuveiða, er 16

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.