Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 8
8 Þri&judagur 12. september 1978 á víðavangi Gerist þetta Seint i fyrrahaust fór undir- ritaöur ásamt tveim öörum starfsmönnum Timans i eins dags ferðalag um nokkurn hluta Suöurlandsundirlendis. Þar skiptum við liði og önnuö- umst hvert sinn þátt þeirra verkefna, sem fyrirhugað var að vinna. Þegar ég hafði lokið erindum minum á einum bæn- um, var húsmóöirin þar svo vinsamleg að aka mcr til næsta áfangastaöar, þvi að hvort tveggja var, að leiöin var óþægilega löng gangandi manni. og ég auk þess ókunn- úgur. Sem við ókum „afleggjara” frá bænum, áieiðis að aðal- veginum, mættum við börn- um, á að giska þrettán ára gömlum, sem voru auð- sjáanlega að koma heim úr skóla. Hiísfreyja stöðvaði nú hilinn og skipti nokkrum orð- um við börnin, bað þau að lesa lexiurnar sinar strax og þau kæmu heim, og minnti þau á að þaö væri ekki langt til kvöldsins. — Klukkan mun hafa verið hálfsex, þegar þetta var. Sfðan ókum við leið okkar, og þegar við vorum komin spölkorn frá börnunum, sagði frúin: „Þessi eru nú búin að vera á feröinni siðan klukkan hálfsjö I morgun.” Mér varð víst orðfall f svipinn — Irúði naumast minum eigin eyr- um,— en svo hváöi ég eins og sá sem skilur ekki þaö sem hann heyrir. Þar næst bað ég um nánari skýringu, og fékk hana: Mér hafði ekki misheyrst. Þessibörn voruvakiná hverj- - enn? um einasta virkum morgni klukkan rúmlega sex, eða í siöasta lagi laust fyrir hálfsjö. Um klukkan hálfsjö reyna þau að borða morgunmatinn sinn, (og má nærri geta hvernig matarlyst barna er um það leyti sólarhringsins l.Siðan þurfa þau aö komast frá heim- ilum sfnum út á veg, þar sem stór skólabfll ckur um og smalar börnunum saman þegar klukkan er á seinnipart- inum i sjö. Laust fyrir klukkan átta er billinn kominn með allan barnahópinn þangaö sem skólinn er, og kennsla hefst klukkan átta. Þó var ekki betur ástatt um niðurröö- unina f fyrrahaust en svo, að suma daga vikunnar gátu sum barnanna ekki hafið nám fyrr en klukkan hálftiu og voru þá liðnir fullir þrir klukkutimar siöan þau voru aö borða morgunmatinn sinn heima. Klukkan fjögur um daginn lagði skólabiUinn aftur á stað út i sveitina, — og enn kemur skipulagið (eða skipulagsleys- ið, öllu heldur), til sögunnar: Sum barnanna voru ekki nema i einni kennslustund eft- ir hádegið, en komust þó ekki af stað heim til sin fyrr en klukkan fjögur, eins og áöur segir. Þegar svo skólabillinn skilaði loks börnunum af sér úti á vegi, áttu þau eftir að ganga þaðan og heim tU sin, sem i sumum tilvikum var drjúgur spölur. Og nú mættum við þeim, þar sem þau voru á heimleið með skólatöskurnar sinar um klukkan hálfsex slð- degis. Þá áttu þau eftir heima- nám, kvöldverö og annað það sem gera þurfti heima. Ungir borgarar á leiö i skóla. ,,Ég hefði verið kærð- ur” Allt þetta sagði þessi sveita- kona mér á rólegan og prúðmannlegan hátt, og meira að segja án allrar þykkju, að þvi er mér virtist, en hitt duld- ist ekki, aö hún kenndi i brjósti um börn sin. Þegar hún hafði ekið mér á leiöarenda, og ég var farinn að vinna verk mitt á öðrum bæ, sagði ég bóndan- um þar, hvað hún heföi sagt mér, og ég lét þess getið, að mér hefði blöskraö saga hennar. Bóndi sagði, — og kvaö fast að orðunum: Mér kemur þetta sjálfsagt ekki viö, því að m in börneru fyrir löngu orðin fullorðið fólk, en ef ég heföi farið svona með þau, þegar þau voru á þessum aldri, þá hefði ég verið kærður fyrir barnaverndarnefnd. Það var og. Nokkru seinna ræddi ég i útvarpi við fræðslu- stjórann á Austurlandi, og sagöi honum meðal annars frá þessu fyrir framan hljóðnem- ann.Égtókfram.aö mér dytti ekki i hug að þetta væri nein- um einum aðila að kenna, hvorki stofnun né einstaklingi. Trúlegast væri að þetta hefði einhvern veginn „oröiö svona,” án þess að nokkur maður ætlaðist til þess. Hann svaraði þvi til, að hér væri tvimælalaust um tvenns konar brot að ræða: Fyrst og fremst brot á lögum um vernd barna og unglinga.og i ööru lagi brot á reglugerð, sem segir til um það, hversu langur timi megi fara til þess daglega að aka nemendum að og frá skólan- um, þar sem þeir stunda nám sitt. Satt að segja átti ég von á stormi eftir þennan út- varpsþátt. Ég taldi vist að mér yrði bent á, að ég væri að tala um mál, sem mér kæmi ekkert við, og liklegt að ýmsir yrðu til þess að útskýra fyrir mér einhverjar ástæður, sem mér væru ókunnar, og sem rýttlættu, eða afsökuöu að minnsta kosti þetta fáránlega fyrirkomulag. En ekkert slikt gerðist. Ekki lét einn einasti maður til sin heyra til réttlæt- ingar eða útskýringar á þessu, en ýmsir út i frá hafa látið i ljós botnlausa undrun sina. Enn á ný skal það tekið fram, skýrt og greinilega, að hér er ekki verið að kenna neinum einum aðila um neitt, — hvorki stofnun né einstaklingi. Hins vegar ættu allir að geta skilið það, að við svo búið má ekki standa. Hvaða skrifstofumaður eða starfsmaður i opinberri þjón- ustu halda menn að myndi láta bjóða sér þann vinnutima, sem lýst hcfur verið hér að framan? Auðvitað enginn þeirra, enda dvtti vist öngvum manni i hug að fara fram á slíkt viðþá. En þetta látum við okkur sæma og bjóða börnum okkar — þjóð sem veltir sér i efnahagslegri velsæld og margvislegum ytri þægind- um. Ekki einkamál neins. Það þjóðfélag, sem hefur vcrið að mótast hér á landi siðustu þúsund árin eða svo, á ekki og þarf ekki að vera einhver „hál fguðdómlegur djöfull,” sem drottnar yfir lifi og limum þegnanna. „lláskóli baðstofunnar” hefur óhjákvæmilega þokað fyrir nýjum siðum, en lon-og-don— seta á hörðum skólabekkjum hefur komið i staðinn. Hvort þar var skipt um til góös, skal látiö ósagt að sinni, sú spurn- ing er fyrir utan ramma þessa greinarkorns. Hitt er víst, að á þessu sviði eins og mörgum öðrum, er aðgátar þörf. Þessar linur eru skrifaðar vegna þess, að nú eru skólarn- irá landi hér að taka til starfa, hver af öðrum, og islensk ung- menni flykkjast inn fyrir dyr þessara stofnana þúsundum saman. Sumir eru glaðir og kátir með nýjabrumið I öllum taugum, aðrir leiðir og þreytt- ir eftir þrásetu undanfarinna vetra. Vonandi er, að það ástand sem lýst var i upphafi þessarar greinar, fýrirfinnist ekki lengur i neinni sveit á islandi. En sé svo, að þetta eða þessu likt eigi sér enn stað einhvers staðar á landinu, þá er þaö auðvitaö ekki neitt einkamál þeirrar sveitar eða þcss byggðarlags, þar sem slikt viðgengst. —VS. Bragi Kristjánsson skrifar um heimsmeistaraeinvigið Kortsnoj slapp með „skrekkinn” Kortsnoj kom á óvart, er hann valdi Caro-Kann vörn I 20. einvigisskákinni. Hann er greinilega undir áhrifum aðstoðarmanns sin, Keenes. Sá siöarnefndi hefurað undanförnu teflt afbrigði það, sem Kortsnoj valdi, og auk þess birt um það tvær greinar. Varla er þó hægt að hugsa sér ólikari skákmenn en Kortsnoj og Keeneog þvi er i meira lagi vafasamt, að upp áhaldsbyrjanir Keenes henti Kortsnoj. Áskorandinn kunni ekki vel viö sig i þeirri stööu, sem upp kom i 20. skákinni. Staða hans versnaði smátt og smátt og þegar skákin fór i biö, töldu sérfræöingarnir viöfrægu á Filipseyjum liklegt að Kort- snoj gæfist upp i biðstöðunni. Veikur biðleikur Karpovs gaf áskorandanum færi, sem nægðu tii jafnteflis eftir harða baráttu. 20. skákin 1. e4 cG Kortsnoj hefur sjaldan eöa aldrei teflt þessa byrjun áöur. 2. d4 d5 3. Hc3 — Onnur algeng leiö er hér 3. exd5 cxd5 og siðan 4. Bd3 ásamt 5. c3 eöa 4. c4. Hvitur græðir ekkert á lokun miðborðsins: 3. e5 Bf5 4. Re2 e6 5. Rg3 Bg6 (eöa jafnvel 5. — Re7) 6. h4 h5 o.s.frv. 4. Rxe4 Rf6 Einn aöstoðarmanna Kortsnojs, Raymond Keene, hefur undan- farið teflt þetta afbrigði. Karpov fer liklega aö rannsaka uppáhaldsbyrjanir Keenes, þvi i 18. skákinni tefldi Kortsnoj Pirc-vörn, sem Keene þekkir flestum betur. Algengari leiðir eru hér 4. — Rd7 og 4. — Bf5 5. Rxf6+ exf6 önnur leið er hér 5. — gxf6. Hún getur verið hviti hættuleg, en er ekki talin gefa svörtum jafnt tafl með bestu taflmennsku. 6. Bc4 Rd7 Sennilega nýr leikur i stöðunni. Keene hefur nýlega birt tvær greinar um þetta afbrigði, þar sem hann telur svart ná jöfnu tafli með 6. — De7 + 7. Re2 BdG 8. 0-0 0-0 Skákfræðin telur nauðsynlegt fyrir svartan að koma i veg fyrir biskupakaup með 8. — Dc7. Kortsnoj er greinilega ekki á sama máli. 9. Bf4 Rb6 10. Bd3 Be6 11. c3 Stöður sem þessi eru taldar hvitum hagstæðar, þvi hann getur skapað sér fripeð á d-iin- unni. Svartur hefur frjálst spil fyrir menn sina og örugga kóngsstöðu. 13. Dd2 Had8 14. Hfel g6 15. Hadl Kg7 16. Be4 Rc7 17. b3 Hfe8 18. Bbl Bg4 Kortsnoj sækist eftir uppskipt- um, en i endatafli verður bisk- upinn sterkari en riddarinn, þvi staöan er opin og peð á báðum vængjum. Æskilegt hefði verið fyrir svartað hafa biskupinn á e6 og mynda peðakeðju á a4, b5 og c6. Sennilega er erfitt að koma sliku við, enda gerir Kortsnoj enga tilraun til þess. Hann hefur ef til vill óttast, að svörtu peðin á drottningarvæng yrðu of veik. 19. h3 Bxe2 20. Hxe2 Hxe2 21. Dxe2 Itd5 22. Dd2 Rf4 23. Be4 — Hótun svarts var 23. — He8 24. Hel Dd5 25. f3 Dg5 o.s.frv. 23. — f5 24. Bf3 h6 25. h4 Re6 26. De3 Rc7 Kortsnoj finnur ekkert betra svar við hótuninni 27. d5, en nú komast hvitu peðin af stað. 27. C4 f4 28. Dc3 Df6 Svartur er einnig i vandræöum eftir 28. — Kh7 29. Da5 a6 (29. — Ra6 30. d5 c5 31. Hel o.s.frv.) 30. d5 c5 31. b4 b6 32. bxc5 bxc5 33. Hbl o.s.frv. 29. Da5 Re6 30. d5 — Auðvitað ekki 30. Dxa7 Rxd4 og svartur hótar óþægilega — Rxf3+ 30. — cxd5 31. cxd5 b6 32. Da4 Ekki 32. Dxa7 Rd4, sbr. skýring- ar við 30. leik hvits. 32. — Rc5 33. Dxa7 Rd7 34. d6 Dxh4 35. Dc7 Df6 36. b4 h5 37. a4 Kh6 38. b5 — Hvers vegna ekki 38. a5? 38. - g5 Svarturgetur ekki beðið að- gerðalaus eftir framrás hvitu peðanna á drottningarvæng. 39. Bc6 Rc5 40. d7 Kg7 Timamörkunum er náð og keppendur geta athugaö stöð- una nánar. Karpov á unnið tafl, en i framhaldi skákarinnar hugsar hann fyrst og fremst um að forðast flækjur og missir skákina við það niður i jafntefli. 41. Hel Re6 Kemur i veg fyrir 42. He8. 1 þessari stöðu fór skákin i bið. 42. Dd6 — Karpov hugsaði þennan veika biðleik i 30 minútur. Kortsnoj og aðstoöarmenn hans töldu svarta taflið tapað eftir 42. Dxb6. 42. — g4 Gagnsókn á kóngsvæng er ema von svarts. 43. Kfl g3 44. De5 — Sókn svarts er aö verða ógnandi og þvi fer hvitur i drottninga- kaup. 44. — h4 45 a5 bxa5 Svartur verður að drepa þetta peð, þvi annars leikur hvitur 46. a6, en eftir þaö verður erfitt að stöðva a-peðið, þvi biskupinn valdar a8-reitinn. 46. b6 Dxe5 47. Hxe5 Hb8 48. b7 Rd8 49. He8 Kf6 Þótt undarlegt megi virðast, er ekki auðvelt fyrir hvitan að vinna á þessari óvirku stöðu svarts. 50. fxg3 fxg3 51. Ke2 Kg7 52. Bf 3 — Hvitur getur ekki leikið kóngi Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.