Tíminn - 12.09.1978, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. september 1978
11
17. þing SUF að Bifröst:
Einlægni og
baráttuhugur
Eins og fram hefur komið i
Timanum, var 17. þing
Sambands ungra framsóknar-
manna haldið að Bifröst,
Borgarfirði, dagana 8. og 9.
september.
Þingið sóttu á annað hundrað
fulltrúar, viðs vegar að af
landinu. Auk þeirra sátu þingið
nokkrir gestir, Ólafur
Jóhannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins og forsætisráð-
herra, Steingrimur Hermanns-
son.ritari Framsóknarflokksins
og dómsmála- og landbúnaðar-
ráðherra, Þráinn Valdimars-
son, framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins og tveir er-
lendir fulltrúar, þeir Kent
Johanson, varaformaður CUF
(sambands ungra miðflokks-
manna) i Sviþjóð og Anders
öhberg,- framkvæmdastj. NCF.
A laugardagskvöldið var
haldið hóf i tilefni 40 ára
afmælis SUF. Þar flutti
Vilhjálmur Hjálmarsson,
alþingismaður, hátiðarræðu
mikla hrifningu viðstaddra.
Forseti þingsins var kjörin
Dagbjört Höskuldsdóttir,
Stykkishólmi. Varaforsetar
voru kjörnir Egill Gislason,
Súðavik, og Sigurður J. Sigurðs-
son, Keflavik. Ritarar þingsins
voru körnir Arnþrúður Karls-
dóttir, Reykjavik, Einar
Baldursson, Reyðarfirði og
Hrafnkell Karlsson, ölfus-
hreppi.
A þinginu fjölluðu umræðu-
hópar um mörg málefni og urðu
umræður um ályktanir þingsins
bæði almennar og fjörugar. I
heild má segja að þingið hafi
verið starfsamt og liflegt og
skoðanaskipti einlæg. Þegar
fram liða stundir verður þessa
þings sist af öllu minnst sem
nokkurrar hallelújasamkomu.
A þinginu voru samþykktar
umtalsverðar lagabreytingar
og er þess vænst, að þær
betrumbæti starfs- og skipu-
lagsháttu SUF.
Þá var á þinginu kosið i trún-
aðarstöður SUF, framkvæmda-
stjórn of miðstjórn. Voru allar
tillögur uppstillingarnefndar i
þessum efnum samþykktar. 1
stjórn völdust: Eirikur Tómas-
son, Reykjavik, formaður,
Hákon Hákonarsson, Akureyri,
fyrsti vara formaður, Haukur
Ingibergsson, Bifröst, annar
varaformaður, Gylfi Kristins-
son, Reykjavik, ritari, Snorri
Þorvaldsson, Akurey, Rangár-
vallasýslu, spjaldskrárritari,
Magmis ólafsson óskar Eiriki Tómassyni til hamingju með að liafa
verið kjörinn formaður SUK. Magmís ga'ti þó virst ennþá hamingju-
sainari meö það að vera laus úr þessu erilsama starfi og geta nú
óskiptur helgað sig búskapnum á Sveinsstöðum.
Einar Baldursson, Reyðarfirði,
vararitari, Sigurður J. Sigurðs-
son, Keflavik, gjaldkeri, Guðný
Magnúsdóttir, Hafnarfirði,
bréfritari og Arnþrúður Karls-
dóttir, Reykjavík, fundarritari.
Varastjórnarmenn, sem einnig
eiga sæti á fundum fram-
kvæmdastjórnar, voru kjörnir:
Egill Gislason, Súðavik, Jón B.
Pálsson, Kópavogi, og Pétur
Björnsson, Rafuarhöfn.
Timinn byrjar i dag að gera
þinginu skil og munu ályktanir,
viðtöl og myndir frá þinginu
birtast á næstu dögum.
Skýrsla stjórnar SUF:
Almenn þátttaka í öllu starfi
Framsóknarflokksins
t skýrslu fyrrverandi stjórnar
SUF, sem flutt var af Magnúsi
Ólafssyni, formanni hennar, kom
fram, að starf sambandsins var
umfangsmikið og fjölbreytt á
nýliðnu kjörtímabili. Hér fara á
eftir nokkur atriði úr skýrslunni:
Viðamikið útbreiðslu-
starf
„Stjórn S.U.F. hefur lagt gifur-
lega áherslu á útbreiðslustarf og
reynt eftir fremsta megni að
vinna sambandið og hin ýmsu
féiög upp til sem mests starfs. Á
kjörtimabili núverandi stjórnar
S.U.F. hefur Framsóknar-
flokkurinn verið i rikisstjórn meö
aðalandstæðingi sinum, Sjálf-
stæðisflokknum, og hefur það
orðið til þess að erfitt hefur reynst
að fá nógu margt ungt fólk til
virks starfs. Einnig dundu mjög
harðar árásir á flokknum á þessu
timabili, sem höfðu mjög lamandi
áhrif á flokksstarfið.”
Endurskoðun á
starfsháttum
Framsóknar*
flokksins
17. þing Sambands ungra fram-
sóknarmanna, haldið að Bifröst i
Borgarfirði dagana 8. og 9.
september 1978, leggur áherslu á,
að úrslit nýliðinna kosninga knýja
á um gagngera endurskoðun
starfsháttum, stefnumörkum og
bará4íuaðferöum Framsóknar-
flokksins
Þingið telur að auka beri upp-
lýsingamiðlun innan flokksins,
þannig að almennum flokks-
mönnum um land allt gefist kost-
ur á að vinna betur að framgangi
stefnumála hans og geti' jafn-
framt veitt forystumönnum
flokksins virkt aðhald. Þannig má
og tryggja að tengsl hins almenna
flokksmanns og flokksforystunn-
ar rofni ekki.
Margháttuð starfsemi.
,,A kjörtimabilinu hafa fjöl-
mörg félagsmálanámskeið verið
haldin i samvinnu við hin ýmsu
flokksfélög. A þessum námskeið-
um hefur verið veitt undirstöðu-
kennsla i ræðumennsku og
fundarreglum, auk þess sem
fjallað hefur verið um ýmis þjóð-
félagsmál. Þá hafa námskeiðin
verið notuð til þess að kynna
störf, stefnu og hugsjónir Fram-
sóknarflokksins.
Opnir stjórnarfundir voru
haldnir i Reykjavik og á Akur-
eyri.
Stjórnarmenn og erindreki hafa
sótt fundi i fjölmörgum félögum
M.a. sat formaður stofnfund
Félags ungra framsóknarmanna
i Grindavik. Auk þessa hafa fjöl-
margir óformlegir fundir verið
haldnir með ungu fólki.
Erindreki, Gestur Kristinsson,
ferðaðist vitt um land og hélt
fundi, ræddi við fólk i heimahús-
um og á vinnustöðum.
Stuöningur við
ríkisstjórnina
Þingið lýsir eindregnum stuðn-
ingi við rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar sem tók við völd-
um 1. september s.l.
Jafnframt fagnar 17. þing SUF
samstarfsyfirlýsingu hinnar nýju
rikisstjórnar, svo langt sem hún
nær, og leggur áherslu á eftirtalin
atriði yfirlýsingarinnar:
Að náið samstarf verði haft við
aðila vinnumarkaðarins við lausn
efnahagsvandans, að stefnt verði
að auknum launajöfnuði, að
aðhald i rikisbúskapnum verði
aukið, að verðjöfnunargjald af
landbúnaðarafurðum verði
endurgreitt, að visitölugrundvöll-
ur kjarasamninga verði endur-
skipaður.
Formaður ferðaðist vitt um
land, m.a. s.l. vetur á vegum
Framsóknarflokksins og Timans.
Sat hann fjölmarga fundi og
ræddi við marga aðila.
Nokkrir skólar voru heimsóttir
og rætt við nemendur um störf og
stefnu Framsóknarflokksins.
M.a. voru farnar ferðir i
Lýðháskólann i Skálholti og
Menntaskólann á tsafirði, auk
heimsókna i skóla á höfuðborgar-
svæðinu.
Margir hádegisverðarfundir
voru haldnir báða veturna sem
núverandi stjórn S.U.F. hefur
setið. Fundir þessir voru opnir
öllum og þar var rætt um hin
margvislegustu mál.”
Ráðstefna
,,t júni 1977 var haldin ráð-
stefna um frjálsa félagastarf-
semi. Heppnaðist þessi ráðstefna
mjög vel og komu þar fram fjöl-
margar athyglisverðar hug-
myndir, um það, á hvern hátt sé
Byggðastefnu
verði haldið fram
af meiri þunga
Þing SUF leggur áherslu á að
byggðastefnunni verði haldið
fram af meiri þunga en i tið fyrr-
verandi rikisstjórnar, stuðlað
verði að aukinni hagræðingu og
lögð áhersla á atvinnuuppbygg-
ingu þeirra svæða, sem dregist
hafa aftur úr. Einnig leggur þing-
ið áherslu á, að núverandi vaxta-
stefna verði endurskoðuö með
það fyrir augum, að vextir af af-
urða- og rekstrarlánum verði
lækkaðir en vextir af
eyðslulánum verði hækkaðir.
Þing SUF telur mjög brýnt, að
landsmenn geri sér ljóst að verð-
bólgan ýtir undir óréttlæti i þjóð-
félaginu og breikkar bilið milli
þeirra sem mest hafa úr að spila
og hinna sem minna bera úr být-
um.
17. þing SUF harmar það að
ekki skuli hafa náðst samstaða
um brottför hersins i samstarfs-
yfirlýsingu rikisstjórnarinnar.
best að standa að æskulýðs- og
tómstundastarfi hér á landi.
I framhaldi af þessari ráð-
stefnu var málið rætt i starfshópi
á vegum Framsóknarfl. og einnig
rætt á miðstjórnarfundi S.U.F.
haustið 1977. Loks var siðan sam-
þykkt ýtarleg ályktun um þessi
mál á 17. flokksþingi framsóknar-
manna i mars s.l.”
SUF-siðan
„S.U.F. —siðan kom alloft út á
kjörtimabilinu. Oft kom hún
reglulega út einu sinni i viku, en
stundum leið nokkur timi milli út-
gáfudaga. Siðastliðið vor ákvað
stjórnin i samráði við ritstjóra
Timans að S.U.F.-siðan hætti að
koma út sem slik, en i þess stað
hvetti stjórn S.U.F'. ungt fólk til
þess að skrifa i blaöið. Nokkur
fréttabréf voru skrifuð, ýmist af
ritara eða formanni. Þessi
fréttabréf voru send fjölmörgum
trúnaðarmönnum viðs vegar um
land.”
Erlend samskipti
„Samband ungra framsóknar-
manna hefur haft mjög umfangs-
mikil samskipti við erlenda aðila
á siðasta kjörtimabili. Siðan 1975
hefur SUF verið aðili að NCF
(Nordiska centerungdomens
förbund), en það er samband
félaga ungs fólks i stjórnmála-
flokkum á Norðurlöndum, sem að
uppruna og stefnu höfða til Fram-
sóknarflokksins. Auk þess hefur
sambandið verið aukaaðili að
NLRU, en það eru samtök rót-
tækrar og frjálslyndrar æsku á
Norðurlöndum. I gegnum þau
samtök er S.U.F. aukaaðili að
EFLRY og WLRY, en það eru
Evrópusamtök og heimssamtök
þessara flokka.
Fjölmargir einstaklingar hafa
á kjörtimabilinu sótt fundi er-
lendis, aðallega til Norðurland-
anna. Fullyrða má að okkar fólk
hefur lært mjög mikið i þessum
ferðum og er full ástæða til þess
að halda þessu samstarfi áfram.”
Fjárhagserfiðleikar
„Miklir erfiðleikar hafa verið
fyrir S.U.F. að fá nægt fjármagn
úr að spila á kjörtimabili núver-
andi stjórnar. Hefur þetta oft á
tiðum staðið starfseminni mjög
fyrir þrifum. Fastir tekjuliðir
sambandsins eru i raun einungis
framlag frá Framsóknar-
flokknum og hefur það að mestu
runnið til þess að greiöa erind-
reka sambandsins laun. Að öðru
leyti hefur orðið að byggja á ýms-
um fjáröflunarleiðum, sem
reyndar hafa verið.”
Jákvætt starf
„Ýmsirhafa haldið þvi fram aö
Samband ungra framsóknar-
manna hafi ekki veriö mjög áber-
andi stjórnmálaafl siðustu árin.
Þar með er þó alls ekki sagt að
ungt framsóknarfólk hafi verið
áhrifalitið, enda hefur stefna frá-
farandi stjórnar S.U.F. verið sú
að vinna málum framgang innan
flokksins. Við höfum lagt áherslu
á að auka traust þeirra eldri á
unga fólkinu. Það höfum við m.a.
gert með virku og jákvæðu starfi,
með almennri i öllu starfi Fram-
sóknarflokksins.”
STJÓRNMÁLAÁLYKTUN