Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14, september 1978 7 Jarðadeilur hafa löngum kveikt elda ófriðar með Islend- ingum og ekki höfðu norrænir menn lengi búið hér þegar viga- ferli hófust af þeim sökum. Enn deila Islendingar út af jarða- skikum og verður vafalaust svo meðan byggð helst í landinu. Baráttuaðferðir hafa að visu breyst til muna frá þvi sem tiðkaðist á landnámsöld, og þó ekki alltaf til batnaðar eins og eftirfarandi greinargerð ber með sér. Nú á timum eru það oft bændur á rikisjörðum sem þurfa að verja hlut sinn fyrir ágjörnum nágrönnum.og skerst þá stundum mjög i odda, ekki sist þegar embættismenn rata ekki leið réttsýni og sanngirni. Þvi miöur er lögum um rikis- jarðir svo stórlega áfátt og réttur ábúenda svo ótryggur, að nú verður ekki lengur við unað, enda vafasamt að nokkurri at- vinnustétt landsmanna sé gert að stunda sitt ævistarf við annað eins öryggisleysi. Eftirfarandi greinargerð er send fjölmiðlum til birtingar af knýjandi tilefni. HUn sýnir berlega hve hæg heimatökin eru fyrir harðdræga menn og óbil- gjarna að fótumtroða sjálf- sagöan þegnrétt bænda á rlkis- jörðum, og hún leiöir ennfremur i ljós alvarlega bresti i em- bættiskerfi þvi sem lýtur að málefnum rikisjarða. Hofteigur i Jökuldal Vorið 1944 fær Karl Gunnars- son til ábúðar rikisjöröina Hof- teig á Jökuldal, sem þá var frekar li'tt uppbyggð. Hofteigur var þá prestsetur, og vegna gildandi lagaákvæða var henni skipt formlega i tvær jarðir, Hofteig I og Hofteig II, laust eftir 1950, tilþess aö heimila þar stofnun nýbýlis. Abúandi fékk þá Hofteig II til erfðafestu og lifstiðarábúðar en hefur Hofteig I i lausri leigu til fullra afnota eins og áður, enda var hér nánast um formsatriði að ræða. Seinna a- svo prestseturlagt af i Hofteigi I, og þá byggir Dóms- og Kirkjumálaráðuneyti ábúanda einnig þann jarðar- helming. I ársbyrjun 1977 sækir ábu- andi um formlega sameiningu jarðanna sér til erfðafestu og Fyrsta grein af þremur lifstiðarábúðar, og er það raunar bæði einfalt mál og s#lf- sagt. Abúandi hafði þá byggt Hofteig i' þriöjung aldar, ræktað hana upp og reist þar mörg mannvirki. Tómas Arnason, þingmaður kjördæmisins, annaðist umsókn ábúanda og Björg Karlsdóttir kom henni á framfæri við land- búnaðarráöuneyti og landnáms- stjórn. Varðandi sameiningu rikis- jarða skal einnig leitað um- sóknar hreppsnefndar, svo og jaröanefndar sýslunnar. Landnámsstjóri brást við fljótt og vel og fór þess á leit við hreppsnefnd að hún tæki málið til afgreiðslu. Ennfremur fól landnámsstjóri Páli Sigur- björnssyni i jarðanefnd Norður-Múlasýslu aö bera upp umsókn ábúanda i jarðanefnd. Ræktunarfélag Jökul- dæla Nú fréttist ekkert af umsókn ábúanda langa stund og það er ekki fyrr en i júli 1977 að hann Gunnar Karlsson verðurþess áskynjaað hreyfing er á bak við tjöldin. Sveitungi hans vikur sér að honum á Egilsstööum og mælir til hans á þá lund, aö grátt sé hann leikinn af þeim Ræktunarfélagsbænd- um, að þeir skuli hjölsa svona undan honum jörðina. Abúandi verður að vonum hvumsa og innir hann eftir frekari upplýs- ingum, og verður þess visari að Ræktunarfélag Jökuldæla hefur unnið I leynd aö þvi, að Hof- teigsjörð yröi sunduriimuð og félaginu úthlutað einum besta hluta hennar til fullra afnota. Ræktunarfélag þetta er samtök nær tiu bænda af um þaö bil þrjátiu og fjórum bændum 1 Jökuldalshreppi, og hafa þeir mjög gertþvi skóna, að fá land- spildur i sýslunni til félagsrækt- Hofteigur á Jökuldal unar. Þess skal getiö til fróöleiks þeim sem ekki eru staðháttum kunnugir, að Hofteigur er mjög harðbýl jörð og afréttir lélegar og gróðurlitlar, utan sá hluti sem Ræktunarfélagsbændur hugðust hjölsa undir sig. — Hann taldist fyrir sameiningu jarðanna til Hofteigs I, sem raunar hefur verið undirstaða búskapar ábúanda alla tið. í Abúandi hefur nú setið Hof- teig i þrjátiu og fjögur ár, ræktað tún og byggt upp húsa- ,kost, enda þykir býlið vel setið og fékk nýlega sérstaka viður- kenningu fyrir snyrtimennsku. En þeir Ræktunarfélagsbændur settu ekki mark sitt i lifinu lægra en svo, að hefði bak- tjaldamakk þeirra náö fram að ganga, þá hefði ábúandi flosnað upp, sagt jörðinni lausri þegar i stað og þannig horft á bak af- rakstri heillar mannsævi. En þegar ábúandi komst aö þvi fyrir algera tilviljun hvað bruggað var á bak viö tjöldin, þá óraði engan heiðarlegan mann fyrir þvi hve langt áætlun þeirra var komin á rekspöl og hvilikar lögleysur höfðu þegar verið framdar til þess að lima sundur jörðina án vitundar ábú- anda. Það kom ekki fram i dagsins ljós fyrr en siöar. Jarðanefnd fer sér hægt Abúandi átti ekki hægt um vik að verja hendur sinar, svo að börn hans búsett i Reykjavik geröust hans fulltrúar og ræddu málið við landnámsstjóra og lagði hann að hreppsnefnd Jökuldæla og jarðanefnd Norður-Múlasýslu að hraða afgreiðslu umsóknar ábúanda um sameiningu. Saga úr sveitinni Um réttíndi bænda á rikisjörðum Hreppsnefnd brá þá við og samþykkir sameininguna skil- málalaust 3. 'ágúst, en nú bregður svo kynlega við, að jarðanefnd fer sér að engu óðs- lega. Hún tefur málið eftir megni, hummarþað fram af sér og gengur nú hvorki né rekur langa_hrið, þó að jarðalög (II. kafli 7. grein) mæli svo fyrir að erindi skuli afgreitt innan þrjá- tiu daga frá þvi að það barst. 1 jarðanefnd eiga sæti Þorsteinn Kristjánsson, Jökulsá i Borgar- firöi sem er formaöur, Páll ráðunautur Sigurbjörnsson aö Skriðuklaustri og Sigurjón Friðriksson, Ytri-Hlið i Vopna- firöi. Þaö átíi þó eftir að koma i ljós hvers vegna þessir sóma- menn voru svo fölir og fáoröir. Valdniðsla embættis- manns Um svipað leyti fyllast tveir Ræktunarfélagsmenn blygðun yfir framferði sinu, enda ráða- brugg þeirrakomið i hámæli, og fara ástúfana að biðja ábúanda um gott veður. Þeir ljóstra þvi upp, að þeir hafi haft samband viö Gisla Brynjólfsson, deildar- stjóra i landbúnaðarráðu- neytinu, og fengið hjá honum skriflega staðfestingu á þvi að þeim skyldi heimilt land úr Hof- teigsjörð. Þetta loforð veitti Gisli án þess að segja aukatekið orð ■ deildarstjórans átti eftir að draga þungan dilk á eftir sér, en Gisli hefur reynst mörgum bændum á rikisjörðum þungur i skauti og raunar áður sætt ámæli fyrir i fjölmiölum. Þetta loforð veitti GIsli án þess að segja aukatekið orð við ábúanda jarðarinnar og er vitanlega alger lögleysa. Þessi valdniösla deildarstjórans átti eftir að draga þungan dilk á eftir sér, en Gisli hefur reynst mörgum bændum á rikisjörðum þungur i skauti og raunar áður sætt ámæli fyrir i fjölmiölum. Gesti vísað til vegar Tvö atriði langar mig að minnast á i sambandi við hug- leiðingu Gests Kristjánssonar i Timanum 1. september s.l. Að velja þingmann. Mér kemur i hug gömul saga um Jón á Gautlöndum og Jónas á Látrum. Jón i Múla segir um nafna sinn á Gautlöndum: „En er fram i sótti hneigðist hann nokkuö til drykkjar, var það einkum i ferðalögum, urðu stundum svo mikil brögð að þvi aðeigi gegndi góðu hófi. Bar og meira á þvi fyrir þá sök að hann var hávær nokkuð við drykkinn, og hætti þá til, eins og margan hendir, aö verða nokkuð sjálf- hælinn.” Nú segir sagan að Jón á Gaut- löndum hafi spurt Jónas á Látr- um hvað hann héldi að yrði úr sér ætti hann að taka hlutverk Jóns á Gautlöndum en Jónas svaraði sem svo: — Hvað heldurðu aö yrði úr Jóni á Gautlöndum að bjarga honum Felix minum til hafnar i stórviðri og koldimmu kafalds- byl neðan af reginhafi? Ég heldað hæpið sé að álykta að Jónas á Látrum hefði orðið merkari þingmaður en Jón á Gautlöndum þó aö hann hafi sjálfsagt verið honum fremri i sjómennsku. Þaðfór velá þvi að hann stjórnaöi hákarlaskútu og Jón á Gaulöndum sæti á þingi. Ég er alls ekki viss um það að Axel minn Jónsson hafi borið af öðrum þingmönnum Reyk- janeskj ördæm is þó a ð hann vær i gamall mjólkurbilstjóri og hafi eflaust kunnað vel aö skipta um hjól undir bil. Það er mjög gott aö þingmenn þekki viða til og séu ýmsu vanir en fyrst og fremst ættum við aö velja þá eftir manngildi og þjóömálaviti. Að kunna að njöta lifs- ins Gestur hefur mikla trú á þvi aðbætt yrði um borgarlifið með fjölbreyttara áfengi. Nú ættu þó allir að vita að áfengur bjór er áfengi og honum fylgir það eins og öllu áfengiað þeir sem venja sig á það verða margir háðir þvi. Þaðer stundum kaliað veiki — áfengissýki eöa alkohólismi. Sumir segja, að hver sem er geti fengið þessa veiki, en það er lýgi. Hana getur enginn fengiö nema hann venji sig á áfengi. Hins vegar kann aö vera að einhverjir taki hana i móöurlifi. En það virðist vefjast fyrir mönnum hvernig eigi að flokka þennan sjúkleika, þvi að þetta er ekki vefrænn sjúkdómur og heldur ekki nein venjuleg geð- veiki. Þetta liggur nefnilega i þvi að löngunin i drykkinn verður svo sterk að hún nær valdi yfir manninum. I öllum Evrópulöndum a.m.k. ganga fræðimenn út frá þvi að 1-2 menn af hverjum 10 sem venj- ast áfengi verði þvi svo háðir að ekki sé nema um tvennt aö ræöa fyrir þá: hætta alveg allri áfengisneyzlu eða þeir drekka miklu meiraen þeir sjálfir vilja. Þess vegna er það misskiln- ingur, að áfengismálin venði bætt með meiri fjölbreytni tegunda. Það hefur veriö reynt með ýmsu móti á ýmsum stöö- um og hvergi orðið að gagni. Annað er miklu meira vert. Það er að kunna aö njóta lifsins og njóta sin i lifinu. Að njóta lifsins ófullur, — sjá fegurð heimsins og fegurð lifsins án ölvunar og vímu og hafa Halldór Kristjánsson manndóm til aö trúa þvi að maður geti átt þátt í þvi aö bæta heiminn og fegra þjóölif sitt á einhvern hátt, — t.d. meö þvi aö stuðla aö meiri bindindissemi. Það er leiðin til að njóta lifsins og njóta sin í lifinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.