Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 9
 Fimmtudagur 14. september 1978 - 9 FB — 1 sextiu ár var gefiö út i Winnipeg i Kanada almanak, Al- manak ólafs S. Thorgeirssonar. Almanakiö hefur aö geyma stór- an hluta Ur landnámssögu þeirra mörgu Islendinga sem fluttust vestur um haf. Hefur almanakinu þvi verið gefiö hiö viröulega nafn Landnámabók Vestur islendinga, sem mun vera réttnefni. Almanakið er löngu uppselt, að undanskildum nokkrum árgöng- um, en endurprentun er hafin fyrir nokkru, svo senn mun mönnum gefast kostur á aö eiga alla árgangana endurprentaöa. Það er Arni Bjarnarson bókaiit- gefandi á Akureyri, sem stendur aö endurútgáfu Almanaksins, en hann hefur helgað sig málum Vestur-lslendinga um langan aldur. Hefur hann ekki aðeins staðið að útgáfu almanaksins, heldur einnig verka vestur is- lenska skáldsins Jóhanns M. Bjarnasonar, ljósprentun á Ólafur S. Thorgeirs'son, Winni- peg, stofnandi og útgefandi Al- manaksins frá 1895 til 1954. Framfara fyrsta blaðinu sem gefið var út i Kanada meðal Is- lendinga þar. Þar að auki hefur ÍTVÖUNDÚR • endurprentun á vestur-fslenskum ritlingi, sem flytur tvær nær óþekktar þjóðsögur FB — Tvö undur nefnist litiö kver, sem nýlega er komiö úr Ijósprentaö hjá Bókaversluninni Eddu á Akureyri. 1 formála segirsvo: ,,Efni ritlings þess, er hér kemur fyrir sjónir, er svo frábærlega merkilegt, aö vér finnum hjá oss köllun til aö gefa almenning kost á aö lesa þaö og hugleiða. Þeir, sem eiga bækur þær, sem undur þessi eru prentuð I, geta notiö þeirra þar, en hinir, sem ekki eiga þær og sem, ef til vill, aldrei hafa föng til eöa átt kost á aö eignast þær, geta nú fengið undur þessi fyrir svo lágt verö, aö þaö mun fæstum ofvaxið vera.” Formálinn er undirskrifaöur tJtg., en útgefandi var Prent- smiðja Jóns Hannessonar, Winniþeg Man. og kom ritling- ur þessi út árið 1899. Hér eru á ferðinni fyrstu þjóðsögur sem prentaöar hafa verið á islensku vestan hafs og geysilega fágæt- ar. Arni Bjarnarson á Akureyri, sem gefur ritlinginn út hér liósprentaöan, segir, að flestir bókasafnara hafi aldrei séð sögurnar, og sumir kannast ekki við að hafa heyrt þeirra getið. Sögurnar eru Vitrun Karls Konungs XI og Hjalta- staðafjandinn. Ritið er tæpar 30 siður. Olafs S. Thorgeírs- sonar senn allt ljós- prentaö Arni gefið út ævisögur Vestur-Is- lendinga, smárit ýmis og ekki má gleyma Vestur-blenskum ævi- skrám, auk margs annars. Endurútgáfa Almanaks Ólafs S. Thorgeirssonar hófst fyrir nokkru. Fyrst komu 7 fyrstu ár- gangarnir, en almanakiö hóf göngu sina árið 1894 og kom út fram til ársins 1954. Næst komu út 18 árgang ar og senn hvað liður verður búið að endurprenta alls 34 árganga. Haldiö verður áfram endurprentuninni þar til allir 60 árgangarnir veröa komnir á markaðinn. Sjö fyrstu árgang- arnir kosta.i lausasölu 7000 krón- ur, en 5000 krónur til áskrifenda. Hver árgangur eftir það kostar 1500 krónur til áskrifenda og 18 hundruð i lausasölu. Þess má geta i sambandi við endurprentun Almanaksins, að allar kápur og auglýsingar eru prentaðar með, enda er þar að finna fjölmargt, sem snertir kaupsýslu og önnur umsvif Islendinga vestra. Eins og áður sagði er Almanak- ið eins konar Landnámabók Vestur-Islendinga, og munu 2336 blaðsiður fara undir þaö efni, sem jafngildir 10 stórum bókum. Dánarskrár vesturfara á hverju ári birtust i Almanakinu, og i þeim er að nokkru sagt frá upp- runa fólksins, nánustu ættmönn- um, hvenær og hvaðan fólkið flutti af Islandi, fæðingar- og dánardegi og fleiru og fleiru. Sú skrá fyllir röskar 500 blaðsiður. Ennfremur flytur almanakið fjölda langra ævisagna ásamt yfir 500 myndir af vesturförum, að ógleymdum ferðasögum, þjóð- Nokkrar eldri árgangar almanaksins Nýrri árgangar almanaksins sögum og sagnaþáttum, auk ann- áls yfir það helsta, sem geröist meðal Vestur-Islendinga bæði i Kanada og i Bandarikjunum. Almanakið er þvi stórmerkilegt rit um afrekasögu Islendinga vestan hafs. Ahugi Islendinga hér á landi á Vestur-tslendingum hefur færst mjög i vöxt undanfarin ár. Hafa margir leitað uppi ættingja sina vestan hafs, og tengsl myndast vegna ferða Islendinga og Vestur-íslendinga fram og til baka yfir hafið. Þess vegna má gera ráö fyrir að þeim fjölgi ört hérá landi, sem áhuga hafa á þvi að glugga i Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar. I Almanakinu kynni fólk að rekast á upplýsing- ar um horfna ættingja, sem erfitt hefur verið aö finna, og þá um leið er opnuð ný leið til þess að ná sambandi við afkomendur þeirra vestra. Almanakið er þvi ekki að- eins lestrarefni fáeinna manna, sem gaman hafa af sagnfræði og ættfræði, heldur hvers og eins, sem langar til þess að reyna að afla sér upplýsinga um týnda hlekki i sinni eigin ættarsögu. Saudi- arabar undírbúa flutning borgarísjaka til heimalands síns — sem vega skal 100 milljón tonn Saudi-arabiskir ráöherrar bergja á innfluttu vatni og ræöa um hvernig ferja megi 100 milljóntonna Is- jaka yfir lndlandshaf. 1980 hyggjaslt saudi-arabisk stjórn- völd koma ísjaka sem vega skal 100 milljón tonn frá Suðurskauts- landinu til Saudi-Ara- biu um Indlandshaf. Að sögn Mohammed bin Fai- sal, frænda Kahled konungs, sem Amerikanar hafa kallað „saltvatnseimingarmann árs- ins” mundi þetta tryggja lands- mönnum hans vatn til heimilis- notkunar og annarra þarfa sem væri ódýrara en eimaða sjávar- vatnið: „Eimað vatn úr sjó kostar okkur 2.5 dollara hvert tonn en brædda vatnið frá Suðurskautslandinu mundi kosta aðeins 1.40 dali hvert tonn.” Isjakinn á að vera 1.25 km að lengd, 800 metra breiöur og 700 metrar á hæð og Saudi Arabar telja að það muni taka þrjú ár að bræða hann i sólinni. tsjakinn mun verða fluttur. dreginn af heilum flota dráttar- báta, hinn 8000 kilómetra veg frá Suðurskautslandinu til Saudi Arabiu. Indlandshaf er talið bjóða upp á hæfilega miklar við- áttur og heppilegar flutninga- leiðir, til þess aö þar megi láta isfjallið bráðna og flytja að þvi búnu vatnið frá enn ótiltekinni eyju til Saudi Arabiu. Auk þess að bræða isjakana, hafa Saudi Arabar i hyggju að hluta þá sundur á Indlandshafi og draga brotin tilhafna i Saudi Arabiu. En fyrst munu þeir spreyta sig á bræðslunni. Vestrænir visindamenn, — en frá þeim fengu Saudi-Arabar hugmyndina, — hugleiða nú hvernig hentugast væri að kljúfa isjakann i sundur og með hvaða útbúnaöi. Faisal prins segir að ef vel takist til muni drykkjarvatn frá konungsrikinu i eyðimörkinni verða flutt út um allan heim, til landa sem þörf hafi fyrir það eftir að Saudi-Arabar hafi leyst eigin vatnsöflunarvanda. Astæða þess að isjakinn veröuraðvera svostórer sú, að minni isjaki mundi leysast upp á leiðinni. Þegar hæfilegur is- jaki hefur verið valinn (með gervitungli) verður hann skoðaður nánar (i þyrtu) klofinn i teningslaga form en þó með hvössum stafni, til þess að auðvelda dráttinn. Feisal prins segir að Saudi Arabar haf i þegar ráðstafað um það bii einni milljón dala til Is- flutningafélagsins, sem veriö er að stofna i Saudi Arabiu og að i júli sl. hafi 65 þúsund dalir verið látnir renna til ráðstefnu um þessi mál i Iowa State Univer- sity i Bandarikjunum, þar sem 200 visindamenn ræddu efnið af feikna ákafa. Saudi-Arabar segja að tíu sinnum fleiri visindamenn en ætlað var hafi sótt ráðstefnuna og að áhugi þeirra hafi veriö mikill. Til ráöstefnunnar i Iowa fluttu Arabarnirlitiniiisjaka frá Suðurskautslandinu sem vóg fimm tonn og var hann 1.8 metr- ar á lengd og 1.2 metrar á breidd. Stærðin var miðuð við rúmtak frystigeymslna i skólanum og þyrla var notuð til þess að hifa hann upp úr sjónum og flytja hann á fyrsta ákvörðunarstað. Hékk hann i taug neðan úr þyrl- unni og beið kælivagn hans á fasta landinu. Meöan á þessu verki stóð munaði litluaö vindhviða feykti þyrlunni og farmi hennar utan i klett. Forstööumaöur háskólans taldi Faisal prins og þennan is- jaka hans hið skemmtilegasta sem átt hefði sér stað i Io wa, frá þvi er skólinn hreppti sigurlaun- in i landskeppninni i fótbolta!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.