Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 20
atHj Sýrð eik er sfgild eign tCiÖCill TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafé/ag Skipholti 19, R. sími 29800, (5 línur) Verzlið > í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Fimmtudagur 14. september 1978 201. tölublað — 62. árgangur. Linnir einokun íslenskra Aðalverktaka? — nefnd sem endurskoðar a tekin til starfa HR — „Rikisstjórnin og þá sérstaklega utan- rikisráðherra hefur það algerlega i hendi sér hvort forréttindum íslenskra aðalverktaka og einokun á fram- kvæmdum á Kefla- vikurflugvelli linnir eða ekki.” Svo fórust orö Páli Asgeiri Tryggvasyni hjá varnarmála- deild utanrikisrdöuneytisins þegarTiminn haföi samband viö hann i gær og spuröist frétta af nefnd þeirri sem skipuö var til aö athuga starfsemi Aöalverk- taka. Páll sagöi aö nefnd þessi heföi haldiö tvo fundi en auk þess væru nefndarmenn aö safna upplýsingum ogkynna sér gang mála suöur á Keflavikur- flugvelli. Páll sagöi aö Aöalverktakar heföu einkarétt á öllum nýbygg- ingum en aö auki heföu Kefla- vikurverktakar rétt á aö vinna alls konar viöhaldsstörf. Þannig heföi málum veriö háttaö frá þvi 1954 eöa i tiö fjögurra utan- rikisráöherra. Meö timanum heföi skapast viss hagræöing meö þessu fyrirkomulagi aö hafa verktaka bundna viö Keflavikurflugvöll. Þaö tryggöi visst öryggi i framkvæmdum sem þd yröu óháöari sveiflum á framkvæmdum i landinu. Þetta ibúöarhús á Keflavikurflugvelli sem Aöalverktakar bafa reist. Forréttindi þeirra til fram- kvæmda eru pólitisk spurning, segir Páll Asgeir Tryggvason. fengist meö forréttindaaöstööu áöurnefndra verktaka en auö- vitaö væri þaö spurning hvort slikt væri æskilegt. Þvi yröi hins vegar rikisstjórnin ab svara og þó sérstaklega utan- rikisráWierra. Þá taldi Páll, aö ef tekiö yröi fyrir einokun þessara verktaka á Vellinum, yröu þeir aö fá rétt til aö bjóöa i verk á almennum markaöi , en þaö kynni aö þrengja aö ýmsum smærri verktökum sökum þess hve fjársterkir Islenskir aöalverk- takar væru. Aö lokum kvaöst Páll ekki geta sagt til um hvenær álit nefndarinnar lægi fýrir, störf nefndarinnar væru ekki komin á þaö stig ennþá. Hvalvertíð að ljúka Fjölmennur fundur kennara: Sömu laun fyrir sömu vinnu — hvalbátarnir í höfn ■ I Reykjavfk I gær ■ ESE — ,,Þaö ræbst mest af | veiöi, veöri og vindum hvab _ hvalvertiöinni veröur haldið lengi áfram, sagöi Magnús ■ Gunnarsson hjá Hval hf. I Hval- I firöi, þegar blabamabur Timans I haföi samband viö hann þar I I gær. | — Þaö er búib aö veiba 231 g langreyði, 124 búrhveli og 7 ■ sandreyöar, þannig aö þetta er ágætis veibi aö þessu sinni, og ! eins og ég sagði, þá er ekki gott ■ að segja til um hvenær viö hætt- I um, en á undanförnum árum I hafa vertiöarlok veriö upp úr I miðjum september. | í gær lágu allir hvalbátarnir I g Reykjavlkurhöfn og sagöi | Magnús ástæöuna þá aö vebur- ■ spá heföi veriö óhagstæö á miö- J unum og þvl ekki tekið þvi aö J fara út. ,,En ég býst fastlega viö J þvl aö þeir fari út I kvöld”, sagöi • Magnús Gunnarsson að lokum. I HR — „Máliö snýst I raun og veru um þá kröfu Sambands grunnskólakennara aö allir fái sömu laun fyrir sömu vinnu” sagbi Guöni Jónsson fram- kvæmdastjóri SGK þegar Timinn ræddi'viö hann I gær. Tilefniö var fjölmennur fundur kennara um jöfnun launaflokka innan stéttar- innar. Guðni sagði aö samkvæmt starfsmati væri kennurum sem útskrifuöust með gamla kénnara- skólaprófiö og kennurum sem út- skrifuöust nö úr Kennaraháskól- anum gert mjög mishátt undir höföi. SGK heföi reynt aö fá leiöréttingu á þessu máli hjá kjaranefnd en hún visaö þvi til menntamálaráðuneytisins. Þaö heföi hins vegar ekki viljaö hnika gamla starfsmatinu. A fundinum i gær voru þessi mál rædd og enda þótt engin niðurstaöa fengist, voru menn sammála um tvennt: i fyrsta lagi aö félagar réöu sig ekki til æfingarkennslu fyrr en leiörétt- ing hefði fengist á þessum mál- um, en i æfingarkennslunni kæmi þaö oft fyrir aö kennarar meö gamla prófiö kenndu nemendum, sem lentu i mun hærri flokki þegar þeir útskrifuöust — 1 ööru lagi aö kennara- háskólanemar fengju strax aö kynnast kennslu aö eigin raun og væri það i samræmi við þá endur- skipulagningu sem nú ætti sér staö á starfi KHl. Eins og sjá má á þessari mynd var fundur kennara geysifjölmennur, en á honum var rætt um mismunun kennara eftir prófum. (Tlmamynd: Tryggvi) „Staða verk- smiðjanna löguð verulega með nýju verðlagningunni” segir Kristján Ragnarsson Kás — „Þessi bókun verksmiöjumanna i verðlagsráði i gær hefur enga merkingu né meiningu, þvi staöa verksmiðj- anna viö þessa verðlagningu var löguö verulega frá þvi sem ákvebið var i sumar”, sagöi Kristján Ragnarsson, fram- kvæmastjóri, LttJ i samtali viö Timann i gær, þegar hann var beðinn álits á bókun verksmiðju- manna i veröiagsráöi I fyrradag. „Þeir fá nú allar kostnaðar- hækkanir bættar frá þvi sem orð- iö var meö gengisbreytingunni, og bætta stööufrá þvi sem þá var. Þannig að verölagningin aö því er þá snertir, sem breyting frá siðustu verðákvöröun, er þeim hagstæðari en okkur.” — Þú viit sem sagt ekki halda þvi fram, að þessi verðákvörðun skapi sjómönnum og útgerðar- mönnum óeðlilega háar tekjur? „Þaö veitenginnhvaö úr hafinu kemur, og viðbúum viö þaö þessa dagana, að það er verið aö leita aö ioönu noröar, utar, og fjær landinu en nokkru sinni fýrr. Þannig að þetta er svo mikil áhættuveiöi sem frekast getur hugsast. Enginn veit hvað út úr þeim kann ab koma, þótt gengiö hafi sæmilega undanfarnar vik- ur,” sagöi Kristján aö lokum. Kostnaður verksmíðjanna vanmetinn — segir Jón Reynir Magnússon Kás — „Staðreyndin i máiinu er sú aö minu áiiti, aö kostnaöur verksmiöjanna er vanmetinn, og ýmsarforsendur sem þar eru not- aðar, svo sem varöandi nýtingu, erum viö ekki sáttir við. Ofaná þennan vanmetna kostnað erum við skildir efdr á núlli meðan gert er ráö fyrir því, að báturinn geti haft umtaisveröan hagnaö.” sagði Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri Síldarverk- smiðja rikisins, sem sæti á i Verð- lagsráði sjávarútvegsins, er Tim- inn bar undir hann bókun þeirra loðnuverksmiðjumanna viö ákvörðun á loðnuverði I fyrradag. og getið var um i blaðinu I gær. „Kostnaöur bátsins er metinn af Þjóðhagsstofnun, eins og okkar kostnaður, þó ekki sé farið eins vandlega ofan i hann. Siöan, ef báðir kostnaöarliðirnir eru teknir inn, þá er stundum eitthvað eftir, og þá er það spurningin hvernig á að ráöstafa þeim afgangi. 1 þessutilfelli sem nú um ræöir, fer hluti þessa mismunar i verö- jöfnunarsjóð, en hitt til útgeröar- innar. Viö fáum hins vegar ekki neitt. Þetta finnst okkur ekki alveg rétt skipt, og teljum okkar hlut heldur smáan,” sagöi Jón að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.