Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 14. september 1978 Stjámarbylting i Níkaragúa á næstu grösum Reuter/Managua —Stjórnarherinn i Níkara- gúa átti i vök að verjast á að minnsta kosti fjór- um svæðum i gær og uppreisnarmennirnir gegn Somoza forseta voru frekar að sækja i sig veðrið en hitt. i Chinandega eru uppreisnar- menn sag&ir halda meira en helmingi borgarinnar og þrengja stö&ugt meir aö stjórnarhernum. Flestir vegir til Chinandega, Masaya, Leon og Esteli eru lokaöir og eru þar háöir haröir og mannskæöir bardagar. Bardagar sem staöiö hafa I fimm daga og þar á ofan þriggja vikna verkföll kaup- manna hafa leitt til matar- og eldsneytisskorts i mörgum borgum. Að sögn Rauða kross manna i Nikaragúa hafa uppreisnar- menn betur i Masaya en mæta enn mótspyrnu stjórnarhersins i borgunum Leon og Esteli Að sögn stjórnarinnar i Nikaragúa hafa skæruliöar öðru sinni gert árás frá landamærun- um við Costa Rica. Engar nán- ari upplýsingar vildu stjórnvöld gefa en kváöust bregöast viö árásinni samkvæmt alþjóöleg- um lögum. I höfuðborginni, Managúa, er farið að bera mjög á eldsneytis- skorti og skorti á ýmsum mat- vörum. Aö sögn Rauöa kross manna eru uppreisnarmennirn- ir aö ná fastari tökum allt i kringum borgina og þurfa þeir við störf sin aö fara um mörg könnunarhliö á vegum Eyöilagöur jeppi stjórnar- hermanna i Leon uppreisnarmannanna. Þá virö- ast uppreisnarmennirnir mjög viða hafa almenningsálitið með sér og er nú óttast að borgara- styrjöldin geti ekki endað ööru visi en meö stjórnarbyltingu úr þessu vegna þess aö Somoza gefur engan kost á að láta af völdum. Arangur í Camp David? Oswald var stoltur af glæsileika Kennedy — sagöi ekkja hans við yfirheyrslur rannsóknardómstólsins Reuter/Washington — Ekkja Lee Harvey Oswald, þess manns sem talinn er hafa myrt John F. Kennedy I Dallas 1963, kom I gær fyrir rannsóknardómstóiinn sem skipaöur hefur veriö tii aö rann- saka moröiö aö nýju. Ekkja Os- walds er sovésk aö uppruna og DflLE CARNEGIE Kynningarfundur verður haldinn 14. september — fimmtudags- kvöld — kl. 20:30 að Siðumúla 35 uppi. Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö: Oölast meiri trúá sjálfan þig og hæfileika þina. Koma hugmyndum þinum örugglega til skila. 3^-iSigrastá ræöuskjálfta. Þjálfa minniþitt — skerpa athyglina. )^- Auka cldmóöinn — meiri afköst. )f Sigrast á áhyggjum og kviöa. Jf Eignast vini.ný áhugamál og fleiri ánægjustundir i lifinu. Hjón hafa náö góöum árangri saman, viö hin ýmsu vandamál og unga fólkið stendur sig betur I skóla og sjóndeildarhringurinn stækkar Þú getur sjálfur dæmtum þaö, hvernig námskeiöiö getur hjálp- að þér. Þú ert boöinn ásamt vinum og kunningjum, aö lfta viö hjá okkur án skuldbindinga eöa kostnaöar. Þú munt heyra þátttakendur segja frá þvi, hversvegna þeir tóku þátt i námskeiöinu og hver var árangurinn. Þetta veröur fræöandi og skemmtilegt kvöld er gæti komið þér aö gagni. FJARFESTING I MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT. Innritun og upplýsingar I sima *| Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson. SÍMI 82411. sagöi viö yfirheyrslurnar aö allt sem hún heföi á þessum tima vit- að um John F. Kennedy heföi hún haft frá manni sinum og hann hafi aldrei sagt annaö en gott um for- setann og raunar veriö montin yfir þvi hversu ungan og glæsileg- an forseta Bandarikin ættu. Oswald giftist konu sinni, Mar- inu, er hann dvaldist i Sovétrikj- unum. Þau fluttust saman til Bandarikjanna árið 1962 vegna þess að Oswald likaði ekki lofts- lagið i Sovétrikjunum, sagöi ekkja hans. Hann haföi einnig orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að hann fékk ekki inngöngu i háskóla þar i landi. Vonbrigði hans áttu enn eftir að aukast er hann, kominn aftur til Bandarikj- anna, fékk hvergi atvinnu, en, sagöi Marina, um forsetann sem hann er talinn hafa myrt viðhafði hann aldrei nokkurt styggöar- yrði. Reuter/Maryland — Áreiðanlegar heimildir i Camp David hermdu i gær að viðræðurnar hefðu þegar leitt til mikilvægs árangurs og hefðu brotið á bak aftur þá stifni sem farin var að einkenna friðarum- leitanirnar áður en til Camp David fundarins kom. Þó útkoman sé enn óljós, sögðu þessar heimildir, er það ljóst að viðræður þeirra Carters, Begin og Sadat eru alls ekki árangurslaus- ar. Akveöinn ágreiningur rikti enn en stöðugt nálgaðist þó sam- komulag sögðu þessar sömu heimildir. Þá lét blaðafulltrúi Hvita húss- ins, Jody Powell, hafa eftir sér i gær, að fundurinn væri aö komast á lokastig og af hálfu rikisleiðtog- anna þriggja væri ákaft leitað eft- ir samkomulagsleiðum. Hann bætti þóviðað fundurinn væri enn á viðkvæmu stigi og hvorki allt of mikil bjartsýni eða svartsýni væri viðeigandi. utan úr heimi Kortsnoj: Karpov skortir þrek til að gera út um einvígið Reuter/Baguio — Kortsnoj vann i gær mikils- verðan sigur yfir andstæðingi sinum, Anatoly Karpov, er hann vann 21. skákina með all- glæsilegum tilþrifum á sama tima og Karpov gerði nokkur slæm mistök. Kortsnoj sagði eftir skák- klukkustundir en að henni lok- ína: „Þetta sannar að ég er ekki búinn að vera. Ég hef á tilfinningunni að Karpov sé að þreytast og hann skorti þrek til að gera út um einvigið”. Karpov er þó kominn með fjóra vinninga gegn tveimur vinningum Kortsnoj. Skákin I gær stóð i tvær inni var Kortsnoj enn i skapi til að tefla og dreif aðstoðar- menn sina með sér i ibúð.sina uppi i fjöllum til að leggja á ráðin um 22. skákina sem telfa á I dag. Sérfræðingarnir i Ba- guio telja þó liklegt að Karpov noti rétt sinn til að fresta nú i dag. Dollarinn féll vegna hræðslu við olíukreppu Reuter/London — Eftir nokkurra daga stöðugleika á gjaldeyrismörkuðum féll dollarinn i verði i gærdag að þvi er talið er vegna hræðslu við olíukreppu sem hafa mundi gifurleg áhrif á efnahag i Bandaríkjunum. Talið er að verðfall dollarans i gær og hækkun á gulli eigi rætur að rekja til ummæla utanrikis- ráðherra Saudi-Arabiu þess efnis að Arabar yröu aö endurskoða af- stöðu sina i heild ef Camp David fundurinn reyndist árangurslaus. Ekki vildi ráðherrann viðurkenna að gripið yrði til oliusölubanns i þvi tilviku en þó óttast margir þann möguleika. Haft er eftir einum gjaldeyris- kaupmannanna i gær að „engar fréttir séu varla góðar fréttir” hvað varðar Camp David^fundinn og þögnin sem um hann rfki verði aðeins til að auka á spennuna og óvissuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.