Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 14. september 1978 r Wímwrn tHgefandi Framsóknarflokkurinn Aframhaldandi hagvöxtur í þróunarlöndunum: En matvælafram Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurOsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Slmi 86300. Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. V______________________________________________________________J Hinir hljóðlátu Allt árið ómar þetta þjóðfélag af hvers kyns kröfugerð. Og jafnan eru það sterk samtök sem njóta mikilla áhrifa er mest láta til sin taka. Sannleikurinn er sá að oftast er verið að slást um það að dragast ekki aftur úr einhverjum öðrum, halda sinum hlut i samanburðinum hvað sem það kostar, enda þótt engum haldi við verulegum vandræðum i framfærslu sinni,hvað þá beinum daglegum örðugleikum i einkalifi. En i þessu þjóðfélagi eru einnig til hópar, sumir fámennir — aðrir undrafjölmennir — sem ekki láta svo hátt endranær eða gera slikar kröfur til náunga sinna sem hinir sihrópandi kröfu- gerðarhópar. Og sumir þessara hljóðlátu sam- félagshópa búa við svo erfiða og bága aðstöðu i lifinu, að enginn venjulegur heilbrigður maður getur gert sér það i hugarlund, — og hætt við að sumum brygði ef þeir gætu það, þó ekki væri um alvöru að ræða. í öllu okkar daglega amstri og allri okkar valda- og hagsmunatogstreitu höfum við gleymt þessum hópum. Við höfum ekki einbeint athygli okkar að lifsaðstöðu og högum blindra, fatlaðra, lamaðra öryrkja, langlegusjúklinga, þroska- heftra, geðveilla eða annarra meðbræðra og meðsystra okkar sem þannig lifa með okkur i þessu þjóðfélagi — i skugganum af þeirri vel- megun sem við hin njótum af hlakkandi fögnuði og leyfum okkur i blindni að litilsvirða og telja sjálfsagða. Vissulega hefur ákaflega margt verið gert og bætt i þessum efnum á umliðnum árum. En það er svo litið þegar miðað er við þörfina annars vegar og lifskjör okkar hinna hins vegaryað það er sannarlega skömm að framkomu okkar og hugsunarleysi. Nú;þegar samtök þessa fólks hafa vakið athygli á högum þess, eigum við hin að staldra við og hlusta. Nú á ekki að þurfa að verða bið á röskleg- um athöfnum af okkar hálfu til þess að verða við réttmætum óskum þeirra. Okkur á ekki að muna um að rétta þeim veika styrka hönd, ekki vegna þess að við vitum að slikt verður launað þótt siðar verði, heldur vegna þess að hér er spurt um okkar manndóm, okkar siðferði i raunverulegri merk- ingu þess orðs. Hér er loks komið að alvörumáli i þjóðmálaum- ræðum þessa árs. Hér er loks verið að fjalla um þjóðfélagsmál, sem snertir sjálfan grunn menn- ingar okkar og siðar. Um stund að minnsta kosti er það skylda okkar hinna að vikja hlutfallstölum efnahagsmálanna og allra þessara kjaramála til hliðar, þvi að nú er hér drepið á dyr hvers manns sem ekki þekkir af eigin reynd þá erfiðleika sem eru úti fyrir daglegur kostur. Og það er ekki beðið um nein forréttindi. Það er ekki beðið um að fá neitt frá neinum sem ekki verður endurgoldið. Samtök hinna hljóðlátu biðja þess eins að fá tækifæri til að láta gott af sér leiða i þjóðlifinu,fá að starfa og leggja af mörkum full- gildan skerf. JS leiðslan er ennþá aðaláhyggjuefnið I ARSSKVRSLU Alþjóöa- bankans, sem opinberlega er gefin út I dag, kemur m.a. fram, aö hagvöxtur I þró- unarríkjunum er meiri en i þróuöu rikjunum, en svo hefur einnig verið siöustu ár. En I skýrslunni er hins vegar lögö áhersla á, aö ekki hefur enn tekist aö uppræta hinar raunverulegu orsakir ónægrar matvælafram- leiðslu I þróunarrikjunum. Þá kemur fram, aö geysi- mikil fátækt er enn einkenn- andi þáttur I flestum aöildar- rikjum Alþjóðabankans. Alþjóöabankinn, sem er ein af sérstofnunum Samein- uöu þjóðanna, heitir á ensku International Bank for Reconstruction and Development, en er oftast aöeins kallaður World Bank. Markmiö bankans er aö greiða fyrir þróun I aðildar- rfkjunum meö þvi aö afla fjármagns til framkvæmda, stuöla aö alþjóðaviðskiptum og annaö svipaö. tsland hefur átt aðild aö bankanum frá upphafi og hefur þegiö lán frá honum. ÞAÐ VORU MARGIR þættir, sem ollu þessum hag- vexti á siöasta ári. Meöal þeirra má nefna, aö dollara- viröi útflutnings þessara rikja jókst um 14% og kom þannig fram veröhækkun á mörgum vörum þróunarrlkj- anna. Vöxturinn siöan um miöbik yfirstandandi ára- tugs varö einnig mögulegur vegna aukins aöhalds, sem þróunarrikin uröu aö viöhafa vegna erfiðleikanna i efna- hagslifi heimsins. Hagvöxturinn i þróunar- rikjunum hefur gert þessum rikjum kleift að minnka heildarskuldir sinar við önn- ur riki úr 37.300 milljónum dollara áriö 1975 niöur i 22.000 milljónir dollara i fyrra.-Þar að auki var vöru- skiptajöfnuður rikjanna óhagstæður um 12.700 milljónir dollara áriö 1977, sem er aðeins helmingur af meöaltalinu fyrir árin 1974 og 1975. VÖXTUR ÚTFLUTNINGS þróunarrikjanna er aö mati Alþjóöabankans ekkert stundarfyrirbrigöi. I skýrsl- unni segir, aö útflutningur frá þróunarrikjunum muni halda áfram aö aukast, þ.e. ef ekki koma til nýjar og auknar hömlur frá hendi annarra rikja. Hins vegar er bent á i ársskýrslunni, aö forsvarsmenn i þróunarrikj- unum eru aö veröa æ áhyggjufyllri yfir mætti þeirra, sem ráöa efnahags- lifi I iðnveldunum, til aö koma á innflutningshöftum. Þaö er þvi skoöun þeirra, sem semja ársskýrslu Alþjóöabankans, aö mikil- vægasta verkefniö sé aö lyfta öllum hömlum á alþjóðaviö- skipti, hvort sem þaö er að setja nýjar hömlur á eöa heröa hinar eldri. ÞRÓUNARRtKIN KAUPA i dag um 28% af heildarút- flutningi iönveldanna á full- unnum iönaðarvörum. En þau gætu hjálpaö sér sjálf, ef felld væru niður mörg atriöi, sem eru órættmæt gagnvart útflutningi frá þróunarrikj- Arsskýrsla Alþjóða bankans kemur út í dag, 14. sept. unum. Meöal þeirra má nefna, aö nýjar iðngreinar eru ekki nægilega verndaðar og svo aö gjaldmiölar þess- ara rikja eru gjarnan of hátt skráðir. 1 ársskýrslu Alþjóðabank- ans kemur fram sú vissa, að ef haftastefnusinnar veröa ekki ofan á i baráttunni, og ef útflutningsstefnan fær enn aö ráða i þróunarrikjunum, þá gæti hin árlega verð- mætaaukning á útflutningi frá þróunarrikjunum oröiö um 15%. ÞRATT FYRIR þessa framþróun hjá fátækustu rikjum veraldar, þá gerir Alþjóöabankinn sér grein fyrir, aö ekki er allt komið i lag, ef viðskipti aukast, út- flutningsverömæti aukast og vöruskiptajöfnuöur veröur ekki eins óhagstæöur og áöur. Eitt helsta vandamálið, sem lausn verður á aö finn- ast, er aö sjá til þess aö mat- vælaframleiðslan aukist hraöar en ibúunum fjölgar. Staðreyndin er nefnilega, að matvælaframleiðsla á ibúa er i dag minni en fyrir tveim árum á öllum þróunarsvæö- um veraldar nema þá i Asiu. Og jafnvel þar, er ekki gott að segja til um hvort sú aukning heldur áfram eöa hvort hún kemur til vegna góðrar uppskeru undanfarin ár. Sérstaklega er ástandið erfitti' Afriku, en þaö er staö- reynd að matvælafram- leiðsla á hvern ibúa i Afriku hefur minnkað um 10% frá meðaltalinu fyrir árin 1961—1965. Eftir nokkrar vangaveltur um lausn þessa vandamáls, hafa höfundar ársskýrslunn- ar komist að þeirri niöur- stööu, að innflutningur mat- væla bjóði ekki upp á neina varanlega lausn. Hin auknu matvæli veröa aö vera fram- leidd i þróunarrikjunum sjálfum, segir i ársskýrsl- unni. ,,ÞVt MIÐUR VIRÐIST allt benda til þess, aö i aö- ildarrikjum Alþjóðabankans riki enn geysileg fjölda- fátækt i sveitunum. Þessi þróun heldur áfram vegna fólksfjölgunar, takmarkaðra auðlinda og ófullkominna samgangna”, segir i skýrsl- unni. I skýrslunni er fagnaö breyttum viðhorfum gagn- vart fátæklingum i' sveitum þróunarrikjanna og þeim aö- gerðum sem hefur veriö gripið til varðandi lausn á vandamálinu. Hins vegar er bent á aö áhugi manna á þessu viöfangsefni er frekar nýtilkominn og þvi erfitt aö meta árangurinn. Að lokum er lögö áhersla á i ársskýrslunni, aö hinir tveirólikulhópar —iðnveldin og þróunarrfkin- taki höndum saman, þvi ööru visi verði ekki tryggöur áfram sá bati, sem hefur aö undan- förnu átt sér staö. MÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.