Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.09.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. september 1978 9 Einar Ólafsson: Ævimenntun á íslandi Er byggðastefnan rek- in án nokkurrar stefnu i mennta- og menning- armálum? Þegar rætt er um byggða- stefnu, virftist svo sem oftast sé höfð i huga efnahagsleg og at- vinnuleg uppbygging Uti á landsbyggöinni, en flest annað litils metið. Þó veröur aö játa það, að aðstaða dreifbýlisins til margs konar skólanáms i heimabyggö eða nágranna- byggöalögum hefur batnað verulega siðustu árin. En les- andinn gæti að þvi, að viðast hva r er um aö ræöa skólanám er veitir réttindi, gefur njótandan- um fyrr eða siðar beinharöa peninga i aöra hönd. Sem sagt menntun (nám ),sem ekki malar gull, er óþörf. Þetta virist mér vera sU hugs- un, sem víðast hvar er rikjandi hér á landi, þegar rætt er um fuUorðinsfræðslu. Ástandið í fullorð' insfræðslumálum er okkur til stórskammar. Fyrir framtakssemi nokkurra bæjarfélaga eða einstaklinga fyrirfinnst hér á landi fuUorð- insfræðsla á vegum náms- flokka, sem u.þ.b. 60%-65% landsmanna hafa aðgang að. (Hér á ég aðeins við námsf tokka en hvorki „öldungadeildirnar” né málaskólana i Reykjavik). Námsflokkarnir eru reknir meö fjárframlögum bæjarfélaganna og kerinslugjöldum þátttakend- anna i námskeiðunum. Framlag rikissjóðs bl náms- flokka er svo óverulegt að varla tekur þvi að minnast á það. Vegna þessa er fámennum byggðarlögum fyrirmunað að koma á fót og relá námsflokka. Ekki má það og heldur gleym- ast að i þéttbýlinu, þar sem námsflokkar eru starfandi, kemurþað oftfyrirað láglauna- fólk, sem langar til þess að sækja námskeið, verður aö neita sérum það, vegna þess að kennslugjöldin eru of há. Þetta er þó fólkið, sem vinnur oftast erfiðustu störfin i þjóðfélaginu fyrir lægstu laun og hefur flest notiö lágmarksskólagöngu. Ég dreg enga dul á þá skoðun mina, að þetta ástand er til há- borinnar skammar sem og hvert annað þjóðfélagslegt mis- rétti, enda þótt flestir láti sér fáttum finnast, aöþ.vi er manni virðist. Fullorðinsfræðslu- frumvarpið. Hafi það fariö fram hjá ein- hverjum, vil ég benda á, að árið 1974 lá fyrir fullsamið frumvarp tillagaum fullorðinsfræðslu hér álandi.Þettafrumvarp var lagt fyrir Alþingi (tvisvar) á sl. kjörtimabili af þáverandi menntamálaráðherra, sem mér er kunnugt um að hefur áhuga á að koma þessum málum i við- unandi horf. Það er skemmst frá þvi aö segja, að undirtektir Alþingis voru slikar að mér vitanlega var ekki einusinnilhaft fyrir þvi að svæfa þaö-formlega með þvi að setja þaö i nefnd. Ef afsökunin fyrir þessari málsmeöferð er sil, að frum- varpið sé svo gallað, að ekki verði á þvi byggt, getur hún varla staðist. Þetta frumvarp var samiö með hliðsjón af lög- um nágrannalanda um fullorð- insfræðslu (einkum Noregs, aö þvi er mér virðist) sem i gildi voru um 1970, og sem slikt var þaö hvorki betra eða verra en hráefnið sem það var unnið Ur. Helstu gallar þessa frum- varps sýnast mér vera þeir, að það er ekki sniðiö nægjanlega að islenskum aöstæöum til þess að gagnast okkur sem skyldi. Auk þess er þar gert ráð fyrir allt of viöamikilli yfirbyggingu til stjórnunar og eftirlits, sem mundi kosta mikið fé. — En ég held, aö áhuga þingmanna hafi greinlega vantaði þessum mál- um e.t.v. vegna þess aö allan þrýsting vantaöi utanfrá (sbr. eftirfarandi kafla). Þvi fór sem fór. , Einar Olafsson Er hægt að nota al- mannafé til atkvæða- kaupa og stuðnings við „hreppapólitik”? Þegar ég var að hugleiða efni þessarar greinar fór svo að ég gat ekki komist framhjá spurn- ingunni, sem ég hefi sett hér sem fyrirsögn. Það Alþingi, sem hundsaði svo eftirminnilega frumvarpið um fullorðinsfræðslu á sl. kjör- timabili, endaði setu sina með þvi að samþykkja lög um sér- stakar fræðsluskrifstofur fyrir kaupstaði með yfir 10.000 ibUa. Þetta gerðist fyrir þrýsting frá einum þeirra þriggja kaup- staða, sem munu koma til með að njóta góðs af þessari laga- setningu. Ahugi ráöamanna þessa kaupstaðar fyrir mennta- málum almennt endurspeglast e.t.v. i þvi að kennslugjöld i námsftokkum þar hafa til þessa veriö þó nokkuð hærri en t.d. i Reykjavík og Kópavogi. Ég get ekki betur séð en aö kostnaður viö rekstur þessara nýju fræösluskrifstofa muni nema a.m.k. 35-40 millj.króna á ári. Það er u.þ.b. sama upphæð og hlutur rikissjóðs mundi veröa i kostnaði við rekstur þeirra námsflokka, sem nú eru starfandi i landinu. Hér miða ég við að hlutdeild rikissjóðs yrði um 50%-60% af heildarkostnaðinum. Af þessu má sjá að ekki hefur það verið vegna kostnaðarauka rikis- sjóðs, sem fullorðinsfræðslu- frumvarpið fékkhinar fáheyröu móttökur. Byggðastefnan og „öldungadeildir” menntaskólanna. Þegar litið er til öldungadeilda - menntaskólanna, sjáum viö I framkvæmd fullorðinsfræöslu, sem stenst fyllilega samanburð við samskonar fræðslustofnanir i nágrannalöndunum og þær eru sennilega þaö eina i fullorðins- fræöslumálum okkar, sem viö getum státað af Ut á við. Þessir kvöldskólar eru kostaðir af rikissjóði og þátttakendurnir þurfa aöeins að greiöa óveruleg skráningargjöld. — En þarna kemur fram eitt hrikalegasta misréttið I fræðslumálum sem fyrirfinnst hér á landi. Aöeins helmingur landsmanna fær vegna búsetu notið þessarar fræöslu. Hinn helmingurinnfær aðeins ,,leyfi” til þess aö taka þátt i að greiða kostnaðinn af menntun þeirra, sem hafa áhuga á þessu námi og eru svo heppnir að búa i grennd við „öldungadeildirnar”. Ekki getur verið ætlast til þess, að fólk Uti á landi taki sig upp með börn og bú og flytji til Reykjavik ur eöa Akureyrar, ef það hefur áhuga á að stunda menntaskólanám i kvöldskóla. A meöan skipan fullorðins- fræðslu er ekki komin i viöun- andi horf meö setningu laga um fulloröinsfræðslu, ætti það að vera réttlætiskrafa aö nemend- ur og bæjarfélög, þar sem boöið er upp á kvöld-menntaskóla, greiði verulegan hluta af kostn- aði við rekstur þeirra. En auö- vitað skiptir það meginmáli, að allir landsmenn geti án tillits til búsetu eöa starfs, öðlast þau réttindierprófveita meðaöstoð námsflokkainámshringa, bréfa- skóla og meðskipulegri kennslu i Utvarpi og sjónvarpi. Þaö er ekki fyrr en búiö er aö koma þessu I framkvæmd, sem hægt er aö réttlæta rekstur „öldungadeildanna” i núver- andi mynd. Lenging skólaskyld- unnar i 9 ár. Ég er e.t.v. búinn að skrifa nóg um þessi mál aö sinni, en ég get ekki látið hjá liða að minn- ast á grunnskólann og væntan- legt 9 ára skyldunám. Fyrir fáum árum heyröi ég á það minnst að lenging skóla- skyldunnar Ur 8 árum i 9 ár mundi kosta 200-300 millj. kr. Ef þetta er staðreynd sýnist mér, að réttara væri að nota þá fjár- muni sem sparast með þvi aö halda sig við 8 ára skyldunám, til þess að koma hér á fót full- orðinsfræðslu, er næði til alls landsins. Þá getur fólk, þegar þroski þess og efni standa tíl, bætt sér upp það, sem grunn- skólanum mistókst aö veita því eða þaðbar ekki gæfu til þess að tileinka sér á skólaskyldualdri. NU er einnig, með tilkomu fjölbrautanáms tekin upp sú stefna að loka ekki dyrum fyrir unglingunum aö margs konar framhaldsnámi snemma á námsbrautinni. En á sama ti'ma neyöist fjöldi unglinga til þess aðfara Ut á vinnumarkaðinn að loknu skyldunámi og loka þar með dyrunum að frekara námi vegna skorts á skipulagöri full- orðinsfræðslu. Þetta veröur áfram hlutskipti fjölda fólks viða um land á meö- an hið háa Alþingi má ekki einu sinni vera að þvi aö ræða um fulloröinsfræðslu. Ég hefi aðeins stíklað hér á stóru og sl eppt þvi að minnast á mörgatriði sem lesandinnhefur vafalaust saknaö i skrifum þessum. Ég vonast til þess, að mér gefist siðar tækifæri til þess aö skrifa ýtarlegar um ein- staka þætti þessa mikla máls. Ég vona líka, að ég eigi eftir aö sjá „æviskólann” verða að ráunveruleika. Skóla sem bygg- ist á skynsamlegum lögum um grunnskóla, framhaldsskóla og fuUorðinsfræðslu. BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR I: Taunus 17M árg. '67 V.W. 1300 '71 Cortina '68 Escort '68 Wi/ly's \1-8 Land Rover BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Simi 1-13-97 3 kranabílar 1 — BYERS 2 - MICHIGAN Verða seldir til niöurrifs. Upplýsingar I slma 19726-7. Togaraafgreiðslan h/f. •••% s *• . \..s lA. \ ***•• *•* Safnid öllum fjórum ABBA dúkkunum Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 HAROVIOARVAL HF Skemmuvegi <40 KÓPAVQGI sl7’‘41/)1 Gnensásveg 5 REYKJAViK s;847 27 Harðviðarklæðningar Spónlagðar spónaplötur Furu & Grenipanell Spónaplötur Gólfparkett Veggkrossviður Plasthúðaðar spónaplötur Sólbekkir Smiðum sólbekki eftir máli, álimda með harðplasti. Mikið litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur. Trésmiðjan Kvistur Súðarvogi 42 (Kænuvogsmegin) Simi 33177 Hjólbaxðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti timinn til að senda okkur hjólbarða til sólningar Eigum fyrirliggjanili flestar stœrdir hjólbarða, sólaða og nýja Mjög gott verð GUMMI VINNU Fljót og góð STOFAN þjónusta HF PÓSTSENDUM UM LAND ALLT Skiphott 35 105 REYKiAVÍK simi 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.