Tíminn - 24.09.1978, Side 7

Tíminn - 24.09.1978, Side 7
Sunnudagur 24. september 1978 7 É Þórarínn Þórarinsson: i i I i Hafréttarráðstefnan hefur þegar borið mikinn árangur 1 Hinn 3. desember næstkomandi verða liðin fimm ár frá því að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í New York. Hún hélt þá aðeins stuttan fund en síðan hafa verið haldnir sex lengri fundir einn i CaracaS/ tveir í Genf og þrír í New York. Síðasta fundi hennar sem var sá sjöundi i röðinni, var skipt í tvennt, fyrri og lengri hlutinn var haldinn i Genf en síðari hlutinn í New York. ekki koma til atkvæðagreiðslu um einstök ágreiningsmál, heldur reyna að ná um þau fullu samkomulagi. t upphafi haf- réttarráðstefnunnar voru henni sett fundarsköp, þar sem ákveðið var að reyna til þrautar að ná samkomulagi um öll ágreiningsefni og gripa ekki til atkvæðagreiðslu um þau fyrr en i allra siðustu lög. Þetta hefur. að sjálfsögðu gert og gerir störf ráðstefnunnar miklu tafsamari en ella. Hins vegar er þetta auk- in trygging fyrir þvi að fleiri þjóðir get-ist aðilar að hafréttar- sáttmálanum en ella eftir að hafréttarráðstefnan hefur gengið frá honum. Margir al- þjóðasáttmálar hafa ekki náð gildi fyrr en seint og um siðir vegna þess, að ekki hafa fengizt nógu margar þjóðir til að staðfesta þá sökum ágreinings um viss atriði þeirra. Mikilvægur árangur Von er að menn spyrji hver sé orðinn árangurinn af þessu fimm ára starfi hafréttar- ráðstefnunnar. Óhætt er að segja, að hann sé orðinn mikill. Mikilvægasti og sýnilegasti árangurinn er efnahagslögsag- an. Störf hafréttarráðstefnunn- ar hafi flýtt þvi máli um áratugi og vafasamt aö það heföi komizt i höfn án hennar. Nýr þáttur i hafréttarmálum, sem fjallar um varnir gegn mengun, er i sjónmáli. Siðast, en ekki sizt styrkjast alltaf þær vonir, að komiö verði á fót nýrri alþjóða- stofnun, sem að mörgu leyti mun hafa með höndum um- fangsmeira verkefni en nokkur alþjóðastofnun hingað til, en það er að stjórna nýtingu á auð- æfum hafsbotnsins utan efna- hagslögsögu strandrikjanna. Gróðinn af nýtingu þessara auð- æfa á að renna til hinna fátækari þjóða og styrkja þær til fram- fara og velmegunar. Þá má segja, aö samkomulag sé fengið i grundvallaratriðum um þau tvö stóru ágreiningsmál sem hafréttarráöstefnurnar 1958 og 1960 náðu ekki sam- komulagi um, en þau fjölluðu um viðáttu landhelgi og fisk- veiðilögsögu. Segja má að sam- komulag sé nú fengið um, að landhelgin megi vera 12 milui; og fiskveiðilögsagan 200 milur. Undirbúnings- nefndin Aður en hafréttarráðstefnan tók til starfa, hafði sérstök nefnd unnið að undirbúningi hennar um fimm ára skeið. Til- drögin voru þau að á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1967 flutti fulltrúi Möltu tillögu þess efnis að auðæfi hafsbotnsins ut- an lögsögu strandrikja tilheyrði öllu mannkyninu og skyldu þau nýtt sameiginlega af þvi og hagnaðurinn látinn renna til efnaminni þjóða. Þetta mál hlaut góðar undirtektir og var sérstök nefnd kosin til að undir- búa framgang þess. A næstu allsherjarþingum var ákveðið að auka verkefni nefndarinnar og fela henni að fjalla um alla þætti hafréttarmála. Jafnframt var fjölgað þeim þjóðum, sem tóku þátt i störfum hennar. Ætlunin var aö nefndin gerði sSS drög að sérstökum hafréttar- NS sáttmála en henni entist ekki SS timi til þess. Hins vegar urðu umræður þær, sem fram fóru i Sx nefndinni og tillögur þær, sem SS þar komu fram frá ýmsum rikj- w um, mjög gagnlegur grundvöll- w ur til undirbúnings slikum sátt- w mála þótt ekki tækist að vinna *SS sameiginleg drög úr þeim. Arið Ss 1973 var svo komið að ekki þótti !SS rétt að draga lengur að kalla SS saman sérstaka hafréttar- Sx ráðstefnu og kom hún þvi XS saman 3. desember 1973 eins og SSJ áður segir. | Fundarsköpin W Þeirri reglu hafði verið fýlgt i undirbúningsnefndinni að láta 1 Gífurlegt verkefni Vafalitið hefur engin alþjóöa- ráðstefna, fjaliað um viðtækari setningu alþjóðalaga en haf- réttarráðstefnan. Henni er ekki aðeins ætlað að endurskoða öll lög og venjur sem gilt hafa varðandi hafréttarmál til þessa. Hún á að setja reglur um marg- visleg ný atriði sem komiö hafa til sögunnar á siðari árum, t.d. mengunarvarnir. Stækkun sú á landhelgi, sem samkomulag mun veröa um skapar margvis- leg ný vandamál, t.d. varðandi siglingar um sund. Kaflinn um efnahagslögsöguna verður al- veg nýr og yfirgripsmikill þátt- ur i hinum væntanlegu haf- réttarlögum. Siðast en ekki sizt er svo hin sameiginlega hagnýt- ing mannkynsins á auðæfum út- hafsbotnsins. Þar þarf að setja lög um nýja alþjóðastofnun sem mun fást við flóknari og marg- þættari verkefni en nokkur al- þjóðastofnun önnur til þessa dags. Þannig mætti áfram telja. Þá flýtir það ekki fyrir að nú eru þátttökuþjóðir á ráðstefn- unni um 160, en um 80 þjóðir tóku þátt i hafréttarráöstefnun- um 1958 og 1960. Nefndimar Þær reglur voru settar i upp- hafi hafréttarráöstefnunnar, að aðalverkefnum hennar yrði skipt milli þriggja nefnda. Hin svokallaða fyrsta nefnd skyldi fjalla um allt það sem lyti að nýtingu á auðæfum úthafsbotns- ins og væntanlegt alþjóðasam- starf á þvi sviði. önnur nefnd skyldi fjalla um það sem hingað til hafa verið talin venjuleg haf- réttarmál en inn i það bættist þó nýtt og stórt verkefni, efnahags- lögsagan. Þriðja nefndin skyldi svo fjalla um mengunarvarnir og rannsóknir, en vegna nýrrar tækni hefur skapazt nýtt verk- efni sem litt hafði verið. sinnt áður. Það er nokkurt dæmi um hvernig störfum nefndanna hefur verið háttað að á fundin- um i New York 15. marz-7. mai 1976 hélt önnur nefnd 52 fundi, þar sem fluttar voru 3700 ræður og bornar fram rúmlega 1000 uppástungur. Þrír textar Eins og áöur segir voru ekki fyrir hendi nein drög að nýjum hafréttarsáttmála þegar haf- réttarráðstefnan hóf störf sin heldur sundurlausar tillögur úr ýmsum áttum. A þriöja fundi ráðstefnunnar, sem var haldinn i Genf voriö 1975 var ákveöiö aö og útiloka endurtekningar. Þriöji textinn sem er frá sumrinu 1977 er þvi langsam- lega fullkomnastur og getur orðið grundvöllur nýrra al- þjóðalaga, þegar tekizt hefur að jafna helztu ágreiningsatriðin sem enn eru i honum. Þessi textagerð veröur þvi aö teljast mikilvægur árangur og styttir þykir rétt aö rifja upp verkefni þeirra hér með tilliti til þess. ^ Landluktu rikin É Fjóðri vinnuhópur fjallaði um KS forréttindi landluktra og af- KS skiptra rikja til veiða innan SS fiskveiðilögsögu strandrikja. S8 Þessi riki hafa með sér all- Sn trausta samstöðu og eru svo §S fjölmenn að þau geta sennilega fellt hvaða tillögu sem er, ef til atkvæðagreiðslu kemur en til þess nægir þriðjungur atkvæða. tsland hefur fengið það sér- ákvæði inn i textann aö þessi forréttindi skuli ekki ná til rikja sem séu yfirgnæfandi háð fisk- veiðum. Landluktu rikin og af- skiptu hafa fallizt á þessa undanþágu fyrir Island, en þó meö þvi skilyrði að samkomu- lag verði um önnur atriði. 1 þessum vinnuhópi þokaðist verulega i samkomulagsátt þótt fullt samkomulag næðist ekki. 1 Lausn deilumáia | Fimmti vinnuhópurinn 5» .............^....^ 1 Hans G. Andersen sendiherra hefur veriö formabur fslenzku sendi- nefndarinnar á hafréttarráðstefnunni frá upphafi. Haft er eftir þekktum fulitrúa þar, aö hann sé einn þeirra fjögurra manna sem séu þar i mestu áiiti. fela formönnum aðalnefndanna að gera sérstök drög eða texta að hafréttarsáttmála og skyldi hver þeirra fjalla um þau verk- efni sem heyrðu undir nefnd hans. Drög þessi skyldu leitast við að túlka sem bezt þau við- horf, sem virtust eiga almenn- ast fylgi. Þessu verkefni luku nefndarmennirnir i mai 1975. Eftir að þessi drög lágu fyrir eða viðræðutexti (negotiating text) varð mun auðveldara aö ræða þessi mál en áður. Textinn frá 1975 reyndist sérstaklega mikilvægur fyrir Island, þvi að þar var að finna ákvæði um 200 milna efnahagslögsögu, og var útfærsla á fiskveiðilögsögu Is- lands i 200 milur haustið 1975 oft rökstudd með tilvisun til um- rædd's texta. Tvivegis siðan eða vorið 1976 og sumarið 1977 hafa formaður ráðstefnunnar og nefndarfor- mennirnir látið fara frá sér nýja endurskoðaða texta sem hafa byggzt á þvi að ágreiningsat- riðum hefur heldur fækkað og hægt hefur verið að gera breytingar i samræmi við það. Þá hefur verið unnið að þvi að færa textana til betra lagamáls vafalitið leiðina að markinu. Þess má geta aö þriðji textinn er nær 400 greinar og eru sumar þeirra langar og i mörgum liðum. fjallaði um lausn deilumála sem kynnu að risa vegna þess að strandriki fullnægði ekki skyldum sinum innan fiskveiði- lögsögu sinnar t.d. með þvi að leyfa ekki öðrum að veiða það sem það gæti ekki veitt sjáift. Jíij Mörg riki vilja láta slikar deilur S§[ ganga undir dóm en strandrikin W eru mjög andvig þvi og hefur lsland látiö þar verulega til sin sSS taka. KS Horfur viröast nú á að sættir «SS geti náðst á þeim grundvelli, að !SS sáttanefnd fjalli um slikar deil- XS ur og geti fellt um þær úrskurö SS sem verði þó ekki bindandi fyrir !S§ strandrikið. Suöur-Amerikurik- §§ in sem eru áhrifamikil i strand- rikjahópnum, hafa hallazt að þessari lausn og raunar allmörg fleiri strandriki. Þau riki sem vilja veikja sjálfsákvöröunar- rétt strandrikjanna innan fisk- veiðilögsögunnar, telja þetta hins vegar ekki fullnægjandi. Óliklegt er að strandrikin láti meira undan en hér þarf þó að vera vel á verði. I I "H A sjöunda fundi ráðstefnunn ar, sem haldinn var á þessu ári var ákveðið að snúa sér fyrst og fremst að helztu ágreiningsefn- unum, en láta annað mæta af- gangi. Fyrstu nefnd var skipt i þrjá vinnuhópa, sem öll riki gátu tekið þátt i. Verkefni fyrsta vinnuhóps var að fjalla um hlut- verk og valdsvið væntanlegrar alþjóðastofnunar, sem sæi um nýtingu úthafsbotnsins. Verk- efni annars vinnuhópsins var að fjalla um fjármál stofnunarinn- ar og greiðslur fyrir sérleyfi til vinnslu sem hún kynni að veita. Þriðji vinnuhópurinn fjallaði um skipulag og stjórn stofnun- arinnar. Annarri nefndinni var á likan hátt skipt i vinnuhópa sem fengu tölurnar fjóröi, fimmti, sjötti og sjöundi vinnu- hópur. Þar sem sérmál Islands féllu undir þessa vinnuhópa menn og málefni Sjötti vinnuhópurinn fjallaöi um morkun landgrunnsins sem strandrikin geta tileinkað sér samkvæmt textanum utan 200 milna efnahagslögsögu. Þessi réttur nær eingöngu til auðæfa hafsbotnsins. 1 textanum er það óskýrt hvernig þessi mörk skuli ákveðin. Hér er um mál að ræða sem getur haft verulega þýðingu fyrir Island ,og verður nánar rætt um það siðar. Sjöundi vinnuhópurinn fjallaði um mörkun landhelgi, SSJ efnahagslögsögu og landgrunns, S|S| þegar lönd liggja nálægt hvert TO öðru. Mörg riki hallast að mið- linu en fleiri virðast hallast að þvi að taka verði jafnframt sanngjarnt tillit til ýmissa ástæöna og ákveða mörkin sam- S5 kvæmt þvi. Hór er um atriði að SX ræða sem gæti skipt Islendinga Sx máli i sambandi við Jan Mayen. SX; Eins og textinn er nú, myndu ^ Norðmenn ekki geta gert tilkall til miðlinu milli Islands og Jan Mayen jafnvel þótt réttur Jan Mayen yrði viðurkenndur að ööru leyti. Auk þessa hélt önnur nefndin sjálf fundi um atriði sem ekki heyrðu undir vinnuhópana. M.a. ræddi hún um þau ákvæði text- ans, sem fjalla um réttindi eyja og getur það skipt ísland veru- Framhald á bls. 25 1 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.