Tíminn - 24.09.1978, Side 23

Tíminn - 24.09.1978, Side 23
Sunnudagur 24. september 1978 23 varö hún aö vera sporsökjulöguö, þar sem minnsta þvermál er 86 m en mesta 118 m. Almenningurinn er 30 m i þvermál, á aö taka 2000 fjár, og inni i honum miöjum er hólf fyrir óskilafé. Dilkarnir eru mjög misstórir, réöu bændur sjálfir hvaö þeir vildu hafa dilk sinn stóran, og borga i samræmi við það. í heild á réttin aö taka um tuttugu og fimm þúsund fjár. Ég hitti Sigurjón Guðmundsson á Fossum, sem var framkvæmda- stjóri réttarbyggingarinnar og bað hann að segja sögu hinnar- nýju réttar. Það má segja, sagöi Sigurjón, að slysiö sem varö hér fyrir tveim árum hafi sett þessa réttarbyggingu af stað, það var sýnilegt að við uröum að byggja þetta upp, það bilaði þarna nátthagagirðing, sem má segja að hafi verið orðin mjög hæpin, með afleiðingum sem menn muna. Þá var ákveðið að ráöast i þetta í vor. Það var talsvert byrjað að undirbúa þetta i vetur með smíði á grindum og öðru þvi um liku. Fyrsta sporið i sumar var auðvitað að fjarlægja gömlu réttina, hún var settt i árfarveg- inn, sem var hér fyrir sunnan og þessi vegur svo byggður ofan á. Nú, svo kom þetta hvað af hverju, og ég tel aö þetta hafi gengið vel, það dylst auðvitað engum að þetta er mikiö mannvirki og gott að takast skyldi að byggja það á tveimur mánuðum, það var varla meira. Ég tel að hafi farið i þetta svona 350-400 dagsverk. Ég vil geta þess, að i upphafi voru nokk- uð deildar meiningar um hvernig réttin skyldi byggð upp. Hér i hreppnum var töluveröur áhugi á að byggja að minnsta kosti al- menninginn upp i sama stil og hann var, með sama lagi og úr sama efni. Um það náðist þó ekki samstaða og meirihlutinn réöi. Það var skipuö sex manna fram- kvæmdanefnd — tveir úr hverjum hreppi, sem hér á hlut að — sem tók allar ákvarðanir um hvernig réttin skyldi formuð og byggð. A fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var i fyrrasumar, skoð- uðum við réttarstæðið og var einhugur um að nýja réttin skyldi vera á sama stað og sú gamla, þetta er skemmtilegur staður og þrátt fyrir landþrengslin hefur tekist að koma réttinni furðan- lega vel fyrir og hér er sæmilegt athafnasvæði utan réttarinnar eins og vitanlega þarf að vera. A þessum fundi var ég kosinn fram- kvæmdastjóri. Framkvæmdir hófust seinna i sumar fyrir það aö vorið var kalt og vorverk voru öll unnin seinna en venjulega, en eft- ir að þetta fór af staö mátti heita að vel gengi. Verkið var unnið þannig að fjögurra eða fimm manna hópur tók að sér það sem steypt var, þ.e. almenninginn og ganginn, og voru hér alveg meðan þeir kláruðu það, annars var hér litill mannskapur meðan hey- skapur stóð sem hæst, en mikill fjöldi siðustu dagana, þegar verið var að drifa þetta áfram. Ytri hringurinn og milligerðir er gert þannig, aö grafnir eru niður mér að það megi bæta 40% ofan á áætlun, sem þá er gerð, til þess að hún sé rétt nú. Samt virðist mér að kostnaðurinn fari ekki yfir tuttugu miljónir. Unnar var hér i gær og^mér fannst hann vera mjög anægður með réttina, og mér heyrist andinn i bændum vera sá, að þeir séu yfirleitt mjög ánægðir lika. Ég vil gjarnan að það komi fram, að þegar búið var að ákveða að byggja réttina svona hafi náðst ágæt samstaða og þegar verkið er búið sætta menn sig alltaf við það sem ákveðið var, nema i ljós komi þeim mun meiri vankantar. Enda er sannleikurinn sá, að þaö er alls ekki gerlegt að reisa mannvirki núna eins og þetta var. Ég held að við getum varla stöðvaö timans rás, og viö verðum að nota það efni sem samtiminn býður upp á. Mannvirki úr grjóti og torfi þurfa viðhald og þeir menn finnast naumast lengur, sem kunna þaö verklag. S.V. Fyrsti réttardagur i hinni nýju rétt. simastaurar með nokkru millibili ] og siðan klætt á með timbri, þétt á i hringinn en þrjú borð á milligerð- < irnar og siðan er neglt net á þær. 1 Staurana fengum við á Sauð- s árkróki og söguðum þá niður hér. < Þeir eru grafnir niður um það bil < 1,2 m og standa 1,4 m upp úr. < Þetta var mikið verk og stóð mikið fyrir okkur, þvi þetta eru sennilega um 750 staurar. Það kom i ljós við könnun, að þessir staurar voru lang ódýrasta efnið sem völ var á, og einnig virtist vera mun ódýrara að nota netið en að klæöa eingöngu meö timbri, þess vegna var nú ákveöiö að hafa þetta svona. Það var Unnar Jónsson hjá Byggingastofnun landbúnaðarins sem teiknaöi réttina um áramót i vetur og þá var gerö kostnaðar- áætlun upp á átjánoghálfamilljón og byggingafróðir menn segja Hver segir að timarnir hafi breytst? Unga fólkið situr f brekkunni og syngur og nikkan er þanin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.