Tíminn - 24.09.1978, Side 24

Tíminn - 24.09.1978, Side 24
24 Sunnudagur 24. september 1978 Að komast á gras bókmenntir haldiö. — Annars er þaö sannast aö segja um formála Jóhönnu Sveinsdóttur, aö hann er glöggur og fræðandi um margt, svo þess vegna er tvfmælalaust fengur aö honum, hvortsem menneru sam- mála öllu sem þar er sagt. Um sjálfa skáldsöguna Dægur- visu væri margt hægt að segja. Þetta er athyglisverð saga, sem vekur margvislegar hugsanir hjá lesendum sinum og gleymist ógjarnan, þótt hún sé að visuekki a!ls staöar jafnvel skrifuö. Sjálf hugmyndin er snjöll. Það er snjallt að gera eitt hUs meðal allr'a hUsanna i Reykjavik að nokkurs konar persónu, lýsa tilveru þess sjálfs og þvi mannlffi sem hrærist innan veggja þess. Þaö er morgunn. HUsið er að vakna af nætursvefninum. Augu þess opnast, eitt af ööru. Þaö ger- ist á þann hátt, að einhver dregur tjald frá glugga. Siðan fáum við aö skyggnast inn i lif þess, sem dró gluggatjaldiö frá, — og verð- um margs visari. En persónur sögunnar eru margar, ibúar hUssins eru þrettán að tölu, og auk þess ber þar gesti að garöi, svoaugljóst er, aö ekki er hægt að ræða um allt það fólk i stuttri blaöagrein. Persónurnar eru dregnar mis- jafnlega skýrum dráttum, en einna eftirminnilegust verða þau Svava, sem er frúin I húsinu, Ingimundur, tengdafaðir hennar, og svo siðast en ekki sist Asa vinnukona, sem býr i kjallaran- um meö ungum syni sinum, sem heitir Óskar og er kallaður Oggi. Svava er ágætur fulltrúi þeirrar tegundar kvenna, sem hún á að lýsa: falleg/brosmild og heimsk. En inn við beinið er hún reyndar kaldrifjuð og eigngjörn. HUn hef- ur svikið æskuunnusta sinn, list- málara, af þvi að það var hag- kvæmara aö vera gift iönaðar- manni. Þó þykir henni vænt um Jón Bónda sinn og börn þeirra, — og þar er hún fremri vinkonu sinni, Dúddý, þvi að henni þykir ekkert vænt um sinn mann og heldur miskunnarlaust framhjá honum, — „en hún er svo köld.” Svavahikar ekki viðaö ráöleggja Asu vinnukonu aö giftast manni i Reykjavik, semer að snúast i pjakkar stafnum sinum i gólfið og pissar framhjá klósettinu. Hann vaknar eldsnemma á morgnana og raskar svefnró annarra, — og eins og til þess að kóróna fram- ferði sitt hefur hann meira aö segja gerst svo djarfur að létta á sér utan dyra, en það hefur aldrei komist i hámæli. — SU er bót i máli, að fólkið i hUsinu þarf ekki lengi að mæðast yfir Ingimundi karlinum, þvi að hann deyr að kveldi þess dags sem sagan ger- ist. Langsamlega eftirminnilegust verður Asa, vinnukonan, sem býr i kjallaranum meö syni sin- um, Ogga. Barnsfaöir hennar hefur yfirgefið hana, og um eitt skeið hafði neyöin komið henni til þess að ganga „hin lægjandi spor milli lækna” i þvi skyni að reyna að fá þá til aö eyða fóstrinu. En þeir neituðu þvi allir — nema einn. Hann vildi gera henni þennan „greiða”, að visu fyrir ærna borgun, og hUn samdi viö hann um stund og staö. „Og þegar hún hættir að kUgast, laumast hún upp tröppurnar meö óbragð i munninum. En hún getur ekki opnað, getur ekki lyft hendinni til þess, þó hún viti, að þarna fyrir innan biður læknirinn með tæki sin tilbúin og þetta. tekur fljótt af.” Oghúnstóðst eldraunina, — féll ekki á prófinu. HUn ól drenginn Jakobina Sigurðardóttir! DÆGURVISA Saga Ur Reykjavíkurlifinu. tslensk úrvalsrit I skólaútgáfum, 212 biaðsiður. Jóhanna Sveinsdóttir annaðist Ut- gáfuna. Iðunn, Reykjavik 1978. Mörg undanfarin ár hefur bókaútgáfan Iðunn i Reykjavik verið að senda frá sér bókaflokk, sem ber heitið lslensk úrvalsrit. Þessar bækur eru sérstaklega ætlaðar til kennslu i framhalds- skólum, og sá háttur er haföur á, aðsásem annastútgáfu tiltekinn- ar bókar, skrifar formála, þar sem fjallað er um höfundinn og verk hans, orðaskýringar eru prentaðar neðanmáls, og loks eru aftast I bókinni verkefni, handa nemendum. Fyrsta ritiö i þessum bóka- flokki var Hrafnkels saga Freys- goða, sem kom Utáriö 1965. Óskar Halldórsson sá um þá Utgáfu. Sið- an hafa margar bækur bætst i hópinn, allt frá fornsögum og Eddukvæðum til bókmennta sið- ustu ára. Skáldsagan Dægurvisa eftir Jakobinu Sigurðardóttur er tólfta bókin i þessuin flokki. Jóhanna Sveinsdóttir annast Utgáfuna, rit- ar formála og velur verkefnin. Fyrsti hluti formálans heitir Á- hrif bókmenntastofnunarinnar. Þar er gerð grein fyrir þvi, hvaö þessi bókmenntastofnun sé, og meðal annars vitnað i formála Helgu Kress að smásagnasafninu Draumur um veruleika. Þar seg- ir svo m.a.: „Til þessarar stofnunar heyra t.a.m. útgefendur, fjölmiðlar, gagnrýnendur, bókmenntafræð- ingar, bókmenntaleg ráð (og Ut- hlutunarnefndir), háskólinn. Og siðast en ekki sist má telja til hennar rithöfundana sjálfa meö þviandrúmslofti sem þeirskapa i kringum sig.” Jóhanna ræðir einnig um það, hversu bókmenntagreinum sé mismunað, og segir: „Ef flett er i gegnum þær bók- menntasögur og sýnisbækur sem að miklu leyti hefur verið stuðst við i islenskum framhaldsskólum til þessa, s.s. islenzka lestrarbók 1750-1930 (1942) i Utgáfu Sigurðar Nordal, lslenska bókmennta- sögu 874-1960 (1961) eftir Stefán Einarsson, Drög að bókmennta- sögu (1973) * samantekt Jóns Böðvarssonar, emur aðallega þrenns konarmismunun i' ljós við efnisval, sem hér verður reynt að varpa nokkru ljósi á.” Siðar segir, að þessi mismunun felist m.a. i þvi, að gert sé upp á milli bókm enntategunda. „Þannig virðast barna- og unglingabækur ekki teljast til bókmennta.” Gert er upp á milli kynja við val á textum, kvenna- bókmenntum þ.e. bókmenntum eftir konur og umfjöllun um þær er að mestu sleppt.” Og loks seg- ir:,,Gert erupp ámilli timabila, þ.e. mun rlkari áhersla er lögð á bókmenntir eldri tima en seinni tima.” En Jóhanna segir lika, að lestur nýlegra rita (I skólum, innsk.) fari sifellt vaxandi.og það er án efa rétt. Þegar Jóhanna fer, siðar i for- málanum, að fjalla um Jakoblnu Siguröardóttur og verk hennar, finnst mér henni yfirleitt takast kringum hana, þótt hún viti, að hann er miklu eldri en Asa og aö Asu finnst það siöur en svo fýsi- legt hiutskipti. „Og menn á hans aldri, þeir eru svo montnir af ungum konum, þeir skriða alveg i duftinu fyrir þeim. Þú hefðir al- veg haft hann i vasanum.” ...„Það er ekki vist að þér félli það svo illa, þegar út i' það er komið. Ég á við, — það fer vist i vana.” Þetta er heimspeki fTnu frúarinnar Svövu, og þetta finnst henni nógu gott handa öðrum, en „meinið” er, að Asu langar ekk- ert til þess að hafa neinn „i vas- anum”. Hún er ekki sú kvengerö, sem sækist eftir sliku. Þá er það Ingimundur karl, tengdafaðir Svövu. Hann er skemmtileg persóna, þótt hann fari meira en litið i taugarnar á kvenþjóðinni i húsinu, þegarhann vel.Égheld, með öðrum orðum, að hún skilji skáldkonuna og verk hennar rétt. Þó get ég ekki með neinu móti fallist á það sem Jó- hanna segir þar á einum stað, að Dægurvisa sé „likast til fyrsta ,,kollektiv”-skáldsagan rituð hér- lendis.” Siðan útskýrir Jóhanna hvað „kollektiv”-skáldsaga sé, og segir: „Slikar sögur hafa stund- um veriö nefndar á islensku félags-skáldsögur, en það heiti er engan veginn nógu sértækt.” Og enn fremur: „Danski bók- menntafræðingurinn Sven Möller Kristensen hefur lýst þessu skáldsagnaformi á eftirfarandi hátt: Slik saga fjallar um hóp af fólki, persónur, sem gert er til- tölulega jafn hátt undir höföi i frásögninni, og eru tengdar félagslega vegna starfs og/eða Jakobina Sigurðardóttir. búsetu (...) þess vegna fléttast saman I byggingu sögunnar margvislegar myndir, frásagnir, atburðarásir og örlög. Þvl mætti likja sögunni við púsluspil. Ekki kæmi mér á óvart, þótt ýmsum þætti þaö i meira lagi hæpin kenning að Dægurvisa sé fyrsta islenska skáldsagan, sem þessi lýsing á við, — jafnvel þótt fyrirvarinn „likast til” sé notað- ur. Það er vitaskuld rétt, að per- sónurnar i Dægurvisu eru tengd- ar þeim böndum, að þær búa flestar i sama húsinu og þeim er gert álika hátt undir höfði i frá- sögninni. En þetta má segja um fjölmargar islenskar sögur, allt frá Islendingasögum til skáld- sagna siðustu ára. Hvað um allar sveitalifssögurnar okkar? Eru persónur þeirra ekki „tengdar félagslega vegna starfs og/eöa búsetu”? Þaö hefði maður nú srnn og baslaði fyrir honum i Reykjavik fyrstu misserin af ævi hans. Siðan ræöurhún sig i sveit til bónda, sem segir við Ogga litla : „Þú heföir þurft að komast ágras.” Þvi má reyndar bæta hér við, að kaflinn, þar sem þau tala saman, Asa og bóndinn, hefur mér alltaf þótt sá hluti Dægur- visu, sem best er gerður. „Þessi maður er veðurbitinn og þreytulegur, minnir mest á út- taugaðan hest, sem hamar sig i gróandi túni án þess að lita við jörð. Hann er sveittur og illa rakaður, sýnilega langt siðan hann lét klippa skollitan hárlubb- ann, næstum þvi eins langt siðan hann þvoði sér um höfuðið.” (Og viðfáum að skyggnast inn i hug Asu á meðan bóndinn er að tala við hana): „Það kemur fjósalykt úr hárinu á manni af að sitja undir kú, en það er þó gott verk að breyta grasi i mjólk handa litlum börn- um.” ... ,,Maður getur þvegið sér um hárið og hirt undan nöglun- um. Það situr barn á lágum skemli á tröðinni og •horfir á mjólkina streyma i fötuna, drengur m eð rjóðar kinnar, bústnar kinnar. Og manni þykir vænt um kúna. Einhvern tima er hún leidd út úr fjósinu i' siðasta sinn, og konan stendur við búr- gluggann, vatnar músum og held- ur fyrir eyrun til þess að heyra ekki skothvellinn, sem bindur endi á lif, sem fyrir löngu er orðið hluti af manni sjálfum. Um kvöldið hefir bóndinn bundið aðra kú á básinn, svohann standi ekki auður þegar konan kemur út til að mjólka. En það er ekkert minnst á það. — Kannski maður slái til, segir hún.” (Dægurvisa bls. 122). Saga Asu er ekki sögð lengra en þetta, en eftir að hafa fylgst með hugrenningum hennar á meðan bóndinn er að tala við hana, hlýt- ur lesandinn að draga þá ályktun, að með þeirri ákvörðun sinni að „slá til” hafi hún bjargað framtið drengs sins og hamingju sjálfrar sin um leiö. Þessi kafli er ekki einungis sá hluti bókarinnar, sem flestir munu telja einna best skrifaðan, heldur kemur llka fram i honum bjartsýni höfundar- ins og trú á sigur og heilbrigðrar, mannlegrar skynsemi, þrátt fyrir allt, og þrátt fyrir þaö að hið góða og skynsamlega fari ekki alls staðar i sögunni með sigur af hólmi. Þessi skólaútgáfa af Dægurvisu er vel unninbók. Ég man ekki eft- ir aö hafa rekist þar á neina prentvillu. Þó gætir dálitillar ónákvæmni, þar sem orðið „garði” er skýrt neðan máls á bls. 39. Þar stendur þetta: „Garði: bálkur (jata) eftir fjár- húsgólfi miðju, sem hey eða ann- aðfóöur handa kindum er sett á.” Þarna hefði mátt sleppa orðinu „jata.” Sá er nefnilega munur á jötu og garða, að jatan er ævin- lega upp við vegg, þannig að kindur komast ekki aö henni nema frá annarri hliðinni, en garðinn er eftir miðju gólfi, og féð raðar sér á hann frá báðum hlið- um. — En segja má, að slikt sem þetta séu smámunir. En reynist veröldin mörgum manni harla næðingssöm. Og enn býður land okkar fram gróður sinn og skjól sitt þeim er það vilja þiggja. Moldin, — landiö og lifið sjálft bregðast okkur ekki, ef við brjótum ekki gegn lögum þeirra. Þó að skáldsagan Dægurvisa hefði ekki búið yfir fleiri kostum en þessu bjarta lifsviðhorfi, þá hefði það eitt verið ærin röksemd fyrir þeirri ráðabreytni aö kynna hana islenskum skólanemendum. —VS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.