Tíminn - 24.09.1978, Blaðsíða 14
14
RJ99R9SH
Sunnudagur 24. september 1978
„Ég varði lífinu
í ljóð ... ”
— Afmælisrabb við Kristján Röðuls sextugan
Kristján Röðuls skáld er sextugur i dag. Af þvi til-
efni var hann sóttur heim af blaðamanni frá Timan-
um og lagðar fyrir hann nokkrar spurningar.
Og þá er best að vikja strax aö
upphafinu og spyrja þig Kristján:
— Ert þú Reykvikingur að upp-
runa?
— Já, ég fæddist og ólst upp i
Reykjavik. Æskuheimili mitt var
að Óðinsgötu 26, —örskammt frá
þeim stað þar sem ég bý núna,
svo þú séö aö ég held mig enn á
bernskustöðvunum.
Blaðasölustrákur i
Reykjavík
— Þú hefur auðvitað snemma
vanist vinnunni, eins og flest þau
börn sem voru aö alast upp fyrir
hálfri öld eða svo?
— Já, ég var ekki gamall þegar
ég fór að vinna utan heimilis.
Fyrsta trúnaðarstarfið sem ég
tókst á hendur var að selja Visi á
götunum. Ég held mig muna það
rétt, að um 1930 hafi Visir kostaö
tiu aura, en sölulaunin voru víst
þrir aurar. Ég seldi lika Fálkann,
en man ekki með vissu hvaö hann
kostaöi.
— Var hægt aö hafa eitthvað
svolitið upp úr þessu?
— Já, það var alls ekkert svo
mjög slæmt. Kaupgjald var ekki
hátt á þessum árum og ég hygg að
þetta hafi ekki verið neitt lakari
atvinna en aðrir snúningar, sem
börn áttu kost á þá. Löngu seinna
bar ég út Nýja dagblaöiö á
morgnana, og fékk fyrir þaö 45
krónur á mánuöi. Það var ágætt
kaup, enda var útburðarsvæöiö
stórt — ég fór með blaðið alia leiö
inn að Elliðaám.
Texti: V.S.
Myndir: Róbert
— Þú hefur þurft að vakna eld-
snemma ef blaðið átti að komast
nógu snemma til þeirra kaup-
enda, sem lengst voru I burtu?
— Já, vist þurfti ég þess, en ég
tók það ekki nærri mér. Það er
eðli mitt að vakna fyrir allar aldir
á morgnana, ég ris yfirleitt aldrei
seinna úr rekkju en klukkan
fimm.
— Þú gengur þá snemma til
náða á kvöldin?
— Nei, ekkert sérstaklega, mér
nægir alveg þriggja til fjögurra
klukkutima svefn á sólarhring.
Ég var strax svona, þegar ég var
barn, og þessi eiginleiki að þurfa
litinn svefn, hefur fylgt mér fram
á þennan dag.
— Varstu ungur, þegar þú byrj-
aöir að yrkja?
— Já, ég byrjaði mjög snemma
aö hnoða einhverju saman I
bundnu máli, en annars er ég ekki
neinn einstefnumaður i þeim efn-
um. Ég held, að höfundum sé hollt
aö glima við sem flest form
skáldskapar, það er þroskandi. A
unglingsárunum hélt ég ekki
kveöskap mínum til haga. En svo
kynntist ég ýmsum mönnum, sem
höfðu hvetjandi áhrif á mig, og
það varð til þess, aö ég fór a6
leggja meiri rækt viö þessa áráttu
mina, og kannski líta hana öðrum
augum en ég haföi gert I upphafi.
En svo kom lika annað til: Þó að
sumir hvettu mig til þess aö halda
áfram þessum yrkingum, voru
aftur aðrir, sem töldu það hina
mestu fásinnu af erfiðismanni
eins og mér að vera að fást við
einhverja bókiöju. Hún var aðeins
fyrir lærða menn og langskóla-
gengna, sögðu þeir. Ég gat ekki
samþykkt þetta viðhorf, — fannst
það meira að segja fáránlegt —
og þetta held ég að hafi ekki slst
orðið til þess aö stappa f mig stál-
inu og Iáta ekki deigan siga og
gefast ekki upp, þótt á móti blási.
Hvert viðfangsefni
heimtar sitt form.
— Hvað heldur þú að þú hafir
veriö gamall þegar þú fórst aö
yrkja ,,I römmustu alvöru”?
— Ég hef verið rúmlega tvitug-
ur en fyrsta ljóðabók min kom út
árið 1947, — haustið sem ég varð
tuttugu og niu ára. Það kallast
vfst fremur snemmt, því að á
þeim árum biðu ungir menn leng-
ur með aö birta ljóð sfn I bókum
heldur en seinna varð. Hún heitir
Undir norrænum himni, og ég
held að ýmsum hafi þótt hún ný-
stárleg ekki sfst vegna þess, aö
hún var prentuð með grænu letri.
Jóhannes Kjarval sá mikli meist-
ari, skrifaöi fyrsta ritdóm um
þessa bók, hann minntist sérstak-
lega á letrið og á mjög skemmti-
legan hátt.
— Siðan urðu bækurnar fleiri,
sem þú sendir frá þér.
— Já, rétt er það. Þrem árum
seinna kom bók, sem ég kallaöi
Undir dægranna fargi. Þar lágöi
meistari Kjarval hönd að verki,
þvi að hann myndskreytti þessa
bók. Þaö var auövitað hin besta
auglýsing fyrir bókina og höfund
hennar, aö Kjarval skyldi gera
þetta, en mér er ekki grunlaust
um að sumu fólki hérna i bænum
hafi fundist meistarinn vera að
leggja nafn sitt við hégóma!
— Við skulum telja bækur þinar
hér i röö, fyrst þær eru til
umræðu.
— Já. Næsta bók min hét Svart
á hvítu, og kom út árið 1953. Sú
þarnæsta hét Fugl i stormi, og
kom út 1957, Sólúr ogáttaviti 1960
og loks Svört tungl 1964. Þrjár
siðasttöldu bækurnar hlutu allar
mjög lofsamlega^dóma, enda var
ég oröinn fullmotaður, þegar ég
orti efni þeirra.
— Hvernig hagar þú vinnu-
brögðúm þinum, og hvenær á sól-
arhringnum þykir þér best að
skrifa?
— Mér finnst langbest að vinna
á morgnana, enda ekki óliklegt,
slikur morgunmaður sem ég er,
— þótt ég eigi reyndar lika auö-
velt meö að vaka á kvöldin. Ég
vinn alltaf daglega, alla daga og
skrifa þá gjarnan i tvo til þrjá
klukkutima i einu, en ekki heldur
meira. Ég get ekki hugsað mér að
skrifa siöari hluta dagsins.
— Hér á árunum var mikið tal-
að um „heföbundið ljóðform”,
„atómskáldskap”, og margt
fleira sem snertir ljóðaskáldskap.
Hvað af þessu heldur þú að standi
næst skáldgáfu þinni?
— Þvf treysti ég mér ekki til að
svara. Oftast er eins og hvert við-
fangsefni sem glimt er við, heimti
form viö sitt hæfi og þá á höfund-
urinn ekki annars kost en hlýða
og velja það form, sem verkið
heimtar. Ég tel mig vera jafnvig-
an á hvort tveggja — bæði hið ný-
tiskulega og hitt, sem kennt er við
klassik. Ef við til dæmis athugum
bók mina, Sólúr og áttaviti, þá
kemur i ljós, að þar eru bæði rim-
uð ljóð og órimuð. Auk þess hef ég
alltaf verið hrifinn af kliðmýkt og
hrynjandi islenskrar tungu, og
hef reynt aö láta slíkt njóta sin i
verkum minum.
Áratuga löng vinátta við
Jóhannes Kjarval
— Þú minntist áðan á meistara
Kjarval. Hvenær kynntist þú hon-
um fyrst?
— Ég kynntist honum fyrst,
þegar ég var blaöasölustrákur,
tólf ára gamall. Hann keypti af
mér blöð, og ég fór ýmsar sendi-
ferðir fyrir hann. Jóhannes var
fram úr skarandi barngóður
maður, enda ljúfmenni, og þarna
tókst meö okkur vinátta, sem
hélst á meðan hann lifði. Það bar
aldrei skugga á vináttu okkar, og
ég á aðeins góðar minningar um
hann. Ég á mörg sendibréf frá
honum, flest eða öll meira og
minna myndskreytt, og satt að
segja hef ég ekki viljað hafa þau
hér heima hjá mér, heldur hef
geymt þau i bankahólfi.
Fyrir utan listhneigðina held ég
að rikasti þátturinn i fari Jóhann-
esar Kjarvals hafi verið hjálp-
semin og kærleikurinn til náung-
ans. Hann vildi alltaf vera að
gleöja aðra og hjálpa þeim, og
mér er kunnugt um, að hann
steypti sér meira aö segja i skuld-
ir til þess aö geta létt undir meö
öðrum, ef einhver átti erfitt með
aðborga húsaleiguna. En Kjarval
var ekki allra, fremur en titt er
um mikla menn, og hann hafði
eitthvert undravert lag á þvi aö
ná fundi þeirra manna, sem voru
honum að skapi. Þaö var engu
li'kara en að I þeim efnum hefði
hann ósýnilegan áttavita og
„radar”. Aldrei heyrðist Kjarval
Skáldið viö skrifborö sitt.
tala illa um nokkurn mann, ekk-
ert var fjær honum en að baktala
aðra listamenn eða gera litiö úr
verkum þeirra, og var hann þó
sannarlega maður, sem hafði efni
á að tala djarflega um slika hluti.
Geðrikur var Kjarval, eins og
flestir listamenn, en hann var fá-
gætlega tær persóna.
— Hvatti Kjarval þig til rit-
starfa?
— Já, það gerði hann, og hann
lét ekki við hvatninguna eina sitja
þvi að hann studdi mig lika með
beinum fjárframlögum, — það er
mér bæði ljúft og skyit að játa og
þakka. Ég bað Kjarval ekki um
peninga — þess þurfti ekki. Hann
kom sjálfur með krónurnar til
min, og margra annarra ungra
manna, og þá tjáöi ekki undan að
mælast, ef hann ætlaði aö rétta
manni eitthvað. Þá varð það aö
vera svo sem hann vildi. Jóhann-
es Kjarval er eftirminnilegasti
listamaður, sem ég hef kynnst.
En hann var miklu meira en góö-
ur listamaður, hann var lika
sannur maður.
— Þú sagöir áöan, aö Kjarval
hefði skrifað ritdóm um bók eftir
þig. Manst þú ekki enn þann dag i
dag hvað hann hafði um bókina að
segja?
— Jú, og ég skal meira að segja
lofa þér aö heyra dálitla glefsu úr
dóminum, ég er með hann hérna
hjá mér. Grein Kjarvals hét Ein-
kennilegur maöur. Þar stendur
m.a. þetta:
„Kristján Röðuls hefur gefiö út
snyrtilega ljóðabók, sem hann
Brúðarkjóllinn
Hún saumar kjólinn kalda nótt,
og kalda nótt — er glöð á brá.
Og hjartað slær svo ört og ótt,
af ungri, heitri, villtri þrá.
Og ljúfsár andvörp liða hljótt,
þau líða hljótt i þögn og nótt...
— En máninn brosir beiskt og kalt,
svo beiskt og kalt, hann veit það allt —
Hún sautnar kjólinn kalda nótt,
— og kveikir dag, en verður nótt.
Kristján Röðuls.
/
V
Kristján Rööuls situr hér hjá gömlu, virðulegu skattholi.