Tíminn - 24.09.1978, Side 12
12
ííöí t'aíhfl'iiím ,fc§ ■itt'tsijunnHS
Sunnudagur 24. september 1978
( »lj 'Íil'iP
Bátur, sem getur ekki
sokkið
Ég sá ekki betur en aö mennirnir væru að reyna að
drekkja sér skammt frá bryggjunni á Blönduósi/ og for-
vitnin var vakin. Það væri nú ekki alveg ónýt frétt ef
þeim tækist þetta — og myndavélin við hendina! Þeir
voru þarna á litlum báti og gerðu allt sem þeir gátu til að
sökkva honum. Þeir reyndu að keyra hann niður# þeir
veltu honum á hvolf og aftur til baka og fylltu hann af
sjó en þeim tókst ekki að sökkva honum.
Þeir reyndu að keyra hann niður
Eftir margar misheppna&ar
tilraunir komu þeir að landi og ég
vék mér að þeim og spuröi hvort
þeir væru orðnir leiðir á lifinu
(skattarnir eru enn að hækka og
svo er komin enn ein hækkun i
„rikinu”) eða vitlausir (sömu
ástæður gátu ráðið þvi) eða hvort
hér væri eitthvað enn annaö á
seyöi.
— Néi nei, sagði Ingvar Páls-
son, sem varö fyrir svörum — en
hinir voru bræðurnir Benedikt og
Sigurjón Olafssynir — vertu
óhræddur, sagði Ingvar, hér er
allt i lagi við erum að prófa nýjan
bát, sem vil teljum að geti alls
ekki sokkið hverjar svo sem
aðstæöur eru, — sem gætu komið
til greina við eðlilega notkun
bátsins.
— Hver er galdurinn? (Maður
er nú löngu hættur að trúa á
galdra)
— Lokuðu hólfin þarna aftur i
bátnum og eins stafninn og undir
fremstu þóftunni eru fyllt með
„pólý-úrethan” kvoöu, sem hefur
geysimikinn flotkraft, er ekki
eldnærandi og hefur gott einangr-
unargildi.
Ingvar til vinstri, Benni við stýrið og Sigurjón hægra megin.
Það er alsiða að ausa vatni úr bátum, en inn f þá...
Ljósmyndir S.V.
...og veltu honum á hvolf.
Myndir og texti: Sigurjón Valdimarsson
Þarna hafa þeir bjargast á kjöl.
— En ef kemur gat á kassana og
vatn kemst að kvoöunni? (Þarna
negldi ég hann, auðvitað mundi
dollan steinsökkva. Það er ekki
hægt að telja manni trú um hvað
sem er!)
— Það breytir engu, kvoðan
dregur ekki i sig vatn og heldur
sama flotkrafti þótt hún blotni.
Eina leiðin til aö sökkva bátnum
er að þyngja hann meira en flot-
krafturinn þolir.
— Hvaö er þaö mikið?
— Við teljum hann öruggan
með 350 kg fullan af sjó. Við höf-
um fyllt hann af sjó, verið fjórir
um borð og með utanborðsvél og
keyrt hann þannig. Og við ætlum
að bæta enn meiri flotkrafti i
hann með þvi að fylla borðstokk-
ana lika með kvoðu.
— Hvar er þessi bátur búinn til?
(Liklega verður maður að trúa
þessu)
— Hjá Trefjaplast h.f. hér á
Blönduósi. Fyrir nokkrum árum
fékk fyrirtækið mót af svona báti
erlendis frá og þá voru nokkrir
bátar framleiddir. Þeir höfðu
minni flotkraft og hentuðu
islenskum aðstæðum illa á ýmsan
hátt. Eggert Þór Isberg, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins og
Hjörleifur Júliusson gerðu siöan
ýmsar breytingar á mótinu, til að
gera bátinn öruggari og hentugri
fyrir islenskar aðstæður. Þeir
breikkuðu hann og hækkuðu hann
um tvær tommur, settu á hann
kjöl úr sandfylltu trefjaplasti og
juku flotkraftinn verulega. Auk
þess settu þeir liflinu utan á hann
og langt band i liflinuna, þannig
að hvolfi bátnum á maður að geta
náð þvi og velt bátnum við sjálf-
ur.
— Hvað er hann stór?
— Þessi er þrettán feta langur
(um 4 m) um 50 cm á dýpt og
mesta breidd er um 1,50 m
— Er þetta eina stærðin?
— Nei, við erum með ellefu feta
bát lika og svo er i athugun með
stærri bát, hefur verið talaö um
átján fet, en það er óráöið ennþá.
— Og verðið?
— Þessi kostar núna 260.000
krónur með söluskatti, en minni
báturinn kostar um 223.000 krón-
ur.