Tíminn - 24.09.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.09.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. september 1978 13 ástæður og afleiðingar Ógnaröldin i íran hefur nú staðið i allt sumar. óhugnanlegar ikveikjur, árásir lög- reglu og herliðs á fólk i mótmælagöngum, póli- tiskur óstöðugleiki, allt hefur þetta einkennt þetta langa heita sumar i hinu persneska keisarariki. íran hefur jafnframt þessu náð langt á öörum sviðum. Þrátt fyrir ólguna og óein- inguna hefur transkeisari látið finna fyrir, að hann ræður auðugu og voldugu rfki, sem stórveldin verða að taka tillit til. Hua Kuo feng, for- sætisráðherra Kina og formaður kommúnista- flokksins sótti keisarann heim til að leita hjá honum ráða um oliuvinnslu og styrkja hann gegn Sovétrikjunum. Það er yfirlýst stefna íranskeisara, Múhammeðs Reza Pahlevi, að gera íran að fimmta mesta iönaðarveldi heims, — á eftir Bandaríkjun um , Sovét- rikjunum, Japan og Vestur- Þýskalandi. Her hans er þegar einn hinn öflugasti i heimi, lfk- lega hinn stærsti utan risa- veldanna. tran er f jórðamesta oliuframleiðsluland iheimi, — oliuvinnsian þar nam 227 milljón tonnum árið 1977. transkeisari er ákveðinn i að gera tran að nútimariki þar sem hráefni eins og olla verði ekki lengur undirstaða efnahagslifsins. Hann átti manna mestan þátt i að verð á Haraldur Ólafsson: Búið var á Körmt fyrir 10000 árum Fornleifafræöingar frá fornminjasafninu i Stavanger hafa fundið merkilegar leifar mannabyggðar á Ávaldsnesi á eyjunni Körmt. Þar hafa fundist örvaroddar og tinna< en tinna ásamt kvartsi var notuð til að búa til úr odda, skinnsköfur og annað af því tagi. Þá hafa fundist þarna axir, sem benda eindregið til, að þarna hafi verið mannabyggð fyrir 10.000 árum, eða í lok ísaldarinnar. Norska presta- félagið lýsir stuðningi við kvenpresta Áalmennum fundi í Prestafélagi norsku kirkj- unnar fyrir skömmu var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta að viðurkenna, að konur get gegnt prestsembætti. Er þetta í samræmi við fyrri samþykktir stjórnar Prestafélagsins. A fundinum voru aðeins 15 andvigir tillögu um að lýsa stuðningi við kvenpresta. Harðar deilur hafa verið um kvenpresta i Noregi, og nú reyndu andstæðingar þeirra að fá samþykkt, að viðurkenn- ingin á kvenprestum þýddi ekkiaðguðfræðilegaværifallist á að þær gætu gegtit prests- embætti. Tillaga sem um það fjallaði var felld með 114 atkvæðum gegn 8i; Félag bibliu- og játningar- trúrra presta samþykkti mótmæli gegn ályktun Presta- félagsins. Bendir félagið á, að þótt rikið hafi viðurkennt að konur geti gegnt prests-- embætti, þá hafi norska kirkjan sem slik ekki viður- kennt kvenpresta. Það sé einungis um að ræða sam- þykkt rikisvaldsins en ekki kirkjunnar. Félag bibliu- og játninga- trúrra presta kallar kven- presta hina „svonefndu” presta. 1 umræðum á fundi Presta- félgs norsku kirkjunnar, var - áhersla lögð á, að konur tækju að sér öll venjuleg prests- störf, en yrðu ekki nokkurs konar undirprestar. Var talið mikilvægt, að hætt yrði að deila um kynferði presta og ætti ekki kljúfa kirkjuna á slikum aukaatriðum. öldinni i sumar eru ekki fyrst og fremst efnalegar, þótt þær hefi auðvitað haft sin áhrif. Trúarleg efni koma hér fremur við sögu. tran er land múhameðs- trúarmanna. Trúin á rik itök á landsbyggöinni og meðal alls almennings. Trúarleið- togarnir hafa frá fyrstu tið verið andvígir viðleitni keis- arans til að færa allt til nútimahorfs i landinu. Þeir telja, að halda beri lögmál þau, sem sett eru fram i Kóraninum, og allt, sem utan að kemur sé af hinu illa. Einn helsti leiðtogi múhameðs- trúarmanna, eða þess hóps þeirra, sem ihaldssamastur er, hefur undanfarin ár búið I irak og þaðan predikað gegn öllum nýjungum I keisara- dæminu. Almenningur hefur haft eyrun opin fyrir þessum boðskap, ekki hvað sist þegar loforðin um glæsta og þægi- lega framtið hafa ekki ræst nema að óverulegu leyti. Trúarleiðtogarnir hafa æst upp lýðinn og notað til þess helgidagana þegar þeir hafa boðað heilagt strið gegn öllu nýju. Það hefur einnig valdið mikilli gremju og jafnvel hatri meðal trúarleiðtoganna, að Bahai-trúflokkurinn hefur notið velvildar ráðamanna I tran. Bahai er villutrúarhópur innan tslam, og hafa fylgis- menn hans sætt sig við nýj- ungar stjórnarinnar. Hafa margir Bahai-menn setið í háum embættuin hjá keis- aranum. Lega trans að landamærum Sovetrikjanna, Afghanistan, Pakistan, traks og Tyrklands veldur þvi, að landiö er gifur- lega mikilvægt út frá hernaðarsjónarmiði. Það liggur að Persaflóa þar sem mest af þeirri oliu, sem kemur á heimsmarkað, er I jörðu. Hernaðarlega og eínahags- lega öflugt tran er takmark keisarans, ella telur hann að landið geti orðið auðveld bráð stórveldum. Hann vill fyrir alla muni forðast að verða lýð- konungur risavelda i austri eða vestri, en hann dreymir hugsanlega um að verða stór- veldi, sem sett geti reglur um það, sem fram fer I löndunum frá tsrael til Pakistan og á Arabiuskaga. Skapist það ástand i tran, að keisarinn veröi að sleppa völdum, getur orðið erfitt að finna nýtt jafn- vægi á þessum slóðum. Enda þótt mikill auður hafi safnast að trönum hefur ekki gengið vel að ávaxta hann til hagsbóta fyrir sárfátæka þjóð. t landinu eru nú fullkomnar oliuhreinsunarstöðvar, stál- bræðslur, bilaverksmiðjur, kjarnorkuver og neðanjarðar- stöðvar. iranstjórn hefur fjár- fest i mörgum stórfyrir- tækjum á Vesturlöndum. Heima fyrir hefur þó færra breytst. Jarðnæði hefur vissu- lega verið skipt milli bænda, en flugríkir jarðeigendur hafa fengið rikulegar bætur frá stjórninni. Þetta fé hefur ekki verið fjárfest i framkvæmdum I tran. Astæðurnar fyrir ógnar- oliu fjórfaldaðist I kjölfar Jom Kippú r-striðsins 1 973. Iðnaðarvörur frá Vestur- löndum hækkuðu stöðugt i verði jafnframt þvi, að svo mikiivægt hráefni sem olia var svo alltaf á sama verði. Keisarinn lagði til að olian yrði tifölduö i verði, en látið var nægja að fórfalda hana. Þessi ráðstöfun sýndi betur en allt annað hve háð Vesturlönd voru ódýrum hráefnum frá hinum fátæka þriðja heimi. Hækkunin olli sliku uppnámi, að við borð lá, að cfnahags- kerfi hryndu Atvinnuleysi og samdráttur rikir nú i mörgum þeim löndum, sem hvað háðust eru innfluttri orku i formi oliu. AUt fyrír sport- manninn Bómullarbolir, stutterma allir litir. Verð kr. 2.250-2.790 Buxur með eða án randa. Margir litir. Verð kr. 1.390-3.630 Sokkar: lágir, háir, þykkir, þunnir. Skór: Hummel — Puma Adidas —- Strigaskór — Blakskór o.fl. Boltar — Spaðar o.fl. POSTSENDUM HOLASPORT Hólagarði, Lóuhólar 2-6 simi 75020.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.