Tíminn - 29.09.1978, Blaðsíða 11
Köstudagur 2il. september lí*7S
11
— hafa komið i veg fyrir brúargerð
við Krossá
ATA — Ég held að
kostnaðarhliðinni,
náttúruverndarsjónar-
miðunum og almennu
áhugaleysi sé um að
kenna, að Krossá og
aðrar ár á leiðinni i
Þórsmörk hafa ekki
verið brúaðar, sagði
Helgi Hallgrimsson,
forstjóri tæknideildar
Vegagerðar rikisins i
viðtali við Timann.
Fyrir einum og hálfum
mánufii siöan létust þrlr, er biil
fór út I Krossá á röngum stað og
nokkrir komust viö illan leik I
land. A miövikudaginn var
fimm Þjóöverjum bjargaö
naumlega úr jeppa, er fariö
haföi út f ána á alröngum staö.
Fyrir utan þessi voveiflegu
slys og svaöilfarir eru alltaf ein-
hverjir aö lenda i vandræöum
við Krossá og ókunnugum er
mikil hætta búin, ef þeir gæta
Náttúruvernd-
arsjónarmið og
mikill kostnaður
Miklu máli skiptir hvernig og hvar fariö er i Krossá. Hún er ekki alltaf
svona friösamleg en þrátt fyrir aö áin liti vingjarnlega út veröur aö gæta
itrustu varkárni þegar fariö er yfir hana.
ekki ýtrustu varkárni. Viö
spuröum þvi Helga Hallgrims-
son, hvers vegna ekki væri búiö
aö brúa árnar inn I Þórsmörk og
leggja þangaö veg.
— Þetta mál hefur veriö hug-
leitt og rætt en þaö hefur aldrei
komist lengra en á umræöu-
stigiö. Brú á Krossá er mikiö
mál. Ain er sifellt aö breyta um
farveg, byltist oft um aurana
alla. Þaö þyrfti þvl aö byggja
varnargaröa auk brúarinnar.
— En þaö kemur fleira en
kostnaöurinn til I þessu máli.
Náttúruverndarmenn, og aörir
þeir, sem boriö hafa hag Þórs-
merkur fyrir brjósti, telja aö
náttúra Þórsmerkur þoli ekki
algera opnun svæöisins. Þaö er
Ijóst, aö ef þessar ár yröu
brúaöar og hægt yröi aö aka á
venjulegum bil inn I Þórsmörk,
þá myndi ásóknin stóraukast.
— Þaö hefur þvi aldrei veriö
neinn þrýstingur á aö leggja
þennan veg og þvl hefur Þórs-
merkurvegur aldrei komist inn
á vegaáætlun, sagöi Helgi Hall-
grlmsson.
Tilhlökkunarefni fyrir jazzáhugamenn:
Dexter Gordon
væntanlegur
ATA — Þann 18. október
mun tenórsaxafón-
leikarinn heimsfrægi,
Dexter Gordon halda
hljómleika i Háskólabiói
á vegum Jazzvakningar.
Dexter Gordon hefur
verið einn helsti tenór-
saxafónleikari jazzins
áratugum saman og er
islenskum jazzáhuga-
mönnum mikill fengur
af komu hans hingað.
Langt er siðan Dexter sló i gegn
en segja má að hann hafi slegið i
Stofnfundur:
gegn á nýjan leik á siðasta ári. I
alþjóðlegri gagnrýnanda-
kosningu i ágúst s.l. var hann
kosinn tenórsaxafónleikari ársins
og hafði hann mikla yfirburði i
þeim kosningum.
Annar jazzsnillingur er
væntanlegur til landsins á vegum
Jazzvakningar I vetur. Það er
pianistinn Duke Jordan, sem lék
lengi með Charlie Parker.
Vetrarstarf Jazzvakningar
hefst annars með jazzkvöldi að
Hótel Sögu þann 2. október kl. 21.
Þar koma fram tvær hljóm-
sveitir, Kvartett Reynis Sigurðs-
sonar og hljómsveitin Jazzmenn.
1 fyrrnefndu hljómsveitinni eru
auk Reynis, sem spilar á vibra-
fón, Guðmundur Ingólfsson á
Framhald á bls. 23
SJ — Frú Sigurlaug Rósinkranz
sópransöngkona er stödd hér á
landi i stuttri heimsókn. Hún hefir
núfasta búsetu I Stokkhólmi og er
þar starfandi söngkona.
Laugardaginn 30. september
efnir hún, ásamt Páli Kr. Páls-
syni organleikara, til tónleika i
Hafnarfjarðarkirkju.
Frú Sigurlaug syngur lög eftir
Arna Thorsteinsson, Pál Isólfs-
son, Sigvalda Kaldalóns og Sigurð
Þórðarson, Björgvin Guðmunds-
son, ennfremur ariur eftir
Handel, Mozart og Mendelssohn.
Auk þessleikurPáll og orgelverk
eftir Bach og Reger.
Tónleikarnir hefjast kl. 16.
A fimmtudagskvöld héldu þau
Sigurlaug og Páll Kr. tónleika i
Sauðárkrókskirkju og var þeim
vel fagnað.
■f Lækjartorg - Sel
Mánudaginn 2. október n.k.
hefst almennur akstur á nýrrí
leiö, nr. 14, Lækjartorg — Sel,
sem ætlaö er aö þjóna ört vaxandi
byggö I Seljahverfi og um leiö
Breiöholti 1 eöa þeim hluta þess,
sem nú á lengst aö sækja i veg
fyrir strætisvagna, þ.e. viö aust-
anveröan Arnarbakkann.
Nú i sumar hefur verið haldið
uppi tilraunaakstri á þessari leið
á mestu annatimum, þ.e. 2
ferðum að morgni og 3 ferðum
siðdegis, en framvegis verður
ekið á þessari leið álla virka
daga, þ.e. mánudaga til föstu-
daga frá kl. 7 til kl. 19 óslitiö á
klukkustundar fresti fyrst um
sinn. Ekið verður frá Lækjartorgi
um Miklubraut og Reykjanes-
braut (sömu leið og nr. 13) að
Arnarbakka, um Arnarbakka
réttsælis, en siðan um Seljahverfi
sömu leið og nr. 11 — rangsælis —
til baka um Arnarbakka rang-
sælis og sán sömu leið og áður til
baka i Miðbæinn. Þar sem hér á
að vera um hraðferðarþjónusutu
að ræða (aksturstimi milli
Lækjartorgs og Seljahverfis
veröur aðeins 20 minútur), verða
biðstöðvar fáar á leiðinni (hinar
sömu og hjá leið 13), annars
staðar en i Breiðholti, þar sem
stansað verður við allar bið-
stöðvar á leiðinni. Vagninn ekur
10. min yfir hvern heilan tima frá
Lækjartorgi og á hálfa timanum
frá Skógarseli.
Sérstök athygli skal vakin á
þvi, að seinasta ferð á þessari leið
frá Lækjartorgi verður ki. 18.10
(úr Seljahverfi kl. 18.30), þ.e.
ferðin, sem farin hefur verið i
sumar frá Lækjartorgi kl. 19.10,
fellur aftur niður.
Prentuð hefur verið viðbót við
Leiðabók SVR 1978 með upp-
lýsingum um hina nýju leið, og
fæst hún á sölustööum SVR.
Það er von forráðamanna SVR,
að með þessari auknu þjónustu
verði komið til mót við þarfir og
óskir Ibúa ofangreindra hverfa.
Ökumenn, eflum sameiginlega öryggi æskunnar
'A EFTIR B0LTA
KEMUR BARN
JUNIOR CHAMBER
„EFLUM ÖRYGGI ÆSKUNNAR"
Samtaka áhugamanna
um kvikmyndagerð
— A laugardaginn kemur kl. 14,
verður haldinn ITjarnarbæ stofn-
fundur Samtaka áhugamanna um
kvikmyndagerð og veröur hann
öllum opinn.
Markmið þessara samtaka
verður það að éfla kvikmynda-
gerö áhugamanna á Islandi og
hyggjast samtökin meðal annars
ná þvi markmiði sinu með al-
mennri fræðslustarfsemi, s.s.
námskeiðum I kvikmyndagerð,
útgáfustarfsemi, ráðstefnum,
samstarfi við hliöstæð samtök
erlendis svo sem UNICA og
Nordisk Smalfilm og siðast en
ekki sist með þátttöku I alþjóöleg-
um kvikmyndasamkeppnum.
Akveðið hefur verið að samtök-
in efni til kvikmyndahátiðar i
febrúar ár hvert, þar sem valdar
veröi bestu myndir félagsmanna
og sýndar erlendar myndir
hliðstæðra samtaka.
Félagsmenn geta allir þeir orð-
ið sem áhuga hafa á kvikmynda-
gerðog eru þeir hvattir til þess aö
mæta á stofnfundinn sem haldinn
verður, eins og áður segir, i
Tjarnarbæ.