Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. október 1978 tiiiil'li 5 Öryggiseftirlitið 50 ara: Stefnt að því að færa sjálft eftlr- litiðinná '2" vinnustaðina Kás — Um þessar mundir er öryggiseftirlit rikisins 50 ára. t því tilefni boftuðu forsvarsmenn stofnunarinnar til fundar með blaðamönnum til að kynna starf- semi hennar, og nýiítkomna skýrslu um starfsemi öryggis- eftirlitsins frá upphafi. Fyrstu lög um öryggiseftirlitið eru frá árinu 1928, en siðan hafa bæði lögin og reglugerðir henni lútandi veriö endurskoðuð nokkrum sinnum. Starfssvið öryggiseftirlitsins er að hafa eftirlit með öllum vinnustöðum, að undanteknum búrekstri, heimilisstörfum, almennri skrif- stofuvinnu, loftferðum og sigl- ingum. Friðgeir Grimsson öryggis- málastjóri, sagöi að þeir hjá eftirlitinu skoðuðu alla skrásetta vinnustaði einu sinni á ári. Ef um mjög litla og hættulausa staöi væri að ræða, létu þeir nægja að skoða þá á tveggja ára fresti. Stóra vinnustaði t.d. eins og Straumsvik, skoðuðu þeir hins Línurít 1 Vinnuslys 1970-1977 Atvinnugrein 0/0 5 10 15 20 Fiskiðnaður 7,0 Matvæla- og fóðurvöruiðnaður 3,4 Vefnaðar- og fataiðnaður 5,1 Prentiðnaður 1,0 ■ Trésmlðaiðnaður 13,7 Skinnaiðnaður 1.4 Stein-, leir- og gleriðja 1,8 Málmiðnaður 19,5 Efnaiðnaður 2,2 Byggingaiðnaðurog verkl, framkv. 22,1 . Flutninga- og birgðastörf 15,3 Rafmagnsiðnaður m ■ Þjónustugreinar 3,0 Aðrar atvinnugreinar 3,4 Linurit 1. Sýnir skiptingu vinnuslysa eftir atvinnugreinum. Linurit 2 Vinnuslys 1970-1977 Aldursflokkar 0/0 5 10 15 20 25 15 ára og yngri 2,4 16-20 ára 25,6 i ! IV- V tmamm 1 21-25 ára 15,1 26- 30 ára 11,2 31-35 ára 5,5 36—40ára 7,8 41—45ára 5.2 ! 46—50ára 7,2 51-55 ára 5,2 56-60 ára 4,5 61—65 ára 5,1 66— 70ára 2,8 71 ársogcldri 2,4 Linurit 2. Sýnir skiptingu vinnuslysa eftir aldursflokkum. Línurít 3 Vinnuslys 1970-1977 Mánuður 0/0 2 4 6 8 10 Janúar 6,9 Febrúar 5,4 Marz 9,2 Aprll 7,2 Mai 10,0 Júni 9,5 Júli 9,3 Ágúst 6,6 Lm —4—■ September 9'4 Októbcr 9,9 Nóvember 9,4 Desember 7,4 Linurit 3. Sýnir skiptingu vinnuslysa milii mánafta. Linurit 4 Vinnuslys 1970-1977 Vikudagar 0/0 5 10 15 20 Sunnudagur 1,9 Mánudagur 18,4 Þríðjudagur 20,1 Miðvikudagur 18,1 Fimmtudagur 19,6 Föstudagur 15,8 ■ Laugardagur 6,0 —éi i Friðgeir Grfmsson, öryggismálastjóri. vegar hálfs-mánaðarlega. 1 þeim tilfellum þegar ein- hverju er ábótavant, eru for- svarsmenn vinnustaðarins látnir vita af þvi, og þeim gefinn frestur til að kippa viðkomandi atriði i lag. Ef þessari ábendingu er ekki sinnt, hefur gefist vel aö senda kæru til viðkomandi fagfélags. I ýtrustu neyð hefúr öryggismála- stjóri leyfi til að loka vinnustað, en þó aðeins aö stórkostleg hætta skapist ella. Það kom fram i máli Friðgeirs, að hér á landi er öryggiseftirlitið ekki komiö nógu langt, þannig að hægt sé að flytja það inn á sjálfa staðina, svipað og gert er i Noregi, Danmörku og Þýska- landi, svo eitthvað sé nefht. Þar er þvi þannig háttað að trúnaðar- maður á vinnustað hefur eftirlit með þessu, og veröur þaö þvi fljótvirkara og öflugra fyrir vikið. Vissulega væri þaö þetta sem stefnt væri að hér á landi. Þá vék Friögeir að fjármálum stofnunarinnar. Sagði hann, að það væri mikill ljóður á starfsemi öryggiseftirlitsins, aö það hefði ekki annað fjármagn til ráðstöf- unar, en þaö sem fengist sam- kvæmt gjaldskrá um skoöunar- gjöld. Nú orðið krefðist eftirlits- starfið ýtarlegri og fjölþættari rannsóknaraögerða enáður var. I þessu sambandi mætti nefna slysarannsóknir. Að endingu ræddi Friðgeir um þá athugunsem gerð heföi veriö á vinnuslysum siöustu ár, af starfs- mönnum stofnunarinnar.ogsagði að i ljós hefði komið a6 um 30% slysanna mætti rekja til lélegrar kennslu, þ.e. vankunnáttu. Hins vegar þegar skoöuð væri skipting vinnuslysa milli ein- stakra atvinnugreina, þá kæmi i ljós að þau væru flest I bygg- ingariðnaðinum, en fæst i málm- iðnaði. Væri hins vegar litið á skiptingu vinnuslysa eftir aldurs- flokkum, þá skæri Island sig úr með það, að lang flestir slösuðust i aldursflokknum 16-20 ára, ólikt þvi sem gerðist erlendis. Vafa- laust gerði þar útslagiö hve unglingar hér byrjuðu snemma að vinna, t.d. með skóla. Vinnu- slysum fjölgar mest á vorin, þegar skólabörn eru að koma út á vinnumarkaöinn, en fækkar svo þegar lfður á sumariö. Ef litið er á fjölda vinnuslysa eftir vikudög- um, kemur i ljós að þau eru flest um miðja vikuna, en færri i upp- hafi hennar og endi. brosið Linurit 4. Sýnir skiptingu vinnuslysa milli vikudaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.